Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 19. desember 1983 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hlutverk Framsóknarflokksins í ályktun sem samþykkt var á stjórnar- fundi Sambands ungra framsóknar- manna var meðal annars fjallað um hlut- verk Framsóknarflokksins í núverandi stjórnarsamstarfi. Þar sagði m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn er nú lengra til hægri á kanti stjórnmálanna en hann hefur verið um langt árabil. Hin nýja for- ysta Sjálfstæðisflokksins virðist vera í litlum tengslum við fólkið í landinu eins og gáleysisleg ummæli þeirra um atvinnuvegi og hag heimilanna í landinu sýna. Það er því hlutverk Framsóknar- flokksins að tryggja það að frjálshyggju- eða hægri öfgastefna hinna nýju forystu- manna Sjálfstæðisflokksins verði aldrei ráðandi í stjórnarsamstarfinu. Forystu- menn Framsóknarflokksins hafi það að léiðarljósi að Framsóknarflokkurinn er félagshyggjuflokkur sem hefur átt stærstan þátt í að byggja upp það vel- ferðarþjóðfélag sem við búum við í dag. Forystumenn flokksins gæti ætíð að að- gerðir ríkisstjórnarinnar dragi ekki úr þeim jöfnuði og velferð sem flokkurinn hefur unnið við að koma á. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það í gegn um árin að honum er best treyst- andi til að fara með stjórn landsins. Hann er forystuafl félagshyggjufólks í landinu og frjálslyndur umbótaflokkur sem hafnar öfgakenningum til hægri og vinstri. Framsóknarflokkurinn byggir á samvinnuhugsjón og metur manngildið meira en auðgildið. Frjálslynd stjórn- málaöfl ættu að sameinast um að styrkja Framsóknarflokkinn, svo sjónarmið þeirra nái frekar fram að ganga. Forystu- menn flokksins ættu einnig að huga að hugsanlegu samstarfi þessara afla." Húsnæðissamvinnufélög Á sama stjórnarfundi Sambands ungra framsóknarmanna var lýst yfir sérstakri ánægju með stofnun fyrsta húsnæðis- samvinnufélagsins á íslandi og var ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu hvatt til að gerast félagar: „Jafnframt er þeim til- mælum beint til ungs fólks annars staðar á landinu að fylgjast með þróun þessa félags og hafa þessa leið í huga þegar rætt er um húsnæðisvandamál ungs fólks . . . Framkvæmdastjórn SUF lýsir sig fúsa til samstarfs við húsnæðissam- vinnufélagið og hvetur þingmenn Framsóknarflokksins til að tryggja réttarstöðu húsnæðissamvinnufélaga og stuðla að viðgangi þeirra. Framkvæmd- astjórn SUF telur að í húsnæðismálum hafi samvinnuformið enn sannað ágæti sitt og hvetur til reksturs húsnæðis- og byggingasamvinnufélaga víðar en nú er." Peter Freuchen: Laríon Saga frá Alaska Sverrir Pálsson íslenskaði. Útg. Skuggsjá Peter Freuchen er einn af mestu uppáhaldshöfundum mínum. Bækur hans frá Grænlandi eru ómetanlegt lesefni. Pessi risa- vaxni sonur danskra kornakra undi sér hvergi betur en við fjallajökla og hafþök norður- slóða. Mannúð hans og glettið hugarþel gerðu hverja sögu hans eftirsótta. Grænlendingar töldu hann strax meðal „manna“, þ.e. einn af þeim. í þessari bók er hann á öðrum slóðum, þó skyldum. Sagan fjall- ar um hina hugdjörfu Indíána í Alaska á þeim árum þegar Rússakeisari átti það land. Loð- skinnakaupmenn komu og reistu sér bækistöðvar hér og þar m.a. við Yukonfljót, og söfnuðu að sér skinnum fyrir zarinn. Með reykspúandi þrumufleygum sín- um og eldvatni reyndust hvítir menn hinum frumstæðu hetjum hættulegir. Allir vita hvernig líf þeirra og aldagömul menning var lögð í rúst. En Rússar þeir er sag- an fjallar um stuðluðu þó að friði milli ættkvísla og drápu sem fæsta á þessum tíma - því þeir sáu að dauðir menn veiða ekki dýr. Bók þessi er tröllaukið skáld- verk en nokkuð ólík öðrum verk- um Freuchens. Pekking hans á landsháttum og Indíánum, ásamt mikilli frásagnagleði, gefur bók- inni gildi. Freuchen segist hafa nauðlent í flugvél á Yukon rétt hjá Núlató og hafst þar við um tíma. Þar kynntist hann gömlum