Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 9
6. janúar 1984 - DAGUR - 9 BKifc near Safnið skiptist í tvær deildir, útlánadeild og lestrarsal, en þar reynum við að hafa ró og næði. Niðri er hins vegar líf og fjör og þar reka margir inn nefið. Margir leggja þó leið sína hingað upp til okkar í ýmsum erindagjörðum. Það er töluvert lesið af erlendum blöðum, við höfum orðið varir við að fólk á sér sín uppáhalds- blöð og ef þessi blöð hafa af ein- hverjum ástæðum ekki borist, þá lætur það í sér heyra." - Upp á hvað býður safnið gestum sínum? „Hér er ýmis gamall fróðleik- ur, svo sem kirkjubækur, en mikið af þeim er til á filmum nú- orðið. Svo eru hér til manntöl og dagblöðin öll innbundin, svo eitt- hvað sé nefnt. Við erum einnig í tengslum við Blindrabókasafnið í Reykjavík og fáum þaðan kassa með stuttu millibili. Það er tölu- vert mikið notað. Á efri hæð eru bækur ætlaðar til lesturs á staðnum, en niðri geta gestir fengið allar almennar bækur lán- aðar heim." - Hvernig er aðsóknin að safn- inu? „Við erum mjög ánægðir með aðsóknina. Útlán á sl. ári voru um 150 þúsund bindi sem er aukning frá síðasta ári. Það hefur verið aukning á milli ára, nema hvað hún var óveruleg '82. Hins vegar er athyglisvert að samdrátt- ur hefur orðið í útlánum til skipa. Kennum við videóinu þar um. Videóvæðing í bænum virðist hins vegar ekki hafa áhrif á að- sóknina, né heldur hinar miklu vegalengdir sem orðnar eru. Það þykir okkur athyglisvert og það sannar að Akureyringar sem og nærsveitarmenn eru bókelskír, eins og íslendingar hafa löngum verið taldir." - Hvað er svo á döfinni hjá ykkur núna? „Það eru hin árlegu bókakaup eftir vertíðina um jólin. Það fer töluverður tími í að ákveða hversu mörg eintök á að kaupa. Anhars megið þið geta þess að lokum, að oft hverfa bækur frá okkur gjörsamlega. Fólk virðist missa þær ofan í tösku hjá sér. Þætti okkur vænt um að sá siður yrði aflagður." » Ég glími við stærðfræðiformúlur" I fessalnum á efri hæðinni; sáum við önnum kafna mann- eskju. Reyndist þar vera ung- ur lyfjafræðinemi tir Háskól-; anum, Ingibjörg Amarsdóttir, Við máttum til með að trufla hana aðeins. - Ert þú að búa til formúlur fyrir hóstamixtúru? „Nei, því miður, ég er nú ekki komin svo langt í náminú ennþá. Eg glími hér við stærð- fræðiformúlur. Profin eru núna eftir helgina; ég kem hér á hverjum degi og reyni að undirbúa mig sem best fyrir þau. Ég hef reynt að koma hingað sem oftast f jólafríinu, því hér f lessalnum eru allir að læra og ég hef því meira að- hald við lesturinn." - Er ekki leiðinlegt að eyða jólafri'inu í iærdóm? „Jú, þetta er bölvað fyrir- komulag að hafa prófin f janúar. ÖII jólin fara i stress og lestur. Þú mátt taka það fram að janúar er versti mán- uður ársins. Ingibjörg Arnarsdóttir. „Hún vildi alls ekki spítalaróman" „Ætli mesti tíminn fari ekki í að finna liækur fyrir mennt- skælingana, en þeir vinna hér mikið af ritgerðum. Flestir sem hingað koma vita ekkert hvað þeir þurfa að nota af heimild- um. Kennarar mættu að skað- lausu koma oftar hingað og kynna sér hvað safnið hefur upp á að bjóða. Það myndi létta á ölluin. Við láuin ekki krónu frá ríkinu fyrir þessa inikhi vinnu sem við bætum á okkur, en það gæti lagast, því í vetur var ráðinn bókasafns- fræðingur við Menntaskólann. Svo mælti Hólmfríður Anders- dóttir, umsjónarmaður á lestrar- sal, er við inntum hana eftir því í hvað mestur tími hennar færi. „Annars líkar mér þetta starf í alla staði vel. Skólakrakkarnir geta verið alveg dásamlegir, t.d. þegar þeir koma og biðja um brúnu bókina sem þeir voru að lesa í gær eða bækurnar tvær um Surtsey. Og ef ég man ekki alveg hvaða tilteknu bækur um er ræða geta þau brugðist hin verstu við. Það ættu allir að hafa fyrir reglu að rita nákvæma heimildaskrá, en við höfum unnið mikið starf við að safna heimildaskrám frá því fólki sem hér vinnur. Þær eru til í möppum sem allir geta kom- ist í. Starfið er mjög fjölbreytt, það eru hinir ótrúlegustu hlutir sem koma upp á hverjum degi. Stund- um hringir fólk og biður mig um að finna afabróður sinn, sem fæddist undir Eyjafjöllum 1901! Og þá verður maður að grípa til kirkjubóka og ættfræðiskjala. Oft er hringt og við beðin að taka til bækur fyrir fólk út í bæ. Kona - Rætt við Hólmfiíði Andersdóttur, umsjónarmann álestrarsal ein hringdi um daginn og var hún að leggjast inn á sjúkrahús. Hún bað um bókapakka og einu upp- lýsingarnar sem ég fékk voru þær að hún vildi ekki spítalarómana," sagði Hólmfríður í lok samtalsins og brosti blítt, því eins og þeir vita sem leið sína leggja á lestr- arsalinn, þá er Hólmfríður kona lipur mjög og létt í lund. Hólmfríður Andersdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.