Dagur - 09.01.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 09.01.1984, Blaðsíða 1
TRÚLORJNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 9. janúar 1984 4. tölublað Atvínnuleysi á Akureyri: 70,7% aukning milli áranna 1982 og 1983! Um áramótin voru 250 manns á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri, 178 karlar og 72 konur. í desember voru alls 3814 heilir atvinnuleysisdagar í bænum en sú tala svarar til þess að 173 hafi verið án atvinnu allan þann mánuð. Þessar upplýsingar eru frá Hauki Torfasyni á Vinnumiðlun- arskrifstofu Akureyrar. Haukur sagði einnig að aukning atvinnu- leysisdaga frá því í nóvember næmi 690 heilum dögum. Aukning atvinnuleysisdaga á milli áranna 1982 og 1983 er hins vegar hvorki meiri eða minni en 70,7%, þeir voru 16837 á árinu 1982 en 28737 á sl. ári. „Það má segja að desember og janúar séu ávallt með hæstu mán- uðum hvað atvinnuleysi varðar," sagði Haukur. „Reynslan undan- farin ár sýnir að upp úr því fer að draga úr atvinnuleysi en síðan eykst það aftur þegar skólafólkið kemur á vinnumarkaðinn." Jón Helgason, formaður Ein- ingar, sagði að ástandið væri orð- ið mjög slæmt hvað varðaði fé- lagsmenn í Einingu og verra en það hefði nokkru sinni Verið á síðustu árum. Mjög mikið væri um að ungt fólk, frá 16 ára og um og yfir tvítugt, Ienti á atvinnu- leysisskrá. Aukning hefði orðið hjá fiskvinnslufólki, sem að hluta stafaði af siglingum togara frá Ól- afsfirði og Dalvík, og væri það slæmt mál, auk þess sem búast mætti við samdrætti í sjósókn og þar með fiskvinnslunni vegna þess að lítið væri hægt að veiða og kvótakerfið gæti orðið til þess að menn neyddust til að leggja skipum. gk-hs iSllPlilI í knatt- ffi' ¦¦:, :-fi bls. 6-7 Aramóta- grein ÍSiulla Valgeirssonar -Ws.9 Þrettándagleði Þórs var haldin á Þórsvellinum að venju. Þessi árlega bamahátíð gerir alltaf lukku meðal barnanna. og það eru ekki síst hin stórfenglegu tröll sem sjá um skemmtilegheitin. mynd: kga Innheimta opinberra gjalda: Tæpar 219 milljónir króna komnar í kassann - hjá bæjarsjóði Akureyrar fyrir áramót Um áramót hafði tekist að inn- heimta 92.2% af þeirri upp- liæð sem Bæjarsjóður Akur- eyrar hafði til innheimtu á síð- asta ári. Að sögn Valgarðs Baldvins- sonar, bæjarritara námu álögð gjöld ársins auk eldri gjalda og dráttarvaxta samtals 237.410.000 krónum en af þessari upphæð náðist að innheimta samtals 218.929.000 krónur. Best gekk innheimta fasteigna- gjalda en af þeim náðist inn 97,6% heildarálagningar. Af álögðum útsvörum og aðstöðu- gjöldum var greit 93,3% og inn- héimtuhlutfall af edri gjöldum nam 74,1%. Af dráttarvöxtum var hlutfallið lægst eða 59,1%. - Þetta er ósköp svipað og undanfarin ár, kannski þó ívið betra, sagði Valgarður Baldvins- son í samtali við Dag. ese Bifreið valt við Fnjóská Stór langferðabifreið í eigu Björns Sigurðssonar á Ilúsuvik valt í gærkvöld við brúna á Fnjóská og skemmdist talsvert. Bifreiðin var að koma frá Akur- eyri og voru með henni 6 farþegar. Þegar hún kom í brekkuna við brúna skipti engum togum að rok- ið sem var mjög míkið tók bifreið- ina og svipti henni út af veginum. Valt hún eina veltu niður af háum kanti sem er þarna við veginn og hafnaði síðan á hliðinni. Sem fyrr sagði voru 6 farþegar með bifreiðinni og var ein kona flutt á sjúkrahús á Akureyri slösuð á fæti. Um önnur meiðsli var ekki að ræða og var það vel sloppið. Bifreiðin sem er eins árs gömul er talsvert skemmd eftir óhappið en þó ekki mjög mikið miðað við að- stæður allar. Önnur hlið hennar er talsvert beygluð og rúður brotnar. Akureyri: Vindhraðinn komstmest í 11 vindstig Mikið suðvestan hvassviðri gekk yfir landið í gærkvöld og í nótt. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Akureyri voru lengi vel 9.5-10 vindstig, en laust eftir miðnættið komst vindhraðinn upp í 11 vindstig. Ekki var vitað um skemmdir á mannvirkjum, nema hvað þakplötur fuku af Grímsstöðum í Glerárhverfi. Tveir bílar fuku út af veginum hjá Möðruvöllum í Hörgárdal og fleiri áttu í erfiðleikum. Á meðan veðrið var sem verst stöðvaði Akureyrarlögreglan alla bíla á leið norður úr bænum og sneri þeim til bæjarins aftur. gs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.