Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI FILMU HÚSID AKUREYRI 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 11. janúar 1984 5. tölublað Athyglisverðar upplýsingar um búsetuþróun á Norðurlandi Ólafsfjörður hélt sínu gegn Reykjavík - Aðrir kaupstaðir á Norðurlandi töpuðu fólki suður árið 1982 Húsvíkingur nokkur datt held- ur betur í lukkupottinn um helgina, en þá fékk hann stór- an vinning í knattspyrnuget- raununum. Húsvíkingurinn sem ekki vill láta nafns síns getið eða ræða við blaðamenn var með 16 raða kerf- isseðil og náði því að vera með alla 12 leiki seðilsins rétta þrátt fyrir ýmis óvænt úrslit. Fyrir þetta hlýtur hann 383.755 þar sem hann var einn með alla leik- ina rétta. Hann var einnig með 4 raðir með 11 leikjum réttum á sama seðlinum og fékk fyrir hverja röð 27.411 krónur. Heildarupphæð vinningsins nemur því 493.399 krónum og er þetta annar hæsti vinningurinn sem komið hefur upp í knattspyrnugetraunum hér á landi. gk Útburðarmálið: Engin dag- setning enn Enn er ekki komin dagsetning á fullnustu dóms Hæstaréttar í hinu svokallaða „útburðar- máli". Engar upplýsingar var að fá um málið hjá fógetaembættinu á Akureyri og Brynjólfur Kjartans- son, lögfræðingur Grímu Guð- mundsdóttur sagði í samtali við blaðamann Dags að hann ætti ekki von á fullnustu í þessari viku. - Ætli við bíðum ekki eftir því að veðrið skáni og sjáum þá hvað setur, sagði Brynjólfur Kjartansson. ese Rúmlega 400 skrifuðu undir - Það losar 400 sem komið er en það eru ekki allir listar komnir í hús, sagði Kolbemn Sigurbjörnsson er Dagur innti hann eftir árangri undirskrift- arsöfnunarinnar vegna útburð- armálsins. Kolbeinn sagði að nú þyrfti að hafa hraðar hendur og safna inn undirskriftalistum og afhenda þá. - Við verðum að hafa hendur í hári ráðherra, ganga úr skugga um að hann sé viðlátinn þegar við förum til Reykjavíkur með list- ana. Þetta verður að ganga hratt fyrir sig því ég tel að við höfum ekki frest nema fram að helgi, sagði Kolbeinn. ese - Það er ekki gaman að þurfa að leggja fram staðreyndir sem þessar en það er nú svo að það þýðir ekki að loka augunum fyrir staðreyndum og vonandi verða þessar upplýsingar, þó neikvæoar séu, td þess að ráðamenn bregðist jákvætt við hlutunum og af festu. Þetta sagði Hafþór Helgason hjá Fjórðungssambandi Norð- lendinga í viðtali við Dag í tilefni af úttekt sem hann hefur gert á búsetuþróun á Norðurlandi á ár- unum 1981 og 1982. í úttekt Hafþórs segir m.a.: „Á árunum 1981 og 1982 hefur íbúum á Norðurlandi fjölgað um 526 manns sem skiptist þannig milli kjördæma að fjölgunin nem- ur 139 íbúum á Norðurlandi vestra og 387 íbúum á Norður- landi eystra. Þetta lítur nokkuð blómlega út, þar til maður gerir sér grein fyrir því að þessi fjölgun íbúa er langt undir meðaltals- fjölgun á landinu á sama tíma." Samkvæmt upplýsingum Haf- þórs hefði íbúum á Norðurlandi vestra þurft að fjölga um 114 til viðbótar á árinu 1982 iil að ná umræddu meðaltali og um 187 á Norðurlandi eystra. Þá kemur jafnframt fram að allir kaupstaðir á Norðurlandi töpuðu fólki til höfuðborgarsvæðisins á árinu 1982 að Olafsfirði undanskildum. T.a.m. tapaði Akureyri 51 manni fleira til höfuðborgarsvæðisins en fluttist af höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar. „Það er athygl- isvert", sagði Hafþór Helgason „að þetta er nákvæmlega sama tala og Akureyri vantaði til að ná landsmeðaltali á árinu." - Ég hef engar endanlegar töl- ur um þróun búferlaflutninga á árinu 1983 én ég er hræddur um að hljóðið í fólki sé frekar nei- kvætt, segir Hafþór Helgason. Sjá nánar á bls. 4. ese Innheimta útsvara og aðstöðugjalda: Betri á Sauðár- króki — lakari á Húsavík Eftir langa bið varð loks flugfært til Akureyrar í gær. Boeing-þota kom norður síðdegis, og var þó með naumindum að af ferðinni yrði. Mynd: KGA. Niðurstöður innheimtu bæjar- gjalda liggja nú víðast hvar fyrir og fljótt á litið virðist inn- heimtuhlutfall hafa verið svip- að og undanfarin ár. Eins og Dagur hefur greint frá var inn- heimtuhlutfallið á Akureyri 92.2% af þeirri upphæð sem var til innheimtu á árinu 1983 en þar af var innheimtuhlutfall útsvara og aðstöðugjalda 93.3%. En nú víkur sögunni til Sauðárkróks og Húsavíkur. Á Sauðárkróki var innheimtu- hlutfall útsvara og aðstöðugjalda um 88% en tæplega 89% hvað varðar fasteignagjöldin. Sveinn Friðvinsson á bæjarskrifstofun- um á Sauðárkróki sagði í samtali við blaðamann Dags að samtals hefðu rúmar 22 milljónir króna verið til innheimtu vegna útsvara og aðstöðugjalda á árinu 1983 og rúm 8.1 milljón í fasteigna- gjöldum. Samtals hefði inn- heimtuupphæðin losað rúmar 30 milljónir króna. - Hvað útsvörin varðar þá er hlutfallið nú um einu prósenti betra en '82 en innheimta fast- eignagjalda var aðeins lakari að þessu sinni, sagði Sveinn Frið- vinsson. Á Húsavík nam innheimtu- hlutfall álagðra gjalda ársins 1983, þ.e. útsvör og aðstöðugjöld og eftirstöðvar fyrri ára sem voru til innheimtu hjá bæjarsjóði, um 94.4%. Að sögn Guðmundar Níelssonar, bæjarritara þá voru alls um 34.1 milljónir króna til inn- heimtu en þar af hljóðaði útsvar upp á 22.3 milljónir króna, að- stöðugjöld upp á 4.1 millj. kr. og fasteignagjöld upp á um 7.7 millj. kr. Auk pess hefði bæjarsjóður svo haft til innheimtu rúma eina milljón króna vegna útistandandi skulda við bæjarsjóð við uppgjör 1982. Innheimtuhlutfall fast- eignagjalda var þó hærra en þessi 94.4% eðaum98%. - Innheimta útsvara og að- stöðugjalda er heldur lakari nú en árin 1982 og 1981 en þá var hlutfallið 95.49% og 96.22%, sagði Guðmundur Níelsson. ese

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.