Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 19.12.1983, Blaðsíða 11
19. desember 1983 - DAGUR - 11 M BÆKUR Ljóð Vil- mundar Út eru komin hjá Almenna bóka- félaginu öll ljóð Vilmundar Gylfasonar. Eru ljóð bókarinnar alls 74 talsins. Matthías Johannessen ritar að- faraorð um Vilmund Gylfason, stjórnmálamanninn og skáldið, og er niðurlag þeirra á þessa leið: „En Vilmundur Gylfason orti sig heim — eins og hann sagði sjálfur. Hann átti að eigin sögn margar ógleymanlegar stundir með ljóðunum. Nú getum við átt slíkar stundir með þeim minning- um sem hann skildi eftir í sínum ljóðum. Pau eru ekki einkaeign höfundar, sagði Vilmundur Gylfason, sem var eiginlegra að gefa en taka. SIDNEV SHELDON I TVISYNUM LEIK l. bindi NÝJASl A SKÁI'..DSACÍA nÚRJNPARlNS Sí M SKRJf-APi VERNDARENGLA í tvísýn- um leik Bókarforlag Odds Björnssonar gefur nú út fyrra bindið af nýj- ustu skáldsögu Sidney Sheldons, „í tvísýnum leik“. Bókin heitir á frummálinu „Master of the game“ og aðalpersóna hennar er kona, eins og í fyrri bókum Sheldons. En Kate Blackwell tekur þeim öllum fram, hún er yfirmaður í stóru fjölþjóðafyrir- tæki og baráttan um völd og met- orð í karlasamfélaginu gleypir hana með húð og hári í tvísýnum leik. Þótt dauðinn sé ætíð á næsta leiti stendur Kate alla storma einkalífsins og viðskiptalífsins af sér. Saga þessi er mikil að vöxtum og skiptist í 2 bindi. Hún fjallar um feril Blackwell-ættarveldisins í 100 ár, berst úr demantanámum Suður-Afríku inn á öngstræti Parísar og út á víðáttur breskra hefðarsetra. Leynimakkið blómstrar í svefnherbergjum og leiguhjöllum Bandaríkjanna. Uggvænleg leyndarmál, ástríður og metnaður í einni stórbrotn- ustu íjölskyldu nútíma bók- mennta magna spennuna í tvísýn- um leik. Sidney Sheldon er vinsælasti sagnahöfundur Bandaríkjanna og sá sem flestar metsölubækur hefur skrifað. Bókaforlag Odds Bjömssonar hefur áður gefið út eftir hann sögurnar „Fram yfir miðnætti", „Andlit í speglinum“i, „Blóðbönd“ og „Verndarengla“. „í tvísýnum leik“ er 230 bls. að stærð. Verð kr. 697,80. Poppbók Höf. Jens Kr. Guðmnndsson Útg. Æskan í Poppbókinni eru forvitnileg viðtöl við þekkt tónlistarfólk, gagnrýnanda og hljómplötu- útgefanda. Það eru: Bubbi Morthens - Ragnhildur Gísla- dóttir - Egill Ólafsson - Siggi pönkari - Magnús Eiríksson - Árni Daníel - Ásmundur Jónsson. Poppbókin rekur sögu popps- ins frá því að Hljómar hófu feril sinn. Fjallað er um söngtextagerð og stefnur poppmúsíkurinnar em skilgreindar. Taldar em upp helstu hljómplötur þessa tímabils og 25 poppsérfræðingar velja bestu íslensku poppplöturnar. Talin eru upp hljóðritunarver h'ér á landi og hljómplötuútgefendur og sagt frá stéttarfélögum tónlist- armanna Jens Kr. Guðmundsson, höf- undur Poppbókarinnar, hefur ámm saman skrifað um popptón- list í blöð og tímarit. Hann þykir með fæmstu gagnrýnendum hér á landi, bæði vegna þekkingar sinnar á poppsögunni og þess hve létt hann á með að skrifa á auð- skiljanlegu máli. í bókinni er mikill fjöldi mynda. Poppbókin - í fyrsta sæti - er því kjörin bók fyrir alla unnend- ur poppmúsíkur, hvort sem þeir vilja fræðast eða lesa sér til skemmtunar,- Bókin er 192 bls., prentuð í Odda h/f. ? tonað^rbanki Islandshf LANDSBANKIÍSLANDS Nú eru VlSA-kortin gild í innlendum viðskiptum. Eitt og sama kortið er gjaldgengt hjá 4 milljónum verslunar- og þjónustu- fyrirtækjum um allan heim. Úttektir í reiðufé Unnt er, gegn framvísun VISA-kortsins, að fá sérprentað tékkaeyðublað til úttektar á reiðúfé af tékkareikningi korthafa í öllum VISA-bönkum og sparisjóðum hér innanlands. Úttektartímabil VISA er frá 18. hvers mánaðar til 17. næsta mánaðar, með eindaga 15 dögum síðar, þ.e. 2. hvers mánaðar. Fyrsta úttektartímabilið er þó viku lengra, eða frá 10. desember til 17. janúar, með greiðslufresti til 2. febrúar 1984! VERIÐ VELKOMIN í VISA-VIÐSKIPTI Alþýðubankinn hf. Búnaðarbanki íslands lðnaðarbanki íslands hf. Landsbanki Islands Samvinnubanki íslands hf. Eyrasparisjóður, Patreksfirði Sparisjóður Bolungarvíkur Sparisjóður Hafnarfjarðar Sparisjóðurinn í Keflavík Sparisjóður Kópavogs Sparisjóður Mýrasýslu Sparisjóður Norðfjarðar Sparisjóður Ólafsfjarðar Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sparisjóður Siglufjarðar Sparisjóður Svarfdæla Sparisjóður Vestmannaeyja Sparisjóður V-Húnavatnssýslu VtSA VISA ISLAND - Eitt kort um allan heim.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.