Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 11
11. janúar 1984 - DAGUR -11 Frá Áfengisvarnaráði: Að gefnu tilefni Að gefnu tilefni vekur Áfengis- varnaráö athygli á eftirfarandi: 1. í áfengislögum, en þau voru sett undir handarjaðri Bjarna Benediktssonar, seg- ir að Áfengisvarnaráð skuli „stuðla að bindindissemi" og „vinna gegn neyslu áfengra drykkja". 2. Viðhorf og afstaða Áfengis- varnaráðs eru að flestu leyti svipuð stefnumiðum stofn- unar þeirrar í Noregi sem sinnir sams konar verkum þar og heitir Norsk Edru- skapsdirektorat. 3. Áfengisvarnaráð hefur engra hagsmuna að gæta í sambandi við vímuefnasölu. Bjórsala eða bjórbann snerta hagsmuni annarra en þess. 4. Hins vegar hefur verið reynt að koma á framfæri ýmsum staðreyndum varðandi áfengismál, m.a. með því að kynna hvað Alþjóðaheil- brigðisstofnunin leggur til í þeim efnum. 5. Það er ekki nýtt að upp rísi menn sem hafa lausnir á vímuefnavandanum á tak- teinum. Um 1930 átti til að mynda sala sterkra drykkja að bæta drykkjusiði íslend- inga, undanfarna tvo áratugi vínsöluhús og nú telja sumir áfengt öl allra áfengismeina bót. 6. Bjórdrykkja virðist síður en svo draga úr neyslu sterkari vímuefna. Holland og Dan- mörku byggja ekki bjórvana þjóðir. - Pó er neysla ann- arra vímuefna en áfengis stórfelldara vandamál þar en víðast annars staðar í ná- munda við okkur. 7. Hvarvetna virðast nýjar áfengistegundir (líka bjór) ekki aðeins bætast við þá neyslu vímuefna sem fyrir er heldur beinlínis auka hana. 8. í Svíþjóð deyja 30 sinnum fleiri af völdum áfengis en allra annarra vímuefna enda ATARI heimilistölvur kr. 8.460,00 » TONAbúðin JUHLÍÐ S 22111 áfengi það vímuefni sem út- breiddast er og helst notað. Hlutfallið er ef til vill svipað hér. 9. Nú er a.m.k. á Norðurlönd- um yfirleitt rætt um vímu- venjur („ruskultur") þegar stefnu í þeim málum ber á góma og áhersla lögð á að greina sem minnst á milli áfengis og annarra vímuefna þegar unnið er að því að draga úr tjóni vegna neysl- unnar. Neysla ólöglegra vímuefna tengist yfirleitt áfengisnotkun (oft öli). 10. Það kann að vera að Björn Jónsson ritstjóri og ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í umræðum á Alþingi 1909 að erfiðleikar við það að framkvæma skyn- samlega áfengismálastefnu stöfuðu ekki af mótþróa drykkjumanna heldur frá auðmönnum sem hefðu hag af áfengisgerð (áfengissölu) og drykkjuskap. 11. Áfengisvarnaráð hefur frá 1967 staðið straum af vís- indalegum rannsóknum á ýmsu er varðar áfengisneyslu Islendinga. Þessar rannsókn- ir hafa farið frarh á vegum Háskóla íslands og færustu vísindamenn íslenskir á sviði áfengisfræða hafa stjórnað. 12. Áfengisvarnaráð getur ekki að því gert og eltir ekki ólar við það þó að einhverjum verði gramt í geði ef upplýs- ingar þess stangast á við hagsmuni þeirra eða það sem þeir gera ráð fyrir eftir „hyggjuviti sínu". En það telur miður farið ef reynt er að bregða vísindablæ yfir brjóstvit, tilgátur og einka- vitranir manna. (Áfengisvarnaráð, 28. des. 1983.) íbúðir í verkamannabústöðum Stjórn verkamannabústaða auglýsir til sölu 2 íbúöir. önnur íbúðin er í Móasíðu 8e sem er 114 fermetra 4ra herb. íbúð í raðhúsi en hin íbúðin er í Hjallalundi 1 b og er 102 fermetra 4ra herb. íbúð í fjölbýlishúsi. íbúðirnar eru seldar samkvæmt mati. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu verkamannabústaða í Kaupangi við Mýrarveg, sími 25392, og skal um- sóknum skilað þangað í síðasta lagi 22. janúar næstkomandi. Þeir sem eiga inni óafgreiddar umsóknir og óska eftir að koma til greina við þessa úthlutun eru beðnir að ítreka umsóknir'sínar. Akureyri, 10.01.1984 Stjórn verkamannabústaða, Akureyri. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR StolnaÖ5 nóv t92B POSo-348 - 602Akuieyn Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi Opið á f immtudag til kl. 20 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi Frá Námsflokkum Akureyrar Innritun í almenna flokka, valgreinanámskeið og verslunardeild fer fram í skrifstofu Námsflokk- anna í Kaupangi 16.-20. janúar x\W. kl. 16-19. Námsgjöld greiðist við innritun. Skólastjóri. Við viljum ráða starfsmann á skrifstofu Laun samkvæmt kjarasamningi Félags verslun- ar- og skrifstofufólks. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist á skrifstofu félagsins. Útgerðarfélag Akureyringa hf. Útsala: 10 % aMáttur á ölkim vörum Postulíní • Krístalsglösum • Södahl-yörum • Gluggatjaldaefnum Handklæðum • Ofnum veggteppum • Buxnaterelíni og flaueli. 0pið á Hlaðin borð af efnum á aðeins 90 kr. pr. metra. ^^P ^^ SCLU77WL Fatamarkaður, ótrúlega lágt verð. ^ ^ lCí^tnín *Á W tyfaraki m ! SKIPAGATA 14 B - SÍMI 96-23504 ij PÓSTHÓLF 84 - 602 AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.