Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 5
13. janúar 1984 - DAGUR - 5 Super-lélegt Til að forðast misskilning þá vil ég í upphafi taka það fram að ég er aðdáandi Ladda, Þórðar hús- varðar og Eiríks nafna míns Fjalars. Björgúlf bréfbera þekki ég ekki en Pósturinn Páll er lof- sunginn á mínu heimili. „Allt í lagi með það“ nefnist ný plata með Ladda sem barst á land með jólaplötuflóðinu á dög- unum. Platan hefst á laginu „í Vesturbænum“ sem Þóröur heit- inn syngur og þrátt fyrir róleg- heitin má segja það þokkalegt. Superman er næsta vers en á plötuumslagi eru leiðbeiningar um það hvernig dansa skuli Sup- erman-dansinn. Þetta lag hefur notið mikillar hylli eins og sjá má á vinsældalistunum hér að neðan en hins vegar er rétt að benda á að þetta er lag sem eldist ílla. Húmorinn orðinn þreyttur undir það síðasta, en - allt í lagi með það. „Nótt í bænum“ nefnist lag „eftir“ Jóhann Helgason en ekki fæ ég betur heyrt en að flestir hljómar séu þeir sömu og í laginu „It never rains in southern Cali- fornia“. Undarleg tilviljun það. Hitt lagið sem ég vil að lokum nefna er „Nútímastúlkan hún Nanna“ sem E. Fjalar raular, nei fyrirgefið - gaular . . . nei, baul- ar og er þetta lag það skásta á allri plötunni. Alveg þokkalegt grín eins og komið hefur fram í Stundinni okkar - alit í lagi með það. „Allt í lagi með það“ er gerð í flýti, af vanefnum og hún er ekk- ert fyndin eins og ætlunin hefur líklega verið í upphafi. Ladda lætur það ekki vel að vera með hálfkveðnar vísur af þessu tagi. Þegar töluðu brandararnir eru ekki með þá er fátt eftir - og skammastu þín svo Laddi fyrir þessa plÖtU. ese Fyrír fagurkera Sú hljómsveit sem kom méf mest á óvart á árinu 1982 var breska hljómsveitin ABC. Plata þeirra „Lexicon of love“ þótti mér sér- staklega vel gerður gripur og ég var þess fullviss að þarna færu strákar sem kynnu að starfa. Sú hefur einnig orðið reyndin því meðlimir ABC kunna nú orðið stafróf nýrómantíkurinnar til hlítar og þeir sækja enn á brattann. Það var beðið með mikilli eftir- væntingu eftir hinni nýju plötu ABC sem út kom í lok síðasta árs. „Beauty Stab“ nefnist platan og hún kemur vissulega á óvart líkt og fyrri platan. Það hefði ver- ið auðvelt fyrir ABC að hjakka í sama farinu og gera góða plötu í anda „Lexicon of loce“ en sem betur fer þá eru Martin Fry og félagar metnaðargjarnir í meira lagi og það er greinilegt að þeir hafa lagt metnað sinn í að þróa stíl hljómsveitarinnar. Fyrri plat- an var í sannkölluðum „nýróm- antískum stíl“ en nú eru ABC orðnir rokkaðri. Byggja þó á gamla grunninum á snyrtilegan hátt. Ég segi það satt að „Beauty Stab“ er ekki eins góð að mínu mati og fyrri platan, en góð er hún samt. Það þarf kjark til að kúvenda en „Beauty Stab“ er samt sem áður fengur fyrir alla fagurkera á sviði rokksins. ese Gístí, Eiríkur, Helgi „Faðir vor kallar kútinn" og „Botninn er suður í Borgarfirði" eru fleyg orð á Fróni sem sögð eru hafa útgengið af munni bræðranna frá Bakka í Svarfað- ardal til forna. Þeir Gísli, Eiríkur og Helgi eru Molbúar íslands og því vel við hæfi að þeim hafi ver- ið reistur viðeigandi bautasteinn - þó úr plasti sé. Það er Sigurður Sigurjónsson, leikari af Guðs náð sem bregður sér í gervi bræðranna frá Bakka og á plötunni eru ævintýri þeirra og asnastrik tíunduð á skemmti- legan hátt. Sigurður einleikur (þvælir) af mikilli list á plötunni og færir okkur trúverðuga mynd af þessum asnakjálkum íslands. Eini galli plötunnar er sá að hún er of frásagnakennd, en á því munu vera góðar og gildar skýr- ingar. Bakkabræður munu ekki hafa verið menn ræðnir og sam- talslistin ekki þeirra kúnst. Mið- að við þessar forsendur, verður platan að teljast hið ágætasta verk. ese Föstudagur Laugardagur Stjúpsystur Saga Jónsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir og Guðrún Þórðardóttir syngja og dansa eins og þeim einum er lagið. Já það eru einmitt þær sem slegið hafa svo rækilega í gegn í Þórskaffi í vetur. Opnum kl. 19.00 báða dagana. Ingimar Eydal leikur Ijúfa dinnertónlist fyrir matargesti Stórhljómsveit Ingimars leikur til kl. 03 Geislagötu 14 Þorrablót Þorrablót Arnarneshrepps verður haldið í Hlíðarbæ laugardagskvöldið 21. janúar og hefst kl. 21 stundvíslega. Miðapantanir berist til Hjördísar í síma 32116, Péturs í síma 21963 eða Sigríðar í síma 25786, í síðasta lagi miðvikudaginn 18. janúar. Nefndin. Þá birtast vinsældarlistar Dynheima og H-100 í fyrsta sinn hlið við hlið og því gefst gott tækifæri til þess að bera smekk gest- anna sundur og saman. Það eru aðeins tvö lög sem eru þau sömu á báðum listum en flytjendur þeirra eru Laddi og Beinahrúgan víðfræga. Laddi telst hins vegar sigurvegari vikunnar - hvað stenst jú Supermann snúning? DYNHEIMAR | | TOPP10 I ir 1. Superman............Laddi - 2. It’s a jungle oot there.... Bone Sraphon;' 3. Happy people........Yazoo 4. Union of the snake.Duran Duran ^ „ 5. Undercover of the nighl.... Rolling Stones .. ^ 6. Tar..................Visage \\ Jjf 7. Dou’t make me cry.UB 40 6c. 8. This is not a love song.PIL 9. Piece of my heart.Bone Symphony ís S’J' 10. Safety dance.Men wilhont hats jft i Þessi vika 1 I-100Í >Top lffl Hey You (TTie Rocksteady Crew) .................Thc Rocksteady Crew Superman ...................... Laddi New Song ............... Howard Jones Love Reactions ............... Divine OnlyForLove .................. Limahl TheWalk ....................... Cure Love Wili Tear Us Apart ....... Chuzpe It’s A Jungle Out There . Bone Symphony Love How You Feel ....... Sharon Redd Superstar ............. Lydia Murdock Síðasta vika \ (-) Rafgeymar er rétta merkið í bílinn, bátinn, vinnuvélina Noack er viðhaldsfrír Heildsala - Smásala Þórshamar hf. v/Tryggvabraut, Akureyri, sími 22700.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.