Dagur - 04.01.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 04.01.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 4. janúar 1984 Áttu greiðslukort? Gestur Helgason: Nei, ertu galinn! Kristján Grant: Nei, ég hef ekki í huga að fá mér slíkt. Læt mér nægja að samþykkja víxla og skulda- bréf. Bjarki Tryggvason: Já, Eurocard, það hefur kom- ið að góðum notum. Helgi Már Barðason: Já, Evrókort eins og það heit- ir, það hefur reynst mér ákaflega vel. Inga Ellertsdóttir: Nei, ég hef ekki áhuga fyrir því. - Mér líst vel á það að taka við þessu starfi. Ég hef starfað hér hjá rafveitunni um 20 ára skeið, fyrst sem tæknifræðing- ur og síðan sem fulltrúi raf- veitustjóra, þannig að ég tei mig orðið þekkja allvel til mála og ég er reiðubúinn til þess að takast á við þau verkefni sem eru framundan. Þetta sagði Svanbjörn Sigurðs- son, sem ráðinn hefur verið í starf rafveitustjóra hjá Rafveitu Akureyrar í samtali við Dag, en Svanbjörn tók við hinu nýja starfi af Knúti Otterstedt nú um ára- mótin. Með þessum mannaskipt- um má segja að 61 árs „einokun" Otterstedt-ættarinnar á þessu æðsta embætti rafveitunnar sé lokið, en fyrrverandi rafveitu- stjóri Knútur Otterstedt tók sem kunnugt er við starfinu af föður sínum Knut Otterstedt sem starf- aði við rafveituna allt frá upphafi eða frá árinu 1922. Þess má annars geta að fjöl- skylda Svanbjörns hefur lengst af verið tengd rafveitunni traustum böndum, því faðir hans, Sigurður Helgason réðst til fyrirtækisins árið 1926 og var fastráðinn við Glerárstöðina frá árinu 1927 en Sigurður starfaði hjá rafveitunni á móti þá stöndum við kannski eilítið verr hvað varðar aðra taxta. - Á Rafveita Akureyrar inni hækkunarbeiðni 1. febrúar eins og svo mörg önnur þjónustufyrir- tæki? - Nei við eigum það nú ekki. - Og ekki ráðgert að biðja um hækkun á gjaldskrá? - Það liggur ekki ljóst fyrir. Það er ekki endanlega búið að af- greiða áætlun fyrir þetta ár en í fljótu bragði lítur út fyrir að við þurfum ekki á hækkun að halda 1. febrúar nema þá í kjölfar heildsöluhækkunar. - Miðað við þær forsendur sem menn gefa sér hvað þarf taxtinn þá að hækka mikið á þessu ári? - Eins og ég gat um þá er það ekki ljóst ennþá en það er ekki mikið. Það eru ekki miklar fram- kvæmdir í gangi á okkar vegum og fjárþörfin því ekki eins mikil og stundum áður. - Svo við víkjum frá málefn- um rafveitunnar. Hvað gerir þú í frístundum? - Ég er mikill áhugamaður um íþróttir. Ég er einnig mikill áhugamaður um góðan mat og þarf því á mikilli hreyfingu að „Mál málanna er að lag- færa taxta Rafveitunnar" - segir Svanbjörn Sigurðsson, nýráðinn rafveitustjóri allt þar til í haust. Var Sigurður fastráðinn fram til ársins 1974. Ástæðuna til þess að Svan- björn tekur nú við þessu starfi má rekja til sameiningar Laxár- og Landsvirkjunar en Knútur Otterstedt hefur nú tekið við starfi svæðisstjóra Landsvirkjun- ar á Norður og Austurlandi. Margir hafa orðið til þess að deila á þessa sameiningu og bent hefur verið á að með þessu séu Akureyringar „að tapa fé suður í Landsvirkjunarhítina". Hver er skoðun hins nýja rafveitustjóra á þessu? - Þessi sameining er sjálfsagt að mörgu leyti mjög eðlileg en það er erfitt að segja til um á þessu stigi hvað er rangt og hvað er rétt í þessum efnum. Þetta er flókið mál og það er erfitt að gera sér grein fyrir endanlegum áhrif- um þessarar sameiningar. - En svo við víkjum að Raf- veitu Akureyrar. Hvað myndir þú segja að væri mál málanna hjá rafveitunni í dag? - Tvímælalaust það að haga rekstri þannig að hægt verði að lagfæra taxta rafveitunnar til hagsældar fyrir bæjarbúa og til þess að laða ný fyrirtæki til bæjarins. Ef okkur tekst að halda raforkuverðinu eins lágu og framast er kostur þá ætti það að skapa grundvöll fyrir fjölbreytt- ari atvinnu í bænum - bæði fyrir