Dagur - 04.01.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 04.01.1984, Blaðsíða 7
4. janúar 1984 - DAGUR - 7 fismaður: na þjóðina um atvinnumálum gs um til hins verra að grípa verður til neyðarráðstafana í atvinnu- og fjármálum. Hvernig ætlar þjóðin að bregðast við þeim vanda? Ástand atvinnuveganna Þar er fyrst til að taka að „fram- leiðsluaukningarstefnan" eins og hún hefur verið framkvæmd árá- tugum saman í sjávarútvegi þarfnast gagngerðrar endurskoð- unar. Verður ekki annað séð en að þjóðin sé komin á leiðarenda, hvað varðar þá fiskveiðistefnu, sem rekin hefur verið, svo og hvað varðar stefnu í fiskvinnslu- málum. Sé horft til landbúnaðar er hann staddur í miðri breyt- ingadeiglu, þar sem samdráttur í hefðbundnum búgreinum er meginboðorðið. Talað er um að efla nýjar búgreinar í staðinn. Því miður gengur sú „efling" hægt fyrir sig, og verður ekki annað séð en að nýju búgreinarn- ar séu meðhöndlaðar eins og hver annar vonarpeningur af þróttleysi og litlum áhuga. Al- mennur iðnaður er undir sömu sök seldur og landbúnaður, svo að honum virðist ætlað að bjarg- ast á eigin spýtur, hvað sem líður erlendri iðnaðarsamkeppni og vöruinnflutningi, sem er orðið slíkt átrúnaðaratriði að það er talið guðlasti líkast að ætla að andæfa gegn offlæði innflutnings eða beita nokkurri íhlutun varð- andi samkeppni um iðnaðarvérk- efni milli innlendra og erlendra aðila. Eftir inngönguna í EFTA hefur iðnaðarstefnan sem heild verið kák eitt, enda útbreidd vantrú ríkjandi meðal ráða- manna á svokallaðan smáiðnað, en slík oftrú á stóriðnað (orku- frekan iðnað), að mistök og fjár- hagstöp í þeim efnum eru varin í líf og blóð, sbr. Grundartanga- verksmiðjuna. Jafnvel þyggingar- iðnaðurinn, sem ætti almennt að vera hægt að skipuleggja með nokkurri nákvæmni, hefur leiðst út í ógöngur vegna skorts á heild- arstefnu í iðnaðarmálum og slappleika í innflutningsmálum (sbr. tilbúnu húsin). Reyndar kemur þar fleira til, sem er fyrst og fremst úrelt stefna í húsnæð- ismálum almennt. Er að vísu nokkur von um að í þeim efnum sé stefnubreytingar að vænta með nýrri húsnæðislöggjöf og nýjum viðhorfum, sem ungt fólk aðhyll- ist varðandi byggingarhætti og lánamál. að 3 Tímamót 1983 ita Fram að þessu hafa íslendingar tu getað „leyft sér" skipulagsleysi d- og handahóf í atvinnumálum og ga fjármálum og reyndar lifað af ít- óðaverðbólgu ár eftir ár vegna Dg þess að sjávarútvegurinn hefur tá- búið yfir undraverðum hæfileik- n- um til framleiðslu- og verðmætis- :m aukningar. Árið 1983 markar hér if- hins vegar svo glögg skil, að hver :fð maður hlýtur að sjá, að tímabili rf, handahófsins er lokið. Auðlindir pt sjávarins rísa ekki undir blindri framleiðsluaukningu eins og nú er komið. Sá tími er liðinn. Að þessu leyti urðu tímamót á síð- asta ári. Vonandi er að ráðamenn og almenningur átti sig á hvað gerst hefur og þá ekki síður hvað gera verður í framhaldi af því sem orðið er. Sjávarútvegsráð- herra hefur haft forgöngu um að stíga fyrstu sporin til aðlögunar að breyttum aðstæðum í fisk- veiðimálum. Fiskiþing mótaði reyndar þá stefnu, sem ráðherra lagði fyrir Alþingi. Samtök hags- munaaðila í sjávarútvegi lýstu stuðningi við fyrirhugaðar að- gerðir um veiðitakmarkanir og víðtæka heimild til handa ráð- herra að ákveða aflakvóta fiski- skipa. M.ö.o.: Ástand mikilvæg- ustu fiskstofna við ísland (þ.á m. þorskstofnsins) er orðið slíkt, að taka verður upp skömmtunar- kerfi til þess að bjarga þeim frá hruni. Og skömmtunarkerfið hefur hlotið víðtækan stuðning útgerðarmanna og sjómanna. hags- og atvinnumálum í sam- ræmi við þann samdrátt sem orð- inn er í sjávarútvegi og á trúlega eftir að vaxa á þessu ári. En sam- drátturinn krefst ekki aðeins stefnubreytingar í pólitískum skilningi, heldur hugarfarsbreyt- ingar, sem felst í því að fólk skilji að almenn lífskjör hljóta að rýrna (þau hafa þegar gert það) og að atvinna verður minni og óvissari en hún hefur verið á hin- um miklu uppgangsárum að undanförnu. Ráðstafanir gegn atvinnuleysi Að sjálfsögðu mun atvinnusam- drátturinn, þ.e. minnkandi fram- leiðsla til sjávarins og hægari velta í þjóðfélaginu yfirleitt, koma við alla þjóðina, hvert mannsbarn í landinu. En telja má víst, að öryggisleysið, sem samdrættinum fylgir, mæði mest á lausráðnu verkafólki, sjómönn- „...telja má víst að öryggisleysið sem samdrættinum fylgir, mæði mest á iausráðnu verkafólki, sjómönnum og iðnaðarmönnum. Þess vegna verður ríkisstjórnin að beina aðgerðum sínum sérstaklega að hagsmunum þessa fólks..." orkuframkvæmdir og „stóriðju" og láta fólk trúa