Dagur - 09.01.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 09.01.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 9. janúar 1984 9. janúar 1984 - DAGtlR - 7 Þórsarinn Gunnar Gunnarsson fær sennilega óblíðar móttökur hjá vörn KA annað kvöld. KA: Þór í Höllinni Fyrri leikurinn i Akureyrarmótinu í hand- knattleik, meistaraflokki karla, verður háður annað kvöld í íþróttahöllinni. Að sjálfsögðu eru það lið KA og Þórs sem þar eigast við og hefst viðureign liðanna kl. 20.15. KA sigraði örugglega í þessari keppni í fyrra, og verður að telja liðið sigurstrang- legra nú þótt það hafi sýnt sig í gegnum árin að allt getur gerst í viðureignum þessara liða. Verður leikið á mölinni? Samkvæmt niðurröðun Mótanefndar Knatt- spyrnusambands íslands eiga Akureyrarliðin KA og Þór að mætast í 1. umferðinni í 1. deildarkeppninni í maí. Hætt er við að grasvellir á Akureyri verði ekki tilbúnir þegar íslandsmótið hefst, enda hefur ekki verið svo undanfarin ár. Getur því farið svo að fresta verði þessari viður- eign, því stórleikir Akureyrarliðanna í 1. deildinni í sumar eiga hvergi heima nema á grasvelli. Án efa verður mikil spenna varð- andi þessa leiki og mikil aðsókn áhorfenda, a.m.k. ef þeir verða leiknir á grasinu en ekki á möl. ___ ____ Sofandi forráða- menn Heldur virðist sem forráðamenn Blaksam- bands íslands séu slakir í sínum stöðum og kemur þessi slappleiki þeirra fram á ýmsan hátt. Ekki mun enn vera komin út leikjabók fyrir Islandsmótið þótt langt sé liðið á ís- landsmótið og virðist sem blakforustan standi sig enn verr í þeim málum en móta- nefnd HSÍ og þarf þó nokkuð til. Blakmenn á Norðurlandi hafa síðan í haust verið að reyna að fá Blaksambandið til þess að gangast fyrir dómaranámskeiði fyrir norðan en án árangurs einhverra hluta vegna. Er svo komið að dómaramálin eru orðin talsvert vandamál hér fyrir norðan og allt of algengt að menn sem ekki hafa til þess réttindi séu að dæma ieiki. En hvað er til ráða þegar Blaksambandið fæst ekki til þess að verða við beiðnum um að halda dómara- námskeið. __ „Þetta er spenn- andi verkefni“ - segir Nanna Leifsdóttir um þátttöku sína á Olympíuleikunum í Sarajevo í Júgóslavíu „Það er alveg frábært að fá að keppa á 01ympiuleikunum,“ segir skíðadrottningin Nanna Leifsdóttir, en hún verður einn keppenda íslands á Olympiu- leikunum í Sarajevo í Júgó- slavíu sem hefjast 8. febrúar. „Ég hef aldrei æft eins mikið að hausti til og ég hef gert núna,“ segir Nanna. „Það var farið í vikuferð í Kerlingafjöll í júlí og síðan aftur í ágúst. Þá kom þriggja vikna æfingaferð til Aust- urríkis í október. Síðan kom ég heim og gat farið í Fjallið og æft þar, síðan fór ég í þriggja vikna keppnis- og æfingaferð til Noregs og nú verður haldið út á sunnu- daginn og æft og keppt stíft fram að leikunum í Sarajevo.“ - Þú ert sem sagt búin að æfa vel og hvernig leggst þá þetta í þig allt saman? „Mjög vel og þetta er spenn- andi verkefni.“ - En hvað með kostnaðinn? „Hann er mikill. Mér reiknast til að minn kostnaður sé um 75 þúsund krónur og þar af hef ég sjálf orðið að greiða um 55 þúsund. Ég hef fengið styrk frá Skíðaráði og Flugleiðum og Skíðasambandið styður okkur lítillega fjárhagslega. Og svo er það auðvitað vinnutapið, það er mikið því ég hef ekkert getað unnið með þessu síðan í septem- ber.