Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 13. janúar 1984 - Helgi M. Bergs, bœjarstjóri á Akureyri, í helgarviðtali „Ég kom fyrst til Ak- ureyrar til langdvalar haustið 1963', til að setjast í þriðja bekk s Menntaskólans. Aður hafði ég stundað nám í einn vetur við Menntaskólann í Reykjavík, með frek- ar slökum árangri. Það mun því hafa þótt ráðlegt að senda mig í vörslu góðra manna á Akureyri, enda þar ekki í kot vísað, því þá sem fyrr og síðar var einvalalið fræði- manna við skólann, enda átti hann eftir að reynast mér vel. “ Það er Helgi M. Bergs, bæjar- stjóri á Akureyri, sem hefur orð- ið í helgarviðtali. Hann hefur verið bæjarstjóri á Akureyri í rúm sjö ár, allt síðan haustið 1976. Hann var fyrst spurður um uppruna og bernskubrek. Fæddur í Köben „Raunar er ég fæddur í Kaupmannahöfn það herrans ár 1945 og móðir mín er dönsk, heitir Lis Bergs. Faðir minn, Helgi Bergs, var þá við nám úti í Danmörku, en við fluttum heim til íslands þegar ég var á fyrsta ári. Já, ég er uppalinn í Reykjavtk, nánar tiltekið í Vogunum. Auð- vitað brölluðum við margt strák- arnir í þá daga, eins og stráka er siður. Helsti leikfélagi minn var Haraldur Briem, sem nú er lækn- ir í Svíþjóð, sonur Eiríks Briem, fyrrum forstjóra Landsvirkjunar. Eitt helsta metnaðarmál okkar Haraldar var að búa til flugelda og sprengjur, en sú framleiðsla skilaði nú misjöfnum árangri. Sumt komst jú á loft, en oftar sprungu flugeldarnir samt á jörðu niðri. Við bjuggum okkur til púðr- ið sjálfir og það var ekki aðal- vandinn, en ég held ég sleppi því samt að setja uppskriftina í Dag. Hins vegar var meiri vandi að verða sér úti um saltpétur og það var hreinn og beinn galdur að ná í brennistein. Þrautalendingin var að ganga á mili apotekanna og fá í hverju þeirra eins mikið og hægt var að fá afgreitt. Sann- aðist þá sem fyrr máltækið, að safnast þegar saman kemur. Til Akureyrar Já, það var talið heppilegt að senda mig í Menntaskólann á Akureyri. Fyrstu tvo veturna var ég á heimavist og lenti í herbergi með Jóni A. Baldvinssyni, sem nú er prestur í London, en hann sat lengi vel á Staðarfelli. Við lentum líka saman í bekk og þar voru með okkur alls konar fírar. Ég minnist Egils Eðvarðssonar, Jónasar Franklín, Steindórs Gunnarssonar og tvíburanna Geirs og Steinars Friðgeirssona, svo einhverjir séu nefndir. Hlín, dóttir Þórarins Björnssonar skólameistara, var þarna í bekk með okkur, en veturinn eftir skiptist þessi hópur, þegar að því kom að velja um deildir. Ég valdi stærðfræðideild og lenti í bekk þar sem voru eingöngu strákar. Flestir félagar mínir úr 3. bekk völdu hins vegar máladeild. Óróleikatímabilið, nei, það var ekki byrjað þegar ég var í menntaskóla. Eina uppsteytið sem við í stærðfræðideildinni gerðum, var að mótmæla latínu- kennslunni. Unglingar eru oft dálítið einsýnir og við töldum okkur ekkert hafa með latínu- kennslu að gera, þar sem við vor- um í stærðfræðideild. En ég held að við höfum nú flest áttað okkur á því seinna meir, að málakunn- áttan er lykillinn að æði mörgu. En ég verð að viðurkenna það, að mér tókst að komast í gegn um skólann án þess að læra nokk- urn skapaðan hlut í latínu, þann- ig að ég á erfitt að dæma um hvort hún er undirstaða allrar málakunnáttu eða ekki. En ef til vill hefði mér verið nær að reyna að læra latínuna, því aldrei hef ég málamaður verið. Sá ágæti skólamaður, Þórarinn Björnsson, var skólameistari þegar ég byrjaði í skólanum, en Steindór Steindórsson útskrifaði mig vorið 1967. Aðrir minnis- stæðir kennarar voru Aðaisteinn Sigurðsson, Árni Kristjánsson, Friðrik Þorvaldsson, Jón Haf- steinn, Jón Árni, Helgi Hallgríms- son og fleiri mætti nefna. Her- mann Stefánsson og Ármann Dalmannsson kenndu íþróttim- ar, en á þeim vettvangi var ég ekki mikill bógur og einhvern veginn tókst mér með góðu sam- komulagi við kennarana að koma mér undan flestum íþróttatím- um. Enda fór það svo, einn vet- urinn þegar nemendurnir þreyttu skíðagöngu úr bænum upp að skíðahóteli, að