Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 3
6. janúar 1984 - DAGUfi - 3 „Viljum frekar koma hingað en fara í sóiina og hitann" - segja bæjarstjórahjónín i Gimli, Ted B. Arnasoii og Marjoríe Arnason „Það má segja að okkur finnist yið ekki vera komin alveg til Islands fyrr en við erum komin norður þótt auðvitað eigum við marga vini og kunningja í Reykjavík," sagði Ted K. Arnason bæjarstjóri í Gimli er hann leit við hjá okkur á Degi nú í vikunni ásamt konu sinni Marjorie Arnason. Þau eru Is- lendingum að góðu kunn og margir hafa notið gestrisni þeirra og höfðingsskapar í ís- lendingabyggðunum vestra í gegnum árin. Bæði rekja þau ættir sínar tU íslands, hann til Norðurlands og hún til Norður- og Yesturiands. Þau voru ekki í sinni fyrstu Iieim- sókn hingað tU lands, hún að koma í 20. sinn en hann missti úr eina ferð eins og hann orð- aði það sjálfur og var að koma í 19. sinn, og bæði hafa þau ferðast um landið meira en flestir íslendingar. Gimli er vinabær Akureyrar síðan árið 1975, en þá fór Bjarni Einarsson þáverandi bæjarstjóri Akureyrar til Gimli á fslendinga- daginn og hann og Ted skiptust á sérstökum skjölum því til stað- festingar, en Árni Bjarnarson á Akureyri hafði verið frumkvöð- ull að því að koma þeim vinabæj- artengslum á. „Ég var þá forseti íslendinga- dagsins og vann því að þessu máli þannig að hægt væri að ganga frá þessu formlega," segir Ted K. Arnason, en árið 1975 var 100 ára landnámsafmæli íslendinga að Gimli. Það ár fóru um 1.500 ísjendingar til Gimli til hátíða- haldanna og þar á meðal ein flug- vél fullskipuð farþegum frá Ak- urevri. „Við Marjorie mynduðum móttökunefnd fyrir íslendingana ásamt öðrum hjónum og sáum til þess að allir hefðu þak yfir höfuð- ið. Margir bjuggu í heimahúsum en einnig voru á milli 400 og 500 manns sem bjuggu í gömlu flug- stöðinni í Gimli. Við hjónin komum hingað í fyrsta skipti árið 1968 en okkur hafði aldrei dottið það í hug þeg- ar við vorum yngri að við mynd- um nokkru sinni sjá ísland. En svona hafa málin þróast og þar spilar inn í að við höfum komið hingað vegna reksturs ferðaskrif- stofu okkar í Gimli sem heitir „Viking Travel" og Marjorie sér að mestu um að reka." „Það sem m.a. er á dagskrá ferðaskrifstofu okkar í sumar er hópferð til íslands 25. júlí en þá kemur einnig hópur héðan til Kanada. Þessir hópar halda svo til síns heima 13. ágúst," segir Marjorie. - Hvað með bein samskipti vinabæjanna Gimli og Akureyr- ar? „Við höfum mikinn áhuga á því að auka samskiptin á milli bæjanna," segir Ted. „í því sam- bandi má nefna að við höfum mikinn áhuga á því að koma á samskiptum unglinga frá bæjun- um tveimur, unglingar héðan frá Akureyri kæmu vestur til dvalar og öfugt. Tengslin hafa verið að aukast en við höfum mikinn áhuga á því að efia þau enn. Yngra fólkið fyrir vestan er farið að gera meira af því en áður að leita uppruna síns, meira held- ur en bara í Kanada og Banda- ríkjunum. Það vill gjarnan vita hvaðan langamma og langafi komu og fá hugsanlega að sjá fæðingarstað þeirra. Áhuginn er að aukast og það er um að gera að halda hónum við. Það er búið að kveikja ljós og það verður að lofa því að loga." Eins og fyrr sagði er Ted bæjarstjóri í Gimli. Hann hefur nýlega hafið 3. kjörtímabil sitt sem slíkur en hvert kjörtímabil er 3 ár, og nú var hann sjálfkjör- inn. Þau Ted og Marjorie hafa greitt götu hundruða Islendinga sem farið hafa vestur til Islend- ingabyggðanna og reynst einstak- lega hjálpsöm og góðir gestgjaf- ar. „Ætli það megi ekki segja að við höfum meiri ánægju af því að taka á móti fólkinu en það að koma til okkar," segir Ted. „Það er afskaplega gaman að geta gert fólki eitthvað gott. Við höfum ferðast talsvert og vitum hvernig ferðafólki líður þegar það þekkir enga og það er ævinlega skemmtilegra að fá að búa í heimahúsum og slappa af en að hírast á hótelum." Eins og fram kom hér að fram- an hafa þau hjón verið tíðir gestir hér á landi síðan 1968 og ferðast vítt og breitt um landið. „Það er alveg sama á hvaða tíma árs við komum hingað það er ávallt einstaklega skemmti- legt. Það er ekki bara landið, heldur fólkið einnig sem er sér- staklega vingjarnlegt. Við eigum svo margt skyldfólk og vini hérna. Við viljum miklu frekar koma hingað heldur en fara suður á bóginn í sólina og hitann. Sumir hafa spurt okkur að því hvers vegna við færum ekki frek- ar suður á bóginn í sólina, en það var á milli 35 og 40 stiga frost heima þegar við fórum þaðan núna. Við töluðum við fólk hérna á íslandi rétt fyrir jólin og þá var 5-6 stiga hiti í Reykjavík svo okkur fannst það vera eins og að fara til sólarlanda að koma úr kuldunum heima og í hitann hérna, en að vísu kólnaði aðeins um jólin. En það er allt í lagi, okkur finnst þetta ekki kalt. Veðrið í Reykjavík þegar við vorum þar var eins og vorveður hjá okkur." í lokin kvaðst Ted vilja nota tækifærið og koma á framfæri kveðjum til alls skyldfólks þeirra hjóna og vina hér á landi. „Við viljum senda öllu þessu fólki okk- ar bestu nýárskveðjur og von- umst til þess áð sjá sem flest kunnugleg andlit í hópferðinni í sumar. Það væri gaman að geta tekið á móti sem flestum héðan að norðan í Gimli í sumar," sagði Ted. gk Bæjarstjórahjónin í Gimli Mynd: ese qalleri ® Ráðhústorg 7 - Akureyri - Sími 26510

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.