Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 13
6. janúar 1984 - DAGUR - 13 Á sunnudagskvAldið er á dagskrá sjónvarpsins kvikmyndin „Fjarri heimsins glaumi“. Hér eru Julie Christie og Terence Stamp í hlutverkum sínum. 7. janúar. 16.15 Fólk á förnum vegi. 8. Tölvan. 16.30 íþróttir. 18.30 Engin hetja. Annar þáttur. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.30 í lífsins ólgusjó. (It Takes a Worried Man) Nýr flokkur - 1. þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur í sex þáttum um hrelling- ar sölumanns sem nálgast miðjan aldur og hefur þung- ar áhyggjur af útliti sínu og velferð. Aðalhlutverk: Peter Tilbury. 21.00 Glæður. 5. þáttur: Gömlu dansarnir. 21.45 Fjarri heimsins glaumi. (Far From the Madding Crowd) Bresk bíómynd frá 1967. Leikstjóri: John Schlesinger. Aðalhlutverk: Julie Christie, Peter Finch, Alan Bates, Terence Stamp og Prunella Ransome. Ung og fögur kona fær stór- býli í arf. Hún ræður vonbiðil sinn til starfa eri einnig keppa um ástir hennar ríkur óðalsbóndi og riddaraliðsfor- ingi með vafasama fortíð. Má ekki á milli sjá hver verð- ur hlutskarpastur. 00.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 8. janúar. 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Húsið á sléttunni. Presturinn á biðilsbuxum. 17.00 Stórfljótin. Nýr flokkur - 1. Dóná. Franskur myndaflokkur í sjö þáttum um jafnmörg stór- fljót heimsins, löndin sem þau renna um, sögu þeirra og menningu. 18.00 Stundin okkar. 18.50 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 „Ameríski drengjakór- inn" Bandariski drengjakórinn, (The American Boy Choir), frá Princeton í New Jersey, sem hér var á ferð í sumar, syngur lög frá Bandarikjun- um og Evrópu í sjónvarps- sal. 21.15 Jenný. Lokaþáttur. 22.35 Dagskrárlok. Mánudagur 9. janúar 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fróttir, veður og aug- lýsingar. 20.35 Kosningar í Danmörku (fréttaþáttur). 20.55 íþróttir. 21.30 Dave Allen lætur móð- an mása. Endursýning bresku skemmtiþáttanna með irska skopsnillingnum Dave Allen. 22.15 Óðurinn um afa. Endursýning leikinnar heim- ildarmyndar, myndljóð, tengsl manns og moldar eftir Eyvind Erlendsson. 23.05 Fréttir. Þriðjudagur 10. janúar 19.35 Bogi og Logi. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir, veður og aug- lýsingar. 20.35 Því heyja menn strið? Bresk heimildarmynd um sögu ófriða og styrjalda. 21.05 Derríck. 22.05 Skiptar skoðanir. Umræðuþáttur í umsjá Guð- jóns Einarssonar. 22.55 Fréttir. 11. janúar 18.00 Söguhornið 18.05 Mýsla. 18.10 Skvamp. 18.30 Úr heimi goðanna. Norskur fræðslumyndaflokk- ur. 18.55 Fólk á förnum vegi. 19.45 Fréttaágríp á táknmáli. 20.00 Fréttir, veður og aug- lýsingar. 20.40 Kapp er best með forsjó. Fræðslumynd frá Umferðar- ráði. 20.55 Dallas. 21.45 Spekingar spjalla. Fjórir nóbelsverðlaunahafar í raunvísindum ræðast við. 22.45 Fréttir. i er bara svona“ hann?“ Það má til sanns vegar færa að það hafi verið ein sú besta, „byssu/bófa“ mynd ársins. Já þessi hryllingur er okkur fjarlægur, eða hvað? Nútíma tækni sendir þetta inn í stofu flestra heimila landsins 6 kvöld vikunnar án þess áð nokkur meiðist. Bar- átta upp á líf og dauða verður sjálfsagður hlutur. Lík kemur okkur jafn mikið við og 80% verð- bólga, þegar það er sýnt í sjónvarpinu. Eflaust er þessu best lýst með því að vitna í 'viðtal við íslending, sem staddur var við stríðsvöll írans og íraks. Hann sagði m.a.: „Það er eigin- lega undarlegt að maður skyldi ekki hafa orðið hræddur, en sem íslend- ingur gerir maður sér kannski ekki grein fyrir hvað er raunverulega um að vera.“ í framhaldi af þessu datt mér í hug hvernig við myndum taka á okkar þjóðmálum, ef meðalhit- inn hér á landi væri um 20° hærri en hann er. Hugmyndir fólks um skiptingu auðs eru oft og tíðum stórkostlegar. Lít- um á þær hugmyndir sem nú eru mest ræddar, þ.e. hvernig skipta á þessum eina þorski sem sást fyrir austan land rétt fyrir jólin. í þessu sambandi gildir bara ein reglá; mér er sama hvað gert verður bara niðurskurðurinn komi ekki niður á mér og mínum. Rúmlega 200 þús. braskarar berjast um að ná sem stærstum hluta af okkár sameiginlegu köku og þannig hefur það verið í fleiri ár. Flestum líkar það vel, svo lengi sem meðalhitinn hækkar ekki á landi og í blóði. Við erum svo sannarlega heppin að hafa öðru hvoru stórhríð! Eða kannski bjargar það okk- ur að frekar erfitt er talið að halda uppi skæruhern- aði hér á landi vegna ber- angurs. Okkur hryllir við þessu ofbeldi og verðbólgu á meðan við horfum á fréttirnar, en erum til- tölulega fljót að gleyma þessu voða ástandi yfir veðurkortinu og Tommi og Jenni þurrka það endanlega út, sem ekki var alveg farið úr minn- ingunni. Og er það nokkur furða þó börnin kvarti yfir því að sjónvarpið hafi ekki lengi sýnt „vestra“. Já veröldin er skrítin og mannssálin með; innst inni er ég sam- mála krökkunum, þetta með „vestrann"!! Gleðilegt ár Valdimar Pétursson. 100 m afmælisfagnaður I.O.G.T. Þeir Reglufélagar sem ætla að taka þátt í 100 ára af- mælisfagnaði I.O.G.T. á Akureyri laugardag 14. þ.m. kl. 18 að Hótel Varðborg eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína á Hótel Varðborg fyrir 13. þ.m. Aðgangurókeypis. I.O.G.T. Akureyri Símnotendur á Akureyri Vegna síendurtekinna kvartana eru símnotendur á Akureyri beðnir að nota Símaskrána en ekki Upplýsingarit um Akureyri er útgefið var á síðast- liðnu ári. Stöðvarstjóri Norðlenskt málgagn Dagur er stærsta og útbreiddasta blaðið sem gefið er út utan Reykjavíkur. Þrjú blöð í viku Mánudaga + Miðvikudaga + Föstudaga Áskrift kostar aðeins 130 kr. á mánuði. Síminn er 96-24222. Hönnun: Auglýsingadeild Dags.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.