Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 20

Dagur - 16.12.1983, Blaðsíða 20
20 - DAGUR -16. desember 1983 JÓLA MATURINN „Jólin eru hátíö kaupmannanna“, sagöi ein~ hver vís maöur einhvern tímann og þó allirséu e.t.v. ekki hjartanlega sammála þessum orð- um þá leynist í þeim sannleikskorn. Stærðina má auövitaö deila um. Víst er aö það veröur verslað grimmt fyrir jólin, þrátt fyrir allt kreppu- tal og það sem allir veröa sér úti um með ein- hverju móti er blessuð jólasteikin. Jólin eru nefnilega líka hátíð sælkeranna. Ef aö líkum lætur þá veröa það hamborgarhryggurinn danskættaöi og íslenska hangikjötiö sem berj- ast á jólaboröinu en á mörgum norölenskum heimilum eru rjúpur algjörlega ómissandi jóla-1 matur. Til aö gefa örlitla innsýn í þaö hvaö hægt er aö láta í sig á þessari miklu hátíð, slógum við á þráðinn til nokkurra valinkunnra borgara á Norðurlandi og forvitnuðumst um það hvaö þeir heföu í matinn á jólunum, Baldur Júlíusson, Sauðárkróki - Við erum óðum að komast í jólaskapið, sagði Baldur Júl- íusson í Sælkerahúsinu á Sauð- árkróki er Dagur sló á þráðinn til hans nú í vikunni. Baldur sagði að Sælkerahús- ið yrði opið á annan jóladag og þá yrði væntanlega sannkall- aður hátíðarmatseðill á boð- stólum. Ekki værí þó enn búið að velja endanlega rétti á matseðilinn en Baldur sagðist þó geta upplýst hvað hann ætl- aði sjálfur að hafa í matinn á jóladag. Og hér kemur upp- skríft Baldurs: Innbakaður hamborgarhryggur í rúgmjölsdeigi - Ég nota stóran hrygg sem hent- ar fyrir 10-12 manns. Deigið er búið til úr 2 kg af rúgmjöli sem er hrært út með soðnu vatni og það síðan hnoðað þangað til það er vel mótanlegt. Síðan er það flatt út í ca. hálfs cm þykkt. Nú er hryggurinn tekinn og settur ofan á deigið, sem hefur verið flatt út á ofnplötu. Það verður að gæta að því að bein stingist ekki í gegnum deigið, sem á að vera það mikið að hægt sé að brjóta það yfir hrygginn með góðu móti. Deiginu er síðan lokað á jöðrunum með blöndu af einu eggi og hálfum bolla af mjólk sem hefur verið pískað saman. Hryggurinn er sem sagt lokaður inni í deiginu og til þess að deigið lokist vel þá er brúnun- um þrýst saman með gaffli, þann- ig að munstur myndist. Hryggurinn er nú settur í ofn og bakaður við 160-170 gráðu hita í hálfan annan tíma. Þegar þessu er lokið á deigið að hafa myndað harða skurn utan um hrygginn og ef vilji er fyrir hendi þá getur hver og einn búið til mynstur á þetta „eldfasta mót“ og jafnvel lok. Nú er skorið „lok“ á mótið með beittum hníf og hryggurinn tekinn út og kjötið skorið niður í þunnar sneiðar eftir að það hefur verið hreinsað af beinunum. Beinin eru sett niður í „mótið“ og sneiðunum raðað ofan á og steikin síðan skreytt, s.s. með grænmeti. Með þessu borðum við svo sherry-sósu sem búin er til á hefðbundinn hátt úr ca. þrem staupum af sherry, 100 g af lauk og sveppum, smátt söxuðum. Sósan er bragðbætt með karrý og papriku og hún má gjarnan vera dálítið sterk. Þá er ótalin ananasstappan sem ég tel ómissandi með þessum rétti. I stöppuna eru notaðir an- anasbitar en fyrst er smjörlíki hit- að vel á pönnu, sykri bætt út í og síðan er ananasbitum skellt á pönnuna. Það er hrært vel í og þrem matskeiðum af tómatpúrre bætt út í. Með þessari súrsætu blöndu er gott að gljá hrygginn áður en hann er borinn fram. Það er greinilegt að gestir Sælkerahússins eiga von á ýmis- legu spennandi á næstunni, a.m.k. ef miðað er við það sem Baldur hefur heima hjá sér. Við þann jólarétt er því að bæta að Baldur hyggst snæða graflax með ristuðu brauði og sinnepssósu í forrétt og appelsínurjómarönd verður í eftirrétt. Þessu hyggst Balur skola niður með St. Emil- ion rauðvíni, en af þessu ágæta rauðvíni átti hann nokkrar flösk- ur á gamla verðinu. Hans Kaalund, Akureyri/ Dalvík Meölætið Með hreindýrasteikinni er borið fram Waldorf-salat sem kennt er við samnefnt hótel í New York. Salatið er búið til úr sellerírót, eplum og hvítkáli en allt þetta er saxað niður í jöfnum hlutföllum og blandað með mayones og þeyttum rjóma í jöfnum hlutföll- um. Síðan er aðeins kryddað með salti og pipar og salatið síðan skreytt með dökkum vínberjum og valhnetum. Auk þess eru bornar fram brúnaðar kartöflur og hálf epli soðin með rifsberjahlaupi. Með hreindýrasteikinni er gott að drekka þurrt, kraftmikið rauðvín og því má bæta við að alls konar lax, soðinn, grafinn eða. reyktur er góður í forrétt og á eftir er gott að borða ís, t.d. úr jógúrt sem bragðbætt hefur verið með Sítr- ' ónu. Alls ekki rjómaís. - Hrcindýrasteikin hefur mælst mjög vel fyrir og það er ekki síst því að þakka að hún hefur veríð á mjög góðu verði, sagði Hans Kaalund sem verið hefur hugmyndafræðingur Sæluhússins á Dalvík við gerð matseðils að undanförnu. Hans sem er danskur að þjóð- erni varð fúslega við því að leyfa okkur að nota uppskrift- ina og fer hún hér á eftir. Hreindýrasteik (fyrir 6-8 manns) 2 kg af hreindýrakjöti (bógur eða læri m/beini) 20 þurrkuð einiber •/2 lítrí af rjóma 100 g af smjörlíki 1/2 glas af mýraberjum (cranberry’s) - Ég byrja á að brúna steikina vel í stórum potti. Brúna allar hliðar og þegar steikin er orðin vel brúnuð þá er möluðum eini- berjum bætt í pottinn. Þetta er látið krauma í tvær mínútur en síðan er steikin krydduð með salti og pipar og rjómanum og mýraberjunum er bætt út í. Nú er hitinn minnkaður og lokið sett á og steikin látin malla í fimm stundarfjórðunga. Steikinni er snúið af og til. Sósan Sósan er búin til úr soðinu og hún á að vera nokkuð þykk. Sjálfum þykir mér best að jafna sósuna með hveiti og það er mikilsvert að soðið sé ekki síað. Berin verða að fá að vera í og þegar sósan er tilbúin þá má bæta helm- ingnum sem eftir er af mýraberj- unum út í.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.