Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 9
13. janúar 1984 - DAGUR - 9 velja þá leið, sem þeir telja hent- ugasta.“ - Manstu eftir einhverju til- felli, þar sem þú hefur varið ósammála bæjarstjórn? „Nærtækast er öll meðhöndlun á þessu leiktækjamáli, sem hefur ekki verið mér alveg að skapi. Ég tel, að svo miklu leyti sem þarna er um atvinnurekstur að ræða, þá eigi sveitarstjórnir ekki að hafa önnur afskipti af starfsem- inni en almennt gerist. Að því er varðar uppeldisatriði, þá er þegar til barnaverndunarlöggjöf og barnaverndunarnefndir, sem er eðlilegra að fjalli um þessi mál í samvinnu við lögreglu. í rauninni er hér um nýtt fyrir- brigði að ræða, einn áfanga af tölvubyltingunni og svona tæki eru nú til á mörgum einkaheimil- um. Ýmislegt er að vísu athuga- vert við þessa leiktækjasali, en hafa ekki freistingar orðið á vegi unglinga allra kynslóða? Gott ef leikhús þóttu ekki spillandi fyrir ungdóminn í eina tíð. Nú eru þau rekin með styrkjum frá ríki og bæ. Sama sagan endurtók sig þegar kvikmyndirnar hófu inn- reið sína. Nú búa kvikmyndahús við þverrandi aðsókn, ef til vill lenda þau einnig á framfæri hins opinbera. f>að skyldi þó aldrei eiga eftir að liggja fyrir Akureyr- arbæ eftir' nokkra áratugi að styrkja rekstur leiktækjasala? - Telur þú fara betur á því, að bæjarstjóri eigi sæti í bæjar- stjórn? „Pað hefur sína kosti og galla. Ég held að það sé nauðsynlegt, að stofnanir bæjarins hafi sinn framkvæmdastjóra, sem ekki er of háður flokksaga. Það er hins vegar spurning, hvort ekki er rétt að bæjarfulltrúar komi meira inn í daglegan rekstur bæjarfélagsins heldur en nú er. Raunar held ég að stjórnkerfi sveitarstjórna á ís- landi sé komið úr takt við tímann. Til dæmis er allt of mikið af smámálum, sem bæjarstjórn er að taka afstöðu til. Hún á ekki að gera annað að mínu mati en leggja línurnar, móta heildar- stefnu. Síðan held ég áð eðlilegra væri að gera ákveðnar nefndir valdameiri, jafnframt því sem tryggt væri að í þeim sitji bæjar- fulltrúar og einhver þeirra væri formaður og framkvæmdastjóri nefndarinnar. Síðan gæti nefnd á borð við bæjarráð farið með daglega stjórn og fjallað um öll smærri mál. En þetta eru aðeins grófar hugmyndir og fleiri mögu- leikar koma til greina.“ Bæjarstjórastaríið fjölbreytt - Er erfitt að vera bæjarstjóri, t.d. gagnvart hinni margrómuðu „Gróu frá Leiti“? „Bæjarstjórastarfið er fjöl- breytt og að mörgu leyti gefandi starf, en það hefur sínar björtu og dökku hliðar. Ég get ekki sagt að ég verði svo mikið var við Gróu, en þegar það kemur fyrir þá finnst mér það ekkert þægi- legt. Það er helst að ég fái tóninn á almennum skemmtistöðum. Við þær aðstæður þurfa menn oft að létta á sér og það getur stundum orðið hvimleitt. Það sem mér finnst þó verst er að ég heyri sjaldnast meira frá þessu fólki, þótt ég hvetji það til að koma á skrifstofuna til mín og ræða málin í réttu umhverfi. Það heyr- ir til undantekninga ef þetta fólk, sem á margt ótalað við mig á skemmtistöðum, hefur séð ástæðu til að koma. Því miður. Það er allt í lagi að skiptast á skoðunum á skemmtistöðum, en þar verða málin ekki leyst.“ - Kvennaframboðið kom tveim fulltrúum sínum í bæjar- stjórn við síðustu kosningar, jafnframt því sem konum fjölg- aði sem fulltrúum hinna flokk- anna. Hefur þetta breytt ein- hverju í störfum og stefnu bæjar- stjórnarinnar? „Það er nú afskaplega erfitt að leggja mat á það. Þetta er stuttur tími sem liðinn er frá kosningum og það er ekki nægileg reynsla komin á störf þeirrar bæjar- stjórnar sem nú situr til að draga miklar ályktanir. Fyrsta árið er t.d. keyrt samkvæmt þeirri fjár- hagsáætlun sem fyrri bæjarstjórn var búin að samþykkja. Nú, við gerð síðustu fjárhagsáætlunar var lítið svigrúm, þannig að konurn- ar hafa ekki haft tækifæri