Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 06.01.1984, Blaðsíða 16
Um leið og við óskum óllum gleðilegs árs og þökkum viðskiptin á Hðnum árum minnum við á að Bautinn er opinn alla daga frá kl. 10-22 og Smiðjan alla daga bæði í hádeginu og á kvöldin Erfiðleikar • • 1 snjo- mokstrí Leiöin milli Akureyrar og Dal- víkur var opnuð sl. miðvikudags- morgun en sökum óveðurs reyndist útilokað að opna leiðina til Ólafsfjarðar og þjóðveginn yfir Öxnadalsheiði. Eftirlits- maður sem var að athuga færð á heiðinni lokaðist inni um morg- uninn og komst hann ekki aftur til byggða fyrr en um hádegisbil- ið. í gærmorgun var veður enn það slæmt á fjallvegum og veður- spá það slæm að ekki þótti ráð- legt að opna leiðina suður. Sam- kvæmt upplýsingum vegaeftirlits- manna þá hefst mokstur í fyrsta lagi í dag. ese Snjóflóð féll á Svalbarðs- strönd Snjóflóð féll á veginn milli Fagrabæjar og Ystuvíkur á Svalbarðsströnd á miðviku- dagskvöld. Braut snjóflóðið niður raflínu- og símastaur við veginn og varð af þeim sökum rafmagns- og símasambands- laust á stóru svæði á Sval- barðsströnd. Samkvæmt upplýsingum vega- eftirlits féll snjóflóðið á veginn við Hraná, skammt norðan við svokallaða Víkurhóla. Mun flóð- ið hafa fallið á veginn um kl. 21 um kvöldið en ekki ber mönnum saman um hve stórt það er. Að sögn heimamanns á Fagrabæ er það a.m.k. um 200 metrar á breidd þar sem það er breiðast og jafnframt er talið að það hafi ver- ið einir sex til sjö metrar á þykkt. Rafmagns- og símalfna var lögð til bráðabirgða þar sem snjóflóðið féll en vegagerðar- menn frá Akureyri sáu um að ryðja veginn í gær og gekk það verk fljótt og vel. ese Skíðagöngubrautin í Kjarna nýtur mikilla vinsælda og á hverju kvöldi spretta margir úr sporí og njóta útiverunnar. mynd: kga. HótelKEA stækkað um helming „Það er ákveðið að hefjast handa við stækkun og endur- bætur á Hótel KEA á næstu vikum og ætlunin er að Ijúka þessu verkefni á tveim til þrem árum," sagði Valur Arnþórsson, kaupfélags- stjóri, í samtali við Dag í gær. Ákveðið hefur verið að stofna félag um uppbyggingu hótelsins, þar'sem aðalþátttakandi verður Kaupfélag Eyfirðinga, en auk þess koma aðrir aðilar úr Sam- vinnuhreyfingunni inn í mynd- ina. Samkvæmt núverandi áætlun kosta framkvæmdirnar um 45 m. kr., en þær felast í að innrétta fyrir hótelið það húsnæði sem Brauðgerð KEA og Stjörnu- apótek höfðu og einnig verður byggð hæð ofan á austur-vestur álmu hótelbyggingarinnar. Eftir breytingarnar verða 59 herbergi í hótelinu, í stað 28 herbergja núna, og veitingasalir verða fyrir 220-230 manns, auk þess sem gestamóttaka verður stærri og hentugri en nú er. Ráðstefnusal- irnir verða þannig úr garði gerðir, að auðvelt verður að skipta þeim niður, þannig að hótelið henti vel til funda og ráð- stefnuhalds. Kaupmanna hafitiarflug frá Akureyri í sumar „Það er ákveðið að halda áfram með Kaupmannahafn- arflugið frá Akureyri næsta sumar og verða farnar að minnsta kosti jafn margar ferðir og í fyrra, helst fleiri," sagði Gunnar Oddur Sig- urðsson, nýráðinn umdæm- isstjóri Flugleiða á Akureyri, í samtali við Dag. í fyrra voru farnar þrjár ferðir í beinu áætlunarflugi á milli Ak- ureyrar og Kaupmannahafnar, en upphaflega hafði verið áætlað að fara slíkar ferðir vikulega. Aðsókn í ferðirnar varð hins veg- ar mun minni en reiknað var með, þannig að þeim var fækkað í mánaðarlegar ferðir. „Það er rétt, þeir bjartsýnustu áttu von á að það yrði meiri þátt- taka, en við vitum allir hvernig fjárhagur landsmanna var og ástandið í þjóðmálum ótryggt, þannig að almennt var mikill samdráttur í ferðalögum lands- manna til útlanda miðað við fyrri ár. Að sjálfsögðu bitnaði það á Kaupmannahafnarfluginu frá Akureyri ekki síður en öðrum áætlunarleiðum. En við ætlum ekki að gefast upp og það verður haldið áfram í sumar. Það er inni í myndinni að hafa jafn margar ferðir, og helst fleiri," sagði Gunnar Oddur Sigurðsson. gs Veður Spáð er hægri norðanátt með mugguéljum í dag, en í kvöld er reiknað með að norðanáriin verði eindregn- ari. Á morgun er spáð svip- uðn veðri, en á sunnudaginn léttir til með sunnanátt þeg- ar líður á dugiim. En það er reiknað með að bann þykkni upp afíur aðfaranótt mánudagsins með suðaust- anátt og snjókomu. Snyrtivöru- og skartgripaúrvalið erhjáokkur. Æ^SSSl&^ÆSŒ)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.