Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 02.01.1984, Blaðsíða 8
Sumar- hótel í Hlíðar- fjalli? Góðir möguleikar eru taldir á því að hægt verði að nýta Skíðahótelið í Hlíðarfjalli í einhverjum mæli að sumarlagi. Búið er að bóka tvo erlenda ferðahópa í gistingu í júlí næsta sumar og að sögn Ivars Sigmundssonar, forstöðu- manns Skíðastaða þá verða frekari möguleikar hótelsins ræddir við forráðamenn ferða- skrifstofanna á næstunni. Nú munu vera um tíu ár síðan Skíðahótelið var rekið að sumar- lagi en þá voru leigð út herbergi í samkeppni við hótelin í bænum. Sá rekstur gafst illa og hugmynd- in nú gengur eingöngu út á að leigja út svefnpokapláss. - Pað er skortur á svefnpoka- plássi fyrir stærri hópa í bænum og það var talsvert um það sl. sumar að menn leituðu til okkai í vandræðum sínum, sagði ívar Sigmundsson í samtali við Dag. ívar sagði að hann hefði síðan hreyft þessu máli við Samvinnu- ferðir-Landsýn en árangur þess samtals væri m.a. sá að búið væri að bóka tvo stóra hópa í Skíða- hótelinu í júlí næsta sumar. Auk gistingarinnar verður á boðstól- um morgunverður óg sagði ívai fyrirhugað að ræða þessa mögu- leika Skíðahótelsins, við ferða- skrifstofumenn á næstunni. ese Snjóflóð í Öxnadal Snjóflóð féll í Öxnadal sl. mið- vikudag, rétt við Öxnadalsár- brúna. Var það á milli 90 og 100 metra breitt en þegar við ræddum við Vegagerðina var ekki vitað nákvæmlega hversu þykkt snjó- Iagið var. Vegurinn lokaðist alveg og var hann síðan ruddur sl. föstudag. Að sögn starfsmanns Vegagerð- arinnar á Akureyri er það ekki einsdæmi að snjóflóð falli á þess- um stað. gk Miðnætti - gamla áríð kvatt með skrauteldum og því nýja fagnað. Upplýstur himinn yfir Akureyri. mynd. kga/hsv I Aðeins betri heimtur 1983 — en árið áður Innheimta opinberra gjalda til bæjarsjóðs Akureyrar hefur gengið sæmilega að undan- förnu. Frestur til að greiða gjöldin rann út um áramót en endanlegar niðurstöður ættu að liggja fyrir í kringum 4. janúar. Að sögn Valgarðs Baldvins- sonar, skrifstofustjóra hjá inn- heimtuskrifstofu Akureyrarbæjar þá hefur innheimtan gengið mjög svipað og 1982. Sagði Valgarður að ef eitthvað væri þá væri inn- heimtuhlutfallið kannski aðeins hærra fyrir árið 1983 en endanleg niðurstaða fengist þegar reikn- ingarnir yrðu gerðir upp. Reynsla síðustu ára sýndi að margir drægju það til áramóta að gera skil á greiðslum. Þess má geta að í Reykjavík og reyndar víðar þá hafa menn merkt svipaða tilhneigingu og hér, þ.e. að innheimtuhlutfall virðist heldur hærra en árið áður. Gott verð fæst fyrir æðardún Búvörudeild Sambandsins gerði fyrir skömmu samning við breskt fyrirtæki um sölu á 1200 kílóum af æðardúni. Söluverð er um 200 sterlings- pund fyrir kflóið, sem gerir samtals um 240.000 pund eða nær 10 milljónir króna. Af- greiðsla er byrjuð og nú þegar hafa 400 kg verið send til hins breska kaupanda. Mjög hátt verð var á æðardúni árið 1979 og þar á eftir, en á síð- asta ári lækkaði það verulega. Kostaði það nokkra birgðasöfn- un af dúni hér á landi. Dúnninn er tíndur á vorin, í maí og júní, og þegar byrjað var að taka á móti þessa árs framleiðslu hjá Búvörudeild nú á miðju sumri átti hún um 1000 kg í birgðum af framleiðslu fyrra árs. Heildar- magnið, sem til sölu kemur í landinu, er talið að verði 15-1800 kg, og þar af taki Sambandið til sölumeðferðar 12-1500 kg. Markaðsstaðan hefur hins vegar gjörbreyst til hins betra, því að fyrstu tíu mánuði síðasta árs seldi Búvörudeild 1100 kg samanborið við 600 kg á sama tímabili í fyrra, og er Bretlandssamningurinn þar ekki meðtalinn. Sala er í gangi til fleiri landa, m.a. fara sendingar til Japans, Skotlands og Þýskalands. Verður Gilinu lokað? Nokkuð hefur borið á því í hálkunni að undanförnu að menn hafa haft samband við blaðið og kvartað yfir lélegum akstursskilyrðum á bröttustu götunum I bænum. Er það einkum efsti hluti Gilsins og neðsti hluti Þórunnarstrætis sem hér um ræðir en báðir þessir götukaflar eru brattari en góðu hófi gegnir. T.a.m. er brattinn í Gilinu um 15% sem er rúmlega helmingi meira en þau mörk sem bæjaryfirvöld styðjast við