Dagur - 04.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 04.01.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 4. janúar 1984 85% aukning á vöru- flutningum Drangs — en farþegaflutningar eru sáralitlir ‘i „Til loka október síðastliðins hefur Drangur flutt 147 far- þega og 7.703 tonn af vörum. Á sama tíma 1982 flutti bátur- inn 812 farþega og 4.149 tonn af vörum. Skýring úthaldsaðila á fækkun farþega á milli ára er sú að á undanförnum árum hefur verið um að ræða veru- legan flutning á ferðamönnum norður fyrir heimskautsbaug yfir sumarmánuðina með gamla Drangi, en með tilkomu nýs Drangs hefur sá kostur verið valinn að sinna frekar arðbærari aukaverkefnum, eins og flutningi á tækjum og ýmsum varningi.“ Þessar upplýsingar komu fram í nefndaráliti samvinnunefndar um samgöngumál á Alþingi þar Aframhald á tölvu- væðingu hjá KEA Kaupféiag Eyfirðinga hóf tölvu- vinnslu í viðskiptamannabók- haldi sínu árið 1975, þá með símatengingu við tölvu Sam- bandsins í Reykjavík. Seinni hluta árs 1977 fékk svo kaupfé- lagið sína fyrstu eigin tölvu og hætti þá öllum samskiptum við tölvu Sambandsins. Núverandi tölva hefur verið starfrækt með ágætum sl. 6 ár. Innra minni hennar er 128 K, en á tölvumáli merkir hvert K 1024 stafi. Fyrir nokkru var Ijóst að tölvan var fullnýtt og því ráðist í kaup á tölvu til viðbótar. Fyrir valinu varð tölva af gerðinni Digital PDP 11/44. Innra minni nýju tölvunnar er nú 512 K en hægt er að stækka það upp í 4096 K. Tölvunni fylgdu tveir 67 MB gagnadiskar, en MB merkir ein milljón stafir. Hægt er að stækka geymslurými þessara gagnadiska upp í samtals 2.000 MB. Einnig er hægt að tengja utan á tölvuna segulbönd en það mun vera ódýr- ast og öruggast að geyma tölvu- gögn á segulböndum. Verkefni þessarar tölvu eru í dag nótu- skriftir og birgðabókhald. Keypt voru þrjú kerfi fyrir tölvuna til að vinna eftir: Birgða-, viðskiptamanna- og fjárhags- bókhaldskerfi frá Þróun hf. Eru þetta íslensk kerfi og einhver þau bestu sem fáanleg eru hérlendis. Á næsta ári stendur til að kaupa hjá sama fyrirtæki toll- og verð- útreikningskerfi og verkbók- haldskerfi. Þá mun einnig ætlun- in að kaupa ritvinnslukerfi, sem nýtist til bréfaskrifta og skýrslu- gerða. Nú er búið að beintengja við tölvuna: Raflagnadeild, Mjólkur- samlag, Véladeild og Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, sem fé- lagið hefur annast launaútskrift fyrir sl. 8 ár. Vonir standa til að á næstunni verði hægt að tengja Kjötiðnaðarstöð, Vélsmiðjuna Odda hf, Fóðurvörudeild KEA og KSÞ og Timburvinnslu KEA, en í heild er hægt að tengja milli 30 og 40 skjái við tölvuna og jafn marga prentara. Bæklingar mjólkurdagsnefndar: „Smáveislur í húsinu“ Mjólkurdagsnefnd hefur gefið út skemmtilegan 8 síðna bækl- ing með mörgum athyglisverð- um uppskriftum á smáréttum. Þessum hæklingi, sem heitir „Smáveislur í húsinu“ verður dreift í verslanir á næstu dögum. Þar verður hann seld- ur á 15 krónur. Efninu er skipt í 2 kafla, ann- ars vegar „Smápartí unga fólksins" og hins vegar „Smá- veisla gamla fólksins". í inngangi fyrir kafla unga fólksins stendur m.a.: „Ætlarðu að hafa partí bráðum - viltu hlusta á plötur með vinum þínum eða bjóða þeim að sjá góða videomynd? Spáðu í þessar upp- skriftir - það er ekkert mál.“ Uppskriftirnar eru m.a.: Mið- næturglaðningur, kjúklingur marengo, ungverskt salat, pizza með kjöthakki, kókóísdrykkur. Samtals eru 9 mismunandi uppskriftir, sem ætlaðar eru ser- staklega fyrir unga fólkið. Þá eru 6 uppskriftir fyrir „gamla fólkið“. Reyndar er þetta gamla fólk á öllum aldrei frá fermingu og upp úr. Það er hugsað að þessir réttir séu boðnir í rólegheitum þegar boðið er heim í saumaklúbb eða í spilamennsku. Gefnar eru uppskriftir að heit- um karrýrétti, rússnesku fiskipie, síldarsalati catalína og þrem öðr- um frábærum réttum. í þessum fallega bæklingi eru ennfremur nytsamar upplýsingar fyrir þá sem bjóða til sín gestum, þar er m.a. bent á að ekki þurfi að kosta margra daga vinnu í að útbúa huggulegt veisluborð. Uppskriftirnar af réttunum eru til orðnar í tilraunaeldhúsum Mjólkursamsölunnar og Osta- og smjörsölunnar. Þá er rétt að geta þess að bækl- ingurinn „3 hátíðarborð" hefur verið endurútgefinn og á hann að fást í flestum matvörubúðum. sem fjallað var um framlög til flóabáta. Eins og sjá má af þess- um tölum