Dagur - 04.01.1984, Side 4

Dagur - 04.01.1984, Side 4
4 - DAGUR - 4. janúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aðgerðir í fíkniefnamálum Undanfarið hafa frásagnir af fíkniefnamisferli hvers konar farið mjög í vöxt. Ástæðan er ein- föld og skýr — fíkniefnamisferli hefur farið vaxandi hér á landi ár frá ári. Því miður virð- ast lögregluyfirvöld landsins ekki í stakk búin til að bregðast við, en við svo búið má ekki standa. Fullyrt er af fjölmörgum aðilum að fíkniefnasmygl og sala sé orðin gróðavænleg- ur atvinnuvegur hér á landi og óhemju miklir fjármunir séu í spilinu. Á Alþingi hefur verið flutt ályktunartillaga um aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna. í tillögu frá alls- herjarnefnd þingsins segir: „Alþingi ályktar að skora á dómsmálaráð- herra að koma nú þegar á samstarfshópi löggæslu- og tollgæslumanna er samræmi og skipuleggi auknar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna og athugi nýjar rannsóknaraðferðir í fíkniefna málum". Gert er ráð fyrir að samstarfshópur- inn fái einnig það verkefni að gera tillögur um úrbætur á sviði toll- og löggæslu sem nauð- synlegar kunna að reynast til að fyrirbyggja dreifingu og innflutning fíkniefna. Niðurstöð- um skal skila til dómsmálaráðuneytisins eigi síðar en 1. mars n.k. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Hins vegar er ljóst að niðurstöður fást ekki í svo flóknu máli á nokkrum mánuðum. Aðgerðir í fíkni- efnamálum þurfa að endurskoðast í sífellu. í nágrannalöndum okkar er fíkniefnamálið mjög vaxandi vandamál. Fjöldi fólks leggur líf sitt í rúst með notkun ávana- og fíkniefna. Byrjunin er oft kannabisefni, sem margir telja lítt skaðleg. Reynslan hefur hins vegar sýnt að ofnotkun þeirra efna, sem og annarra vímuefna, er stórhættuleg. Þá opnast einnig leiðir til notkunar sterkari eiturefna sem ekki geta haft annað í för með sér en tortímingu þeirra sem neyta. Hér á íslandi er augljóslega um sömu þróun að ræða og í nágrannalöndum okkar. Við erum hins vegar skemmra á veg komin í þró- uninni og auðveldara ætti að vera að hamla gegn þróuninni hér og nýta þá reynslu sem aðrir hafa fengið. Einskis má látið ófreistað til að sporna gegn ávana- og fíkniefnanotkun hér á landi og þeirri spillingu og glæpastarf- semi sem jafnan fylgir í kjölfarið. Verður botnfiskur rækt- aður í Eyjafirði? Hvaða möguleika eiga Eyflrð- ingar og Norðlendingar yfir- leitt hvað varðar fiskeldi, bæði í sjó og ferskvatni. Við lögðum þessa spurningu fyrir Guð- mund Val Stefánsson, sem er við nám í fiskifræði með físk- eldi sem sérgrein við háskól- ann í Bergen, en hann var staddur á Akureyri um hátíð- arnar. Guðmundur Valur skrifaði grein í Dag fyrir nokkru um þorskeldi og mögu- Ieika í þeim efnum. Fara svör hans hér á eftir: Botnkvíaeldi með lúðu eða þorsk Það sem mér dettur í hug að komi fastlega til greina er botn- kvíaeldi með botnsjávarfiska t.d. lúðu eða þorsk. Það veltur fyrst og fremst á hitastigi sjávar við botninn hvort slíkt eldi væri mögulegt eða ekki. Ég tek það fram að ekki er hægt að styðjast við mælingar sem gerðar eru við yfirborð sjávar heldur verður að mæla við þann botn sem til greina kemur (helst að hafa samanburð á fleiri stöðum). Það er mikilvægt að mælingar fari fram a.m.k. yfir köldustu vetrarmánuðina og þá helst daglega. Blóð fisksins hefur u.þ.b. 10% seltu og frýs þ.a.l. í kringum -1°C, þannig að ef hita- stig sjávar fer niður fyrir 0°C er vafasamt að taka áhættuna. í Noregi er komin reynsla á að nota má fiskislóg óbreytt eða lít- ils háttar vítamínbætt til fóðurs fyrir þorsk og geri ég ráð fyrir að sama gildi um lúðu. Slík eldisað- ferð er því hugsanlegur mögu- leiki, sérstaklega í nágrenni út- gerðarhafna. Tökum dæmi, ef Dalvíkingar og Óiafsfirðingar landa árlega u.þ.b. 12000 tonnum af botnfiski á hvorum stað, sem lætur nærri, u.