Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 5
6. janúar 1984 - DAGUR - 5 k .$p / I i H } Hi ð&£ð£fóffl&;<: The Rolling Stones - Under Cover S/á/ð Stones og deyið... Eitthvað á þessa leið hljóðar slagorðið sem endurómar um heimsbyggðina í hvert sinn sem The Rolling Stones taka sig til og halda hljómleika. Stones eru lif- andi goðsögn og hinir fertugu og hálffimmtugu karlar í hljómsveit- inni hafa sennilega aldrei verið betri en um þessar mundir. Undirritaður sá The Rolling Stones á hljómleikum í Gauta- borg í júní 1982 og dó ekki, en ég , verð sennilega aldrei samur á eftir. Stones eru ævintýri, Stones eru lífsmáti og Stones eru líklega besta rokkhljómsveit sem heim- urinn hefur alið - með fullri virð- ingu fyrir AC/DC. Fjórar síðustu plötur Stones - live platan undanskilin, hafa ver- ið hver annarri betri. Some Girls markaði tímamót á ferli Stones á sínum tíma. Þar sýndu The Glimmer Twins og félagar svo ekki varð um villst að þeir gátu spilað og samið fleira en bara gamla Rolling Stones rokkið. Hinir hárfínu „diskó-taktar" lagsins „Miss You" skutu Stones upp á toppinn en þessa nýju tón- listarstefnu fínpússuðu Jagger og félagar á Emotinonal Rescue. Þar brugðu þeir m.a. fyrir sig fals- ettu-söng á listilegan hátt en undir niðri drundi gamla góða Rolling Stones rokkið á fullum krafti. Tattoo You dró dám af dauðri diskóbylgju og hinn nýi Rolling Stones-stíll sem þar birt- ist sló strax í gegn og það var þessi stíll sem Stones settu á oddinn á hljómleikaferðinni 1982. 125 þúsund manns á tvenn- um hljómleikum í Gautaborg urðu vitni að þessari mestu rokksýningu heims - svo og aðrar milljónir víðs vegar um heiminn. Til að halda dampi á liðinu gáfu Rás 4 - Ýmsir /SPOR Stones svo út hljómleikaplötu vorið 1982 og hún hefur fram að þessu dugað til að halda hita á aðdáendum hljómsveitarinnar. Og þá er komið að nýju plöt- unni Under Cover. Öll lýsingar- orð eru í raun óþörf utan eitt. Under Cover er í orðsins fyllstu merkingu frábær plata og líkt og Emotional Rescue var punktur- inn yfir Some Girls, þá er þessi plata tvípunkturinn yfir Tattoo You. Lagið „Undercover of the night" eitt nægir til að framkalla fjóra á teningnum hér að ofan og hin lögin fara létt með að .bæta þeim tveim við sem á vantar. „Undercover of the night" er lag af sama kalíber og „Satisfaction" og sennilega eitt það allra besta sem The Glimmer Twins - Jagger og Richards hafa samið fram að þessu. Mér er til efs að The Roll- ing Stones geti mikið betur en þetta. ese Góðar umbúðir Fyrst var það gamla Gufuradí- óið, svo var það Rás 2, síðan Rás 3 og nú loks Rás 4. Um Gufu- radíóið þarf ekki að fjölyrða - það þekkja allir. Hér norðan heiða fáum við ekki að hlýða á Rás 2 en Rás 3 er líklega ein besta safnplata sem út hefur komið lengi. Rás 4 virkar þess vegna eins og hálfgerður „antikli- max" svo notuð séu lærð erlend orð en á íslensku útleggst þetta þannig að þessi nýja safnplata sé sár vonbrigði. Jafn slöpp og þriðja rásin var góð. Rás 4 ber þess reyndar öll merki að þar fer jólasöluplata. Það var snjallræði af útgefandan- um að senda hana í fótspor Rásar 3 og árangurinn lét heldur ekki á sér standa. I könnun rjm semDagur gerði jdfHm^^W' fyrir jólin var Rás ^^^^^^^; 4 söluhæsta jólaplatan á Akureyri og ¦100Í íToplffi Þessi vika Síðastavikal Superman .......,.......................... Laddi It's A Jungle Out There . Bone Symphony OnlyForLove .......................... Limahl Love Will Tear Us Apart............ Chuzpe Superstar ...................... Lydia Murdöck So Long ........................ Baraflokkurinn Why Me ............................. Irene Cara Love Reaction ........................... Ðivine Love How You Feel .......... SharonRedd This Is Not A Love Song ................. PIL Á milli tveggja elda - Ýmsir/Fálkinn vinsældir hennar hafa því a.m.k. dugað fram á aðfangadagskvöld. Það eru fjögur lög á Rás 4 sem standa vel fyrir sínu en önnur lög eru léleg eða tímaskekkjur af verstu gerð. í stjörnuflokkinn kOmast „Sunshine Reggae" með Laid Back, „Miðnætursól" með Mezzoforte, „Hey you (the rock- steady crew) með The Rock- steady Crew og „Come back and stay" með Paul Young. Jóhann Helgason leynir líka á sér með laginu „Celia" en hvað í ósköp- unum BARA-Flokkurinn er að gera með „I don't like your style" á þesari plötu er mér hulin ráð- gáta. Þeir gáfu út splunkunýja og firnagóða plötu á dögunum og það hefði verið nær að leita í þá smiðju. Umslag Sveinbjarnar Gunn- arssonar er líklega það besta sem sést hefur utan um íslenska plötu fram að þessu. Stílhreint, upplýs- andi og fallegt og það hreinlega biður fólk um að kaupa plötuna. Gott hjá Sveinbirni hann hefur svo sannarlega unnið fyrir kaup- inu sínu að þessu sinni. ese Eðti safnplötunnar? Fálkinn gaf líka út safnplötu fyrir jólin og nefnist hún Á milli tveggja elda, eftir samnefndu lagi Gunnars Þórðarsonar. Þessi plata hefur orðið tilefni umræðna um það hvernig safnplötur eiga að vera og sýnist sitt hverjum. Sú skoðun hefur orðið ofan á í safnplötubisnessnum á íslandi að safnplötur eigi að inhihalda ný og vinsæl lög og fylla með því fnóti upp í tómarúmið sem lítil sem engin sala og lítill sem enginn innflutningur á litlum plötum hefur skapað. Þegar litið er á málin frá þessum sjónarhóli þá er það auðvitað rétt stefna að safn- plötur skuli vera eins konar „Top of the pops-plötur". Én á það má líka benda með jafn miklum sanni að þær erlendu safnplötur sem við höfðum fyrir tíð íslensku safnplatnanna, s.s. K-Tel plöt- urnar og ýmiss konar „nýbylgju- safnplötur" voru ekki síður gefn- ar út til þess að kynna nýja lista- menn. Þessa leið hefur Fálkinn valið að þessu sinni og það eina sem þeir þurfa að kvíða er dómur þeirra sem kaupa plötuna. Ég fyrir mína parta er ekkert yfir mig hrifinn af þessari plötu og titillagið finnst mér heldur klént. En inn á milli eru ágæt lög s.s. „Union og the snake" með Duran Duran. Önnur renna svona meira saman, sem ekki er óeðlilegt á 14 laga plötu sem tek- ur rúmar 53 mínútur í flutningi. Það má því segja að á Milli tveggja elda fái maður bæði mikið og lítið fyrir peningana, allt eftir því hvernig er á málin litið. Stóra spurningin er bara sú hvort þessi auglýsing verður til þess að stóru plöturnar með við- komandi listamönnum seljist betur. Ef sú verður raunin þá hafa Fálkar unnið sigur. ese Akureyri - Nærsveitir Ódýri JMJ markaöurinn opnar aftur föstudaginn 6. janúar Allt yfíríullt af vömm á gjah/erdi ÓOÝfi/ A2%4^^Í3*Zá£X Gránufélagsgötu 4 ^BSB^ 2.hæð tn lambamerki ELTEX lambamerkin eru gerð úr þunnri álplötu, með bognum járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað. ELTEX merkin fást áletruð (2X4 stafir) með tölustöfum og/eða bókstöfum. Við höfum selt þessi merki við góðan orðstýr í mörg undanfarin ár, og verðum með á lager merkjaraðir 1_1000. FÁST ÍLIT Ef óskaö er eftir sérstimpluðum merkjum, vinsamlega leggið inn pantanir á varahlutalager okkar sem fyrst, og ekki seinna en 15. janúar n.k. VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.