Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -11. janúar 1984 IMW ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hafþór Helgason: Hvar á að draga saman? Það er alkunna, að þegar á bjátar og erfiðleikar gera vart við sig, eykst tilhneiging manna til að finna sökudólga, kenna einhverjum um ófarirnar. Erfið- leikarnir sem nú er við að etja í sjávarútvegi hafa orðið mönnum hvati til slíkrar leitar að sökudólgum. Æði oft er byggðastefnan nefnd í þessu sambandi. Með byggðastefnunni komu jú skuttogararnir og stórfelld endurnýjun varð í fiskverkunarfyrirtækjun- um. Menn gleyma því hins vegar gjarnan að þessi sama byggðastefna hefur að stærstum hluta staðið undir þeim gífurlegu framförum sem orðið hafa hér á landi á liðnum árum. Menn gleyma því gjarnan líka að víðar hefur verið fjárfest en í sjávarútvegi, þó honum hafi nær ein- göngu verið ætlað að standa undir öllum framförum í landinu. Meiri afli og betri nýting hans vegna auk- ins og bætts tækjakosts hefur m.a. valdið því að höf- uðborgin hefur tekið stakkaskiptum á liðnum ára- tug hvað stóraukna fjölbreytni í þjónustu varðar. En hvernig vilja menn svo að brugðist verði við þeim erfiðleikum sem við er að etja í sjávarútvegi? í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs „allra lands- manna" sl. sunnudag er ýjað að lausnum, sem virð- ast velþóknanlegar á þeim bæ. Spurt er hvort sú stefna að dreifa stórvirkum togurum um landið allt, sem hafi verið þungamiðja byggðastefnunnar, hafi valdið því að afli hefur dregist saman. Þessar hug- leiðingar koma í framhaldi af útreikningum útgerð- armanns á Suðurnesjum, sem sýna að afli hefur aukist mest á Norður- og Austurlandi á liðnum ára- tug. Er ekki með þessu verið að segja óbeinum orðum, að þeir landsmenn sem mesta verðmæta- aukningu hafa skapað í þjóðfélaginu skuli nú draga úr sinni útgerð meira en aðrir? Er Morgunblaðið að koma því inn hjá fólki og taka undir þau sjónarmið sumra útgerðar- og sjómanna á Suðurnesjum, að þorskurinn eigi að fá að ganga óáreittur kringum landið og veiðast aðeins, eða að stærstum hluta, í net þeirra Suðurnesjamanna? Þessum spurningum er varpað hér fram til umhugsunar og umræðu. Og má þá ekki spyrja annarrar spurningar, nefni- lega þeirrar, hvort ekki þurfi að draga stórlega úr yfirbyggingunni í þjóðfélaginu, sem auknar þorsk- veiðar Norðlendinga og Austfirðinga og reyndar annarra íbúa landsbyggðarinnar, hafa staðið undir? Það ætti þá varla að vefjast fyrir mönnum hvar sá samdráttur yrði, því uppbygging þjónustustarfsem- innar, sem margir kalla yfirbyggingu í þjóðfélaginu, hefur að langstærstum hluta orðið á höfuðborgar- svæðinu. Þessi orð verða sjálfsagt af mörgum talin af hinu illa og til þess líkleg að efla væringar milli lands- hluta. En er það ekki skrýtið, að það er aðeins þegar landsbyggðafólk ber hönd fyrir höfuð sér og krefst réttlátrar skiptingar gæðanna, sem umræðan er tal- in af hinu illa? Fólksfjölgun langt undir meðaltali Akureyri 6. janúar 1984. í Síðdegisvöku útvarpsins, þann 4. janúar sl. var vitnað til úttekt- ar Fjórðungssambands Norðlend- inga á búsetuþróun á Norður- landi. Fyrir svörum í þættinum, sem stjórnað var m.a. af Ólafi H. Torfasyni á Akureyri, sátu al- þingismennirnir Lárus Jónsson og Stefán Valgeirsson. í framhaldi af fyrirspurn til Fjórðungssam- bandsins frá blaðamanni Morg- unblaðsins, daginn eftir útsend- ingu umrædds þáttar, þykir rétt að gera nánari grein fyrir því efni sem hér er um að ræða þó ekki sé nema til að forðast allan misskilning. Á árunum 1981 og 1982 hefur íbúum á Norðurlandi fjögað um 526 manns sem skiptist þannig á milli kjördæma að fjölgunin nem- ur 139 íbúum á Norðurlandi vestra og 387 íbúum á Norður- landi eystra. Þetta lítur nokkuð blómlega út, þar til maður gerir sér grein fyrir því að þessi fjölgun íbúa er langt undir meðaltals- fjölgun á landinu á sama tíma. Óg þar sem fæðingar- og dánar- tíðni er svipuð í öllum kjördæm- um landsins skýrist fólksfjölgun undir landsmeðaltali á tilteknu svæði af brottflutningi fólks frá því. Það