að slíkt sé hinn vísi vegur til einfaldrar lausnar á atvinnumálum eins og nú háttar. Enn sem komið er byggjast stór- iðjuhugmyndir á óljósum kenn- ingum, nánast vangaveltum, en engum praktískum úrræðum, sem hægt er að henda reiður á. Hér er um svo flókið vandamál að ræða, tæknilegt, fjárhagslegt, lagalegt og pólitískt, að það mun taka langan tíma að komast til botns í því. Reyndar er unnið að athugun þessa máls á vegum ríkisstjórnarinnar. Sérstök nefnd „...ahnennur iðnaður er undir sömu sök seldur og landbúnaður svo að honum virðist ætlað að bjargast á eigin spýtur, hvað sem liður erlendri iðnaðarsamkeppni og vöruinnflutningi..." En gera menn sér grein fyrir hvaða áhrif þetta muni hafa á af- komu, efnahag og lifnaðarhætti íslensku þjóðarinnar og hvers einstaklings? Stefnubreyting - Hugarfarsbreyting Fyrir þá, sem hafa vanið sig á of- neyslu og ofeyðslu í skjóli þess að auðlindir sjávarins séu óþrjót- andi, eru þessi tíðindi að sjálf- sögðu ógnvekjandi, - ef þeir þá hafa áttað sig á því sem hefur gerst. Og vissulega eru þetta ógn- vænleg tíðindi hverjum maUni. En það sem hins vegar blasir nú við og ekki verður umflúið, er að taka upp stefnubreytingu í efna- um og iðnaðarmönnum. Þess vegna verður ríkisstjórnin að beina aðgerðum sínum sérstak- lega að hagsmunum þessa fólks. Samtök launþega verða á sama hátt að einbeita sér að þessum vanda. Aðgerðir verða fyrst og fremst að beinast að því að koma í veg fyrir atvinnuleysi, þ.e. dreifa atvinnutækifærum réttlát- lega og bjóða upp á verkefni, sem kunna að vera fyrir hendi, en hafa verið látin ónotuð. Slík verkefni eru til. í þessum efnum dugir þó ekki að seilast um hurð til lokunnar. Skýjaborgir duga ekki Hér dugir til að mynda ekki að fara að búa til skýjaborgir um fer með málið og mun kanna möguleika í þessu efni, en nefnd- in er rétt að hefja störf sín. Að svo komnu er allt í óvissu um hver niðurstaðan verður. Það er því óþarfi og reyndar til óþurftar að ræða stóriðjumál í sömu andrá og brýn atvinnuvandamál verkafólks og iðnaðarmanna á þessari stundu. Það væri að drepa hagsmunamálum þessara stétta á dreif. Þjóðareining um atvinnustefnu Annað mál er það, að atvinnu- ástandið eins og það hefur þróast, ætti að verða til þess að opna augu manna fyrir nauðsyn þess að móta skýra framtíðar- stefnu í atvinnumálum. Það væri verðugt verkefni fyrir stjórn- málaflokkana að glíma við slíkt stórmál í sameiningu og miða að því að koma á þjóðarsamstöðu um svo aðkallandi verkefni. Vel færi á því að þjóðin strengdi þess heit á 40 ára afmæli lýðveldisins að sameinast um alhliða upp- byggingarstefnu í atvinnumálum. Við mótun slíkrar stefnu á ekki að útiloka neinn möguleika fyrir- fram, en heldur ekki að gylla svo einn möguleikann - t.d. orku- frekan iðnað - að aðrir komi naumast til umræðu. Við mótun framtíðarstefnu í atvinnumálum verður að hafa að leiðarljósi, að atvinnulífið sé fjölbreytt - en ekki einhæft, og að hver atvinnu- grein skili að jafnaði arði sér til viðhalds og uppbyggingar. Það mun taka alllangan tíma að móta slíka langtímastefnu í atvinnu- málum og síðan að hrinda henni í framkvæmd. Það kann að myndast erfitt millibilsástand áður en fullmótuð og frambæri- leg atvinnustefna kemst f framkvæmd. Það bil yrði þá brú- að með félagslegum ráðstöfunum í atvinumálum án þess að um ein- hver gustukaverk væri að ræða eða atvinnubótavinnu í nei- kvæðri merkingu þess orðs. Slík- ar félagslegar ráðstafanir yrðu aðeins liður í því að ráða fram úr tímabundnum vanda meðan var- anlegri aðgerðir væru í undirbún- ingi. Lokaorð í þessu áramótabréfi mínu til Dags hef ég lagt áherslu á nauð- syn þjóðarsamstöðu um eitthvert stefnumarkandi stórmál í stað þess að sundra þjóðinni með sér- hagsmunadekri og tískumálefn- um og alls kyns smámunum, þeg- ar augljós brestur er kominn í sjálfa undirstöðu efnahagslífsins og þar með grundvöll þjóðfélags- ins. Við slíkri vá verður að bregðast með viðeigandi ráðstöf- unum og skynsamlegu hugarfari." Það verður að tryggja hagsmuni þess fólks sem stendur höllustum fæti hvað atvinnuöryggi snertir. En umfram allt ættu ráðandi öfl að sameinast um mótun alhliða uppbyggingarstefnu í atvinnu- málum, stefnu sem horfir til framtíðar. Verðugt væri á 40 ára afmæli lýðveldisins, að hefjast handa um slíkt verkefni og ná um það þjóðarsamstöðu. Ég óska ritstjóra Dags og öllu starfsliði, lesendum blaðsins, Norðlendingum og allri þjóðinni gleðilegs nýárs og þakka vinum mínum og einlægum samherjum góð samskipti á liðnum árum. Ingvar Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.