Dagur - 04.01.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 04.01.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR Heildsala IBÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA Sltlásala „Eina lækningin við þessu að kaupa kalk" - segir Grímur Jónsson ráðunautur en kalkleysi í jörðu veldur miklu kali í Sauðaneshreppi og Þistilfirði Um áramótín lét Knútur Ott- erstedt af starfi sem rafveiíu- stjóri Rafveitu Akureyrar, en því hefur hann gegnt frá 1963, en hann hóf störf hjá rafveit- unni 1951. Knútur tók við starfinu af föð- ur sínum, Knut Otterstedt, sem gegnt hafði því frá stofnun raf- veitunnar 1922. Þeir feðgar hafá því stjórnað Rafveitu Akureyrar frá stofnun hennar til ársloka 1983 eða í rúmlega 61 ár. Knútur hefur verið ráðinn svæðisstjóri fyrir Norður- og Austurland hjá Landsvirkjun með aðsetri á Akureyri. Svan- björn Sigurðsson hefur til bráða- birgða verið ráðinn rafveitu- stjóri, en Svanbjörn hefur starfað hjá Rafveitu Akureyrar um 20 ára skeið. Ástæða þess að ráðið er til bráðabirgða er sú að stjórn og uppbygging veitustofnana Ak- ureyrarbæjar eru nú til vissrar endurskoðunar og ekki þótti eðli- legt að fastráða í þessa stöðu meðan sú endurskoðun fer fram. Á fundi stjórnar Rafveitu Ak- ureyrar sl. föstudag voru Knúti færðar þakkir fyrir ágæt og árang- ursrík störf í þágu rafmagns- mála á Akureyri á árum mikilla framkvæmda og framfara. hsv „Þrettánda- gleði" Þórs íþróttafélagið Þór á Akureyri verður að venju með „Þrett- ándagleði" sína sem er árlegur viðburður í bænum og hefst hún á Þórsvelli í Glerárhverfi kl. 20 á föstudagskvöldið. Að sögn Skúla Lórenzsonar sem er einn af „gleðistjórunum" að þessu sinni verður margt til skemmtunar. Á Þórsvöllinn mæta álfakóngur og drottning hans, álfar, púkar, tröll og jólasveinar og skemmta á ýmsan hátt, en álfadansinn verð- ur að þessu sinni undir stjórn Ragnars Einarssonar. Jóhann Már Jóhannsson bóndi og söngvari mætir og tekur lagið vegleg flugeldasýning verður á vegum Hjálparsveitar skáta, og brenna verður að sjálfsögðu. „Þetta kalkleysi virðist vera bundið við Sauðaneshreppinn og Þistilfjörðinn," sagði Grimur Jónsson ráðunautur í Ærlækj- arseli í N-Þingeyjarsýslu er við ræddum við hann iim mikið kalkleysi í jörð þar eystra. „Þetta getur vissulega verið til þess að kal er meira en ella og gerir það trúlega. Eina lækningin við þessu er að kaupa kalk og bera það á og það verður væntan- lega gert nú í vor. Ég hef ekki tekið saman hvað það þarf að kaupa mikið magn en það gæti farið í 100 tonn. Það fara um 3 tonn á hektara og þá er þetta fljótt að koma. Þetta kalkleysi kom fram við jarðvegssýnatöku haustið 1981 og var efnagreint þá um veturinn. Það var mjög mikið kalið þarna sumarið 1981 sem varð til þess að farið var að rannsaka þetta mál og þá kom þetta í ljós. Það eru nokkuð margir bæir sem þarna er um að ræða. Þetta kalkleysi veldur ekki einungis kali heldur er til í dæminu að hey séu talsvert minni en ella vegna kalkleysis. Þau kalkkaup sem fyrirsjáanleg eru verða bændum mjög kostnaðarsöm og þeir verða að bera þann kostnað alveg sjálfir," sagði Grímur. gk ^--^¦¦^:'.