er einkum ungt fólk með nýstofnað heimili í leit að hent- ugu ævistarfi sem flyst búferlum á íslandi. Ef landsmeðaltal fólksfjölgun- ar er sett sem hundrað kemur í ljós að fjölgunin á Norðurlandi vestra er aðeins 75% af lands- meðaltalinu árið 1981 og ekki nema 26.7% af því árið 1982. Fyrir Norðurland eystra eru þessi hlutföll 58.3% á árinu 1981 og 53.3% árið 1982. Það sem á vant- ar í landsmeðaltalið segir nokkuð til um umfang fólksflutninga frá kjördæmunum. Ef fjölgað hefði samkvæmt landsmeðaltali á Norðurlandi vestra hefði íbúum þar fjölgað um 1.2% árið 1981 eða 128 manns og 1.5% árið 1982 eða 161 mann. En raunveruleg fjölgun varð aðeins 92 menn árið 1981 og 47 menn árið 1982, upp á vantar 36 íbúa fyrra árið og 114 hið seinna. Noðurland eystra sakriar á sama hátt 122 íbúa fyrra árið og 187 íbúa seinna árið: íbúaQölgun 1981 1982 Norðurland vestra: Landsmeðallal ' 128 161 (Raunv. fjölgun) (92) (46)" Mismunur -36 -114 Norðurland eystra: Landsmeðaltal (Raunv. fjölgun) Mismunur íbúafjölgun í kaupstöðum Sauðárkrókur: Landsmeðaltal (Raunverul. fjölgun) Mismunur 1981 1982 308 388 (186) (201) -122 -187 1982 33 (74) 41 Hafþór Helgason. Siglufjörður: Landsmeðaltal 30 (Raunveral. fjölgun) (-67) Mismunur -97 Ólafsfjörður: Landsmeðaltal 18 (Raunverul. fjölgun) (-2) Mismunur -20 Dalvík: Landsmeðaltal 20 (Raunverul. fjölgun) (33) Mismunur 13 Akureyri: Landsmeðaltal 204 (Raunveral. fjölgun) (153) Mismunur -51 llúsavík: Landsmeðaltal 37 (Raunveral. fjölgun) (41) Mismunur 4 Reynsla síðustu áratuga sýnir að fólki fækkar ört í dreifbýli og fjölgar að sama skapi í þéttbýli. Þannig hefur, frá árinu 1960, fækkað um 13.7% í dreifbýli á Norðurlandi vestra og um 14.5% á Norðurlandi eystra. Á sama tíma hefur fjölgað um 20.2% í þéttbýli í vestari hlutanum og 51.5% í eystri hlutanum. Maður hefði því ætlað að á árinu 1982 hefðu helstu þéttbýlisstaðir á Norðurlandi sýnt umtalsverða fólksfjölgun. Sú er líka raunin með Sauðárkrók, Dalvík og Húsavík en á þeim stöðum er fólksfjölgun á þessu ári yfir landsmeðaltali. En á Siglufirði, Ölafsfirði og Akureyri horfa mál- in öðru vísi við. A árinu 1982 varð bein fólksfækkun á Siglu- firði og Ólafsfirði og á Akureyri vantaði 51 íbúa í fjölgunina til að ná landsmeðaltalinu. Höfuð- staður Norðurlands og helsti þjónustukjarni landshlutans náði því aðeins 75% landsmeðaltals fólksfjölgunar á árinu 1982: Eins og getið var hér framar ráða búferlaflutningar einna mestu um hvort tiltekið svæði nær landsmeðaltali íbúafjölgunar eða ekki. Með því að líta á jöfn- Allir kaup- staöir á Norð- urlandi, nema Olafsfjörður, misstu fleira fólk til höfuðborgar- svæðisins, en fluttist frá- höfuðborgar- svæðinu til viðkomandi staða uð fólksflutninga kaupstaða á Norðurlandi og höfuðborgar- svæðisins má sjá hvort mikil fjölgun í tilteknum kaupstað á rætur sínar að rekja til lítilla flutninga suður eða mikilla flutn- inga úr aðliggjandi svæðum til viðkomandi kaupstaðar en þessir tveir þættir ráða langmestu þar um: Fúlb.flulniiigur til ug frá höfuðborgarsvíeði Jðfnuður 1982 Sauðárkrókur -14 Siglufjörður -41 Ólafsfjörður 3 Dalvík -7 Akureyri -51 Húsavík -19 Alls -129 Allir kaupstaðirnir, að Ólafsfirði undanskildum, missa fleiri íbúa suður en þeir fá til baka. Eins og áður sagði fjölgaði á Sauðár- króki, Dalvík og Húsavík yfir landsmeðaltali árið 1982. Þeir tapa þó fólki á höfuðborgarsvæð- ið sem gefur vísbendingu um að fólksfjölgun þeirra megi rekja til fækkunar í sveitarfélögum í næstu héruðum. Ólafsfjörður „græðir" 3 íbúa af höfuðborgar- svæðinu en vantar þó 20 íbúa upp á landsmeðaltalsfjölgun. Siglu- fjörður og Akureyri, sem voru undir landsmeðaltali fólksfjölg- unar 1982, missa umtalsverðan hóp fólks suður. Og athyglisvert er að Akureyri vantaði á árinu 1982 51 mann upp á landsmeðal- tal fólksfjölgunar en það er ná- kvæmlega sá fjöldi fólks sem kaupstaðurinn tapaði til höfuð- borgarsvæðisins á umræddu ári. F.h. Fjórðungssambands Norð- lendinga. Hafþór Heigason. Frá Ólafsfirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.