Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -11. janúar 1984 n Minning: T Sigríður Guðmundsdóttir Pótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, yrði eg hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt eg hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þó eg hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri eg ekki neitt. I.Kor.13. Við andlát Sigríðar Guðmundsdótt- ur, sem fædd var í Bolungarvík en lifði mestan hluta æviskeiðs síns á Akureyri, skýrist tjúf mynd af konu, sem var hvort tveggja í senn, traust móðir og uppalandi og tryggur lífs- förunautur og félagi eiginmanns síns, Björns Þórðarsonar. Þó var hún kannski umfram allt hin fórn- andi kona, sem ætíð hugsaði fyrst um annarra heill, kona kærleika og fórnfýsi og mildi á garð ástvina og samferðamanna. Kona, sem skilaði margföidu öllu því, sem örlögin veittu henni, kona sem í senn var gædd kátínu, alvöru oggreind, kona heimilis, tryggðar og vináttu, mið- depill fjölskyldulífs, trygg móðir barna og barnabarna. Ég minnist eilítið heimilis hennar og fjölskyldu hennar á Akureyri, jafnvel áður en þau kynni áttu eftir að verða með öðrum hætti. Sigríður var glæsileg kona, sem eftir var tek- ið í bæjarlífi þess tíma. Ef til vill hafa hinir óvenju skýru skapgerðar- eiginleikar hennar mótast þegar við erfiðleika í bernsku, er báðir for- eldrar hennar féllu frá með stuttu millibili frá stórum barnahóp og við kröpp kjör. Oft þarf erfiðleika til að skapa fórnfýsi gagnvart öörum og efla jafnframt vináttu og örlæti gagnvart þeim, sem minna mega sín eða eiga við mótlæti að stríða. Þessi skaphöfn bjó með Sigríði alla tíð - allt til dauðadags, og ég veit að þeir eru ófáir, sem notið hafa þessa ríka eðlisþáttar í fari hennar, þótt unnið væri í hljóði og af þeirri hógværð, sem henni var eiginlegt. Lífsstarf hennar, eins og svo margra annarra íslenskra kvenna, var fyrst og fremst fólgið í því að rækta sinn eiginn garð, garð heimilis og fjölskyldu. Ef nefna skal einhver áhugamál öðrum fremur, sem settu mark sitt á lífshlaup hennar og fjöl- skyldu hennar, þá voru það afar tíð ferðalög þcirra Björns og síðar dætra þeirra, eftir því sem þær uxu ur grasi. Var þá leitað á vit íslenskr- ar náttúru, kyrrðar og fegurðar, hvort sem það var í faðmi eyfirskrar sumarfegurðar eða að farið var lengra til öræfa og landshluta, sem á þeim árum voru í raun fjarlægir. Á síðari árum bættust ferðalög til fjarlægra landa í þetta fjölskrúðuga minningasafn, en eflaust hafa þau Sigríður og Björn notið sín best, þegar þau voru ein með sjálfum sér í íslenskri náttúruvin og fáa íslend- inga þekki ég, sem þó eru unnendur náttúru og fegurðar, sem tekið hafa sér ferð á hendur um miðja sumar- nótt til þess að verða vitni að því, þegar miðnætursólin rís úr hafi við Kaldbak í norðri. Án nokkurs vafa hafa sterkustu vináttubönd þeirra hjóna við aðra samferðamenn ein- mitt veríð hnýtt í tengslum við slík ferðalög, ekki síst við samstarfsfólk í samvinnuhreyfingunni og ferða- samtökum, og margar góðar endur- minningar eru tengdar fögrum reit- um í nágrenni Akureyrar, á Sval- barðsströnd eða í Vaglaskógi austan Vaðlaheiðar. í erlendu spakmæli segir: „Þeir sem mikið elska, verða aldrei gamlir." Sigríður Guðmundsdóttir var alla tíð ung - ung á