Dagur


Dagur - 06.01.1984, Qupperneq 15

Dagur - 06.01.1984, Qupperneq 15
6. janúar 1984 - DAGUR - 15 Akureyrarmeistarar í sveitakeppni Bridgefélagsins; f.v. Þormóður Einars- son, Páll Jónsson, Stefán Ragnarsson, Þórarinn B. Jónsson og Pétur Guð- jónsson. Norðurmynd. Svett Stefáns Akureyrar- meistari í bridge Nú er lokið sveitakeppni Bridge- félags Akureyrar, Akureyrar- móti. Alls spiluðu 20 sveitir og voru spilaðir tveir 16 spila leikir hvert spilakvöld. Akureyrar- meistari að þessu sinni varð sveit Stefáns Ragnarssonar sem sigraði með yfirburðum. Sigraði sveitin í öllum sínum leikjum og sýnir það að þeir félagar eru vel að þessum sigri komnir. Auk Stefáns eru í sveitinni Pét- ur Guðjónsson, Þórarinn B. Jónsson, Páll Jónsson og Por- móður Einarsson. Röð efstu sveita varð þessi: . stig 1. Sveit Stefáns Ragnarss. 337 2. Sveit Harðar Steinbergss. 293 3. Sveit Páls Pálssonar 279 4. Sveit Jóns Stefánssonar 265 5. Sv. JúlíusarThorarensen 260 6. Sveit Arnar Einarssonar 252 7. Sveit Antons Haraldss. 231 8. Sveit Stefáns Vilhjálmss. 225 9. Sveit Karls Steingrímss. 218 10. Sveit Kára Gíslasonar 215 Keppnisstjóri B.A. er Albert Sigurðsson. Tvímenningur, Ak- ureyrarmót hefst þriðjudaginn 10. janúar í Félagsborg stundvís- lega kl. 19.30. Starfslið Víkings. Frá vinstri: Eiísabet Þorgeirsdóttir ritstjóri, Kristín Ein- arsdóttir auglýsingastjóri og G. Margrét Óskarsdóttir útgáfustjóri. Víkingur kominn í nútunabúning Sjómannablaðið Víkingur hefur verið auðfúsugestur á heimilum og vinnustöðum sjómanna í tæp 45 ár. 8. tölublað 1983 er nýút- komið. Miklar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á blaðinu og er blaðið í heild mun líflegra og nú- tímalegra en fyrr. Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda og má nefna m.a.: Greinar og litmyndasyrpa í tilefni 90 ára afmælis Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar. Viðtöl við Guðjón Pétursson gamlan Öldufélaga, Gunnar Gunnarsson stjórnarmann í Öldunni og Lauf- eyju Halldórsdóttur, ekkju Guðmundar H. Oddssonar. Lauf- ey var fyrsti formaður kvenfélags Öldunnar. Nú er hart vegið að sjómanna- stéttinni og því aldrei brýnna en einmitt nú að standa vörð um hagsmuni hennar. Sjómanna- blaðið Víkingur er eina málgagn Far- og fiskimannasambandsins. Á 31. þingi þess í nóv. sl. var samþykkt að stórefla blaðið. Nú stendur yfir mikil herferð í út- breiðslu þess, bæði hvað varðar áskrift og lausasölu. Það hefur vakið nokkra athygli að þeir 3 starfsmenn sem vinna við blaðið eru konur, Elísabet Þorgeirsdótt- ir ritstjóri, Kristín Einarsdóttir auglýsingastjóri og G. Margrét Óskarsdóttir útgáfustjóri. Ftagnheiður Steindórsdóttir f My fair Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Laay Sýningar 34. sýning föstudag 6. jan. kl. 20.30. 35. sýning laugardag 7. jan. kl. 20.30. 36. sýning sunnudag 8. jan. kl. 15.00. Miðasala opin alla daga kl. 16-19, kvöldsýningardaga kl. 16-20.30 og dagsýn- ingardaga kl. 13-15. Sími24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimur tímum fyrirsýningu. Handhafar áskriftarkorta á Galdra-Loft hafið sam- band við miðasölu. Leikfélag Akureyrar. Fyrsta vélstjóra vantar á 182 lesta bát með línubeitingarvél. Upplýs- ingar í síma 96-33120 á daginn og 96-22923 á kvöldin. Kaldbakur h.f. Grenivík. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar og ömmu GUÐFINNU MAGNÚSDÓTTUR Eiðsvallagötu 20. Sérstakar þakkir til allra er önnuðust hana í veikindum hennar. Hrund Tryggvadóttir, Björg Tryggvadóttir, Hafdís Vigfúsdóttir, Heiða Vigfúsdóttir. Auglýsing i Degi BORGAR SIG Hvað er góðauglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir að fá auglýsingu birta í blöðum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki þá vöru sína? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt að láta auglýsingu borga sig. En þaðer ekki sama í hvaða blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbreiðslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Það borgar sig því að auglýsa í Degi, þar eru allar auglýsingar góðar aug lýsingar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.