Dagur


Dagur - 19.12.1983, Qupperneq 1

Dagur - 19.12.1983, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIDIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, mánudagur 19 . desember 1983 143. tölublað „Gleðitíðindi“ — Söfnun í gangi til styrktar Ingva Steini Frásögn Dags á miðvikudaginn af akureyrsku (jölskyldunni, sem nú dvelst í Boston í Bandarikjunum, þeim Ólafi Björnssyni, Lilju Gunnars- dóttur og Ingva Steini, syni þeirra, vakti mikla athygli. Þau dvelja ytra vegna fyrirhug- aðrar læknisaðgerðar á Ingva Steini sem felst í því að græða í hann nýra, sem tekið verður úr Ólafi. í fréttinni á miðvikudaginn var jafnframt sagt frá söfnun barn- anna í Lundarskóla, sem slepptu jólagjöfum á litlu-jólunum, en gáfu þess í stað 50 kr. hvert í sjóð til styrktar fjölskyldunni. Börn í nokkrum bekkjardeildum Barna- skóla Akureyrar gerðu slíkt hið sama. Þannig söfnuðust nokkur þúsund krónur. Nú hafa fleiri tekið sér framlag barnanna til fyrirmyndar, því Dagur hefur haft spumir af fjársöfnunum á vinnustöðum og margt smátt ger- ir eitt stórt. Og víst kemur þetta í góðar þarfir, því dvölin ytra er dýr fyrir fjölskylduna og það er hugsanlegt, að þau þurfi að vera í Boston í allt að ár. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fjölskylduna," sagði Ólafur Björnsson, þegar rætt var við hann í Boston um helgina og birt- ist viðtalið á bls. 6 í blaðinu í dag. Þar kemur fram að Ingva líður vel eftir aðstæðum, en hann er mjög máttfarinn og krampi hefur gert honum erfitt fyrir. Upphaf- lega átti aðgerðin að fara fram um áramótin, en henni hefur ver- ið frestað um a.m.k. 2-3 mánuði. Sá tími verður notaður til að styrkja Ingva Stein líkamlega fyrir aðgerðina. Dagur mun taka við framlög- um til söfnunarinnar, en einnig geta gefendur snúið sér beint til Árna Björnssonar hjá Bílasöl- unni hf., bróður Ólafs. Aukið atvinnu- leysi - á þriðja hundrað atvinnulausir á Akureyri „Því miður er þróunin í þessu sú að mönnum á atvinnuleysis- skrá fer aUtaf fjölgandi,“ sagði Haukur Torfason hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni á Akur- eyri er við ræddum við hann fyrir helgina. Á atvinnuleysisskrá um mán- aðamótin október/nóvember voru 129. Atvinnuleysisdagar í nóvember urðu hins vegar 3.124 sem svarar til þess að 142 hafi verið án atvinnu allan mánuðinn. Um síðustu mánaðamót voru hins vegar komnir 194 á atvinnu- leysisskrá og að sögn Hauks hef- ur sú tala farið síhækkandi síðan. Er því öruggt að eitthvað á þriðja hundrað manns eru atvinnulausir á Akureyri í dag. í þeim hópi eru verkamenn fjölmennastir en eitt- hvað er um múrara og trésmiði. Nú eru ekki nema finim dagar til jóla - þar til jólatrén verða Ijósum prýdd í stofum um ailt land, friðarljós verða kveikt og landsmenn minnast fæðingar frelsarans. „Litlu jólin“ eru um garð gengin í skólunum, en þessi mynd var tekin af nokkrum kennurum Lundarskóla við undirbúning þeirra. Mynd: H.Sv. „Ég mun fara norður og ræða við mína samstarfs- og stuðnings- ménn í þinghléinu og taka síðan ákvörðun í framhaldi af því,“ sagði Stefán Valgeirsson, al- þingismaður, er Dagur spurði hann að því hvort hann hygðist sækja þingflokksfundi eftir ára- mót, en sl. þrjár vikur hefur hann ekki sótt fundina vegna óánægju með afgreiðslu þingflokksins í „bankastjóramálinu" svonefnda, þar sem honum var neitað um at- kvæðagreiðslu. Stefán hefur margt við af- greiðslu þessa máls að athuga og segir að það tengist einnig al- mennum landsbyggðasjónarmið- um