Dagur - 04.01.1984, Side 3

Dagur - 04.01.1984, Side 3
4. janúar 1984 - DAGUR - 3 Rækjuvinnsla á Árskógsströnd — Stofnun hlutafélags í undirbúningi og jákvæðar undirtektir Sjávarútvegsráðuneytisins „Við höfum fengið mjög já- kvæðar undirtektir hjá ráðu- neytinu og nú er í undirbúningi stofnun hlutafélags,“ sagði Sveinn Jónsson í Kálfsskinni, en hann hefur ásamt nokkrum útgerðarmönnum á Árskógs- strönd og Hauganesi ásamt fleiri aðilum sótt um leyfi til að setja á fót rækjuvinnslu á Ár- skógsströnd. Sveinn sagði að menn stæðu nú frammi fyrir samdrætti í hefð- bundnum veiðum og því væri reynt að leita á önnur mið. Nokkrir bátar, af stærðinni 30-70 tonn, hafa stundað rækjuveiðar með viðunandi árangri, þegar gæftir hafa verið til þessara veiða, en margir bátanna hafa reynst heldur litlir. Sveinn sagði að nóg virtist vera af rækju við Norðausturlandið, bæði á djúp- slóð og grunnslóð. Vonir stæðu til að hægt væri að standa betur að þessu en hingað til ef hægt væri að vinna rækjuna heima. Gott verð fengist fyrir lausfrysta rækju, en forsendan fyrir því að hægt væri að verka hana með þeim hætti væri sú að frysta mætti hana tiltölulega ferska. „Við gerum ráð fyrir að stofna hlutafélag með þátttöku almenn- ings, nokkurra útgerðarmanna, Kaupfélags Eyfirðinga og e.t.v. fleiri á næstu dögum og munum síðan hefjast handa á fullu við undirbúning, m.a. að panta vélar. Gert er ráð fyrir að tvær vélasamstæður verði í þessari rækjuvinnslu, 14-18 manns geti unnið við framleiðsluna til að byrja með og að kostnaðurinn við að koma fyrirtækinu á fót verði um eða yfir 10 milljónir króna. Ef til vill gæti þetta fyrir- tæki haslað sér völl á fleiri sviðum, t.d. við veiðar á kúskel,“ sagði Sveinn að lokum. hs Háhitasvæðið í Oxarfirði nýtt til fiskiræktar? „Þrjú sveitarfélög á þessu svæði, Öxarfjarðarhreppur, Kelduneshreppur og Prest- hólahreppur (Kópasker) hafa nú náð samkomulagi við land- eigendur um afnot af orkunni sem talin er vera á þessu svæði, og helst hefur verið rætt um að nýta hana til stórfellds fiskeldis,“ sagði Bjöm Bene- diktsson oddviti í Sandfells- haga í Öxarfirði, en áður- greindir hreppar hafa nú feng- ið framlag á fjárlögum upp á 1,2 milljónir króna til að hefja undirbúningsrannsóknir á há- hitasvæðinu sem er undir söndunum frá aðalkvísl Jök- ulsár, framhjá Ærlækjarseli og út í sjó. „Orkustofnun hefur gert nokkrar athuganir á þessu svæði og þetta er talið fjórða mesta há- hitasvæðið á landinu. Svæðið er undir sandi og setlögum og ekki hefur áður verið nýtt heitt vatn við slík skilyrði, þannig að ekki er vitað hvort einhver sérstök vandkvæði yrðu á því að bora eftir vatninu. En talið er að 200 gráðu heitt vatn sé að finna á 300 metra dýpi, þar sem grynnst er á það. Við stefnum hiklaust á að láta kanna svæðið til hlítar og virkja þessa miklu orku og höfum helst haft í huga að ala lax og slátra í stórum stíl. Þetta gæti t.d. tengst laxaseiðaeldi á jörðinni Taf ir á vinnu við Verkalýðshúsið „Það átti að ljúka uppsteypu á húsinu fyrir jól, en það hefur ekki tekist af ýmsum ástæðum. Það hefur orðið um 11 vikna seinkun á verkinu miðað við upphaflega áætlun, sem að vísu var búið að endurskoða. Nú vantar hins vegar ekki nema herslumuninn að hægt verði að Ijúka steypuvinnu,“ sagði Jón Helgason, formaður Einingar, um byggingu húss verkalýðsfélaganna við Skipa- götu á Akureyri. „Veðráttan hefur valdið töfum undanfarið, en auk þess hefur okkur fundist að fleiri menn hefði mátt setja í verkið. Það ræðst að sjálfsögðu mjög af veðr- áttunni á næstunni hvernig þetta gengur. Eftir er að steypa hluta af plötu fjórðu hæðarinnar og veggi á 5. hæð, sem verður að öðru leyti mest tréverk. Þá á eftir að setja allt gler í bygginguna. Við gripum hins vegar tækifærið með- an hlýjast var og létum einangra útveggi á þremur hæðum, þannig að það flýtir fyrir. Hugmyndir voru um að bjóða næstu verkþætti út alla saman, en úr því þessi seinkun hefur orðið munum við líklega bjóða þá út sitt í hverju lagi, þ.e. múrverk, miðstöðvarlögn og raflögn," sagði Jón Helgason. Verktaki við uppsteypu er Smárinn h.f. Reiknað hefur verið með að hægt verði að flytja inn í a.m.k. hluta byggarinnar fyrir eða um næstu áramót. hsv Árdal í Kelduhverfi, en þar eru bergvatnsvolgrur sem gefa tilefni til að ætla að séu kjörnar til að ala upp laxaseiði í. Hlutafélag á þessa jörð og samstarf við þessa aðila er vel hugsanlegt. Þetta er sauðfjárræktarsvæði og samdráttur í greininni hefur orðið mjög mikill. Við verðum því að huga að öðrum atvinnu- rekstri og hér eru taldir geysi- miklir möguleikar á fiskirækt vegna hitans sem hér er,“ sagði Björn Benediktsson að lokum. Sem kunnugt er hefur mikil fiskirækt verið sett á laggirnar í Lóni í Kelduhverfi, ekki ýkja langt frá þeim stað þar sem talað er um að nýta háhitann. hsv Ráðhústorg 7 - Akureyrl - Sími 26510

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.