Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 7
mMm&^BKmð^f - Hver er á línunni? - Ragnheiður Steindörs- dóttir. - Eða Elísa Doolittle? - Já, þær eru hérna báðar í einni og sömu manneskj- unni. - Hvor þeirra er sterkari? - Já, það fer nú að verða spursmál, ég kann alltaf bet- ur og betur við Elísu með hverri sýningunni. - En hvernig gengur með Higgins, er hann alltaf jafn erfiður við Elísu? - Já, já, hann fer alltaf í sama farið sýningu eftir sýn- ingu. Hann er erfiður til að byrja með, en lagast svo smátt og smátt og er orðinn þolanlegur í lokin. En svo fer allt í sama farið á næstu sýn- ingu. Hann virðist ekkert læra af reynslunni. Ég skil þetta bara ekki! - Já, karlmenn geta verið svolítið þrjóskir og íhalds- samir og svona hefur þetta gengið í yfir 30 sýningar, en er sýningin ekkert orðin þreytt? - Nei, síður en svo, ég held hún hafi tekið framför- um og sé enn að taka fram- förum. Við erum farin að þekkja hvert annað betur, þannig að sýningin er farin að renna í gegn eins og vel smurð vél. - Nú er áætlað að sýna May fair Lady fram í miðjan febrúar og jafnvel lengur, ef aðsókn verður góð. Hvernig tilhugsun er það? - Mér finnst stórkostlegt að þetta skuli hafa gengið Ragnheiður. svona vel. En ég á að byrja æfingar hjá Þjóðleikhúsinu um miðjan febrúar, þannig að ef sýningar ganga lengur verð ég að fljúga á milli. Þá verður maður bara að vona, að veðurguðirnir verði manni hliðhollir. - Hvað tekur við? - Það er annar söngleikur, sem heitir Gays and dolls á enskunni. Flosi Ólafsson er þýðandi og ég hef grun um að íslenska nafnið verði „Gaurar og píur" án þess að ég vilji ábyrgjast það. - Verður þú líka með aðalhlutverk þar? - Já ég leik eitt aðalhlut- verkið, en þetta er ansi fjölmenn sýning og vonandi verður mikið „fútt" í henni. Ég leik unga stúlku sem er í Hjálpræðishernum og ætli hún tæli ekki einhvern „gaur- inn" í herinn. - Pú varst byrjuð að æfa Steinunni í Galdra-Lofti, en nú hefur þeirri sýningu verið frestað til næsta veturs. Eiga Akureyringar von á því að sjá þig þá á fjölunum í gamla Samkomuhúsinu aftur? - Ég vona það svo inni- lega, en þar á ég undir ráða- menn Þjóðleikhússins að sækja og þeir geta ekki sagt um það strax, hvort það get- ur gengið. En mér þætti það ansi skítt að vera búin að kynnast Steinunni svona vel, en fá síðan ekki að leika hana. Þetta er svo skemmti- legt hlutverk. - Snúum okkur aftur að My fair Lady, hvað gerir Elísa, nei fyrirgefðu, ég meina Ragnheiður, á milli sýninga? - Það hefur verið í nógu að snúast, því við vorum að æfa Galdra-Loft og svo hef ég verið að kenna leiklist í Menntaskólanum sem val- grein. Það hefur verið ein- staklega skemmtileg reynsla, því krakkarnir eru svo áhugasamir og skemmtilegir félagar. - Nú ert þú búin að vera á Akureyri síðan í ágúst, hvernig „fílar" þú Akureyri? - Ég „fíla" Akureyri alveg í botn. Þetta er búinn að vera mjög góður tími. Það er meiriháttar „kikk" hvað það er fallegt hérna. Auk þess hefur verið svo stillt og fal- legt veður iengst af í vetur. Ég hef fengið mikið út úr því. Því miður hef ég ekki komist á skíði enn, en ég vona að úr því rætist. Mér hefur því liðið mjög vel á Akureyri. - Að lokum, hvernig endar þetta með Elísu og Higgins, hefja þau búskap? - Ég þori nú ekkert að fullyrða um það, en ég veit að Bernard Shaw hafði ekki slíkt í huga þegar hann samdi leikritið „Pygmalion". En þessi söngleikur er miklu rómantískari og fólk má al- veg lesa inn í hann róman- tískan endi, ef það er þannig stemmt. Það er mér að meinalausu, því hann Arnar minn er heilmikill „sjarmör". - Þá höfum við það. Ég þakka þér fyrir spjallið og vona að ykkur gangi vel í kvöld. - Sömuleiðis, þakka þér fyrir, og hafðu það gott. Harmonikuunnendur viðEyjafjörð Fjölskylduskemmtun verður á sunnudaginn 8. janúar í Sjallanum kl. 3 e.h. Kaffi, kökur og gosdrykkir. Félagar, takid með ykkur nikkuna og munn- hörpuna. Til • • • óskast í Citroen GS árg. 77 sem er skemmdur eftir um- ferðaróhapp. Upplýsingar gefur Svanlaugur á B.S.A. verkstæð- inu. Tilboð berist fyrir 10. jan. næstkomandi. Almennar tryggingar h.f. M mm s Konurl Námskeið í fpll|M HET vaxtarrækt hef st í íþróttahöllinni 9. janúar. Æ Bv Kennt verður tvisvar HB í viku, mánudaga og fimmtudaga. Námskeiðsgjald 500 kr. Einnig minnum við á almennan t^^m'' ^Vaflk. opnunartíma 17.00-22.00 virka daga. Nú er rétti *¦!» iiiii v tíminn Stofnfundur félags áhugamanna um vaxtar- rækt og lyftingar verður haldinn í H-100 laugardaginn 7. janúar kl. 16.00. I ¦ Tilkynning Það tilkynnist hér með, að Skjaldborg hf. Akureyri hefur selt prentsmiðju sína, Prentsmiðju Björns Jónssonar, og hættir rekstri hennar nú um ára- mótin. Um leið og við færum hinum fjölmörgu viðskiptar vinum okkar bestu pakkir fyrir góð viðskipti í 151/2 ár, beinum við vinsamlega þeim tilmælum til þeirra, að þeir láti hina nýju eigendur, Ragnar Ragnarsson og Halldór Hauksson, njóta viðskipt- anna áfram. Þá viljum við geta þess, að Bókaútgáfan Skjald- borg hefur flutt starfsemi sína í Hafnarstræti 75 (áður Kassagerö KEA) og verður símanúmer Skjaldborgar áfram 24024 en, Prentsmiðja Björns Jónssonar er með nýtt símanúmer 26511. Virðingarfyllst, Skjaldborg hf. ^ > Nýtt símanúmer Prentsmiðju Björns Jónssonar 26511 poritur' PRENTSMIÐJA BJðRNS JðNSSONAR HAFNARSTRÆTI 67 • POSTHOLF 373 602 AKUHEYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.