Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 6. janúar 1984 -^TS. EIGNAMIÐSTOÐIN SKIPAGOTU 1 - SIMI 24606 OPIÐ ALLAN DAGINN Norðurgata: 5 herb. eldra einbýlishús, hæð, ris og kjallari. Laus strax. Verð kr. 720.000. Tjarnarlundur: 4ra herb. íbúð á 4. hæð i svalablokk, ca. 107 fm. Laus í feb. '84. Verðkr. 1.250.000. Tjarnarlundur: 3ja herb. íbuð i svalablokk, ca. 80 fm. Laus i maí '84. Verð kr. 970.000. Núpasíða: 3]a herb. raðhúsaibúð, ca. 90 fm á einni hæð. Laus fljótlega. Tjarnarlundur: 2ja herb. ibúð á 4. hæð i fjölbýlishúsi ca. 50 fm. Verð kr. 720.000. Núpasíða: 3ja herb. ibúð í raðhúsi, ca. 90 fm. Góð eign. Verðkr. 1.350.000. Gránufélagsgata: Eldra einbýlishús hæð, ris og kjallari. Töluvert endurnýjuð. Verð kr. 710.000. Hrísalundur: 2ja herb. ibúð í fjölbýlishúsi, ca. 55 fm. Vill skipti. Hjallalundur: 2ja herb. ibúð á 4. hæð í fjölbýlishúsi, ca. 50 fm. Laus eftir samkomulagi. Verð kr. 730.000. Langamýri: 6 herb. eldra einbýlishús á tveim hæð- um með bilskúr. Hægt að hafa tvær íbúðir. Möguleiki að taka blokkaríbúð i skiptum. Verð kr. 2.050.000. Einbýlishús-Neðri- Brekka: Góð 5 herb. eldri húseign á Neðri- Brekkunni, mikið endurnýjuð, skipti á blokkaríbúð möguleg. Verðkr. 1.700.000. Furulundur: 5 herb. ibúð i 2ja hæða raðhúsi. Skipti á lítilli raðhúsaíbúð í Furulundi. Verð kr. 1.870.000. Bæjarsíða: Fokhelt einbýlishús m/tvöföldum bilskur. Verð kr. 1.500.000. Útborgun kr. 800.000 og afgangurinn á góð- um lánum. Borgarhlíð: 3ja herb. íbúð á 2. hæð i svalablokk. Skipti á eldri hæð koma til greina. Verð kr. 940.000. Smárahlíð: 2ja herb. ibuð á 2. hæð í fjölbýlishúsi. Skipti á lítilli raðhúsaíbúð æskileg. Vallargerði: 117 fm raðhúsaíbúð á einni hæð, góð eign á góðum stað. Hafnarbraut - Dalvík: 5 herb. 160 fm húseign. Skipti á eign á Akureyri. Verð kr. 1.500.000. Brekkutröð - Hrafnagili: 140 fm einbýlishús asamt 45 fm bílskúr. Skipti á 3ja herb. ibúð á Akur- eyri. Þórunnarstraeti: 6 herb. íbuð i tvibýlishúsi ca. 160 fm ásamt bilskúr og geymslu í kjallara. Laus eftir samkomulagi. Grunargerði: 4ra herb. raðhúsaibúð á tveim hæðum. Vill skipta á góðu einbýlishúsi ca. 150 fm, helst með bílskúr. Opiðallandaginn. Síminn er 24606. Sölustjori: Björn Kristjánsson. Heimasimi: 21776. Lögmaður: Olafur Birgir Árnason. AsmundurS. Jóhannsson —B lögfræðlngur — Brekkugötu . Fasteignasala Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs og þökkum samskiptin á liðnu ári. Fasteignir á söluskrá: Helgamagrastræti: 6 herb. einbýlishús ca. 230 fm, hæð og jarðhæð. Skipti á minni íbúð. Þórunnarstræti: Stór hús- eign, tvær hæðir og kjallari. Hægt að hafa kjallarann sér. Hagnýtt til ýmissa nota. Langamýri: 5 herb. einbýl- ishús, hæð, ris og lítill kjall- ari, alls um 145 fm. Hólabraut: 4ra herb. 114 fm efri hæð í tvíbýlishúsi. Skarðshlíð: 5 herb. ca. 120 fm björt og rúmgóð íbúð á efstu hæð í vesturenda á fjölbýlishúsi. Grenivellir: 4-5 herb. mjög góð íbúð á tveimur hæðum í tvíbýlishúsi og tvöfaldur