og viðhorfum flokksforyst- unnar til þeirra mála. Það sé mat fjölmargra stuðningsmanna sinna að það sé ekki lítils um vert að landsbyggðin eignist fulltrúa í bankastjóm Búnaðarbankans. Stjórnmál snúist um að hafa áhrif í þjóðfélaginu og skipan banka- ráða og bankastjóra ríkisbank- anna sé nánast framlenging á lýðræðinu, hvað þetta varðar. Því hafi það valdið sér miklum vonbrigðum að fá ekki lýðræðis- lega afgreiðslu á málinu í þing- flokknum. Sem kunnugt er sóttu tveir bankamenn um stöðu banka- stjóra Búnaðarbankans, auk Stefáns Valgeirssonar, þeir Hannes Pálsson og Stefán Pálsson, sem hlaut stöðuna. Stef- án Valgeirsson sagði í viðtali við dag, að þetta mál væri ekki ein- angrað fyrirbæri, heldur tengdist almennt viðhorfum sínum og margra annarra til sjónarmiða forystu Framsóknarflokksins í landsbyggðarmálum, málefnum landbúnaðarins og fyrirhugaðrar breytingar á valdastöð þéttbýlis- ins á suðvesturhorninu á Alþingi, án tillits til jöfnunar á öðrum sviðum. „Ég sé því miður ekki fram á að þetta fari neitt batnandi eftir áramótin, ég veit ekki hvaða fyrirtæki geta þá tekið við mönn- um í vinnu. Það hefur oft verið þannig að verkamenn sem hafa verið hér á skrá hafa fengið vinnu eftir áramótin og þá aðallega far- ið á vertíð. Vertíðin var þó ekki mjög beysin í fyrra og útlitið er ekki gott núna eins og allir vita. Ég hef ekki trú á því að það verði margir sem fara að halda langt að heiman á vertíð ef vinnan verður ekki meiri en útlitið bendir til,“ sagði Haukur. Þess má að lokum geta að atvinnuleysisbætur eru nú fimm hundruð krónur og átta aurar á dag, auk þess sem greiddar eru 20 krónur á dag fyrir hvert bam á framfæri viðkomandi. Fasteignagjöldin lækka - en skattbyrðin eykst þó eitthvað vegna áhrifa minnkandi verðbólgu - verða 0,5625% í stað 0,625%. Minnihlutinn vill meiri lækkun Á fundi bæjarráðs Akureyrar á fimmtudag var ákveðið að lækka álag á fasteignagjöld í bænum úr 25% í 12,5%, en þetta þýðir að fasteignagjöld af íbúðarhúsum verða 0,5625% af fasteignamati en voru áður 0,625%. Grunngjaldið er 0,5%. Þá var álag á holræsa- gjöld lækkað verulega, eða úr 50% í 20%. Þau hafa numið 0,12% af fasteignagjaldi en verða nú 0,096%. Sama mun væntanlega gilda um lækkun álags á vatnsskatt. Þetta þýðir að reiknað er með að fasteignagjöld á næsta ári verði samtals 88 milljónir króna, en vom á þessu ári 67 milljónir. Þetta er 31,25% hækkun en þar sem um magnaukningu húsnæðis er að ræða milli ára nemur hækk- un upp undir 30%. Þrátt fyrir þessa lækkun fasteignagjalda verður um nokkra gjaldaukningu að ræða fyrir húseigendur, vegna þess hve verðbólgan hefur lækk- að mikið og rýrir því ekki eftirág- reiðslurnar eins og áður. Að sögn Sigurðar Jóhannessonar, bæjar- fulltrúa, hefði hækkunin ekki mátt nema meira en 25-26% í stað 30% ef skattbyrðin hefði átt að verða hin sama. Að sögn Sigurðar hafa miklar umræður verið um þetta mál og þegar meiri hlutinn hafði komið sér saman kom Sjálfstæðisflokk- urinn með undirboð, þannig að ekkert álag yrði reiknað á gmnn- gjaldið og fasteignaskatturinn yrði 0,5%. Framsóknarmenn munu hafa lagt til að álagið yrði 10% þanriig að fasteignaskattur- inn yrði 0,55% af fasteignamati, en Kvennaframboð og Alþýðu- bandalag að álagið yrði 15%. Sæst var á 12,5% álag, eins og áður sagði. Samkvæmt þessari samþykkt verður fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði 1,125% í stað 1,25% áður.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.