Dagur - 04.01.1984, Síða 9

Dagur - 04.01.1984, Síða 9
4. janúar 1984 - DAGUR - 9 Það er ekki alltaf tekið út með sitjandi sældinni að vera þjálfari í íþróttum, og má oft sjá þjálfara rífa hár sitt á varamannabekk þegar illa gengur. En það eru einnig bjartar hliðar á þjálfarastarfinu eins og sést á myndinni hér að ofan. Hún er tekin af Birgi Bjömssyni þjálfara KA í handknattleik í leik KA og FH á dögunum. Greinilega hafa lærisveinar Birgis gert eitthvað inn á vell- inum sem hann hefur verið ánægður með ef marka má svip hans og tilþrif önnur. mynd: kga Enn setti Kári met Kári „Tígrisköttur“ Elíson bætti enn einu íslandsmeti í metasafn sitt á gamlársdag en þá var sett npp kraftlyftinga- mót í höfuðstöðvum lyftinga- manna I Lundarskóla á Akur- eyri. Það var að sjálfsögðu í bekk- pressu sem Kári setti þetta met enda keppir hann ekki í þessari grein án þess að setja met. Nú keppti hann í 67 kg flokki eða einum þyngdarflokki neðar en undanfarið (hefur sennilega tekið því rólega við matarborðið um jólin) og upp fóru 160 kg. Á sama móti keppti Jóhannes M. Jóhannesson í 90 kg flokki og setti nýtt Akureyrarmet í rétt- stöðulyftu, lyfti þar 262,5 kg. Faðir hans Jóhannes Hjálmars- son reyndi einnig við íslandsmet en festing á lóðastönginni gaf sig í fyrstu tilraun og setti það þann gamla út af laginu þannig að met- ið féll ekki að þessu sinni. KR-ingar bíða eftir Gunnari Gunnar Gíslason er nú hættur að leika með þýska knatt- spyrnuliðinu Osnabruck og er væntanlegur til landsins nú í vikunni. Ekki er vitað hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur eða hvort hann mun setjast að í Reykjavík eða hér á Akureyri. Vitað er að KR-ingar bíða þess með óþreyju að hann komi til landsins og hafa þeir boðið honum íbúð í Reykja- vík ef hann vill spila handknatt- leik með liðinu það sem eftir er keppnistímabilsins. Er ekki talið ólíklegt að hann muni taka til- boði þeirra. Þá er ekki vitað hvort hann leikur knattspyrnu með KA í ár, eða hvort hann leikur með ein- hverju öðru félagi. Svavar setti 6 met Á Desembermóti Sundfélags- ins Óðins sem haldið var á dögunum var það unga fólkið og þá sérstaklega keppendur í meyjaflokki og sveinaflokki sem gerði bestu hlutina. Nokkur Akureyrarmet voru sett á mótinu, Svavar Þ. Guð- mundsson synti 800 metra skrið- sund á 12:21,2 mín. - Silja Óm- arsdóttir 800 metra skriðsund kvenna á 15:00,0 mín. - Svavar Þ. Guðmundsson 400 metra skriðsund sveina á 5:40,1 mín. Hann synti einnig 200 m baksund sveina á 2:58,6 mín. 200 metra skriðsund á 2:37,2 mín. - 200 metra fjórsund á 2:59,7 mín. - og loksins 100 metra bringusund á 1:32,3 mín. 100 m bringusund stúlkna 1. Silja Ómarsdóttir 1:48,5 2. Linda Óladóttir 2:06,3 200 m fjórsund drengja 1. Svavar Þ. Guðmundsson 2:59,7 50 m flugsund meyja 1. Silja Ómarsdóttir 47,7 2. Aðalheiður Sigursveinsd. 68,6 50 m flugsund sveina 1. Svavar Þ. Guðmundsson 36,1 2. Magnús Amarson 47,3 3. Gunnar Ellertsson 50,0 50 m skriðsund meyja 10 ára og yngri 1. Elsa Guðmundsdóttir 43,0 2. Bima Bjömsdóttir 47,3 3.-4. Halla Jónsdóttir 56,3 3.-4. Aðalheiður Sigursveinsd. 56,3 50 m skriðsund meyja 1. Silja Ómarsdóttir 39,8 2. Sandra Jóhannesdóttir 48,3 3. Linda Óladóttir 49,5 50 m skriðsund sveina 10 ára og yngri 1. Gunnar Ellertsson 42,5 2. Snorri Óttarsson 43,4 3. Ingiþór Ingólfsson 56,2 50 m skriðsund sveina 1. Svavar Þ. Guðmundsson 32,4 2. Magnús Þ. Amarson 36,7 3. Sigurbjöm Þorgeirsson 36,9 100 m bringusund karia 1. Svavar Þ. Guðmundsson 1:32,3 2. Sveinn Sigryggsson 1:33,1 3. -4. Magnús Þ. Arnarson 1:43,0 3.-4. Sigurbjöm Þorgeirsson 1:43,0 1500 m skriðsund. mín. 1. Geir Baldursson 20:48,6 2. Svavar Þ. Guðmundsson 23:01,9 3. Sveinn Sigtryggsson 26:37,5 800 m skriðsund karla. 