ég var eini nem- andinn sem Ármann Dalmanns- son þurfti að spyrja að nafni, loks þegar ég kom móður og másandi í mark, langsíðastur. Já, þetta voru ljúfir tímar og nú minnist maður lærifeðranna með hlýju. Það er verst hvað maður var latur við að ausa af viskubrunni þeirra, því ekki vor- um við að erfiða við námsbæk- urnar meira en við þurftum. Hins vegar vorum við ólatir við að hanga á kaffihúsum bæjarins, þar sem við leystum mörg heims- vandamálin. Þá var stóri veit- ingasalurinn á Hótel Akureyri efstur á vinsældalistanum, en síðar leysti „Terían" hann af hólmi og varð aðal samkomu- staður okkar Menntskæling- anna“. Aftur til Kaupmannahafnar Nú gerum við langa sögu stutta. Eftir Akureyrardvölina fór Helgi til Kaupmannahafnar, þar sem hann ætlaði að nema efnafræði. Ekki festi hann hug sinn við þau fræði og fór því aftur til Reykja- víkur og settist þar í Háskólann. Þaðan lauk hann prófi sem við- skiptafræðingur. Síðan lá leiðin á vinnumarkaðinn, enda fyrir fjölskyldu að sjá. Konan sem Helgi krækti sér í er Akureyring- ur, Dorothea Jónsdóttir heitir hún, og þau hjónin eiga þrjú börn. Síðar hleypti Helgi heim- draganum og fór í framhaldsnám í London í hagfræði. Það nám tók tvö ár, en eftir heimkomuna tók hann til starfa hjá Fiskifélagi íslands. Þar var hann í nær tvö ár, en þá losnaði bæjarstjóra- starfið á Akureyri, þegar Bjarni Einarsson ákvað að hætta. Helgi sló til og sótti um. Og eftir nokkr- ar bollaleggingar ákváðu fulltrú- ar vinstri meirihlutans, fram- sóknarmenn, alþýðubandalags- menn, alþýðuflökksmenn og frjálslyndir og vinstri menn að styðja Helga og þar með var hann ráðinn. Hann var spurður um ástæður þess að hann sótti um starfið og hvernig honum hafi fallið hjáseta sjálfstæðismanna við ráðninguna. „Ég hafði góða reynslu af Ak- ureyri frá skólaárunum og hafði vissu fyrir því að hér var gott að búa. Þar við bættist, að konan mín er Akureyringur og hún hafði mikinn hug á að komast heim. En það voru mikil við- brigði að koma hingað eftir tæp- lega 10 ára fjarveru, því bærinn hafði stækkað ótrúlega mikið. Þegar ég útskrifaðist úr Mennta- skólanum var nánast ekkert byrj- að að byggja vestan við Mýrar- veg, en þegar ég kom aftur var svæðið umhverfis Lund þétt- byggt. En það var gott að koma hingað aftur og veðursældin var sú sama. Ég minnist þess þegar ég kom bingað til viðræðna um sumarið, að hitinn var svo mikill að maður sætti lagi að ganga í skugga! Ég var heldur ekkert að þegja yfir því þegar suður kom, hvers konar veðursælu ég væri að flytja í. Og ég fer ekki ofan af því, að veðurlag hér nyrðra er ólíkt skemmtilegra en fyrir sunnan. Vissulega olli hjáseta sjálfstæð- ismanna mér nokkrum vonbrigð- um, en við því mátti svo sem allt- af búast. Starf sveitarstjóra hér á landi er pólitískt, hvernig sem á það er litið. Hins vegar hef ég aldrei litið á mig sem bæjarstjóra eins eða annars flokks eða meiri- hluta. Ég er bæjarstjóri á Akur- eyri og reyni að gegna þeim skyldum sem ætlast er til af þeim sem gegnir því embætti. Og ég er ekki það pólitískur í skoðunum, að ég held ég hafi átt ágætt sam- starf við fulltrúa allra flokka í bæjarstjórninni." Bæjarstjóri hefur ekki mikil völd - Hvert er verksvið bæjarstjóra og hvaða völd hefur hann? „Bæjarstjóri hefur ekki svo mikil völd. Hann er fram- kvæmdastjóri bæjarins og honum ber fyrst og fremst að fram- kvæma það sem bæjarstjórn hef- ur ákveðið að gera. I framhaldi af því er bæjarstjóri yfirmaður starfsmanna bæjarins og á að sjá til þess að þeir vinni í takt við þá stefnu sem bæjarstjórn markar.“ - Ert þú alltaf sammála þeirri stefnu? „Nei, ekki er ég það nú reynd- ar alltaf; einhverju hefði ég viljað breyta ef ég réði stefnunni einn. Hins vegar er það ekki mitt hlutverk. Mér ber að leggja mál- in fyrir bæjarráð og bæjarstjórn, eins og mér koma þau fyrir sjónir og gera grein fyrir þeim valkost- um sem fyrir hendi eru. Það er svo þeirra sem þar eiga sæti að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.