sál og líkama og þannig munu eftirlifendur geyma með sér minningu hennar. Þetta kom líka skýrt fram í veikindastríði hennar. í sjúkdómi sínum háði hún tvö dauðastríð. Hið fyrra hófst á Akureyri fyrir rúmu ári, því strfði lauk með sigri lífsins og eru á því engar skýringar, hvorki vísindalegar né annars eðlis. Stórafmæli var framundan, en helsjúk reis hún sem heil á fætur. Gekk hún um götur Akureyrar, flaug suður til Reykja- víkur og í sumarfegurð Þingvalla var stórafmælið haldið. Líður sú stund seint úr minni þeim er þar urðu vitni að. í öðru erlendu spakmæli segir (Krystallar. Sr. Gunnar Árnason): „Kærleikur Guðs er skráður í hvert mannshjarta eins og í bók væri. Þótt bandið losni, blöðin fúni eða letrið máist er innihaldið ódauðlegt." Eins og sá kærleikur, er hafður er eftir postulanum frá Tarsos hér að framan, var þessi kærleikur skráður í brjóst þeirrar konu, sem kvödd er í dag. -"Síðara dauðastríðinu lauk au kvoiui annars joiadags, á hátíð friðar og kærleiká. Útförin fór fram 5. jan. sl. frá Ak- ureyrarkirkju, þeirri kirkju, er hún hafði ætíð í sjónmáli bæði í hinum daglegu störfum og ekki síður sem viðmiðun í lífinu sjálfu. Helgur reit- ur á hæðinni gegnt heimilinu á Brekkunni bæði nú og áður, eftir að losað hefur verið um bönd og blöð tekin að fúna, letrið mun mást, en eftir verður hið eiginlega innihald - ódauðlegt. Ástvinir Sigríðar Guðmundsdótt- ur harma og kveðja góða konu, sem var ógleymanlegur þáttur í Iffi þeirra. Blessuð sé minning hennar. Reykjavík á gamlársdag 1983 Heimir Hannesson. Til hafs sól hraðar sér hallar út degi eitt skeiðrúm endast hér i lífsins vegi Þannig byrjar kvöldsálmurinn hans langafa okkar. Þetta kemur mér fyrst í hug, þegar hún er horfin héðan yfir móðuna miklu, en ég sit hér og minnist liðinna daga. Við vorum systradætur og bárum báðar nafn hinnar elskuðu móður mæðra okkar, Sigríðar Arnórsdótt- ur frá Vatnsfirði við ísafjarðardjúp. Vinátta okkar hefur varað frá því við vorum mjög litlar, og þó vík væri stundum milli vina, var vinátt- an söm þegar við hittumst eða vor- um samvistum aftur. Tryggð frænku minnar var ávallt hin sama. Sigríður Jóna Guðmundsdóttir eins og hún hét fullu nafni var fædd í Bolungarvík 20. ágúst 1903. Guð- ríður Hannibalsdóttir móðir hennar var fædd að Neðri-Bakka í Langa- dal, Nauteyrarhreppi (áður Kirkju- bólsþingum), f. 20. júní 1874, dóttir Hannibals Jóhannessonar bónda þar, frá Kleifum í Skötufirði og konu hans, Sigríðar Arnórsdóttur frá Vatnsfirði prests og prófasts, Jónssonar prests að Marteinstungu í Holtum, en faðir Sigríðar, Guð- mundur Steinsson, var sonur Steins Davíðssonar og Signýjar Gissurs- dóttur frá Ósi í Bolungarvík. Syst- kini Siggu (þannig vorum við báðar kallaðar) sem komust til fullorðins- ára voru Sigurvin (dó 20 ára, ókv.), Steinn, búsettur á ísafirði, Hanni- bal, bóndi að Hanhóli, Bolungar- vík, Elín, búsett í Reykjavík, og Guðmundur, búsettur á ísafirði. Nánar um ætt og ævi Guðríðar og systkina hennar vísast til rita „Menningar- og minningarsjóðs kvenna". Snemma heyrði ég þess getið hversu myndarleg og dugleg Sigga frænka væri, við að gæta yngri syst- kina sinna og hjálpa mömmu sinni við húsverkin, svo hún gæti stundað fiskvinnu, þrátt fyrir sitt stóra heim- ili. Á sumrin var Sigga hjá