%^. Tídindalaust í Sandgerðisbót. Mynd: kga Aðallega póstsent „Það kemur fyrir að það finn- ast fíkniefnasendingar á milli staða innanlands í pósti en ég er ekkert viss um hvort þær eru ileiri tU Akureyrar en ann- arra staða á landinu," sagði Reynir Kjartansson hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík er við ræddum við hann. Fíkniefnalögreglan í Reykja- vík gerir talsvert af því að leita að fíkniefnum í pósti sem fer frá Reykjavík út á land, og er „hass- hundurinn" svokallaði notaður til leitarinnar. „Við vitum ekki í hvaða magni þessar sendingar fara á milli staða hér innanlands en það er örugglega ekki mikið um það að sendingar erlendis frá komi hingað beint í pósti," sagði Daníel Snorrason rannsóknar- lögreglumaður á Akureyri er við ræddum við hann. „Þetta er aðal- lega póstsent hingað frá Reykja- vík en þessi mál eru erfið viður- eignar þótt leitað sé með huridin- um alltaf af og til," bætti Daníel við. Talið er að neysla á f íkniefnum hafi farið talsvert vaxandi á Ak- ureyri að undanförnu. Upp komst um dreifingu og neyslu hjá 8 aðilum rétt fyrir jólin en þau munu fleiri málin þar sem þessi neysla fer fram sem aldrei upplýsast enda aðferðirnar til að koma þessum efnum á milli staða margvíslegar. gk Veður Djúp lægð er væntanleg yfir landið næsta sólarhring og reiknað er með að hún verði norð-austur af Eyjafirði um hádegisbilið á morgun. Þessi lægð veldur vaxandi suðaustanátt, allhvassri eða hvassri í kvöld, með snjó- komu og síðan éljagangi og vestanátt á morgun. # Veðurglöggur spámaður Alltaf eru menn að spá af og til, sér í lagi um óorðna hluti, en vandi er um slíkt að spá. Þó eru til glöggir menn, sem reynst hafa sannspáir. Tll að mynda er spakur veðurspá- maður i starfsliði Dags, sem farið hefur nærri um veðurlag hér norðanlands langt f ram í tímann. Hann byggir veður- spár sínar á draumum og nú spáir hann heldur illa um veðurlag næstu vlkurnar. Hann á sem sé von á heldur stormasamri tíð með snjó- komu og frosti, iíkt og verið hefur undanfarna daga, allt fram f miðjan febrúar. En upp ÍSÉJ úr þvi verður batnandi t(ð og spámaður okkar gerir sér jafnvel vonir um að þá taki upp nær allan snjó, þó ekki sé tryggt að snjólaust haldist fram á vorlð. # Músa- gangurinn Aðrir spá um veðurfar með tilliti til músagangs, hvort hann er mlkill eða lítill við mannabústaði. í haust og fyrripart vetrar fóru margar og miklar sogur af músa- gangi, en nú heyríst varla á @§W slíkt minnst. Ef til vlll bendir það til þess, að veturinn verði léttur það sem eftir er. Hitt getur líka verið, sem góð- kunningi blaðsins benti á gráti næst, nefnllega að mýsnar séu þegar dauðar úr kulda! # Aframhald á My fair Lady Sýningar halda áfram á söng- leiknum vinsæla, My fair Lady, hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Sýnlngar hafa verið ákveðnar fram í miðjan febrúar. Þá verða komnar um 50 sýningar og hugsanlegt er að haldlð verði áfram fram að mánaðamótum febrúar og mars. Hins vegar veltur mikið á tíðinni með framhaldið, því stór hluti áhorfenda hverju sinni kemur langt að. Mikið var um það fyrir áramót, að starfsmannahópar legðu leið sfna í helgarferð til Akureyr- ar, t.d. frá Reykjavfkursvæð- inu, gagngert til að sjá söng- leikinn. Allt útlit er fyrir að sagan endurtaki sig eftir ára- mótin. Þær eru því ómældar tekjurnar sem My fair Lady hefur fært bæjarfélaginu beint og óbeint.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.