“ Nú um helgina mun eftir því sem við komumst næst hafa verið gengið frá því að Guðjón Guðjónsson bakvörður KA í knattspyrnunni muni leika með sínu gamla félagi IBK í 1. deildinni í sumar. Viðræður milli ÍBK og Guð- jóns hafa staðið yfir að undan- förnu og um helgina hélt Guðjón til Keflavíkur þar sem gengið var frá málinu. Er skaði fyrir KA að missa þennan knáa leikmann úr sínum röðum. Þá var gengið frá því fyrir helg- ina að Gunnar Gíslason mun leika með KR í knattspyrnunni næsta sumar. Hins vegar bendir nú allt til þess að Ásbjörn Björnsson muni leika áfram með KA en orðrómur hafði verið á kreiki um að hann hyggðist flytja suður. Nanna Leifsdóttir. Guðjón Guðjónsson. Gottlieb fárinn utan Gottlieb Konráðsson frá Ólafs- firði sem valinn hefur verið til að keppa á Olympiuleikunum í Sarajevo í Júgóslavíu hefur þegar haldið utan. Hann fór frá íslandi þann 30. desember og hyggst ferðast vítt og breitt um Evrópu fram að leikunum í Sarajevo og æfa og keppa. Gottlieb Konráðsson. Hörður í dauðafæri á línunni en að þessu sinni varði markvörður Borgnesinga. mynd: kga. Eins og við mátti búast fór Þór létt með að sigra Skallagrím frá Borgarnesi er liðin mættust í 3. deild íslandsmótsins á Ak- ureyri um helgina. Það þarf ekki að líta á margar tölur frá þessum leik til að sjá yfirburði Þórs. Staðan eftir 20 mínútur var þannig að Þór hafði skorað 11 mörk en Borgnesing- arnir aðeins eitt einasta mark! Staðan í hálfleik var 17:4 og lokatölurnar urðu 27:9 og segja þessar tölur allt sem segja þarf og verður Þórsliðið ekki á nokkurn hátt dæmt eftir þessum leik svo lítil og máttlaus var mótstaðan. Mörk Þórs skoruðu Sigurður Pálsson 10, Oddur Sigurðsson 5, Gunnar M. Gunnarsson 3, Aðal- björn Svanlaugsson 3, Baldvin Hreiðarsson 2, Guðjón Magnús- son, Birgir Torfason, Ingólfur Samúelsson og Kristinn Hreins- son 1 hver. Léttur sigur hjá Þórsstelpum Stelpurnar í Þór áttu ekki í erf- iðleikum með að vinna sigur á liði HK er liðin mættust í 2. Guðlaugur Bessason formaður Knattspyrnudeildar Völsungs: Það er orðin talsverð atvinnumennska í þessu íc Kristján Olgeirsson þjálfar Völsunga deild íslandsmótsins á Akur- eyri um helgina. Þór fékk aldrei neina keppni að ráði frá stelpunum í HK og hafði yfir í hálfleik 9:5. Það var því nánast formsatriði að spila síðari hálfleikinn og þegar upp var staðið voru lokatölurnar 20:13 Þór í vil. Þórunn Sigurðardóttir skoraði mest fyrir Þór eða 7 mörk. Sól- veig Birgisdóttir söngkona var með 4 og sömuleiðis Inga Páls- dóttir, Hanna Rúna Jóhannsdótt- ir með 3, Þórdís Sigurðardóttir og Anna Einarsdóttir með sitt markið hvor. Kristján Olgeirsson. „Við erum búnir að ráða Krist- ján Olgeirsson sem þjálfara meistaraflokks næsta keppnis- tímabil,“ sagði Guðlaugur Bessason formaður knatt- spyrnuráðs Völsungs á Húsa- vík er við ræddum við hann. Guðlaugur bætti því við að Helgi Helgason sem þjálfaði ásamt Kristjáni í fyrra hefði ekki haft áhuga á að þjálfa áfram en hann myndi leika með liðinu í sumar. Völsungar hafa misst Kristján Kristjánsson sem lék í framlínu liðsins í fyrra til Þórs á