móður- bróður sínum, Arnóri í Tungu í Dalmynni (hið gamla æskuheimili Arnórs, Guðríðar, mömmu og syst- kina) alls 7 sumur. Þar var nóg að gera og gaman að vera hjá öllum frændsystkinunum. Við vorum þá vestur í Arnarfirði og því mun 'lengra burtu. Á veturna voru nógir 'í Bolungarvík sem gátu þegið hjálp myndarlegrar lítillar stúlku. Óguð hvort annað nú, ennþá vor bíður auglýsir engum þú, óðar en líður. Árið 1921 var harma- og örlagaár okkur nöfnum báðum, ég missti föður minn 29. mars og Sigga frænka móður sína 20. júní. Hún varð bráðkvödd. Bæði dóu á afmæl- isdegi sínum. Það ár kom Sigga frænka til ísafjarðar og réðst f vist, því faðir hennar tók sér ráðskonu. Á þessum árum var litla hjálp að fá til að geta menntað sig. Það var Siggu heitasta ósk að geta lært mat- reiðslu og hússtjórn og með dugnaði og sparsemi tókst henni að komast næsta vetur í húsmæðraskólann á ísafirði, sem reyndist ágætis skóli, undir stjórn Gyðu Maríasdóttur. Síðar keypti hún sér orgel og fékk sér tíma í orgelspili. Á ísafjarðarárum Siggu vorum við mikið saman og stundum bjó hún hjá mömmu. Vissi ég því vel hversu vel hún var látin, hvar sem hún vann, hvort heldur var í vist eða fiskvinnu. Til dæmis hafði hún verið í vetrarvist hjá presthjónunum Sig- urgeir Sigurðssyni síðar biskupi og frú Guðrúnu Pétursdóttur. Þegar faðir séra Sigurgeirs dó fengu þau Siggu frænku eftirgefna úr fiskvinnu innan úr Álftafirði til að gæta heim- ilis og barna, svo þau hjónin gætu bæði farið og fylgt honum til grafar í Reykjavík. „Sigríður er sú eina sem við getum treyst eins og sjálfum okkur," sagði séra Sigurgeir. Árið 1922 dó Arnór móðurbóðir okkar, sem Sigga hafði verið hjá á sumrin og yngsti bróðir hennar, Guðmundur, hafði verið sendur til þegar mamma þeirra dó svo snögg- lega (Mummi var þá á sjöunda ári), og 1923 misstu þau föður sinn líka. Báturinn sem hann var á fórst, en tveir af áhöfninni björguðust, annar meðvitundarlaus, það var Guð- mundur Steinsson. Hann komst aldrei til meðvitundar. Sigga þurfti þá að sjá um útför hans og allt sem því fylgir. Systkini hennar voru öll yngri, og yngst var nokkurra mánaða hálfsystir, Hall- dóra. Dáðu margir Siggu frænku þá. Eftir að Sigga flutti til Reykjavík- ur vann hún í húsum hjá tveimur konsúlum (Konsul Bay og Ásgeiri Sigurðssyni) o.fl. en veikist svo af brjósthimnubólgu og fór þá á Vífils- staði í ljós. Þegar hún var albata nokkrum mánuðum síðar réðst hún í vinnu á straustofu hælisins. Fáir sóttu víst gæfu st'na til Vífilsstaða á þessum árum en það gerði Sigga frænka, því þar kynntist hún manni sínum Birni Þórðarsyni, ættuðum úr Svarfaðardal, hann var þá bústjóri á Vífilsstaðabúinu. Á 1000 ára al- þingishátíðinni var Sigga ein af þeim sem fengin var til að ganga um beina í konungstjaldinu á Þingvöllum (all- ar voru þær í þjóðbúningum) en um suamrið flutti hún til Akureyrar og giftist 16. ágúst. Björn hefur unnið hjá KEA alla áratugina síðan. Heimili þeirra hefur lengst af ver- ið á Oddagötu 5 og þar hefur hún Sigga Guðmunds tekið á móti ætt- ingjum og vinum og hjálpað þeim sem hjálpar voru þurfi. Það var ávallt hátíð að heimsækja Siggu og Björn í sumarbústað á Svalbarði, Varðgjá eða heima á Oddagötu. Þar var bæði hjartarúm og húsrúm hvort sem dvalið var lengur eða skemur hjá þeim