þ.b. 25% af því fer í slóg eða 3000 tonn. Fóðurfaktor slógsins er nálægt 5 (5 kg slóg = 1 kg eldisfiskur) eða 3000 tonn slóg = 600 tonn eldisfiskur t.d. lúða á hvorum stað. Þorsk-hafbeit Varðandi þorskveiðar við Eyja- fjörð og nágrenni hygg ég að ef Eyfirðingum tækist að setja á stofn eldisstöð sem framleiddi þorskseiði í stórum stíl (vitna í grein mína í Degi 23.11.’83) og sleppa í Eyjafjörð myndi þorsk- gengd í fjörðinn stóraukast. Þorskur leitar sinna æskustöðva til að hrygna, eyfirskur þorskur hrygnir þess vegna sjaldan við Suðurland en gæti hins vegar hrygnt inni á Skjálfanda eða Grímseyjarsundi en mestar líkur eru á að hann komi til baka inn í Eyjafjörðinn til að hrygna. Það mætti segja mér að ey- firskir útgerðarmenn og sjómenn myndu alveg þiggja nokkur þús- und tonna aukningu í þorskafla. Menn ættu a.m.k. að hafa það hugfast að fleira kemur til greina en álver við Eyjafjörð, enda er ólíklegt að slíkt fari saman, fiski- rækt í stórum stíl og stóriðja við Eyjafjörð, t.d. álver sem hefur mengun í för með sér. Skeljaeldi Einnig væri hugsanlegt að ala hér bláskel Mytelus edulus. Mark- aður fyrir bláskel er orðinn tals- vert stór og fer vaxandi. Hér víða við Norðurland væri væntanlega hægt að beita svipaðri aðferð og er notuð í Noregi. Ég mun ekki útskýra þá aðferð nánar að sinni, nema áhugi verði látinn í ljós. Laxeldi Ef möguleiki er á heitu vatni eða annarri upphitun er hugsanlega hægt að ala lax til slátrunar t.d. með að loka af vík, fjörð eða lón. Mögulegt er að notast við stóran tank eða gamlan skipsskrokk þ.e.a.s. einhverja aflokun þar sem maður stjórnar straum- rennsli út og inn án mikils dælu- tilkostnaðar og getur fullnýtt hitann. Fiskeldi í ám og vötnum Fiskirækt í ám: Eldri kynslóðin man þá tíð þegar lækirnir og árn- ar voru rík af silungi og hefur horft upp á silungsgengd minnka ár frá ári. Hörgá í Hörgárdal með sínar hliðarár og læki er gott dæmi um þetta. Breytingin sem hefur átt sér stað í þessu vistkerfi síðastliðin 50 ár er hliðstæð víð- ast hvar um landið. Áin straum- hörð að ofan, lygn að neðan. Áður hlykkjuðust lygnir lækirnir eftir breiðum bökkunum. Þessir lækir voru fullir af lífi og fram- leiddu fóður fyrir ána, auk þess sem þeir voru uppeldisstöðvar seiða. Nú hafa flestir lækir verið grafnir beinar línur í ána þ.e.a.s. fóðrurunum hefur verið kippt úr sambandi og uppeldisstöðvar seiðanna hafa verið eyðilagðar og svo eru menn hissa yfir því að sil- ungagengd minnkar. Ef bændur vilja fá aukningu á silungi í árnar sínar skulu þeir huga að lækjun- um t.d. með því að grafa hyli og breiður, bera áburð eða tað á bakkana o.fl. þvíumlíkt. Laxeldi í fersku vatni: Þar sem er til staðar heitt og kalt vatn eru miklir möguleikar fyrir eldi í ýmsu formi. Ég vil í því sambandi minnast á hugmynd Fiskeldis h.f. á Húsavík, sem aldrei var fullreynd, um að ala upp lax til slátrunar í eingöngu fersku vatni eða með aðeins lítils- háttar seltu (undir 5%). Þessa hugmynd tel ég mjög þýðingarmikið að fullreyna fyrir land sem hefur stór jarðhitasvæði og nóg ferskt vatn. Og finnst mér það hart að þeir Fiskeldismenn á Húsavík skyldu þurfa að hætta í hálfnuðu verki og kenni um skipulagsleysi og skilningsleysi stjórnvalda. Við þróun nýrrar eldisaðferðar verða menn að reikna með að 2ja ára seinkun geti átt sér stað og jafnvel meira. Það er mál til komið að lög verði sett um stefnumörkun fiskeldis í landinu. Annað hvort á að styðja menn yfir erfiðasta hjallann eða menn eiga ekki að fá leyfi til að byrja. En þetta mál er efni í sér grein svo ég læt það niður falla. Margir hrista höfuðið þegar talað er um að ala lax til slátrunar í fersku vatni, en tilraunir sem gerðar voru í Kanada á tveggja ára tímabili gáfu jákvæðar niður- stöður. Það er því full ástæða fyrir okkur íslendinga með allt okkar heita og kalda vatn að full- reyna þennan möguleika. Ýmsar tilraunir hafa leitt í ljós að vaxtaraukning á sér stað í minni seltu en sjávarseltu. Ef þessi aðferð væri möguleg, sýnist mér að hún gæti orðið arðbærari en meðaleldisstöð við Noregs- strendur. hsv/ám

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.