Indíána, er þekkti sögu Laríons, hins mikla stríðsmanns og ókrýnda höfðingja ættbálks síns. Laríon stóð fyrir vígum á hvítum „höfð- ingjurn" á þessum stað á öldinni sem leið. Eldvatnið og byssurnar reyndust ekki duga gegn hinum frumstæða krafti og heiftarhug Indíánanna í það sinn. Um þessa atburði og Laríon, þjóðsagnahetjuna, fræddi gamli Indíáninn höfund sögunnar en móðurafi hans var með í þessum hildarleik. Freuchen mun einnig hafa viðað að sér fleiri heimildum viðvíkjandi efninu og eitt er víst að fáir hafa haft næmari skilning á sálarlífi frumstæðra þjóðflokka en þessi góðlyndi Dani. Sagan um Laríon á 270 bls. er hvorki við hæfi barna né við- kvæmra sálna. En í snilldarþýð- ingu Sverris Pálssonar er hún æsi- leg lesning þeim er hetjusögum unna og járnkaldri réttlætis- hyggju „villimannanna“ á norðurslóðum. En bókin er um leið harmsag- an mikla um stolt fólk er smátt og smátt varð græðgi og slægvisku hvíta mannsins að bráð. Ég tala hiklaust um þýðingu Sverris sem snilldarverk því hér þarf hann að tjá íslenskum les- endum hugtök mjög framandi þjóðar. Þar nægir ekki frumtext- inn einn, tilberastíll eins og oft vill gæta í þýðingum; það þarf nýsköpun. Þessi hugmyndaheim- ur kann að vekja okkur andúð. Áhöld eru þó um hvort menning hvítingja var og er miklu prúðari hinna rauðu þrátt fyrir að við reynum að skýla okkur bak við þá ímyndan. Pað sem styrkir enn áhrif þess- arar sögu er vitundin um að hún er „sönn“. Vestramyndir eru í miklu afhaldi hjá ýmsum: Sagan um Laríon er vestramynd þó í orðum sé. Má raunar undur heita hafi hún ekki verið kvikmynduð. Freuchen var bæði höfundur kvikmyndahandrita og leikari sjálfur, lék þá venjulega rosaleg- asta fantinn og bardagatröllið. Hann einn var líklegur að skilja og tjá lífsferil ofurmennisins Lar- íons með sitt heita og miskunn- arlausa hjarta; hinnar einmana hetju. Paula D’Arcy: Óðurinn til Söru Torfi Ólafsson þýddi. Úlg. Víkurútgáfan Þeir sem hafa átt og misst ættu að lesa þessa bók. Hún gæti hjálpað þeim að sætta sig við það. Og þeir sem eiga hamingjuna í húsi sínu en gera sér þess ekki grein ættu einnig að lesa bókina því hún kennir þeim að þekkja ham- ingjuna og meta hana, rækta hana - og njóta hennar áður en það er um seinan. Það eru nefni- lega einföld sannindi að þeir einir sem eiga geta misst. Það væri t.d. hörmulegt fyrir ung hjón, þar sem allt léki í lyndi - kannski ættu þau indæl börn - en þau mætu þetta ekki sem skyldi, kynnu ekki að njóta þess. En svo einn daginn væri allt glatað. Þá fyrst sæju þau hve rík þau voru. Það er of seint. Bókin Óðurinn til Söru fjallar um ung hjón. Þau voru ekki rík af veraldlegum auði en aftur á móti af ást og hamingju; og vissu hvers virði það var. Svo varð konan barnshafandi og þau glöddust af öllu hjarta eins og heilbrigt fólk hlýtur að gera þeg- ar lögmál lífsins hafa framgang sinn. Konan fór að skrifa fóstrinu bréf í dagbókina sína, segja því hvað hún fagnaði því og elskaði mikið. Kannski gerði hún sér ekki vitræna grein fyrir að fóstrið í móðurlífi þarf ástúð eins og barn sem er fætt. En móðureðlið leiddi hana til þessa einfalda sannleika. Svo fæddist Sara litla og hamingja foreldranna óx enn. Áfram hélt móðirin að skrifa dótturinni og tjá henni ást sína og umhyggju og þá djúpu gleði sem þau ættu öll saman og mætu svo mikils. Vitanlega skorti barnið heldur ekki aðra umhyggju. En þegar Sara var tveggja ára fór fjölskyldan í ferðalag að heimsækja afa og ömmu í annarri borg. Á heimleiðinni ók drukk- inn maður á bílinn þeirra með þeim afleiðingum að Sara litla og pabbi dóu. Og nú reyndi fyrst á þrek þessarar konu. Áfallið var næstum óbærilegt. En hún hélt áfram að skrifa Söru litlu bréf - og nú tjáði hún henni sorg sína og örvænting. En hún gat huggað sig við það að hafa þekkt ham- ingjuna meðan hún átti hana og notið hennar, ræktað hana. Hún hafði veitt Söru og pabba allt sem hún átti