hefur orðið 85% aukn- ing á vöruflutningum en farþega- flutningar hafa lagst svo til niður. Um mánaðamótin október- nóvember var hallinn á rekstri Drangs orðinn 1 milljón og hefur þá verið tekið tillit til fjármagns- kostnaðar og verðbreytinga. Sambærileg tala í árslok 1982 var 1,4 milljónir og var því reiknað með að reksturinn kæmi heldur betur út á síðasta ári. Að mati rekstraraðila Drangs hefur nýja skipið reynst vel en vakin hefur verið athygli á því að þó nokkuð vanti á að sveitarfé- lögin á þjónustusvæðinu nýti sér þá flutningsmöguleika sem skipið hefur upp á að bjóða. Sérstak- lega er nefnd sú ástæða í bréfi sem samvinnunefnd um sam- göngumál fékk, að hefð hafi skapast á miklum landflutningum á þeim árstímum sem vegir séu almennt færir. í bréfi sem framkvæmdastjóri Drangs sendi nefndinni segir: „Takist að færa verulegan hluta þessara flutninga yfir á Drang verður loksins grundvöllur fyrir að stunda áætlunarsiglingar allt árið og jafnframt mundi verða viðunandi rekstargrundvöllur fyrir félagið. Að þessu er nú unnið. Sem dæmi um þessa flutn- inga; að ef Drangur fengi alla flutninga Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík þýddi það 60% aukn- ingu í tonnum talið. Einnig hefur Drangur í Akureyrarhöfn verið um það rætt að Drangur taki að sér þjónustu fyrir Skipa- útgerð ríkisins til Norð-Austur- lands, allt til Reyðarfjarðar einu sinni í hálfum mánuði, og er það til athugunar.“ Til að endar nái saman á nýbyrjuðu ári þarf ríkis- framlagið að vera 2,4 milljónir, sem er 33% aukning frá árinu á undan. hsv Minning Guðrún Margrét Holmgeirsdottir Fædd 2. nóvember 1915 - Dáin 29. desember 1983 Góð vinkona mín og móðursyst- ir, Guðrún Margrét Hólmgeirs- dóttir hefur verið kvödd frá okkur, af þeim sem öllu ræður og stjórnar. Já, þannig er lífið og enginn veit hver næstur fer til æðri heima. Alla vega grunaði mig það ekki er ég hringdi heim til hennar stuttu fyrir jól að það yrði okkar síðasta samtal. Spaug- söm að vanda ræddum við um heima og geima þar til ég bað um að fá að ræða við strákinn hennar, þá svaraði hún að bragði, hvorn, þann svarta fer- fætta eða hinn. Ég kvaðst lítið geta talað við hundinn í síma en þætti vænna ef nafni minn gæti komið. Guðrún Margrét Hólmgeirs- dóttir, eða Gígja, eins og hún var oftast kölluð, fæddist á Grund í Eyjafirði 2. nóvember 1915, dótt- ir hjónanna Valgerðar Magnús- dóttur Sigurðssonar bónda á Grund og Hólmgeirs Þorsteins- sonar frá Ytra-Dalsgerði í Saur- bæjarhreppi, er oftast var kennd- ur við Hrafnagil. Þriggja ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum til Dalvíkur en þar hafði faðir hennar fengið starf við rekstur útibús KEA á staðnum. Frá Dalvík fluttist svo fjölskyld- an aftur að Grund og síðar að Hrafnagili, í sömu sveit, og stunduðu þar bústörf allt til þess dags er þau flytja til Akureyrar um 1938. Snemma kom í ljós handlagni Guðrúnar og hefur það eflaust átt sinn þátt í því að hún innritaðist í Húsmæðraskól- ann á Blönduósi árið 1933-34 og þar er, að hún kynnist eftirlifandi eiginmanni sínum, Páli Gunnars- syni, kennara og bóndasyni frá Þverárdal þar í sýslu, einstökum sómadreng. Gengu þau í hjóna- band 20. maí 1944 og hófu bú- skap í Munkaþverárstræti 23 en byggðu sér síðar myndarheimili að Helgamagrastræti 40 hér í bæ. Elst er Guðrún fjögurra systra, þeirra Steingerðar, Kristjönu og Hólmfríðar. Mikill samgangur og óvenju gott samband var á milli þeirra systra og veit ég að þeim eftirlifandi systrum hennar er nú þungur harmur. Þrjú börn áttu þau Guðrún og Páll. Dreng er þau misstu stuttu eftir fæðingu, Gerði Jónínu, kennara gifta Einari Ragnarssyni tannlækni, Reykjavík og Hólm- geir, kjötiðnaðarmann, sem enn er í föðurhúsum og föður sínum nú mikil stoð við þennan þunga missi. Vettvangur Guðrúnar var eins og flestra mæðra þess tíma, húsmóðurstarfið og skilaði því með ræktarsemi og hlýju og einn kost fannst mér hún hafa framar flestum öðrum, hann var sá, að aldrei mér vitandi skyldi hún hallmæla nokkrum manni, heldur taka frekar málstað hans og reyna að réttlæta hans gjörðir. Fellur hún nú frá um aldur fram, en lætur eftir sig minningu um mæta frænku - slíkra er gott að minnast. Páli, Gerði, Hólmgeiri, Einari svo og bamabörnum votta ég mína innilegustu samúð. Hólmgeir Valdemarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.