Akureyri, og þá eru taldar líkur á að Birgir Skúlason muni flytja sig til Akra- ness en hann hefur þó enn ekki tilkynnt félagaskipti. Við spurð- um Guðlaug hvort þeir myndu fá einhverja leikmenn í staðinn. „Já við vonumst til þess, en þeir eru orðnir svo dýrir þessir stórkarlar að það er hreinlega ekki hægt að fá þá. Menn eru keyptir á milli félaga, það er staðreynd." - Er talað um háar upphæðir? „Já, maður hefur heyrt tölur allt upp í 150 þúsund krónur fyrir manninn yfir sumarið og mér finnst vera orðin talsverð atvinnumennska í þessu þegar svo er komið. Það er því orðið erfitt að gera út lítið félag undir þessum kringumstæðum." - Hvenær byrjið þið að æfa? „Það er meiningin að byrja 1. mars af fullum krafti en það er einum og hálfum mánuði seinna en í fyrra.“ - Það datt botninn úr þessu hjá ykkur í 2. deildinni þá. „Já það gerði það, og þess vegna ætlum við að byrja seinna núna og sjá hvort mannskapurinn heldur ekki betur út, það er ætl- unin,“ sagði Guðlaugur. KEA gaf verðlaunin Forráðamenn Knattspyrnuráðs Akureyrar hafa beðið Dag að koma því á framfæri að Kaupfé- lag Eyfirðinga gaf verðlaunapen- inga fyrir alla flokka í Akureyr- armótinu í knattspyrnu innan- húss sem háð var um áramótin. KA missir tvo góða 99 Eina liðið sem býður ekki upp á grasvöll - Siglfirðingar verða með Skotann William Hogdson sem þjálfara í 2. deildinni í sumar fí „Við erum bara brattir hérna Siglfirðingar þótt við höfum e.t.v. ekki neina sérstaka ástæðu til þess að vera það,“ sagði Runólfur Birgisson formaður Knattspyrnufélags Siglufjarðar er við slógum á þráðinn til hans um helgina. „Það er nokkuð ljóst að við verðum með sama þjálfarann áfram, Skotann William Hogd- son en það hefur að vísu ekki verið gengið endanlega frá ráðn- ingu hans. Ég reikna með að við byrjum að æfa í byrjun apríl.“ - Það er talsvert seinna en hjá öðrum liðum, hvað veldur því? „Það eru nú hinar lélegu að- stæður sem við búum við hérna á Siglufirði og svo veðurfarið. Við ætluðum einu sinni að byrja í mars úti en það gekk ekki. Við einbeitum okkur þess í stað að innanhússboltanum núna.“ - Á að gera rósir eins og á ís- landsmótinu 1982? „Nei, ætli það. Við stóðum okkur mjög vel þá en í fyrra vor- um við í basli við að halda stöðu okkar. Við erum í riðli með bestu liðunum og stefnum að því að halda okkar stöðu. þar.“ - Fáið þið eitthvað af nýjum mönnum til ykkar fyrir sumarið? „Það er nú ekkert á hreinu með það. Þó eru allar líkur á því að Jón Örvar markvörður frá Reyni í Sandgerði komi hingað til okkar en hann er mjög góður markvörður með mikla reynslu. Það er svo ekkert meira á leiðinni til okkar annað en að við fáum upp unga leikmenn sem þarf að skóla til.“ - En þið missið drjúgt? „Já, Hafþór Kolbeinsson til KA, Björn Ingimundarson sem fluttur héðan og sömuleiðis er Adolf Árnason. En fyrirliðinn okkar Jakob Kárason sem gat ekkert leikið með okkur í fyrra verður með á fullri ferð í sumar.