Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 17

Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 17
16.- DAGUR -16. desember 1983 16. desember 1983 - DAGUR -17 JOLAKROSSGATA DAGS 1983 Jólakrossgáta Dags er óvenju viðamikil að þessu sinni, eins og sjá má. Þó að frídagar um þessi jól séu í færra lagi höf- um við engu að síður þá trú að margir muni eiga eftir að spreyta sig á gátunni. Ráðn- ing krossgátunnar að þessu sinni gætu kostað töluverð heilabrot og heilmikla handa- vinnu, en höfundur hennar, Bragi V. Bergmann kennari, segir okkur að hún sé hvorki þung né létt, en svona í með- allagi. Það gæti líka hvatt ein- hverja til að glíma við gátuna að í boði eru góð verðlaun og því til nokkurs að vinna ann- ars en ánægjunnar. Tekið skal fram að skýr greinarmunur er gerður á grönnum og breiðum sér- hljóða (a er ekki sama og á, o er ekki sama og ó, o.s.frv.). Lausn krossgátunnar er að finna í tölusettum reitum frá 1-110, sem eru á víð og dreif í gátunni. Er þar um að ræða hugleiðingu í bundnu máli um þorskinn okkar blessað- an, sem svo mjög hefur verið til umræðu að undanförnu. Þegar búið er að leysa gátuna sjálfa er stöfunum í tölusettu reitunum raðað niður og út úr því á að koma vísa. Nóg er að senda vísuna sem lausn, ekki gátuna alla. Skilafrestur Skiiafrestur á verðlauna- krossgátunni er til 20. janúar n.k. og utanáskrifin er: Dagur - verðlaunakrossgáta Strandgötu 31, pósthólf 58, 602 Akureyri Verðlaunin Eins og áður sagði eru verð- launin ekki af verri end- anum. í fyrstu verðlaun er sambyggt steríó útvarps- og segulbandsferðatæki af gerð- inni TELETON, að verð- mæti 7 þúsund krónur, frá hljómdeild KEA. Að sögn sérfróðra er ótrúlega góður hljómburður í ekki stærra tæki. 2.-5. verðlaun er hljómplata að eigin vali. Að endingu óskum við ykkur góðs gengis og gleði- legra jóla!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.