verslun og iðnað. - Er hugsanlegt að taxti á raf- orku til t.d. iðnfyrirtækja verði lækkaður sérstaklega til þess að fá ný iðnfyrirtæki til bæjarins? - Þetta er í athugun hjá okkur og það hefur talsvert verið unnið að þessu máli. Við höfum gert þó nokkuð af því að gera saman- burð á okkar töxtum og t.d. töxt- um Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Við komum nokkuð vel út í þess- um samanburði t.d. hvað varðar almennan heimilistaxta og hita- taxta, nema þá næturhita en aftur halda. Það er sérstaklega skíða- íþróttin sem ég hef lagt stund á en ég skokka einnig talsvert bæði sumar og vetur og svo hef ég ver- ið í leikfimi. Fram að þessu hef ég aðallega verið á svigskíðum en nú er ég aðeins að byrja á skíða- göngunni. Það eru líklega elli- mörkin, sagði Svanbjörn Sigurðs- son. Eiginkona Svanbjarnar er Margareta Sigurðsson, sem ættuð er frá Gautaborg og eiga þau þrjú börn. Tvö þeirra, 19 ára dóttir og 17 ára sonur, eru í menntaskóla en auk þess eiga þau 12 ára dóttur. ese Ömurlegt ástand í Höllinni Iþróttaáhugamaður skrifar: Einn er sá hlutur varðandi íþróttahöllina okkar hér á Akur- eyri sem mér finnst alveg ömur- legur og vona ég að úr verði bætt hið bráðasta. Það er alveg ótækt að í íþrótta- höll þar sem öll keppni Akureyr- inga fer fram skuli ekki vera al- mennileg klukka og tafla sem sýnir mörk. Það er notast við pínulitla klukku sem er varla ¦p ¦ ¦ r $Lm r m ¦¦ Tvær þjoðir i landmu Valdimar hringdi og lét í ljós ótta vegna þeirra breytinga sem nú á að gera á kosningalögum og stjórnskipun, þannig að þing- mönnum verður fjölgað og meiri völd færast á höfuðborgarsvæðið. Hann sagði að þrátt fyrir það misvægi atkvæða í þingkosning- um sem ríkt hefði undanfarna áratugi hefði höfuðborgin blómstrað langt umfram það sem gerst hefði á landsbyggðinni. Ef þessi munur á uppbyggingu landsbyggðarinnar og höfuðborg- arsvæðisins ætti eftir að aukast enn frekar þá væri þess skammt að bíða að staðfest yrði djúp gjá milli landsbyggðarfólks og höfuð- borgarbúa - tvær þjóðir byggju í landinu eða þjóðflutningar hæf- ust í stórum stíl til suðvestur- hornsins. Menn yrðu að gera sér grein fyrir því að stórfellt ójafn- vægi af þessu tagi leiddi til mikill- ar röskunar, sem bæði hefði bein- an kostnað í för með sér og auk þess óhagkvæmni fyrir þjóðar- búið. stærri en eldhúsklukka og er nær ómögulegt fyrir aðra áhorfendur en þá sem hafa 100% sjón að sjá á klukkuna. Þetta varðandi markatöfluna er ekki nærri eins mikið atriði, enda mun það leysast af sjálfu sér ef keypt verður almennileg klukka í Höllina eins og er í öðr- um íþróttahúsum. Ég man ekki eftir því að hafa t.d. séð myndir í sjónvarpi úr öðrum íþróttahúsum á landinu öðru vísi en þannig að sýnt hafi verið á almennilegri klukku hvernig leikar standa og hvað er mikið eftir. Þetta eldhúsklukku- fyrirbæri er nánast einsdæmi fyrir Akureyri og þekkist ekki í öðru eins myndarmannvirki og Höllin okkar er. Þá er eldhúsklukkuræfillinn ekki merkilegur gripur enda kominn til ára sinna ef það er rétt sem mig minnir að þetta sé klukkan sem alltaf var notuð í Skemmunni. Er hún reyndar far- in að gefa sig og má nefna nokkur dæmi þess. I leik Þórs og UMFG í körfuknattleik á dögunum var hún ekki í lagi og aðeins notuð í síðari hálfleik, í leik KA og FH í handbolta fyrir áramót var hún stöðvuð 2 mínútum fyrir leikslok (sjálfsagt vegna bilunar) og eitt- hvað sýndist mér hún eiga erfitt á Akureyrarmótinu í knattspyrnu innanhúss. Það kann að vera að það sé dýrt fyrirtæki að koma upp al- mennilegri klukku í Höllinni en það er nauðsynlegt og verður að gerast. Klukkulaus íþróttahöll er nærri eins og hurð með engan hurðarhún, en þannig hurð má opna með harmkvælum. Úrbætur strax í Höllinni þið ráðamenn, takk fyrir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.