“ - Svo hljóðið er ekki svo dauft þrátt fyrir allt? „Nei, nei. Það sem ergir okkur mest er aðstöðuleysið. Við erum sennilega eina liðið í 2. deild sem býður ekki upp á grasvöll og reyndar hefur aldrei verið lokið endanlega við malarvöllinn svo ástandið gæti verið betra hvað aðstöðuna snertir," sagði Runólf- ur. Þórsarar mæta ÍBK í Bikarkeppninni í körfubolta íþróttahöllinni á Akureyri nk. laugardag og hefst hann kl. 14. Leikur Þórs og úrvalsdeildar- liðs ÍBK í Bikarkeppninni í körfuknattleik verður háður í Arni þjálfar Tindastól - sem leikur nú í fyrsta skipti í 2. deild í knattspyrnunni „Við erum búnir að ganga frá ráðningu Árna Stefánssonar og förum að hefja æfingar, það er ekki eftir neinu að bíða með Árni Stefánsson. það,“ sagði Páll Ragnarsson formaður Tindastóls á Sauðár- króki er við ræddum við hann, en Tindastóll leikur nú í sumar í fyrsta skipti í 2. deild íslands- mótsins í knattspyrnu. Páll sagði að Tindastóll mundi missa tvo leikmenn sem voru iðn- ir við markaskorun fyrir félagið á sl. keppnistímabili, þá Gústaf Björnsson og Hermann Þórisson sem fer erlendis. „Þetta voru miklir markaskorarar en við eig- um fullt af þeim og svo bætum við við piltum úr yngri flokkun- um.“ - Koma einhverjir nýir leik- menn til félagsins? „Það er ekki frágengið með það enn sem komið er, en það getur verið án þess að ég láti nokkuð hafa eftir mér um það meira á þessu stigi málsins," sagði Páll. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem Akureyringar eiga þess kost að sjá hér lið úr Úrvalsdeild- inni í leik og verður fróðlegt að sjá hvernig Þórsarar standa sig gengn Keflvíkingunum. Lið ÍBK hefur átt æri misjafna leiki það sem af er íslandsmótinu í Úrvalsdeildinni, en liðið er þó með 10 stig eins og Íslandsmeist- arar Vals og 6 stigum á eftir efsta liðinu UMFN. Keflvíkingarnir hafa komið á óvart, þeir hafa t.d. legið kylliflatir fyrir botnliðinu ÍR en síðan tekið sig til í næsta leik þar á eftir og unnið sigur á KR-ingum sem eru í 2. sæti. í liði ÍBK eru nokkrir reyndir landsliðskappar eins og Þorsteinn Bjarnason landsliðsmarkvörður í knattspyrnu sem er burðarás liðsins ásamt Jóni Kr. Gíslasyni en þessir tveir hafa verið lang- bestu menn liðsins í vetur og skorað grimmt. Þá eru ungir menn í liðinu sem eru erfiðir viðfangs. Þórsarar hafa einnig átt mis- jafna leiki í vetur. Þeir tóku sig til fyrir áramótin og unnu öll liðin í röð þar til kom að UMFG sem er í næst neðsta sæti 1. deildar, þá tapaði Þór og var það fyrsta tap liðsins á heimavelli sínum. Ef Þór nær góðum leik á laugardag þá getur allt gerst og með góðum leik og stuðningi áhorfenda gæti svo farið að Þór kæmist í 2. um- ferð Bikarkeppninnar, það er alls ekki útilokað. „Skautamir" fóm létt með B-lið KA Aöeins einn leikur áf þremur sem fyrirhugaðir voru í blakinu hér fyrir norðan gat farið fram, en það var leikur Skautafélags Akureyrar og B-liðs KA í 2. deild karla. Leik KA og Völsungs í L deild kvenna var frestað vegna ófærðar og leikur RV og KA í 2. deild karla sem fram átti að fara á Dalvík gat ekki farið fram vegna þess að enginn dómari var til staðar er hann átti að hefjast! Leikur Skautafélagsins og B- liðs KA var ójafn eins og tölurnar gefa til kynna, en honum lauk með 3:0 sigri SA sem vann hrin- urnar 15:5, 15:4 og 15:12. Það var einungis í síðustu hrinunni sem KA náði að veita hinum „gömlu“ kempum SA einhverja keppni en allt kom fyrir ekki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.