Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 11
6. janúar 1984 - DAGUR -11 Verði það úr, að hér verði tek- ið upp kvótakerfi, þá er fáránlegt að miða kvótann undantekningar- laust við afla skipsins undanfarin þrjú ár. Við getum tekið Þorsteiri Vilhelmsson frænda minn sem dæmi. Á hann að gjalda þess að hann er kominn með vel búið og endurbætt skip í hendurnar. Á hann einungis að fá að veiða ein- hverja hungurlús, af því að skipið hefur lítið verið að veiðum þessi þrjú ár, þrátt fyrir að hann hafi verið einn af aflahæstu skipstjór- um landsins á sama tíma, en á öðru skipi? Hvaða réttlæti er í slíku?" - En þorskunum hefur fækkað í sjónum; hvernig á þá að tak- marka veiðina? „í>að má gera það með allt öðr- um og áhrifaríkari hætti heldur en kvóta. Til að byrja með mætti binda skipin við bryggjur í fimm vikur í sumar, á meðan áhafnirn- ar fara í sumarfrí. Það má einnig lengja frí um jól og áramót, enda veður þá oft verst og úthald dýrast. Það má einnig lengja landlegur á milli túra. Þetta er mun einfaldari og sanngjarnari leið til að minnka sóknina í fiskinn," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson. W Gott sjóskip „við fengum slæmt veður í túrnum, en Akureyrin reyndist gott sjóskip og við gátum unnið af fullum krafti við fiskvinnsluna, þrátt fyrir haugasjó," sagði Oddur Árnason, háseti á Akur- eyrinni, eftir fyrsta túrinn. Þá kom skipið að landi með um 80 tonn, þar af um 60 tonn af flök- uðum þorski og ýsu, en afgangur- inn var mest heiifryst grálúða. Oddur var áður á Kaldbak, en hann og fleiri skipsfélagar hans þar fylgdu Þorsteini yfir á Akur- eyrina. Oddur var spurður hvern- ig honum líkaði við ný vinnu- brögð, þar sem aflinn væri nú fullunninn um borð. „Við höfum verið að læra á þetta vinnslukerfi í fyrsta túrnum og það sem af er líkar mér þetta bara mjög vel. Þetta er eins og hver önnur frystihúsavinna, nema hvað frystihúsið er á floti og er því á misjafnlega mikilli hreyfingu. Við blóðgum fiskinn til að byrja með, en síðan þarf hann að blóðrenna í um það bil hálfan tíma. Síðan er hann haus- aður, flakaður, snyrtur, pakk- aður og frystur. Með því að vinna aflann beint úr sjónum fæst topp- verð fyrir hann. Það er ekki hægt að fá hann nýrri til vinnslu. Þetta kemur okkur skipverjunum til góða í auknu aflaverðmæti." - Höfðuð þið vel undan í vinnslunni? „Já, það mátti heita svo, enda getum við svolítið hagað seglum eftir vindi í því sambandi. Ef hann er tregur, þá vinnum við þorskinn fyrir Bandaríkjamark- að, því það er seinlegra, sérstak- lega vegna þess að það þarf að ná hverjum einasta ormi úr flök- unum ef mögulegt er. En sé fiski- ríið gott verkum við þorskinn fyrir Evrópumarkað, vegna þess að það er fljótlegra, því þá þarf ekki annað en roðdraga flökin og snyrta þau til. Ormarnir mega fara með." - Hvernig er „kallinn"?! „Ég kann vel við Steina, enda hefð ég ekki farið með honum annars yfir á Akureyrina. Hann er röggsamur strákurinn og hefur áhuga á því sem hann er að gera. Og hann hefur alla tíð verið fisk- inn og ég er viss um að sú lukka fylgir okkur á Akureyrinni," sagði Oddur Árnason í lok sam- talsins. gs I Arngrímur Brynjólfsson merkir umbúðirnar. Hér er Knútur Eiðsson með fiskinn frágenginn og pakkaðan. Heiðar vigtar fiökin. Sindrafell hf. Draupnisgötu 1 - Sfmar (96)25700 og 25701 - P.O. Box 649 - 602 Akureyrl. Til leigu eða sölu Iðnaðarhúsnæöi Sindrafells hf. að Draupnis- götu 1, Akureyri er til leigu eða sölu. Húsnæðið leigist eða selst í heilu lagi eða í smærri einingum. Einnig kemur til greina að skipta á húseigninni og minna húsnæði (400-500 m2). Húsnæðið er samtals 1.201 m2, 6.596 m3. Lóðin er 4.580 m2. Heimilt er að byggja til viðbótar á lóð- inni 500 m2 húsnæði. Húsnæðið skiptist í þrjár aðaleiningar: 1. Skrifstofuhúsnæði ásamt snyrtingu og að- stöðu starfsfólks samtals 138 m\ 2. Skáli I samtals 469 m2. Mesta lofthæð 4,6 m. 3. Skáli II samtals 594 m2. Mesta lofthæð 6,4 m. í skála II er 3ja tonna hlaupaköttur og vörulest- unargryfja. Upplýsingar veitir Þorsteinn Þorsteinsson í síma 25701. Framsóknarmenn Akureyri Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur verður haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 9. jan. kl. 20.30. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. NÚ ER FROST OG SNJÓR Á FRÓNI. EKKERT MLAL ¦ ¦ SNJÓSLEÐAR ÞEYSAST UM LANDIÐ VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík Sími38900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.