1. Geir Baldursson 10:51,9 2. Svavar Þ. Guðmundsson 12:22,3 3. Sveinn Sigtryggsson 800 m skriðsund kvenna. 1. Silja Ómarsdóttir 15:00,0 400 m skriðsund karla. 1. Geir Baldursson 4:56,8 2. Svavar Guðmundsson 5:40,1 3. Sveinn Sigtryggsson 6:25,7 400 m skriðsund kvenna. 1. Silja Ómarsdóttir 7:01,2 100 m skriðsund drengja. 1. Svavar Þór Guðmundsson 1:12,4 2. Sveinn Sigtryggsson 1:20,5 3. Otto K. Tuliníus 1:25,5 50 m. bringusund meyja 10 ára og yngri. 1. Bima Bjömsdóttir 48,6 2. Elsa Guðmundsdóttir 50,6 3. íris Thorleifsdóttir 53,9 50 m bringusund meyja. 1. Silja Ómarsdóttir 48,4 2. Guðbjörg Ragnarsdóttir 48,8 3. Linda Óladóttir 54,4 50 m bringusund sveina 10 ára og yngri. 1. Snorri Óttarsson 55,5 2. Ingiþór Ingólfsson 55,6 3. Gunnar Ellertsson 56,6 50 m bringusund sveina. 1. Magnús Amarson 44,1 2. Otto K. Tuliníus 47,5 3. Sigurbjöm Þorgeirsson 48,0 200 m baksund. 1. Svavar Þór Guðmundsson 2:58,6 100 m baksund. 1. Silja Ómarsdóttir 1:45,9 50 m baksund meyja. 1. Silja Ómarsdóttir 47,3 2. Birna Bjömsdóttir 53,2 3. Guðrún Svanbjömsdóttir 58,3 50 m baksund sveina. 1. Magnús Amarson 47,4 2. Otto K. Tuhníus 50,0 3. Gunnar Ellertsson 52,0 200 m skriðsund drengja. 1. Svavar Þór Guðmundsson 2:37,2 2. Sveinn Sigtryggsson 3:00,7 3.-4. Magnús Amarson 3:06,8 3.-4. Otto K. Tuliníus 3:06,8 Kjarnaskógur: Skíðagöngu- menn fá aðstoð Það sem af er þessum vetri hefur verið óvenjugott og stöð- ugt skíðafæri í Kjarnaskógi. Aðsókn að upplýstri skíða- göngubraut á svæðinu er vax- andi og brautin er troðin og sporuð daglega þegar aðstæð- ur leyfa. Skíðatrimmnefnd Skíðaráðs Akureyrar mun gangast fyrir leiðbeiningum í skíðagöngu og ráðgjöf um smurningu göngu- skíða í Kjarna þegar aðstæður leyfa. Er ákveðið að þessi þjón- usta hefjist annað kvöld kl. 20 og verði eftirleiðis á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20-22 og á sunnudögum kl. 14-16. Upplýs- ingar um skíðafæri í Kjarnaskógi eru veittar í síma 24047 daglega. 1—X—2 Baldvin Ólafsson. „Bikarleikirnir eru alltaf erf- iðir að spá um, en eitt er al- veg pottþétt. Það er sigur Nottingham Forest gegn Southampton, við ætlum að þurrka út þetta leiðinlega BBC bros á framkvæmda- stjóra Southampton,“ sagði Baldvin Ólafsson „getrauna- kóngur“ og aðdáandi Nott- ingham Forest sem spáir fyrir okkur þessa vikuna. Þeir sem fylgjast með vita að Baldvin hefur verið sigur- sæll í getraunum og oftsinnis hlotið þar mjög góða vinn- inga. Hann fór létt með að spá fyrir okkur um úrslitin á næsta seðli, hristi merkin fyrir aftan leikina úr erminni á svipstundu og nú er bara að sjá hver útkoman verður. Spá Baldvins er þessi: A.VilIa-Norwich 1 Blackbum-Chelsea X Cardiff-Ipswich 1 Coventry-Wolves 1 C.Palace-Leicester X Fulham-Tottenham X Huddersfield-QPR 2 Luton-Watford 1 Middlesb.-Arsenal 1 Nott.For.-Southampton 1 Portsmouth-Grimsby 1 Stoke-Everton X Baldvin spáir því 7 heima- sigrum, fjórum jafnteflum og aðeins einum útisigri, því að QPR vinni Huddersfield á útivelli. Elmar með 4 rétta Þegar Elmar Geirsson spáði fyrir okkur um úrslit leikja á getraunaseðlinum 17. des- ember óttaðist hann að hann myndi ekki fá marga rétta. Hann er þó í hærri kantinum af þeim sem hafa spreytt sig til þessa, því 4 réttir nægja í 3.-4. sætið. Aðeins Tryggvi Gíslason (7) og Pálmi Matt- híasson (6) eru ofar og þeir Elmar og Þorsteinn Þor- steinsson koma næstir með 4 hvor. Nú hefjum við getrauna- leikinn að nýju og eiga 8 spámenn eftir að koma fram. Áð því loknu eða í byrjun mars mæta síðan 4 efstu til leiks og spá í nokkrar vikur. Sá sem fær besta útkomu þá telst svo sigurvegari í get- raunaleiknum hjá Degi 1983-1984. 1-X-2

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.