Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 13. janúar 1984 Þegar hann Gísli narraði mig til þess að skrifa þennan pistil í þátta- röðinni „Hvað viltu verða?“, þá sagði ég já, meira til þess að losna við kvabbið í honum en að ég byggi yfir einhverjum stórasann- leik um eðli blaðamennskunnar og andlegrar innréttingar þeirra sem valist hafa til þess að gera þetta starf að ævistarfi. Slíkt er aðeins á færi mikilla sálkönnuða. Marga dreymir um það á ung- lingsárum að verða blaðamenn. Blaðamennskan er sveipuð ein- hverjum rósrauðum Ijóma og á seinni árum hefur dreymendum þótt sjálfsagt að skipa blaðamönn- um á bekk með tískuljónum, glaumgosum og fegurðarstjörnum alls konar. Nýliðar í hlaða- mennsku ganga um með stjörnur í augunum og töfraljóminn hverf- ur ekki fyrr en eftir þrjár eða fjór- ar útborganir. „Jet-settið“ er víðs fjarri og raunveruleikinn leyfir ekki annað en að menn sýni sam- stöðu með ræstitæknum, kennur- um og öðrum símaskúrum. Áður en lengra er haldið er rétt að vitna í fleyg orð sem lýsa fyrirbrigðinu blaðamennska, á al- heimsvísu. Það skal tekið fram að það er ekki hægt að heimfæra þau að öllu leyti upp á íslenska blaðamennsku, nema með mjög góðum vilja... „Flestir blaðamenn eru óþreyju- fullir „gluggagægjar" sem sjá vörtuna á veröldinni, ófullkom- leika fólks og staða. Heilbrigðu þættirnir, sem eru megnið af líf- inu, hinir stóru hlutar mannlífs- ins sem eru óbrjálaðir, freista þeirra ekki að sama skapi og upp- reisnir og árásir, fallandi ríkis- stjórnir og sökkvandi skip, útlæg- ir bankamenn í Ríó og brennandi Búddanunnur. - Lestir eru þeirra leikur - uppákomur þeirra ástríða og eðlilegheit þeirra óvin- ur. (Gay Thalese - Kingdom and Ihe power) Þessi ummæli eru tekin úr bók um The New York Times en um- rædd bók var í sex mánuði á lista sama blaðs yfir söluhæstu bækur Bandaríkjanna. Þessi lýsing á „alheimsjournalismanum" er auðvitað lýsing á ríkjandi ástandi á jarðarkringlunni eða réttara sagt endurspeglun á ástandi. Um leið er sett samasemmerki á milli blaðanna og atburðanna. Ég er hræddur um að það gengi samt ekki (til að draga fram jákvæöu hliðarnar líklega) að Dagur segði sem svo. „Snjóflóð féll ekki á Siglufirði í gær“ og Tíminn gæti heldur ekki sagt: „Skafti Jónsson var ekki barinn í Þjóðleikhús- kjallaranum í gærkvöld" (sem þó gæti út af fyrir sig verið frétt) og þvt síður gæti The New York Tintes skýrt frá því að: “Styrjöld braust ekki út í Líbanon". En nóg um eðli blaðamennsk- unnar, væntingar og sálarflækjur. Undirbúnings- menntun Þaö cr útbreiddur misskilningur aö menn þurfi að vera spreng- læröir til þess að verða blaða- menn. Góðar gáfur og langt nám eru þó síður en svo til trafala, enda er íslensk blaðamennska óðum að verða sérhæfðari. Þeim blaða- mönnum fjölgar sem skrifa af sérþekkingu um einstök málefni og þetta hafa útgefendur viður- kennt að því leyti að þeir meta háskólapróf eða próf frá blaða- mannaskólum til tveggja ára starfsaldurshækkunar sem þýðir í krónum talið miðað við launa- stiga, frá tæpum 117 krónum (þetta er ekki prentvilla) upp í 4650 kr. (Liprir menn útgefend- ur.) í dag eru í flestum tilfellum gerðar þær kröfur til þeirra sem ráðast í blaðamennsku, að þeir hafi stúdentspróf. Þetta er þó engin ófrávíkjanleg regla og klíkuskapur hefur líka dugað vel fram að þessu. Menn verða þó að vera sæmilega skrifandi og sýna hvað í þeim býr, annars verða þeir ekki gamlir í þessu starfi. Varðandi undirbúningsmenntun- ina þá held ég að fléstir geti verið sammála um það að alfarsælasta blandan sé góður skammtur af heilbrigðri skynsemi, hæfileg tor- tryggni og forvitni, heiðarleiki og samviskusemi, ásamt nokkurra ára námi í skóla lífsins. ISám í blaðamennsku - Það er ekki hægt að læra blaða- mennsku. Annað hvort eru menn fæddir blaðamenn eða þeir eru ekki blaðamenn. Eitthvað á þessa leið mun Matthías Johann- essen, ritstjóri Morgunblaðsins einhvern tímann hafa sagt við ungan blaðamann á Mogga Víst er margt satt í þessu en hvað sem því líður þá myndast þeir við það í útlöndum að kenna fólki blaðamennsku. Héðan frá íslandi hafa menn einkum sótt til Noregs, Bret- lands og Bandaríkjanna til þess að læra hina eðlu kúnst blaða- mennskunnar. í Noregi er starf- ræktur hinn ágæti skóli Norsk Journalisthögskole en þar hafa stjórnendur verið einstaklega velviljaðir í garð íslendinga og jafnan tekið inn einn „litla bróður“ á hverju ári. Verður það að teljast gott í skóla þar sem teknir eru inn 40 nemendur á ári en umsóknir eru venjulega á bil- inu 300-400. Enginn íslendingur