Dagur - 04.01.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 04.01.1984, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVHI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 4. janúar 1984 2. tölublað „Klukku- m\" í Höllinni hls. 2 Sampina dlllwlliil þarf þjóðina" bls. 6-7 .i mii......... .iii Svavar setti 6met bls. 9 Ófærð á Norðurlandi! Versta veður gekk yfir allt norðanvert Iandið í fyrrinótt og í gærmorgun. Vindhæð var allmikil og mildl snjókoma á flestum stöðum norðanlands. Vorn þjóðvegir ófærir af þess- um sökum en stórum bflum tókst þó að brjótast frá Sauð- árkróki til Akureyrar. Kol- ófært var tíl Siglufjarðar og Ól- afsfjarðar og grunur leikur á að mörg snjóflóð hafi fallið í Ólafsfjarðarmúla. Um það var þó ekki vitað með neinni vissu vegna ófærðarinnar. Löggæslumenn á svæðinu frá Blönduósi í vestri, austur til Húsavíkur voru sammála um að þetta sé versta veður sem komið hefur það sem af er þessum vetri. Sem betur fer olli veðrið og ófærðin engum teljandi erfiðleik- um m.a. vegna þess að lítið var um sjúkraflutninga nema innan- bæjar á hinum ýmsu stöðum. - Það er skafbylur hérna núna og ákaflega þungfært innanbæj- ar, sagði lögreglumaður á Blönduósi í samtali við Dag. hann sagði þó í ráði að ryðja flug- brautina en þjóðbrautin væri gjörsamlega ófær. Löggæslumenn á Sauðárkróki tóku í sama streng. Léiðinda- veður var í bænum og illfært nema stórum bílum. Á Siglufirði var vitað um eitt snjóflóð á Strandavegi en eins og í Olafsfirði var ófærðin það mikil að enginn hafði komist til að kanna færðina að nokkru gagni. Á Húsavík gekk veðrið niður um tíuleytið í gærmorgun en er haft var samband við lögregluna um miðjan dag í gær var eins og að vind væri að herða á nýjan leik og þá var komin ofanhríð á Húsavík. Valdimar Steingrímsson, vega- eftirlitsmaður í Ólafsfirði sagði að ástandið þar væri ekki gott. - Það er vafalaust nóg af snjóflóðum í Múlanum. Það var sæmileg færð í kringum áramótin en síðasti bíll sem ég veit um að hafi komið til bæjarins, var bíll sem kom frá Húsavík um kl. 14 á nýársdag. Um kl. 17 var allt orðið kolófært, sagði Valdimar. - Það er hugsanlegt að við reynum að flýta fyrir okkur og að við reynum að moka eitthvað út frá Akureyri en mokstur hefst ekki af fullum krafti fyrr en á miðvikudag, þ.e.a.s. ef veður leyfir, sagði Sveinn Brynjólfsson, vegaeftirlitsmaður á Akureyri. Sveinn sagði þá fyrirhugað að moka suðurleiðina og eins út til Dalvíkur. Hjá Veðurstofunni fengum við þær upplýsingar að í nótt væri spáð breytilegri átt og bjartviðri. Sunnan eða suðvestanátt í dag en á morgun er hætt við að vindur snúist aftur til norðlægrar áttar með éljagangi eða snjókomu. ese Allt fast. Akureyringar áttu margir í erfiðleikum með bíla sína í gær. Út um allan bæ voru bílar þvers og kruss á göt- um - pikkfastir í snjónum. Mót Oddeyrargötu og Brekkugötu voru vinsæll staður til að festa stálfákinn, þar var þessi mynd tekin. Mynd: kga. ATVR á Akureyri: Áfengi fyrir 1,4 milljónir - daginn fyrir gamlársdag Áfengi seldist fyrir 1.4 milljón- ir króna í áfengisversluninni á Akureyri sl. föstudag. Þetta er um 200 þúsund krónum meira en sambærilegan dag 1982, þannig að salan virðist að magni tU hafa verið heldur minni að þessu sinni. - Það var mjög mikið að gera þennan síðasta söludag fyrir ára- mót, sagði Ólafur Benediktsson, útibússtjóri ÁTVR á Akureyri er blaðamaður Dags ræddi við hann. Ólafur sagði að ein skýringin á þessum mikla erli væri sú að menn keyptu nú mikið meira af léttvínum en áður og erillinn væri því meiri en krónutölusalan gæfi til kynna. - Þetta þykir annars vafalaust ágætis sala, sagði Ólafur um met- daginn 30. desember, en þess má geta að sá dagur sem kom næst í röðinni var föstudagurinn 29. júlí en sá dagur markaði upp- haf verslunarmannahelgarinnar 1983. ese „Taugakerfið að komast í lag - segir Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, um efnahagsástandið 66 „Mér finnst síðasta ár hafa endað betur en ég átti von á, velta í þjóðfélaginu varð meiri en búist hafði verið við og fjár- skil betri en reiknað hafði ver- ið með. Ég býst við því að op- inberir aðilar og eins stærri fyrirtæki hafi staðið betur heldur en menn bjuggust við fyrir nokkrum vikum. Efna- hagsaðgerðimar eru farnar að hafa þau áhrif að það virðist vera nieiri ábyrgni af hálfu einstaklinga og fyrirtækja. Manni virðist efnahags- lífið núna vera að komast í vissan endurbata eins og taugasjúklingur sem hefur fengið sterka meðferð hjá hæf- um Iæknum. Efnahagslífið hér var orðið sjúkt á taugum í þessari óðaverðbólgu sem hér ríkti og nú er eins og tauga- kerfið sé loksins að komast í lag," sagði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, þegar hann var inntur álits á nýbyrjuðu ári og því sem á undan er gengið. „Þetta er ákaflega þýðingar- mikið fyrir áframhaldandi þróun og að þessu leyti er ég bjartsýnn fyrir þetta nýbyrjaða ár. Mér finnst eins og það sé búið að skapa vissan siðferðisgrundvöll með þjóðinni svo hægt verði að hefja endurreisnarstarf. Hitt er annað mál að þróunin fer ákaf- lega mikið eftir því hvernig tekjustraumarnir verða inn í þjóðfélagið og þeir koma á næsta ári til með að ráðast fyrst og fremst af aflabrögðum. Glæðist afli aftur og tekjustraumar aukast getum við verið hóflega bjartsýn. Ég tel ekki ástæðu til að óttast að erlendir markaðir breytist mikið okkur í óhag á næsta ári. Það sem síðan að öðru leyti ræður miklu um þróun efnahags- málanna er það, að íslendingar gæti þess að eyða ekki umfram tekjur. Þar ráða mestu kjara- samningarnir sem koma til með að verða gerðir á árinu. Þar þarf að halda á málum með mikilli gætni og hófsemi um leið og reynt verður að rétta, að svo miklu leyti sem hægt er, hag hinna verst settu í þjóðfélaginu. Atvinnuástand fer ákaflega mikið eftir því hvernig aflabrögð verða og verði þau léleg er ákaf- lega lítið sem hægt er gera til að koma í veg fyrir tímabundið atvinnuleysi víðs vegar um Iandið. Ef þau hins vegar batna eru talsverðar vonir til þess að atvinnuleysi- verði hverfandi. Ég tel að ekki sé nein ástæða til að vera svartsýnni fyrir hönd þessa svæðis en annarra landshluta. Hins vegar er mikilvægt fyrir sið- ferðisþrekið hér að menn fari að sjá fram á stærri uppbyggingu," sagði Valur Arnþórsson að lokum. hsv

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.