Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 6. janúar 1984 wm i ji i^ ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON fk\ SKRIFSTOFUR: BLAÐAMENN: M ¦ STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON ÍZ-4 SlMI: 24222 AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON PH X ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: W W% LAUSASOLUVERÐ 18 KR. HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 ¦V# RITSTJÓRIOG ÁBYRGÐARMAÐUR: FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON ""^ ^^ HERMANN SVEINBJORNSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF A undanfömum árum hef- ur Akureyri verið í varnar- stöðu, ef ekki á undan- haldi, á ýmsum mikilvæg- Um sviðum mannlífsins. í því sambandi dugir að nefna , að ekki hefur verið nægileg atvinna fyrir alla bæjarbúa, hvað þá all- an þann vinnukraft, sem árlega bætist á vinnumark- aðinn, svo ekki sé nú talað um þá sem hugsanlega hafa haft áhuga á að flytja til Akureyrar og setjast þar að. Vissulega má sjá spegil- mynd þessa ástands víðs vegar um land, en þessi „kreppueinkenni" sögðu einna fyrst til sín á Akur- eyri og öðrum þéttbýlis- stöðum við Eyjafjörð. Aður hafði Akureyri búið við „Hiv opp æpti karlinn" hægan en jafnan vöxt á flestum sviðum mannlífs- ins. Bærinn slapp að mestu við stór ævintýri, sem ekki síst var að þakka iðnaðin- um í bænum, sem staðið hefur og stendur á gömlum merg. Margar ástæður hafa verið tíundaðar fyrir þess- ari „kreppu". Hér skapað- ist til dæmis þensla á með- an ódýrar fbúðir voru byggðar á færibandi og í kjölfarið komu miklar fram- kvæmdir við hitaveitu. Allt tók þetta enda. Fleiri ástæður má nefna og auð- vitað hefur Eyjafjarðar- svæði ekki farið varhluta af þeirri „kreppu" sem herjað hefur á þjóðarbúið í heild. En það er fráleitt að kenna fjölmiðlum um það ástand sem ríkir, eins og sést hef- ur á prenti og heyrst í ræðum. Þessa þróun mátti sjá fyrir — og það eru mörg ár síðan fyrstu vamaðar- orðin heyrðust. Það hefur mikið verið talað og skrifað um þennan „mikla vanda", sem verður óleysanlegur í augum manna, ef enn verður hjakkað í sama far- inu. En nú er mál að linni. Þetta er ekki vandamál, heldur verkefni sem þarf að leysa. „Hiv opp æpti karlinn", segir í kvæðinu og það hafa allt of margir gegnt slíku kalli; híft upp veiðarfærin og lagt á flótta. Sá stór- kostlegi árangur sem ríkis- stjómin hefur náð í barátt- unni við verðbólguna gefur byr. Sú barátta verður á hættumarki á næstu vikum og mánuðum. Þá reynir á þolinmæði og samtakamátt þjóðarinnar. Vinnist sigur á verðbólgunni verður lag til að snúa vörn í sókn á öll- um sviðum mannlífsins, í Eyjafirði sem öðrum byggðum landsins. Nýju gerðirnar af Mazda 626 sem komu á markað í fyrrahaust hafa gengið vel í augun á Evrópubú- um og er Mazda 626 einna mest seldi japanski bíllinn í Evrópu. Útlit bílsins er líka mjög „evrópskt" og ennfremur er tæknileg hönnun í samræmi við nýjustu kröfur. Má þar nefna að loftviðnámsstuðull 4ra dyra fólksbílsins af 626 gerðinni er 0,36 sem telst gott á hvaða mæli- kvarða sem er. Yfírbygging Nýlega kom á markað Mazda 626 með díselvél og var bíllinn sýnd- ur hérlendis í fyrsta skipti nú á dögunum. Svo sem sjá má af myndunum hér á síðunni er dís- elbíllinn í engu frábrugðinn bens- ínknúnum bræðrum sínum hið ytra. Útlitið er látlaust og snyrti- legt. Hurðir eru stórar, opnast vel og er þægilegt að stíga inn og út úr bílnum hvort heldur er að aftan eða framan. Sætin eru tauklædd, samlitt áklæði er innan á hurðum og teppi á gólfi og í far- angursgeymslu en hún er nokkuð rúmgóð. Framsætin eru fremur hörð en vel löguð og stillanleg á alla vegu. Vel fer um ökumann undir stýri og stjórntæki eru flest vel staðsett. Þó svo að Japanir séu svolítið gefnir fyrir að gera einfalda hluti flókna í innrétting- um bíla sinna, gætir þess lítið í þessum bíl er frá eru taldir takkar á gólfinu til að opna