Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 13. janúar 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Samstaða landsbyggðarinnar í grein sem Stefán Valgeirs- son, alþingismaður, skrifaði í Dag og nefndi „Við áramót" fjallaði hann m.a. um stöðu landsbyggðarinnar og sagði: „Nú er árið 1983 liðið og búið að leggja fram frumvarp á Alþingi til stjórnskipunar- laga um breytingar á stjórnar- skrá lýðveldisins íslands, en stjórnarskrárbreytingu verður að samþykkja á tveimur þing- um til að öðlast gildi og þing- kosningar að fara fram á milli þeirra. Lítið hefur enn heyrst frá forystumönnum stjórn- málaflokkanna hvernig þeir ætla að standa við það fyrir- heit „að þeir muni beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til þess að jafna félagslega og efnalega aðstöðu manna þar sem mismunar vegna búsetu gætir helst. “ Er nú mál til komið að íbúar þeirra byggða þar sem fram- færslukostnaður er mestur og félagsleg aðstaða er lökust, að þeir þrýsti á þingmenn sína og láti þá sjá um að staðið verði við þessi fyrirheit og það áður en frumvarpið um stjórnar- skrárbreytinguna verður endanlega afgreitt. Samstaða landsbyggðarinn- ar er það eina sem gildir, ann- ars er vandséð hvernig til tekst í þessu máli. Því skulu menn gera sér grein fyrir að æði margir munu vinna gegn því að við þetta fyrirheit verði staðið. Þetta mál verður að sækja af fullri einurð. í sam- bandi við öll þessi mál er það ekki lítið undrunarefni hvern- ig búið er að villa um fyrir þjóðinni og snúa staðreyndum gjörsamlega við, hvernig til- flutningur fjármagns á sér stað í okkar þjóðfélagi. Því er haldið fram að fjárfestingar út um allt land séu í mörgum til- fellum óarðbærar og eru þeir sem að þeim standa stöðugt ataðir auri eins og frægt er orðið. Það kann að vera að í einstaka tilfellum sé hægt að finna þess dæmi að fjárfest- ingar úti á landi séu ekki arð- bærar miðað við það mat sem tölfræðingar hafa á arðsemi. En hvað þá um allar bygging- arnar við Faxaflóa? Hafa menn gert sér grein fyrir að útflutningstekjur þjóðarinnar koma að tveimur þriðju hlut- um frá landsbyggðinni og þá er undanskilin járnblendiverk- smiðjan á Grundartanga sem telst með höfuðborgarsvæð- inu. Þar fyrir utan leggur land- búnaðurinn til þjóðarbúsins sína matvælaframleiðslu. Fasteignamat á öllum bygg- ingum í landinu er um 141 milljarður króna, þar af á Stór- Reykjavíkursvæðinu 93 millj- arðar, eða um 66% af fasteign- um landsmanna en lands- byggðin er þá með 48 millj- arða eða um 34% fasteign- anna. Samkvæmt manntah 1982 var íbúatala á landinu öllu 235.453 þar af á Stór- Reykjavíkursvæðinu 125.745. Á landsbyggðinni var þá íbúa- talan 109.708. Dæmið lítur þá þannig út að um 110.000 íbúar eða 45,5% sem byggja landið utan þéttbýlisins við Faxaflóa eiga í fasteignum 48 milljarða eða 34% af öllum fasteignum landsins en framleiða um 66,6% af útflutningstekjum landsmanna. Þessar tölur tala sínu máli." Að lidnum liátíðum Jólasveinajól Jólin eru að baki með öll sín undur. Ég heyrði mann nokkurn nefna það í morgunútvarpi að liðnum jólum að þau væru nánar tengd jólasveinum en jólabarni: „Jólasveinninn minn, káti karlinn minn, keniur með jólin með sér!“ Þeim skrýjnu körlum var gert óvenjú hátt undir höfði í ár. Hér kemur blessuð sjónvarpstæknin enn við sögu. Munu hinir lit- klæddu leppalúðar þykja mynd- rænni en reifabarn í dýrastalli lágum. Pá hafa plötuútgefendur sinnt þessari fjallafjölskyldu meir á undanförnum jólum en hinni sem fór til borgar Davíðs forðum. Munu jólasveinar nú fá tíu söngva hver, frá miðjum des- ember til þrettánda, á móti hverj- ufn einum sem sjálft afmælis- barnið fær. Annað sem setti svip á jóla- mánuð eins og fyrr var hin mann- lega jólasveinastétt: Kaupmenn. Aldrei hafa þeir auglýst vörur sínar af jafn innfjálgri ákefð og fyrir þessi jól - og munu hafa haft erindi sem erfiði þrátt fyrir það „neyðarástand“ sem sagt er ríkja hérlendis. Jafnvel áfengissalan gekk sæmilega. Ég sá einhvers staðar að hér á Akureyri hafi áfengi selst fyrir 1.4 milljónir á síðasta föstudegi ársins, eftir all- an jólatilkostnaðinn. Auglýsir áfengissalan þó ekki beinlínis. Auglýsingar eru skelfilegt fyrirbæri. F>ær geta gert hinn geð- hraustasta mann vitlausan, hvað þá hina sem veilir eru fyrir. Útvarp, sjónvarp og dagblöð voru yfirfull og upp spruttu til viðbótar alls kyns aukaútgáfur af auglýsingablöðum og pésum. Gott að þetta er að baki í bili. Þá leið ekki svo dagur allan desember að ekki berðu að dyr- um okkar sölumenn er buðu allt frá jólakortum til klósettpappírs. Það er alveg ótrúlegt hve margir gerast þjónar Mammons um þessa hátíð $em á þó að vera helguð einum harðasta andstæð- ingi hans. Fugl tímans Enn er komið nýtt ár. Síðustu aurum hins gamla kreppuárs var varið til að pústa því á braut í þúsundlitri eldhríð. Það voru miklir hvellir og geislaregn. Og hinir föstu gestir birtust á skjánum: Forsætisráðherra, bisk- up og útvarpsstjóri kvöddu gamla auralausa skarið 1983 með góð- um hug og gáfulegum orðum, „skaupið" var á sínum stað, þó lítið skop væri þar að finna. Hlógu víst fáir utan þeir sem fluttu. Þjóð okkar er nefnilega alvörufólk, lifir enda á alvöru- tímum. Þess vegna verða allir til- burðir keyptra skemmtikrafta svo fjarskalega útvatnaðir. Hins vegar gerðist það undir lok ársins 1983, aldrei þessu vant, að fram kom íslenskt sjónvarpsleikrit sem flest mátti gott um segja, þrátt fyrir „blóð og vatn“. Þökk sé Ladda. Og á nýársdag heilsaði forseti vor nýju ári af mikilli kurteisi. Raunar má ekki á milli sjá hver þessara föstu ræðumanna um áramót bar af. Við eigum valið lið til slíkra starfa. Það minnir mann á að okkur lætur snöggt um betur að tala fagurt en fram- kvæma. Ef þjóð gæti lifað á ræðuhöldum ráðamanna sinna væri hér engin kreppa. Hitt vill ganga tregar með hið verklega. Tíminn, það er fugl sem flýgur hratt.... En við verðum víst að reyna að hanga í stélinu á honum. Hvað svo? Páll veðurfræðingur segir að ár hinna jöfnu talna séu betri hvað tíðarfar snertir en hin með stöku tölunum. Þetta er alveg hárrétt hjá honum. Því má góðs vænta ’84. Satt að segja var síðastliðið ár heldur leiðinlegt. Jafnvel hér nyrðra var fátt um heila sólskins- daga. Einkenni veðráttunnar var óstöðugleiki, eins og í fjárreiðum og atvinnu. Veiðiskapur allur gekk illa. Fiskur sá er í fersku vatni hrygnir er einhvers staðar á villigötum og kannski ekki lengur með öllum mjalla. Ef ég er ekki því kalkaðri orðinn full- yrði ég að hafa heyrt þá frétt í fjölmiðlum að hrygnandi lax hafi fundist á veiðisvæði Færeyinga í miðju hafi. Sé þetta rétt er það ein merkilegasta frétt ársins og kollvarpar allri trú okkar á mikil- vægi ánna og lækjanna er til sjáv- ar falla. Hitt megum við vera vissir um að sveiflur hafa alltaf verið í göngu vatnafiska, eins og hinna er aðeins byggja sæ. Það er því engin þörf að örvænta þó úr veiði dragi ár og ár. Raunar eru allar okkar búksorgir hismi eitt hjá hinu sem hlýtur að liggja þyngst á huga nú, það er hvort friður helst hér á norðurslóð eða atóm- kjarnaeldur verður kyntur. Manni skilst að spurningin sé ekki hvort svo verði heldur að- eins hvenær. Þeir þessir stóru og vitru sem ráða heimshlutum eiga sprengjur til að eyða öllu lífi, ekki einu sinni heldur margsinn- is. Þeir hljóta að trúa á endurfæð- ingu alls sem lifir, telja því viss- ara að sjá við slíku. En íslendingar geta þrátt fyrir kvóta sína og kauplækkun borið hýra há - verði bið á eldregni. Þá liggur næst fyrir að fara að blaða fyrir alvöru í þessum 500 bókum sem komu út fyrir nýliðin jól. Einar 30-40 hljóta að vera þess virði að vera lesnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.