og það var gaman að sjá heimili þeirra. Dæturnar þrjár bera þeim fagurt vitni og uppeldinu sem þær hlutu. Þær eru Guðrún, gift Árna Gunn- arssyni skrifstofustjóra í mennta- málaráðuneytinu, Erla, húsmæðra- kennari, gift Erni Guðmundssyni kennara, og Birna, gift Heimi Hannessyni framkvstj. Haustið 1982 veiktist mín kæra nafna og frænka svo enginn ætlaði henni líf. Þá sýndu dæturnar kærleika sinn í verki til foreldranna. Þær fóru horður og voru til skiptis á Akureyri svo þær gætu verið hjá mömmu sinni hvern einasta dag og líka verið föður sín- um tií styrktar. Með vorinu jókst þróttur Siggu, hún komst á fætur og gat sinnt heimili sínu í nokkra mán- uði, notið sumarsins með manni sín- um og fjölskyldu allri. Glaðst með þeim, þegar hún varð áttræð og þau voru öll s;nií.iii á Þingvöllum. Henni fannst það stór gjöf sem hún fékk að njóta í sumar. Með haustinu fékk sjúkdómurinn yfirhönd. Hún lá á Landspítalanum og þar voru dæturnar hjá henni, til skiptis, hvern einasta dag, og næt- urnar með, síðari hluta þessara erf- iðu mánaða. Slíkur kærleikur barna í verki mun sjaldgæfur, ef ekki eins- dæmi. Sjúkrastríðinu lauk að kvöldi annars jóladags. Þá var hún kölluð til starfa í öðrum og betri heimi - trúi ég. Guð blessi frænku mína og launi henni alla vináttu langrar ævi. Hafi hún þökk fyrir allt. Björn og þið öll vitið, að ég tek þátt í sorg ykkar. Svo lífið braut er breið til banakífsins og dauðinn eins er leið aftur til Iífsins. Svo Hfa sérhver á sem sálast eigi, og andast eins og sá sem aldrei deyi. íþína umsjón nú ástríki faðir, felum, líf byggð og bú, blundum svo glaðir. (Arnór Jónsson) Þannig endar kvöldsálmur lang- afa okkar Siggu frænku. Sigríður Valdemarsdóttir. Afmæliskveðja Þann 1. þessa mánaðar varð elskuleg föðursystir mín Karen Sigurðardóttir níræð. Hún er ein af 7 börnum Karólínu og Sigurð- ar í Hólsseli, sem þar bjuggu stórbúi. Þegar Karólína dó fyrir aldur fram árið 1924 tók Karen við bústjórn og var ráðskona fnð- ur síns rúm 40 ár. Það var ekki vandalaust að sjá svo mann- mörgu heimili farborða, en það reyndist Karenu létt verk. Hún stjórnaði ekki með harðneskju, heldur af hógværð, nægjusemi, framúrskarandi þrifnaði og nýtni. Hún man fyrstu búskaparár foreldra sinna, þegar fátæktin var sár þótt hún hafi aldrei auglýst sig. Börnin áttu varla fötin utan á sig, en mat skorti aldrei í Hóls- seli. Það var góða sauðlandið sem framfleytti 7-8 hundruð kindum þegar flest var. Þá voru 2 beitarhús og vinnumenn þurfti til að standa yfir fénu og 3 vinnu- konur. Allt þetta fólk fékk verð- laun frá Búnaðarfélagi íslands fyrir langa og dygga þjónustu. Og þegar blessað gamla fólkið gat ekki unnið lengur hjúkraði Kar- en því og bjó til hinstu hvíldar. Það dó háaldrað heima og engin ellistyrkur þá kominn til sögunn- ar. Karen var jöfn við alla, háa sem lága, sem sést best á því hve hjúasæl hún var. Ekki fóru gestir varhluta af góðum kostum hús- freyjunnar. Gestrisni, ósérhlífni og látleysi komu glöggt fram þeg- ar þreyttir og uppgefnir ferða- menn komu í bæinn eftir langa baráttu við óblíð náttúruöfl öræf- anna. Hólssandur var póstleið Fjöllunga og Hólssel fyrsti bær við Sandinn. Oft klæddi Karen þreytta og hrakta menn úr frosn- um fötum, bar þeim fótalaugar og klæddi í hlý föt. Gestarúmin