farangurs- geymslu og lok eldsneytisgeymis og tveir takkar í mælaborði til að auka og minnka blástur 4ra hraða Mazda 626 GLX Diesel: Frísk díselvél 4.650 sn/mín. Eftir stutta forhit- un sem gefin er til kynna með ljósi fór díselvélin umsvifalaust í gang. Gangur hennar er fyrstu mínúturnar dæmigerður fyrir dís- elvél af hljóðlátara og þýðgeng- ara tagi. Þegar vélin er orðin heit er gangurinn óvenju hljóðlátur. miðstöðvar. Hita- og loftræsti- kerfið virðist annars mjög gott og bíllinn er búinn flestum búnaði sem menn eiga að venjast í jap- önskum bílum. Aftursætið er fremur rúmgott í ekki stærri bíl og virðist rúma þrjá farþega með nokkuð góðu móti. Þó getur rými á langveginn, sérstaklega fyrir hné aftursætisfarþega, orðið nokkuð lítið ef framsætin eru höfð aftarlega. Undirvagn og vél Vélin var auðvitað sá hluti bílsins sem forvitnilegast var að kynnast. Hún er 4ra strokka, 1.998 cm og er 64 hestöfl við Rúmgóð farangursgeymsla, sem þægilegt er að ganga um. (hægt að opna hana úr bílstjórasæti). Gerð: Mazda 626 GLX Diesel 4ra dyra, 5 manna. Vél: 4ra strokka fjórgengis díselvél. Borvídd 86 imn, slag. 86 mm. Slagrými 1.998 cm', 5 höfuðlegur. Reimdr. yfirliggjandi knastás, þjöppun 22,7:1. 65 hö. (din) við 4.650 sn/mín. Undirvagn: Beinskiptur, 5 gíra, framhjóladríf, sjáifstæð fjöðrun á ölium hjólum, að framan eru sambyggðir gormar og demparar (McPerson) með þnítyrndum þverarmi að neðan, að aftan sambyggðir gormar og demparar með þver- og langsörmum, jafnvægisstangir að framan og aftan, diskabremsur að framan, skáíar að aftan, hjálparátak, handbremsa á afturhjólum, tannstangarstýri, eldsneytisgeymir 60 lítra, hjólbarðar 165 sr 13 (185/70 sr 14). Mál: Lengd 443 cm, breidd 169 cm, hæð 139,5 cm. Hæð undir lægsta punkt 15 cm, þyngd 1.075 kg. Hraði og viðbragð: Hámarkshraði 150 km/kist., viðbragð 0-100 15,3 sek. (uppg. af framleiðanda). Eyðsla: 4,7-7 lítrar á hundraðið. Verð: Ca. kr. 395.000. Framleiðandi: Toyo Kogyo Ltd., Japan. Iniillytjandi: Btlaborg hf. IJmboð: Bílasalan hf., Strandgötu 53, Akureyri. Umsjón: Úlfar Hauksson Vélin er þverstæð fram í og er bíllinn með framhjóladrifi. Gír- kassinn er 5 gíra og er gírskipt- ingin mjög liðug og þægileg og gírhlutföll hæfa vélinni prýðilega. Bíllinn hefur gott viðbragð, meira að segja mjög gott ef mið- að er við díselbíla og stundum virðast eiginleikar þessarar dís- elvélar ekki ýkja frábrugðnir eig- inleikum bensínvélar. Viðbragð- ið frá 0-100 km/klst. er 15,3 sek. og hámarkshraði er 150 km/klst. (uppg. af framleið.) Mazda 626 GLX Diesel hefur sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum. Fjöðrunin er stíf, getur jafnvel virst nokkuð hörð við sér- stakar aðstæður (t.d. skarpar brúnir á malbiki). Petta hefur hins vegar góð áhrif á aksturseig- inleika bílsins sem eru mjög traustvekjandi. Bíllinn er afar rásfastur, hallast nær ekkert og er mjög stöðugur í beygjum. Hann er lítillega undirstýrður en hefur nær hlutlausa stýrieiginleika ef tveir farþegar eru á aftursæti. Bremsur eru mjög góðar, ástig létt og bremsuvirkni góð. Stýrið er ofurlítið ónákvæmt í miðjunni en annars mjög gott og fremur létt' er að stjórna bílnum þó að vökvastýri væri sjálfsagt til bóta. Bíllinn er sérlega lipur í akstri innanbæjar en á malarvegunum er hann í lægsta lagi að framan og mætti að skaðlausu hækka um 2- 3 cm. Bíllinn sem var reynsluekið var á 13" hjólum en fáanleg eru 14" hjól. Þrátt fyrir stífa fjöðrun og snjódekk var bíllinn mjög hljóð- látur við allar aðstæður og það var oft hægt að gleyma því alveg að um díselbíl væri að ræða. Eyðslan er líklega 6-7 lítrar við skaplega innanbæjarnotkun en getur orðið nokkru lægri á lengri akstursleiðum. Hér virðist því góður valkostur fyrir þá sem aka nægilega mikið til þess að nýta sér hagkvæmni díselvélar, sem í þessu tilfelli hef- ur talsverða snerpu og þýðan gang.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.