af umhyggju og uppskor- ið í sama mæli frá þeim. Hún þurfti í engu að ásaka sig þegar hér var komið og það var ómet- anlegt. Tíminn, hinn mikli græðari, og trúin, hinn mikli huggari, studdu móðurina að sigri sínum. Hún var vanfær að öðru barni þegar slysið varð. Og nú beindist um- hyggja hennar að því. Hún vann sigur á sorginni og umbreytti henni í fagra minningu. Þýðandinn, Torfi Ólafsson, er einstaklega snjall og málhagur maður. Stíll þessa verks á ís- lensku er ljóði líkur og mætti samkvæmt nútíma mati kalla þessa bók óbundið ljóð. Mér er mikil ánægja að þakka þýðanda bókina, svo og höfundi og útgefanda, því hún er hrein. Hún kennir okkur að bók um hamingju er betri leiðarvísir til hamingju en bók um vandamál; og að sorgin getur breyst í bjarta minningu. Aö vestan Vestur-Islcndingar segja frá. Árni Bjarnarson safnaði og sá um útgáfuna. V. bindi. Útg. Skjaldborg. Þetta fimmta bindi af sögu Vestur-íslendinga hefur ekki ver- ið gefið hér út áður. Það er mikill fengur að því; margt markvert og vel sagt sem vert er að lesa. Okk- ur varðar mjög lífsbarátta þeirra Krístján frá Djúpalæk. íslendinga sem hröktust héðan frá landinu sínu snauða á öldinni sem leið. Þeir fóru frá harðri lífs- baráttu til kannski enn harðari. En þeir unnu flestir sigur því efniviðurinn var góður. „Markland" heitir fyrsti og lengsti kafli þessa bindis og er mjög góður. Guðbrandur Er- lendsson, austfirskur maður, seg- ir frá. Hann nam land ásamt nokkrum öðrum íslendingum á svonefndum Mooselandshæðum en þær hefur skáldið Jóhann M. Bjarnason gert frægar í ágætum sögum sínum. Hann var reyndar um tíma léttadrengur hjá höfundi þessa þáttar. Land þetta var ekki vel fallið til búsetu, jarðvegur grunnur og ýmis önnur vand- kvæði. En þrautseigja landnáms- mannanna var ótrúleg. Þó gáfust þeir flestir upp eftir u.þ.b. tíu ár og fluttu á aðrar slóðir. En þá höfðu þeir vakið athygli fyrir af- rek sín á þessum mosum. Guðbrandur segir vel frá. Hann er hlýr og mannlegur og heimilislíf hans var fagurt, yljaði mannlegri ástúð. Annar þáttur, af Sumarliða gullsmið, skráður af Friðriki J. Bergmann, er einnig athygl- isverður. Sumarliði var víðförull ævintýramaður og þjóðhagi. Saga hans gerist raunar meir austan hafs en vestan. Eins er með þátt Gunnars Þorbergssonar frá Loðmundarfirði að hann segir meir frá ævi sinni áður en farið er vestur; og þar er engin loðmulla á ferð. Mannraunir þær er þessi maður lenti í eru fátíðar. En hann var maður óloppinn og sannur í lífi og starfi. Fleiri þættir ágætir eru hér á blöðum. Mörgum mun þykja fróðlegt að kynnast sveitarbrag í Kelduhverfi fyrir aldamótin í endurminningum Kristjáns Ás- geirs Benediktssonar, svo mjög sem þar er allt með öðrum brag en nú. Góð viðbót þetta fimmta bindi að vestan. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal: Grasnytjar 2. útg. með skýringum. Útg. B.O.B., Náttúrugripasafnið á Ak., Ræktunarfélag Norðurlands Hér er á ferð tvöhundruð ára gömul bók, ljósprentuð, gefin út til minningar um höfundinn, brautryðjandann Björn í Sauð- lauksdal, og í tilefni af 80 ára af- mæli Steindórs Steindórssonar og tileinkuð honum. Það er vel til fundið. Hann á heiðurinn skilinn. Eins og nafnið bendir til fjallar bókin um íslenskar jurtir og þá helst nytjar þeirra til lækninga. Hún kann að hafa verið til gagns á sinni tíð. Helgi Hallgrtmsson, náttúrufræðingur, skrifar formála og skýringar og skrár sem eftir- orð. Mun raunar ekki af veita. Þessi gamla bók er nefnilega með gotnesku letri og því seinlesin fyrir þá sem aldrei hafa kynnt sér þetta myndræna og fagra letur - og tiltölulega léttlærða. En þetta sakar ekki svo mikið með letrið því ég hygg að bókin sé nú meir til gleði en gagns. Það hefur margt breyst í læknis- og næringarfræðum sl. tvöhundruð ár! En bókin er vel frágengin og sannkölluð hilluprýði. K.f.D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.