Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 3
11. janúar 1984 - DAGUR - 3 Samstarfsnefnd um áfengisvandamál unglinga á Akureyri: Komið verði á fót ung- lingaathvarfi og útideild Starfshópur á vegum æsku- lýðsráðs og félagsmálaráðs Akureyrar hefur lagt fram til- lögur um Ieiðir til úrbóta í áfengis og fikniefnamálum og hefur skýrslunni verið vísað til bæjarstjórnar. Hópurinn skiptir tillögum sín- um í 3 hluta, þar sem fyrst er til að taka fræðslu og áróður, þá efl- ingu þess starfs sem þegar er fyrir hendi og loks ný starfsemi fyrir unglinga. Lagt er til að þegar í árs- byrjun 1984 verði undirbúin og hafin öflug áróðurs- og fræðslu- herferð er beinist gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu unglinga. Herferð þessi þurfi að vera mjög víðtæk og ná til unglinga m.a. í skólum, félagasamtökum og fjölmiðlum. Einnig þurfi að fræða og virkja foreldra í þessum efnum. Gert er ráð fyrir að stofn- aður verði samstarfshópur með fulltrúa unglinga, kennara, fé- lagsmiðstöðva, sérfræðingi, full- trúa félagsmálastofnunar og frá foreldrafélögum skóla. Lagt er til að Akureyrarbær leggi til í þessu skyni 100 þúsund krónur. Samstarfshópur ráðanna tveggja telur að það starf sem fram fer í félagsmiðstöðvum sé afar mikilvægt og að í Dynheim- um, Lundarskóla og Glerárskóla fari fram mikið og fórnfúst starf við erfiðar aðstæður, en félags- miðstöðvar eru reknar á þessum stöðum sem kunnugt er. Hópur- inn telur að mikið framfaraskref yrði stigið ef ráðnir yrðu starfs- menn í hlutastörf í félagsmið- stöðvunum í Dynheimum og Lundarskóla, í stað þess að starfsmenn eru kallaðir út á afar lágu tímakaupi. Á þann hátt yrði mun auðveldara að skipuleggja starfið og gera það markvissara. Auk þess er talið brýnt að ráða sérmenntaða manneskju, t.d. fé- lagsráðgjafa eða uppeldisfræðing í a.m.k. 25% starf við félagsmið- stöðvarnar. Varðandi nýja þætti í starfi að æskulýðsmálum er getið þess að hugmynd um unglingaathvarf Sindrafell með lægsta tilboð í Verkmennta- skólann. . . Sindrafell hf. var með lægsta tilboðið í lokafrágang við annan áfanga Verkmennta- skólans á Akureyri, en til- boð voru opnuð í gær. Sindrafell bauðst til að vinna verkið fyrir 4.403 þ. kr., sem er 74.71% af áætluðu kostn- aðarverði. £n litlu munaði, því Ýr hf. bauð 4 m. og 420 þúsund kr., sem er 74.80% af áætluðu kostnaðarverði. Þriðja lægsta tilboðið kom frá Aðalgeiri og Viðari hf. og það fyrirtæki bauðst til að vinna verk- ið fyrir 4 m. og 620 þ. kr., sem er .78.17% af áætlun. Fjórða lægsta tilboðið kom frá Norðurverki upp á 4.8 m. kr. og Híbýli var með það hæsta upp á tæpar 5 m. kr., sem er 84.17% af áætluðu kostnaðarverði, en áætlunin hljóðaði upp á 5 m. og 910 þ. kr. Það er greinilegt, samkvæmt þessum tiíbooum og tilboðunum í ísiöuskóla, að verktakar berjast hart um þau verkefni sem boðin eru út. í þessu tilfelli býðst Sindrafell hf., sem til þessa hefur nær eingöngu fengist við að byggja einingarhús, til að fram- kvæma verkið á 25% ódýrari hátt heldur en áætlun hönnuða gerir ráð fyrir. Samkvæmt heimildum Dags bjóða ýmsir undirverktakar enn betur, t.d. rafvirkjar, málar- ar og pípulagningamenn, sem