bílskúr 50 fm. Smárahlíð: 4ra herb. 84 fm mjög góð íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Stórholt: 4ra herb. ca. 100 fm efri hæð í tvíbýlishúsi. Sér inngangur, bílskúrsrétt- ur. Hjallalundur: 4ra herb. 95 fm lúxusíbúð á 4. hæð í suðurenda, laus í vor. Dalsgerði: 3ja herb. íbúð ca. 85 fm í húsi á neðri hæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi, sér inngangur. Til greina koma skipti á verslunar- húsnæði í eða við Miðbæ- inn. Núpasíða: 3ja herb. 92 fm raðhúsaíbúð í einnar hæðar raðhúsi, gæti losnað fljót- lega. Skarðshlíð: 3ja herb. íbúð á neðstu hæð 85 fm. Skipti á 4ra herb. hæð eða rað- húsi, með bílskúr eða bíl- skúrsmöguleika. Lundargata: 3ja herb. ódýr íbúð í tvíbýlishúsi. Hæð og kjallari. Kaupandi að 3ja herb. íbúð við Víðilund eða annars staðar á Brekkunni. Tveggja herb. íbúðir við Hjallalund, Tjarnarlund, Byggðaveg, Keilusíðu. Kaupandi að 2ja herb. íbúð við Skarðshlíð, strax. Kaupandi að ca. 50 fm verslunarplássi í eða við Miðbæinn. Vantar eignir á sölu- skrá. ÁsmundurS. Jóhannsson m^ lögfraeðlngur m BrtkkugðtU ¦ Fasteignasala Brekkugötu 1, sími 21721. Sölum.: Ólafur Þ. Ármannsson við kl. 17-19 virka daga. Heimasími 21845. Fiskpottur sælkerans - Ásamt laxa- eða lúðukæfu firá Hallgrími Arasyni „Matarkrókurinn", heitir nýr þáttur sem nú hefur göngu sína í Helgar-Degi, þeim til gagns og gamans sem stússa við potta og pönnur, hvort heldur sem viðkomandi freinur slíkan verknað dags daglega, eða bara af og til. Hallgrímur Arason, yfirmatreiðslu- maður á Bautanum og Smiðjunni, hefur verið svo vinsamlegur að leggja okkur til fyrstu uppskriftirnar, en við viljuiii eindregið hvetja lesendur til að vera duglega við að ieggja okkur lið, t.d. með góðum húsráðum. Fyrri uppskrift Hallgríms er „Fiskpottur sælkerans". Ekki höfum við nú talið kaloríurnar sem í hann fara, en í fljótu bragði virðist hann henta vel fyrir þá sem krækt hafa sér í aukakíló yfir I lallgrímur Arason mælir með fiskréttum eftir hátíðina. hátíðina. Og fyrst þarf að laga fisksoðið. Fisksoð: Grænmeti: 1 st. laukur, 1 gulrót, V4 blaðlaukur, sellerístöngull og 3 hvítlauksrif. Krydd: 10 piparkorn, 2-3 lár- viðarlauf, 1 teskeið karry, V2 te- skeið paprika og Vt tímian. Þetta er kraumað í smjöri, fiskbeinum, 2 matskeiðar af tó- matpurre, 1 teskeið dilli og V2 af fenikel ásamt 2 1 af vatni. Soðið í sirka 2 tíma og sigtað síðan. Soð- ið niður og bragðbætt með hvít- víni og brandy. Fiskpottur: f hann má nota hvaða fisk sem er t.d. lúðu, skötusel, rækju og hörpuskel skorið í bita. Ferska sveppi skorna í sneiðar, papriku skorna í bita og blaðlauk skorinn í sneiðar. Allt sett í pott, fisksoð- inu hellt yfir og soðið í sirka 5 mínútur. Jafnað með 4 eggja- rauðum þeyttum í Vt dl rjóma. Borið fram í súpuskál með rjómatoppi. Laxa- eða lúðukæfa með rækjum (forréttur) Kæfa (paté): V4 kg lax eða lúða, 100 g rækjur, V4 kg smjör (þarf að vera lint), Vt dl kryddsíldarlögur, 1 teskeið muskat, 2-3 dropar chilisósa, steinselja