í Hólsseli voru með fiðurundirsæng og dúnsæng ofan á, sem mun ekki hafa verið algengt í þá daga. Um veitingar þarf ekki að fjöl- yrða þær þekkja allir sem hafa komið í Hólssel. Karen giftist Birni Jónssyni kennara úr Mývatnssveit, besta manni, en heilsuleysi yarð þeim þungbært. Hann var oft frá allri vinnu og Karen þurfti að sjá um hann sjúkan tímunum saman. Hann er látinn fyrir alllöngu. Þau hjónin áttu ekki börn, en tóku fósturdóttur, Karólínu Ingólfs- dóttur. Hún fékk sykursýki á barnsaldri og hefur verið heilsu- lítil öll sín bestu ár. Hún var sannur sólargeisli fósturforeldra sinna. Karólína er búsett í Reykjavík. Einnig ólst upp hjá Karenu Kristín Hjartardóttir húsmóðir á Akureyri. Fráfærur voru í Hólsseli fram að árinu 1939. Þá voru 70 ær. í kvíum og þá var byrjað á að byggja nýja húsið. Var Sigurður þá kominn fast að sjötugu og um líkt leyti byggði hann fjárhús og hlöðu. Sýnir það stórhug svo gamals manns. í lok sláttar sama ár var haldið reisugili. Var þar frændfólk, vinir og venslafólk úr nær- liggjandi sveitum og allir sveit- ungar. Veitingar voru ekki skornar við nögl. Þar var matur fyrir alla, sem áttu lengra að; kaffi, tertur og vín. Margir fóru ekki heim fyrr en morguninn eftir. Þetta er sagt til að sýna hvað fólk gat lagt mikið á sig til að gera sér glaðan dag. Það þurfti engan smáundirbúning fyrir svona veislu, en Hólsfjöllungar voru engir viðvaningar í þeim efnum. Grímsstaðir höfðu greiðastað og Grundarhóll og Hólssel tóku afganginn af gestum meðan Hótel Reynihlíð var ekki rekið. Aðeins ætla ég að minnast á hlut Karenar í allri þeirri matar- gerð, sem fram fór á Hólsseli á þeim árum. Slátur og súrmatur var í 4—5 ámum. Þá má nefna magála, súra bringukolla og hangikjöt sem landsfrægt var á þeim tíma. Mör var bræddur og geymdur í belgjum og saltkjöt í ámum. Á meðan gestamóttaka var í Hólsseli var mikið af kjöti soðið niður og þurfti mikla nákvæmni við það, svo sem allt annað, ekk- ert mátti skemmast. Osta-, smjör- og skyrgerð var daglegur viðburður meðan fráfærurnar voru. Alltaf vai margt kaupafólk í Hólsseli á sumrin. Það kom í hlut Karenar að vekja fólkið. Sjálf reis hún snemma úr rekkju, hit- aði kaffið og færði öllum í rúmið meðan hún stjórnaði búi. Þetta var gömul regla; ábyggilega hefur Karenu fundist það einhver sára- bót fyrir fólkið að vakna við ein- hverja hressingu. í Hólsseli var allt í föstúm skorðum, vinnutími reglubund- inn og hvergi handahófs eyðsla. Lára systir Karenar hefur búið á móti Karenu og hafa þær létt hvor annari erfiðleikana eftir því sem hægt er, enda er Karen mjög frændrækin og vinaföst. Karen elskar heimabyggð sína, dáist að fegurð hennar og hvað Fjöllin hafa gefið þeim, sem þar búa. Hún hefur áhuga á lands- málum og fylgist vel með öllu. Alltaf hefur Karen gefið sér tíma til lestrar góðra bóka, en nú er sjónin orðin svo dauf að hún get- ur það ekki lengur. Hún dvelur nú í skjóli systursonar síns og Guðrúnar, sem hefur tekið við hlutverki hennar að sjá gamla fólkinu, sem enn er í Hólsseli, farborða. Alltaf finnst okkur hjónunum eitthvað vanta, þegar sumarið líður án þess að geta farið vestur í Hólssel. Innilegar hamingjuóskir með níræðis afmælið. Lifðu heil. Karólína Gunnarsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.