boðið hafi allt niður í 60% af áætlunum. gS . og Aðalgeir og Viðar í Síðuskóla Tilboð hafa verið opnuð í þak- gerð og innréttingar í fyrsta áfanga Síðuskóla, en verkinu á að vera lokið 1. ágúst í ár, þannig að skólahald geti hafist í haust. Lægsta tilboðið kom frá Aðal- geiri og Viðari hf. upp á 7.9 m. kr., sem er 74.95% af áætluðu kostnaðarverði. Næst lægsta til- boðið kom frá Ýr hf. upp á 8.4 m. kr., sem er 78.7% af áætlun. Tilboð frá Sindrafelli hf. var upp á 8.8 m. kr., frá Norðurverki upp á 8.9 m. kr. og frá Berki upp á 9 m. kr. Hæsta tilboðið var frá Hí- býli h.f upp á 9.7 m. kr., sem er 91.59% af áætluðu kostnaðarv- erði, en það var 10.6 m. kr. gs hafi komið tii umræðu í tengslum við mál einstaklinga sem vísað hefur verið til félgsmálaráðs. At- hvarfið yrði hugsað sem úrræði fyrir þá unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref á braut erfiðleika og ósigra. Þangað yrði vísað þeim unglingum sem sýna ein- kenni um félagslega eingangrun, samskipta- og/eða hegðunar- erfiðleika í skóla og/eða á heim- ili. í athvarfinu yrðu hverju sinni 6-8 unglingar sem sæktu starf- semina 3 kvöld í viku. Þar þyrftu að starfa 2 starfmenn í hálfu starfi hvor og auk þess tengist athvarf- inu fagleg ráðgjöf starfsmanns í 25% starfi. Launaliður athvarfs- ins yrði um 27.600 krónur á mán- uði. Athvarfið þyrfti að hafa til umráða 2-3 herbergja íbúð og lauslega áætlaður rekstrarkostn- aður athvarfsins yrði 16.900 kr. á mánuði, auk stofnkostnaðar við síma, búsáhöld og húsbúnað. Síðan segir í tillögum hópsins: „Ástæðan fyrir því að starfs- hópurinn leggur áherslu á að brýnt sé að koma upp unglingaat- hvarfi á Akureyri er sú að þau úr- ræði sem fyrir hendi eru, eru fá. Starfsfólk félagsmálastofnunar og sálfræðideildar skóla þekkir til verulegs hóps unglinga sem ekki geta nýtt sér félagsmiðstöðvar vegna félagslegrar einangrunar, tilfinningaerfiðleika og/eða hegð- unarerfiðleika og eru utangarðs í jafnaldrahópnum." Segir enn- fremur að vistun á unglinga- heimili sé mjög dýr. Þá er einnig rætt um að koma á fót svokölluðu leitarstarfi með vísi að útideild á Akureyri og væri tilgangurinn fyrst og fremst sá að komast í tengsl við þá ung- linga sem standa fyrir utan hið „hefðbundna" tómstundastarf, eru að flosna upp úr námi, eru í afbrotum, vímuefnaneyslu, þ.e.a. segja áhættuhópinn. Hóp- ur unglinga á Akureyri neytir verulegs áfengis og hefur „fiktað" við sniff. Þó nokkrir ein- staklingar í þessum hópi eru nú þegar verulega illa settir. Ef held- ur sem horfir mun hiuti af þeim bíða varanlegt tjón á andlegri og líkamlegri heilsu sinni, eru jafn- vel í yfirvofandi hættu, segir í skýrslu starfshópsins. Þá segir einnig að ef bæjaryf- irvöld ákvæðu að standa að rekstri unglingaathvarfs og leitar- starfs, yrðu ráðnir til þess sömu starfsmeftn. hs ATARII Töivuspii VIDEO COMPUTER SYSTEM Mari töWuspð w- mmm ._ , SJa| 111 «*£%»£*. Þá minnum við á að ódýrustu litsjónvörpin í bænum fást hjá okkur. Hljómdeild 20" litsjónvarp \ ^ *m\ frá Kolster WjpA kr. 22.260.- staðgreitt. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96) 21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.