Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 7
11. janúar 1984 - DAGUR - 7 ir reynum að senda frá okkur sam- þykktir og ályktanir varöandi ýmis mál sem tengjast þessum vandamálum." - Farið þið í skólana og komíð ykkar sjónarmiðum á framfæri þar? „Við gerum það. Á Bindindis- daginn sendum við t.d. fulltrúa í alla skóla í umdæminu. Þá höfum við staðið að því að fá menn frá AA-samtökunum til þess að koma hingað og koma fram í skólum sem var mjög áhrifaríkt. En okkur finnst koma allt of lítið um þetta starf okkar í fjöl- miðlum. Hugsanlega er það vegna þess að við erum ekki nógu duglegir að vekja athygli á þessu en okkur virðist sem blaðamenn sækist miklu meira eftir öðru heldur en svona efni." - Hvað eru margar stúkur á Akureyri? „Þær eru 6 talsins, þrjár barna- stúkur og þrjár stúkur fullorð- inna og í þeim eru alls um 550 manns." - Það er greinilegt að stúku- fólki hefur farið fækkandi á sama tíma og AA-félögum fjölgar. Getur a.m.k. hluti þeirrar skýr- ingar Iegið í þessu heiti sem menn þurfa að vinna við inn- göngu, menn séu hreinlega hræddir við að brjóta það heit og verða að þola einhverja niður- lægingu þess vegna? „Við höfum heyrt þetta, og það er staðreynd að ef þú lofar einhverju og svíkur það þá finnst þér það leiðinlegt. Reglan er hins vegar byggð svona upp og þessu verður ekki breytt. Það fundar- form sem við höfum og sá trún- aður og það traust sem er á milli félaganna verður ekki breytt. Siðirnir sem við notum hafa verið óbreyttir frá öndverðu og ef við þeim verður hróflað þá trúum við því að það boði endalok þessa félagsskapar." - Hvaða siðir eru þetta? „Það er t.d. fundarformið sem við höfum sem er sérstakt. Við getum ekki upplýst hvaða siðír þetta eru því þetta eru lokaðir fundir. En þetta er enginn leyni- félagsskapur því það er öllum frjálst að koma inn í hreyfinguna sem það vilja. Þeir sem eru í Regl- unni mega hins vegar ekki segja frá þessum siðum út á við. Við höfum líka tekið eftir því að þó að maður hætti í Reglunni þá segir hann ekki frá þessu." - En hvað getur svona félags- skapur verið með á fundum sem ekki má spyrjast út? „Það er ekkert svoleiðis, held- ur hitt að við viljum halda okkar fundarformi leyndu og slíkt er ekkert einsdæmi þegar um lokað- an félagsskap er að ræða því við höldum fundi fyrir luktum dyrum. En við ítrekum það að það geta allir gengið í Regluna sem þess óska. Þú getur gengið í Regluna um kvöld, gengið síðan inn í Sjallann á heimleið af fundinum og dottið í það. En ég held ekki að þú myndir fara að segja frá því sem þú hafir séð á fundinum, það er ekki okkar reynsla. En hér er einungis um fundarform að ræða sem við viljum fá að hafa út af fyrir okkur." Frá afmælisfundinum í Friðbjamarhúsi í gærkvöld. - Getið þið upplýst mig um uppbyggingu Reglunnar? „Já, þú gengur inn í Regluna og að 6 mánuðum liðnum getur þú gengið inn á hin æðri stig þar sem heitir trúriaðarstig. Á því stigi vinnur þú ævilangt bindindisheit. Að 6 mánuðum liðnum getur þú tekið umdæmisstúkustig, að ári liðnu stórstúkustig og að enn einu ári liðnu hástúkustig." - Og nú fagnið þið 100 ára af- mæli ísafoldar og um leið aldar- afmæli IOGT