Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 15

Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 15
16. desember 1983 - DAGUR - 15 ..Þaö liggur hara vel á mér. enda hef ég vanið mig á þaö í lífinu, að mikla ekki fyrir mér vandamálin eða erfið- leikana. en ég hvgg að landar' mínir liti tilveruna oft á tíð- um meö óþarflega dökkum litum". sagði Pálína Kon- ráðsdóttir, hálfníræður bóndi á Skarðsá í Sæmund- arhlíö í Skagafirði. þegar ég sló á þráöinn til hennar í vikunni. L.esendur Dags muna ef til vill eftir viðtali við Pálínu sem birtist í Helgar-Degi í sumar og vakti mikla at- hygli; svo mikla að síðan liafa blaðamenn DV og sjónvarpsmenn heimsótt gömlu konuna að Skarðsá. Og það kemur enginn að tómum kofunum hjá Pálínu, því hún er glögg kona. Og ekki sækist hún eftir þeim lífsþægindum sem landinn keppist við að veita sér. Hún býr ein í ganila torfbænum á Skarösá, sem að stærstum hluta er allt síðan um I860. I greininni í sumar varð mér svolítið á í messunni í ættfræðinni, sem rétt er að gcra bót á hér. Pálína er dóttir Konráðs Konráðs- sonar Jóhannessonar. Kona Jóhanncsar var Filippía Gísladóttir Konráðssonar, sagnfræðings. Móðir Pálínu var Steinunn Stefánsdóttir. en hún og Konráö hófu aldrei búskap á Skarösá. Þar ólst Pálína hins vegar upp hjá föður sínum og fööur- ömrnu. það þýðir ekkert að vera að mikla fyrir sér vandamálin. Maður er vanur við hlutina eins og þeir eru hér á Skarðsá". - Hvað ertu með niikiö af skepnum í vetur. Pálína? „Ég er með nokkrar kínd- ur og nokkur hross". - Hvað kallar þú „nokkur hross", svona fimmtíu stykki eða svo? „0, ég veit nú ekki hvort það nær því nú alveg". - Hvað scgir framtalið um bústofninn?! „Framtalið, ég geri enga skýrslu, ég er löngu vaxin upp úr því. Ég á talsvert af heyjum og ég sýni þeim þau. Það á að vera nóg fyrir þá". - Ertu búin að taka hross- in á gjöf? „Nei, en ég reikna með að verða að fara til þess. Það getur orðiö jarðiaust hjá mér ef það frystir í þetta núna. En það er langt síðan ég tók féð á hús. Það þarf alltaf að hafa nóg að éta". - Hefurðu verið sæmileg til heilsunnar; áttu gott meö að sinna skepnunum sjálf? „Já, já, ég sinni fénu og ég er sæmileg til heilsunnar. En mér. Það voru þarna tveir menn með honum, sem voru að taka myndir. Þeir mynduðii mikið. bæði utan húss og bæinn allan innan. Það var nú ekki þægilegt fvrir þá. en þeir höfðu nátt- úrlega geysi sterk og mikil ljós. Þaö þurfti að hafa sterka geisla, því það er ekki bjart í bænum, eins og þú þekkir". - Tóku þeir ekki viðtal viö Tíðin hefur verið risjótt En snúum okkur nú aftur að nútímanum og símtalinu við Pálínu. Samkvæmt góðum sið spurði ég hana fyrst um tíðina. „Þetta hefur nú verið hálf- leiðinlegt veður í vetur; stöðugar umhleypingar. Núna er til dæmis slyddu- hríð, en þaö hafa nú ekki verið neinar stórhríðar það sem. af er“. - Nú býrö þú í gömlum torfbæ; vill hann ekki leka þegar unrhleypingar eru svona tíðar, ýmist hláka eða frost? „Það kemur fyrir", svar- aði Pálína og hló við, „en „Það var nú ekki mikiö, örlítið". - Hvenær fáum við svo að sjá árangurinn 1 sjónvarp- inu? „Það verður á nýársdag". - Nú hefur þú ekkert sjónvarp, langar þig ekki