kemst þó að öllu forfallalausu í þennan skóla án þess að hafa töluverða starfsreynslu og á það reyndar við um heimamenn líka nema þeir hafi þeim mun betri háskólapróf. í Noregi er „dilem- man“ nefnilega sú að fáir fá vinnu við blaðamennsku nema þeir hafi verið í blaðamannaskól- anum og fáir komast í blaða- mannaskólann nema þeir hafi starfsreynslu. Norski skólinn er tveggja ára skóli, en auk hans munu aðrir blaðamannaskólar á Norðurlönd- um, m.a. danski skólinn, ætla að opna dyr sínar fyrir íslendingum. Reyndar hefur sá danski sem er fjögurra ára skóli (eins og hálfs árs starf við blaðamennsku á skólatímanum er innifalið) verið I galopinn íslendingum fram að þessu, en gallinn er sá að landinn hefur hingað til fallið hver um annan þveran á inntökuprófinu. Hafa danskir m.a. gert kröfur um staðgóða þekkingu á dönsku þjóðlífi og þjóðfélagsmálum en á þessum kröfum munu þeir ætla að slaka gagnvart íslendingum. Nánari upplýsingar um nám í blaðamennsku í hinum og þess- um löndum fást hjá Blaðamanna- félagi íslands, sími 39155 eða hjá sendiráðum viðkomandi landa. A tvinnumöguleikar Atvinnumöguleikar að loknu námi í blaðamennsku verða að teljast nokkuð góðir hérlendis. A.m.k. veit ég ekki um neina rit- stjórn sem er svo vel mönnuð að hún hafi efni á að slá hendinni á móti blaðamönnum, menntuðum í faginu. Sannleikurinn er nefni- lega sá að þeir eru tiltölulega fáir sem koma inn á blöðin í dag sem hyggjast staldra þar við til fram- búðar. Blöðin og reyndar ríkis- fjölmiðlarnir líka, eru stoppi- stöðvar eða stökkpallar ungra manna og kvenna á uppleið eða niðurleið, allt eftir því hvernig á það er litið. Á blöðin koma menn í sumarvinnu. Eru að læra lög- fræði og bissness á Melakleppi eða í Melbourne og ætla að meika það í framtíðinni, eins og það heitir á alþýðumáli. Þar eru líka skósveinar flokkanna sem ganga um með þingmann í mag- anum, rithöfundar sem eyði- leggja stílinn á stundarfjórðungi og menn sem hafa dagað uppi af einhverjum ástæðum. Þeir sem eru svo forhertir eða vitlausir að hafa engar aðrar „ambisjónir" en að vera blaða blaðamenn, þrátt fyrir allar launatöflur - þeir erfa líklega ritstjórnarskrifstofurnar sem á flestum stöðum eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Það er Eiríkur Stefán Eiríks- son hefur starfað við blaðamennsku um 6 ára skeið, lengst af við Tímann þar sem hann var m.a. urn- sjónarmaður Sunnu- dagsblaðs og frétta- stjóri. Hann lauk námi við Blaðamanna- skólann í Osló vorið 1982 en hefur starfað á Degi frá því í árs- byrjun 1983. reyndar nauðsynlegt að taka það fram á þessu stigi málsins að hér á Degi er búið ágætlega að okkur. Við fáum ókeypis kaffi og kaffibrauð, skrifum á IBM-kúlu- ritvélar og launin eru það þokka- leg að við ættum að endast í þessu fram að fertugu... Launin Hér á eftir fer launatafla Blaða- mannafélags íslands, gjörð í góðu samkomulagi við útgefend- ur. Taflan skýrir sig sjálf og skýr- ir um leið af hverju góðir blaða- menn og reyndar slæmir líka, tolla illa í starfi. Grunnlaun frá 1. október 1983 með 4% fyrirfram ákveðinni vísi- tölu Starfsaldur Mánaðarlaun Byrjunarlaun 12.4o9.9o Eftir 3 raénuði 13.417.1o Eftir 1 ár 15.39o.6o Eftir 2 6r 17.060.60 Eftir 3 ár 18.o66.9o Eftir 4 ér 18.496.4o Eftir 5 ár 18.9o9.1o Eftir 6 ár 19.o58.3o Eftir 7 ár 19.2o4.5o Eftir 8 ér 19.351.6o Ettir 9 6r 19.499.9o Eftir 11 6r 19.865.7o Eftir 13 6r 2o.232.8o Eftir 15 6r 2o.359.lo Startið Hér að framan hefur verið sagt eitt og annað um starf blaða- mannsins en áður en ég set punkt þá er rétt að eitt komi fram. Blaðamennska er starf sem að mestu leyti er unninn sitjandi á rassinum við símann og ritvélina. Blaðamennskan er í fæstum til- vikum eins og sjónvarpsauglýsing Morgunblaðsins þar sem blaða- maðurinn nær í stórfréttina úti á Keflavíkurflugvelli með aðstoð lítils segulbands (ég var reyndar að fá eitt slíkt í dag) eftir að hafa ruðst í gegn um raðir örygg- isvarða. Blaðamenn sem koma svona seint heim, duga venjulega skammt en það er hins vegar laukrétt að starfið á betur við ein- hleypinga en fjölskyldumenn. Þessar langvinnu setur við sím- ann valda örugglega einhverjum atvinnusjúkdómum - mér er t.d. stundum illt í bakinu - og því vil ég ljúka máli mínu með því að skora á Jóhann Karl, fram- kvæmdastjóra Dags að fá mér nýjan stól um leið og ég árétta að þrátt fyrir allt er þetta heillandi starf. Slæmu stundirnar eru vissu- lega til en þær góðu, þegar þær gefast - bæta það upp. Eiríkur St. Eiríksson kynnir starf blaðamanns

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.