hérlendis. Hvernig ætlið þið að minnast þessara tímamóta? „Við gerum það að okkar dómi nokkuð myndarlega. Við höldum fund á afmælisdaginn (í gær) í Friðbjarnarhúsi þar sem Isafold var stofnuð, meira að segja í sama herbergi. Við eigum Frið- bjarnarhús sem byggt var um miðja síðustu öld og getum haft allt fyrirkomulag á sama hátt og var í húsinu á stofnfundinum fyrir 100 árum. Þetta verður sérstakur afmælis- hátíðarfundur og á þessum fundi fá allir sérstakt merki um þátt- töku sína í fundinum. Þetta merki fær enginn nema sá sem sækir þennan fund því upplagið verður gert ónýtt strax að fundin- um loknum. Mynd: KGA. Þá verður hátíðarfundur á Varðborg á föstudagskvöld og af- mælishóf á laugardagskvöldið. Þá má ekki gleyma barna- skemmtun sem við höldum í Borgarbíói á sunnudag fyrir barnastúkurnar í umdæminu, þar sem m.a. skemmta Jón B. Gunn- laugsson og Ómar Ragnarsson. Við viljum svo að lokum hvetja alla Reglufélaga til að sækja þessa fundi og hátíðarsamkomuna." gk „Stundum verður lítið fræ að stóru tré" Þegar stúkan ísafold varð 90 ára þann 10. janúar 1974 var gefið út veglegt afmælisrit af því tUefni. Er í ritinu fjallað um starf Reglunnar á Akureyri og við grípum niður í afmælis- ritið: „Stundum verður lítið fræ að stóru tré, sem breiðir lim sitt víða. Lítið félaa getur orðið að hreyfingu sem breiðist um land allt. Fáa mun hafa grunað, að stúk- an ísafold, sem stofnuð var með 12 félögum fyrir 90 árum, mundi verða að þjóðarhreyfingu og kjarni að bindindisstarfsemi í landinu um áratugi. En þessi hreyfing festi rætur í flestum kauptúnum oe kaupstöðum landsins og kom þar upp fyrstu fundarhúsunum. Hún varð fljótt svo máttug hér í bænum, að henni auðnaðist að hrífa marga heimilisfeður frá brennivínskrön- um í verslunum bæjarins. Erfið- ara virðist nú að fá menn út úr hinum gylltu vínbörum veitinga- húsa, sem hafa verið gerðir sem girnilegastir, svo menn uni þar Friðbjarnarhús. Þar var stúkan Isafold stofnuð fyrir 100 árum. Húsið er í eigu I.O.G.T. á Akureyri. sem lengst. Þá hefur Mammon og sest í það hásæti til að vernda þegna vínsins, meðan þeir una þar í vímu sinni..." - Síðar segir, er vitnað er til starfsemi ísafoldar á árunum 1963-1973: „ísafold hefur verið mjög starfsöm þennan áratug og margir gengið í stúkuna bæði fullorðnir og unglingar. En stúk- urnar, sem eru björgunarsveitir, verða að horfast í augu við þá staðreynd, að ekki bjargast allir við fyrstu tilraun. Þó mun það ekki láta neinn ósnortinn, sem í fullri alvöru hefur reynt þessa leið..." „...En félagsstarf gengur í bylgjum. Menn koma þar og fara og oft eru það aðeins fáir sem þar festa rætur. Þessa sögu hafa stúk- urnar reynt eins og önnur félög. Sumum þykir það of bindandi að starfa í undirstúkum og rækja það félagsstarf sem því fylgir. Aðrir verja tíma sínum fúslega fyrir þetta starf, einkum ef von er um að geta hjálpað einhverjum, sem erfitt á í lífinu ..." „...Leggur stúkan nú upp í næsta áratug og lætur hvergi haggast, þó að glasaglaumur nú- tímans glymji í kringum hana. Því meiri þörf er á þróttmiklu starfi hennar, því fleiri sem leið- ast afvega." gfc

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.