Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 3
13. janúar 1984 - DAGUR - 3 Brennivín skal vera í vínskápnum í Safnahúsinu á Húsavík er ná- kvæm eftirlíking af baðstofunni á Þverá í Laxárdal, en í þeirri baðstofu varð til fyrsti vísirinn að1 Samvinnuhreyfingunni á íslandi. Baðstofan er vel búin húsgögn- um, sem sum hver eru komin frá Þverá. Þar á meðal er vínskápur. í fyrrasumar kom Eyfirðingur í safnið og skoðaði m.a. stofuna. Þá benti Finnur Kristjánsson, safnvörður, gesti sínum á skáp- inn góða, en gat þess í leiðinni, að það væri ekki til neins að opna hann, því ekkert vín væri að hafa. Þetta þótti Eyfirðingnum ekki nógu gott til afspurnar, en hann er maður greiðvikinn, eins og Eyfirðinga er siður. Hann er því ákveðinn í að kaupa a.m.k. eina brennivínsflösku og senda Finni, til að geyma í skápnum, að því er hann tjáði tíðindamanni Dags. Sagði hann það hafa verið gildra bænda siður, hér áður fyrr, að eiga brennivín í sínum brenni- Erlendur, Finnur og Valur í Þverárstofu. vínsskáp, þegar góða gestí bar að vansalaust, að hafa brennivíns- garði. Þess vegna væri það ekki skápinn í Þverárstofu tóman. Sigurður Aðalsteinsson æfir af kappi Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, iðkar útilíf af miklum krafti. Hann stundar skíði af lífi og sál yfir vetrarmánuðina og á sumrin sést hann ósjaldan hlaupandi eða hjólandi. Þessa dagana er Sigurður í vetrarfríi frá Flugfélagi Norðurlands og fríið notar hann til að stunda skíðagönguæfingar í Noregi ásamt fleiri Akureyringum. Ekki mun Sigurður þó hafa hugsað sér að fara í Vasa-gönguna marg- frægu, eins og hann hefur gert undanfarin ár. Þess í stað mun hann ætla að taka þátt í öðru al- þjóðlegu móti, en ekki vitum við hvar. Emilía og Jónsteinn í hlutverkum sínum í Hitabylgju. Tobacco Road í Freyvangi Nú fer óðum að líða að því, að áhugamannaleikfélögin frumsýni sín verkefni á þessu leikári. í Freyvangi er verið að æfa To- bacco Road, eftir Erskine Caldwell, undir leikstjórn Hjalta Rögnvaldssonar. Það er Leikfé- lag Öngulsstaðahrepps og Ung- mennafélagið Árroðinn sem standa að sýningunni, en í fyrra sýndu sömu aðilar Hitabylgju við góða aðsókn og sú sýning fékk mjög góða dóma. í aðalhlutverk- um í Tobacco Road verða m.a. Emilía Baldursdóttir og Jón- steinn Aðalsteinsson, en þau fóru einnig með aðalhlutverkin í Hita- bylgju. ÍOOKMHNN SEM GERIR ÞÉR ÝMISLEGT KEEIFT, 'SEMAÐRIR100 KALIAR GETA EKKI I? að hefur alltaf kostað peninga að eignast peninga. I dag er ekki hægt að ætlast til mikils afeinum 100 kalli. Þú getur notað hann í tuttugu skipti í stöðumæla eða hann fer allur, ef tíminn rennur út á mælinum- og þú færð ekkert til baka. En það eru til 100 kallar, sem vinna vel fyrir sér. Sumir skila20þúsundum, aðrirminna, ogsvo eru nokkrir, sem skila heilli milljón. Þetta eru 100 kallarnir sem þú kaupir fyrir miða í Happdrætti Háskólans. O g það gerir þú hjá umboðsmanninum - dragðu ekki að líta við. VINNINGASKRÁ 9 @ 9 - 207 - 2.682 - 21.735 - 109.908 - 1.000.000 200.000 100.000 20.000 4.000 2.500 9.000.000 1.800.000 20.700.000 53.640.000 86.940.000 274.770.000 134.550 446.850.000 450 aukav. 15.000 6.750.000 135.000 453.600.000 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS happ í hdlfa öld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.