sem hámark við framtíðar gatnagerð. Hefur því verið rætt um, m.a. í aðal- skipulagi fyrir Akureyri að loka efsta hluta Gilsins. Samkvæmt upplýsingum Jón- asar Karlessonar, verkfræðings og formanns skipulagsnefndar þá er gert ráð fyrir í því aðal- skipulagi sem gildir fyrir Akur- eyri í dag að Gilinu verði lokað. Aðalskipulagið sem gildir til 20 ára í senn er frá 1972 og sagði Jónas að það bæri að endurskoða á fimm ára fresti. Lokun Gilsins hefði þó ekki verið rædd í neinni alvöru fram að þessu en það væri ekki útilokað að þetta mál yrði tekið fyrir að þessu sinni. Jónas benti einnig á að í Miðbæjar- skipulagi sem fengist hefði sam- þykkt fyrir tveim til þrem árum þá væri gert ráð fyrir því á uppdráttum að efsti hluti Gilsins væri opinn fyrir umferð. Gunnar H. Jóhannesson, deildarverkfræðingur hjá Akur- eyrarbæ sem haft hefur umferð- armál í bænum á sinni könnu, sagði í samtali við Dag að það hefði ekki verið rætt sérstaklega um þessa lokun, hvorki hjá bæjarverkfræðingi né í umferðar- nefnd en hins vegar gæti verið að þetta mál yrði tekið fyrir í þeirri endurskoðun sem nú væri að hefjast. - Við höfum reynt að binda okkur við 7% halla sem hámark á nýjum götum í bænum, t.d. nýju götunni sem nefnd hefur verið Dalbraut og liggur upp hjá Verksmiðjunum. Eldri götur eru margar hverjar mikið brattari en þetta og t.d. er hallinn á umrædd- um kafla í Gilinu um 15% og reyndar meiri út við kanta. I neðri hlutanum er hallinn um 10% eða svipað og þar sem Oddeyrargatan er bröttust og í Þórunnarstrætinu fyrir neðan lögreglustöðina er brattinn 8%, sagði Gunnar H. Jóhannesson. Vedur „Það verður norðanátt í dag og á morgun og eitthvað fram á nótt. Henni fylgir éljagangur. Aðfaranótt miðvikudagsins ætti veðrið síðan að snúast í sunnan, a.m.k. vestan til á landinu, og líklega verður snjókoma eða slydda,“ sagði veður- fræðingur á vakt á Veður- stofu Islands í morgun. Samkvæmt þessu virðast horfur á innanlandsflugi ekki allt of góðar. 9 Missir „goðinn“ réttindin? Nú mun vera til athugunar í Dómsmálaráðuneytinu að svipta Sveinbjörn Beinteins- son allsherjargoða þeirra Ásatrúarmanna leyfi því sem hann hefur haft til þess að gefa saman hjón. Eíns og kunnugt er framkvæmdi goð- inn hjónavígslu á Austurvelli sl. sumar, en þá gaf hann saman drukkin ungmenni sem voru að skemmta sér í veitingahúsinu Óðali. Hittist þessi þrenning á barnum þar og eftir stutt spjall var haldið út á Austurvöllinn þar sem Jón Sigurðsson varð vígsluvottur er ungmennín hétu hvort öðru ævilangri tryggð o.s.frv. Þegar síðan rann af líðinu hafði áhugi á skyldunum dvínað allmjög enda litu hjónakornin á þennan atburð sem skemmtilega uppákomu. 9 Teiknaði af fullum krafti Við höfum heyrt að nokkrir Japanir hafi skoðað togarann Akureyrina á dögunum er skipið var í höfn, enda hygg- íst þeir kaupa afla sem unninn verður þar um borð. Það vakti hins vegar athygli að þegar þeir kynntu sér skipið og vinnslutæki um borð var einn þeirra á fullri ferð við að teikna allt sem fyrir augu bar, niðurröðun vinnslutækja og fleira í þeim dúr. Japanir munu vera frægir fyrir slíkar „njósnir“ og svo fara þeir heim og „kópera" það sem fyrir augu hefur borið og framleiða grimmt. 9 Afar þung dagskrá Ekki er hægt að segja að sjónvarpið okkar hafi veitt þeim mikla skemmtun um jólahelgina er vilja sjá létt efni og skemmtilegt, svokali- að afþreyingarefni. Ef við lít- um á dagskrána á aðfanga- dagskvöld þá var að sjálf- sögðu aftansöngur f sjón- varpssal þar sem biskupinn okkar prédikaðl og þjónaði fyrir altari og að þvf loknu lék Sinfóníuhljómsveit íslands í sjónvarpssalnum. Á jóladag voru fiutt þjóðlög, lokaþáttur- inn um myndlistarmanninn Rafael, jólahugleiðing, ballett, þáttur um Thorvald- sen og norskur framhalds- myndaþáttur. Á annan dag jóla var síðan um elnnar og hálfrar klukkustundar langur ballettþáttur. - Varla er hægt að tala um nokkurt léttmeti í dagskránni þessa daga, enda mátti sjá langar lestir bifreiða og mikinn fólksstraum í myndbandaleigur fyrir jólln eftir að jóladagskráin var komin í blöðunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.