til að sjá þáttinn? „Þá fer ég á aðra bæi". - Það veröur gaman að sjá þig og Skarðsá 1 sjón- varpi. „Ekki skil ég það". Jæja, Pálína, það er gam- an að heyra að þú ert hress. „Ég hef aldrei svartsýn verið. Ég held að það sé betra heldur en hitt, því ég held að óþarfa svartsýni og bollaleggingar fram í tímann geri engum gott. Ég hcld aö margir geri of mikið al' slíku". - Hvað heldur þú um tíð- ina það sem eftir er vetrar? „Ég er hálfhrædd um að það verði svona umhleyp- ingasamt eitthvað áfram". ég fékk einhverja untferð- arpest á dögunum, kvef, inilúensu eða eitthvað svoleiðis á tímabili. Sem betur fer er ég laus við það núna. Það eru alltaf ein- hverjar pestar á ferðinni held ég". - Ertu oröin góö af augn- meininu? „O, nei, ekki nógu góö". - En þú getur lesið? „Já, ég les alltaf og kannski geri ég of mikið af því. Ef til vill gerir það mér illt, að þreyta augun". „Nú, ég reyni að hafa eitt- hvað betra að éta". og nú hló Pálína dátt. - Hvað verður í hátíðar- matinn? „Hangikjöt á aðfanga- dagskvöld, að sjálfsögðu". - En á jóladag? „Hangikjöt, ég borða það kalt, því mér finnst kalt kjöt oftast miklu betra en heitt". - Ekki borðarðu Itangi- kjöt í öll mál? „Það er nú ekki skömmin að því að borða eintómt hangikjöt, en ég veit nú ekki nema ég breyti eitthvað til", sagði Pálína og það tísti í henni hláturinn. - Ég frétti að sjónvarps- menn hefðu heimsótt þig í sumar, eftir að ég var á ferð- inni hjá þér. „Já, þú átt nú eftir að kynnast því. Það var hann Ómar Ragnarsson og tveir menn með honum. En þetta er í rauninni þýðingarlaust og hefur ekki nokkurn tilgang, að vera að taka þessi viðtöl við mig". - En haföir þú ekki gam- an af Ómari? „.lú. Ómar er mesti al- mennilegheitamaöur, fannst Borða hangikjöt á jólunum - Ætlar þú að vera heima við á jólunum, Pálína? „Já, ég hef hugsað rnér það". - Hvað ætlar þú að gera til hátíöarbrigða í einverunni? Alltaf átt eitthvað eftir - Ertu sæmilega sett rneð hey? „Já, ég heyjaði talsvcrt í sumar og svo á ég fyrningar frá fyrra vetri. Ég hef alltaf frekar átt eitthvað eftir, frekar heldur en ég hafi gef- ið upp. - Seldir þú eitthvaö fra þér af hrossum í haust? „Folöldin já. þau fóru á sláturhúsið. Það var að vísu einn Eyfirðingur búinn að biðja mig um folöld til lífs, en síðan gat hann ekki sótt þau vegna veikinda". - Það getur vel verið að ég heimsæki þig Pálína, til að lít;i á hrossahópinn. Hver veit nema þú eigir eitthvað sem ég hef ágirnd á. „Því í ósköpunum gerðir þá þaö ekki í haust, nú er orðið lítið um folöldin". - Það kemur sumar aftur - og folöld. „Já, ég vona að ég fái eitt- hvað af folöldum næsta sumar. Ég á ganggóð hross. Það getur verið að ég geti selt þér góðan hest. Það get- ur skeð, en liann er náttúr- lega ekki þjálfaður mina, en gangurinn er til hjá honum. Þetta er fallegur hestur", - J;i. það getur vel veriö að ég komi við hjá þér þegar ég verð a ferðinni. Það var gaman að heyra i þér Pálína. Þakka þér fyrir spjallið og vertu blessuö. „Já, sömuleiðis, vertu blessaður." sagði Pálína. og þar með slitum við sím- talinu. Pálína Konráðsdóttir á Skarðsá Myndir og texti: Gísli Sigurgeirsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.