og brandy. Laxinn (lúðan), kryddsíldar- lögurinn, muskatið og chilisósan sett yfir til suðu. Fiskurinn sigt- aður frá soðinu og það soðið niður. Fiskurinn síðan marinn í gegnum sigti eða í Mulinett. Fiskmaukið smjörið, rækjurnar, steinseljan og soðkjarninn sett yfir hita og hitað upp í sirka 80 gráður hrært stöðugt í á meðan. Sett í form og látið kólna. Borið fram í heilu stykki eða í sneiðum á salatblaði með tómötum, gúrk- um og ristuðu brauði. „Moðsteikíng" — Matareitrun Tískufyrirbrigði í matseld í dag kallast „moðsteiking" og með því er átt við steikingu við lágan hita, 50-60°C, í langan tíma. Ástæða er til að vekja athygli á því að með slíkri meðferð kjöts getur hæglega skapast hætta á matareitrun og hafa reyndar orð- ið slík tilvik. Matareitrun valda sterk eitur- efni sem sumir sýklar mynda um leið og þeir fjölga sér í matvæl- um. Berist þessi eiturefni ofan i fólk í nægilegu magni valda þau skyndilegum sjúkdómseinkenn- um svo sem uppköstum, kvið- verkjum og niðurgangi. Algengustu matareitranir eru af völdum klasasýkla (Staphylo- coccus aureus). Ef ekki myndast eiturefni og sýklar í matvælum valda sjálfir sýkingu kallast það matarsýking. (Dæmi: Salmonella). Klasasýklar geta verið í kjötvörum og öðru hrámeti, en oftar er um að ræða mengun frá þeim sem við matinn starfa. Algengustu orsakir eru fingurmein (ígerðir) og úðasmit- un frá nösum, en margir einstakl- ingar hafa klasasýkla þar og fjölgar sýklunum mjög við kvef. Eiturefni myndast ekki undir TC og ekki yfir 60°C, en þá fara sýklarnir að drepast. í þessum millihita 7°-60° fjölg- ar sýklunum og eiturefni myndast. Slík eiturefni þola allt að 30 mínútna suðu. Moðsteiking við 50-60° skapar því hin ákjós- anlegustu skilyrði til sýklafjölg- unar og myndunar eiturefna, ef klasagerlar eru í vörunni við upp- haf steikingar. Ekki dugar að hækka hitann í lok steikingartím- ans því eiturefnin geta haldist virk þó sýklarnir drepist. Pví verður við þessa steiking- araðferð að hita steikina vel í upphafi og drepa þannig sýklana áður en þeir mynda eiturefni og lækka síðan hitann fljótlega í það hitastig sem óskað er eftir. Einkenni matareitrunar af þessu tagi koma yfirleitt fljótt fram eftir neyslu hins skemmda matar, eða eftir 1-6 klukkustund- ir, og þá oft með uppköstum og síðar niðurgangi. Einkenni standa yfirleitt stutt og eru til- tölulega hættulítil fólki sem er að öðru leyti heilbrigt. Sé fólk veilt fyrir af öðrum orsökum getur matareitrun af þessari tegund valdið umtalsverðum veikindum. Matur sem í eru eiturefni frá klasasýklum heldur útliti sínu og bragði óbreyttu þannig að erfitt er að varast sýkinguna. Besta varúðarráðstöfunin er að sjálf- sögðu aó vanda meðferð vörunn- ar hvað varðar hreinlæti og kælíngu og forðast að vinna við matvæli með ígerðir á höndum eða með kvef. Slíkt er óleyfilegt í matvælaiðnaði. Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfuUtrúi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.