Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 10
fá_-Á.-....,.-. 6.januar 1984 „iVei, frændur eru ekki alltaffrændum verstir, það sannast að minnsta kosti ekki á okkur frændunum, þ\í við hófum allt frá barnsaldri haldið mikið saman og samkomulagið hefúr verið gott," sagði Þorsteinn Már Baldvins- son í samtali við Dag. Þorsteinn Már er einn af aðal- eigendum Akureyrinnar, nokk- urs konar verksmiðjutogara, sem nýlega er kominn úr sinni fyrstu veiðiferð. Meðeigendur hans eru bræðurnir Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir, en þeir þremenn- ingarnir eru synir tvíburabræðr- anna Baldvins og Vilhelms Þor- steinssona. Þeir voru fengsælir skipstjórar báðir tveir, og hafa eflaust veiðináttúruna í blóðinu enn, en þeir hafa kosið að starfa í landi undanfarin ár. Þorsteinn Már og Þorsteinn Vilhelmsson, sem er skipstjóri á Akureyrinni, eru jafngamlir, þrjátíu og eins árs, en Kristján, sem er fyrsti vélstjóri á togaranum, er tveim árum yngri. Skipið heitir eftir hákarlaskipi, sem langa-langafi þeirra frænda gerði eitt sinn út. í»að var Þor- steinn á Grýtubakka og Vil- hjálmur sonur hans var skip- stjóri. Gamla Akureyrin var fengsæl og löngum með aflahæstu hákarlaskipunum. # Yildum reyna Akureyrin hét áður Guðsteinn og skipið var smíðað í Póllandi 1974. Lengst af hefur það verið gert út frá Hafnarfirði, en síðast frá Grindavík. Það var hlutafé- lagið Samherji sem gerði skipið Haiiíi hefur alla tíð veríð mjög fískinn strákurinn66 Fyrsta veiðiferð Akureyrinnar gekk mjög vel út og eignuðust þeir félagar skip- ið með því að kaupa hlutabréfin, en auk þeirra eiga fjölskyldu- meðlimir og hlutafélagið Gjögur á Grenivík hlutabréf í félaginu. Kaupin voru gerð í apríl á síðasta ári, en síðan hefur verið unnið að gagngerðum endurbótum á skip- inu hjá Slippstöðinni á Akureyri. Um leið var því breytt í frystitog- ara, þannig að aflinn kemur frá borði tilbúinn á neytendamark- að. Þorsteinn Már er skipaverk- fræðingur að mennt, lærði þá kúnst í Noregi. Undanfarin ár hefur hann verið framkvæmda- stjóri Skipasmíðastöðvar Njarð- víkur. Þorsteinn Vilhelmsson hefur undanfarin ár verið skip- stjóri á Kaldbak og hann.hefur verið fiskinn strákurinn, oftast verið með aflahæstu skipstjórum landsins. Þorsteinn Már var spurður hvað hafi fengið þá til að fara út í þetta ævintýri, á sama tíma og útgerðarmenn berja lóminn? „Samkvæmt skýrslum útgerð- armanna hefur verið tap á útgerð síðan ég man eftir mér, að minnsta kosti minnist ég ekki annars," svaraði Þorsteinn Már og brosti sínu blíðasta. Við gef- um honum orðið áfram. „Því verður hins vegar ekki mótmælt, að nú hefur syrt heldur betur í álinn og staða útgerðar er allt önnur og verri en hún var fyrir tveimur árum. Við þurf- um til að mynda að veiða um 5.000 tonn af þorski á nýbyrjuðu ári, ef við eigum að ná endunum saman, en það eru hreinar línur að það tekst okkur ekki á þessu ári. Við höfum allir verið viðloð- andi sjóinn og okkur langaði að reyna hvort við gætum ekki nýtt okkar reynslu og kunnáttu, með útgerð á skipi sem væri búið sam- kvæmt okkar hugmyndum. Okk- ur sýndist útkoman hagstæðari með verksmiðjuskipi heldur en ísfisktogara og þess vegna ákváð- um við að búa skipið út sem fljótandi frystihús." 9 Meiri verð- mæti - Hyers vegna er hagkvæmara að gera út frystiskip? „Ástæðan er einfaldlega sú, að við gerum aflann verðmætari með því að fullvinna hann um borð. Við skilum fiskinum frá borði unnum og frágengnum á neytendamarkað. Þannig fáum víð einnig betri vöru, því það líða ekki nema um þrjár klukku- stundir frá því ?.ð fiskurinn kem- ur spriklandi á dekk þar til hann liggur helfrosinn í frystigeymsl- unum. Hann er því eins ferskur eins og frekast er hægt að hugsa sér." - Þarf þá ekki heilt frystihús- gengi um borð? „Nei, það eru 25 manns í áhöfninni eins og er, sem er ekki nema 3-4 mönnum fleira en á sambærilegum skipum sem fiska í ís. En reynslan á eftir að skera úr um hvort þessi mannskapur dugir. Auðvitað þýðir þetta meira vinnuálag á áhöfnina og túrarnir verða að líkindum lengri. Á móti kemur verðmeiri aflahlutur. Einnig geta skipverj- ar fengið frí og ég reikna með að við verðum að hafa að minnsta kosti 10 manna skiptiáhöfn í landi." - Flökun, snyrting og pökkun eru verkþættir sem nær eingöngu konum hefur verið treyst fyrir í landi. Stendur til að „munstra" kvenmenn á skipið? „Það hefur verið rætt, en engin ákvörðun verið tekin, enda hafa konur ekki sóst eftir skipsplássi." Kvótafyrir- komulagið ekki >ur kostur góði Hér er veríð að pakka flökunum af fullum krafti. - Nú hefur verið rætt um að setja kvóta á þorskveiðarnar og rætt hefur verið um að miða kvóta hvers skips við aflamagn síðustu þriggja ára. Nú Hefur ykkar skip lítið verið við veiðar á þeim tíma. Hvernig horfir þetta mál við ykkur? „Fyrst og fremst er ég á móti kvótafyrirkomulagi við fiskveið- ar. Það er talað um að slíkt fyrir- Þorsteinn Már Baldvinsson, skipaverkfræðingur. komulag minnki tílkostnað við að ná hverjum fiski úr sjó og bæti meðferð aflans, auk þess að stjórna aflamagninu. Aflakvóti á skip leiðir til áhugaleysis meðal áhafnar og þar með skipstjóra, sem verður til þess að veiði- mennskan er úr sögunni. Slíkt verður ekki til að minnka til- kostnað eða auka aflaverðmæti. Ég hef reynslu af því frá Noregi, þar sem ég var á veiðum með tog- ara, sem hafi ákveðinn kvóta. Þar um borð var doði og til hreinnar skammar hvernig farið var með aflann, einfaldlega vegna þess að það var nægur tími til að dunda við aðgerðina. Þar var allt gert með hangandi hendi. Hingað til hafa íslenskir sjómenn nær undantekningarlaust kunnað að fara með sinn afla og ég er hissa á sjómannafélögunum, sem setið hafa þegjandi undir stans- lausum áróðri um slæma meðferð á físki hérlendis. Þar er að minnsta kosti ekki við sjómenn að sakast. Þorsteinn Vilhelmsson, skipstjóri á Akureyrinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.