til að kúvenda stefnunni. Þar við bæt- ast ákveðin tregðulögmál í stjórnkerfi bæjarins og það tekur sinn tíma, að læra á „kerfið". Og jafnvel þó menn séu búnir að læra á það nokkuð vel, þá verða ekki gerðar róttækar breytingar í einni svipan. Þetta hafa bæjar- fulltrúar rekið sig á , hvar í flokki sem þeir standa. Menn koma oft með miklar hugmyndir, en það tekur sinn tíma að koma þeim í framkvæmd." Smákóngar í ríkinu - Fyrir um ári gerði Hagvangur könnun á stjórnkerfi bæjarins. Niðurstaðan var í stuttu máli sú, að í ríkinu væri of mikið um „smákónga". Eru embættismenn bæjarins valdafrekir? „Sjálfsagt eru þeir það, að minnsta kosti hafa þeir sínar skoðanir á því hvernig eigi að gera hlutina. Ég held þó að hug- myndum Hagvangsmanna hafi ekki eingöngu verið beint að embættismönnunum, heldur stjórnkerfi bæjarins í heild. Við erum til dæmis með allt of marg- ar nefndir, sem eiga að gefa bæjarstjórninni ráð. Þessar nefndir starfa hver fyrir sig á af- skaplega þröngum sviðum og þær eru margar hverjar skipaðar áhugafólki um viðkomandi mála- flokka. Það vill hins vegar henda þessa nefndarmenn, að sjá ekki skóginn fyrir trénu, t.d. í tillögu- gerð við fjárhagsáætlun. Þá setja nefndirnar gjarnan fram hug- myndir og óskir, sem eru víðs fjarri öllum raunveruleika. Þetta sjá nefndarmennirnir þegar þeir horfa á allan skóginn, en þeim hættir til að stara á þetta eina tré, sem þeim er trúað fyrir. Þetta er mikill galli. Þess vegna þarf að fækka þessum nefndum mikið, en breikka þess í stað starfssvið þeirra nefnda sem eftir verða. Jafnframt verður að tryggja að bæjarfulltrúar séu a.m.k. einn eða tveir í hverri nefnd. Eins og nú háttar eru dæmi um nefndir, sem enginn bæjarfulltrúi situr í. Þær nefndir eru margar hverjar gersamlega úr tengslum við bæjarstjórn.“ Vilja vinna hjá því opinbera - Nú er þjóðin í nokkurri kreppu og atvinnuleysi virðist vera vax- andi. Raunar virtust þessi kreppueinkenni koma einna fyrst fram á Akureyri og Eyja- fjarðarsvæðinu, fyrir tveim árum eða svo, með samdrætti í bygg- ingariðnaði. Bæjarstjórn Akur- eyrar hefur verið sökuð um and- varaleysi í þessum efnum. Er það réttmæt gagnrýni? „Ja, hvað getur bæjarfélag gert í atvinnumálum? Það er ljóst að það kostar milljón að skapa hvert atvinnutækifæri og bæjarsjóður hefur ekki bolmagn til að standa í slíku í neinum mæli. Hins vegar hefur atvinnumálanefnd verið mjög virk og einnig höfum við tekið þátt í Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar. Verkefni þeirra er að aðstoða þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum, til að finna lausnir á vandanum, jafnframt því að leita að nýjum atvinnugreinum. Það eru líka skiptar skoðanir um það, hversu stór þátttakandi hið opinbera á að vera í atvinnu- lífi. Þrátt fyrir það er Akureyrar- bær beint og óbeint aðili að stór- um sem smáum atvinnufyrirtækj- um, þannig að hann verður ekki sakaður um aðgerðarleysi á því sviði í gegnum tíðina. Hins vegar hefur bæjarsjóður ekki mikið svigrúm í slíkt nú, nema með því að leggja aukna skatta á bæjar- búa. Hver hefur áhuga á því? Atvinnuvegirnir hafa búið við slæm rekstrarskilyrði á undan- förnum árum og þar má finna að nokkru leyti orsök þess vanda sem við er að glíma í atvinnumál- um. Hvers vegna ættu menn með hugmyndir og peninga að fara út í atvinnurekstur vitandi það, að sennilega hafa þeir ekki annað upp úr því en baslið og ef til vill gjaldþrot. Til hvers er þá að vera að hætta sér út í slíkt, bara til að útvega einhverjum atvinnu, vit- andi það að hversu vel sem rekst- urinn gengur hefst aldrei neitt út úr því. Það er nefnilega bannað að græða. Enda eru þeir sífellt fleiri, sem vilja helst vinna hjá einhverju opinberu fyrirtæki og fá sitt kaup á tilsettum tíma, hvernig svo sem reksturinn gengur. Þessi hugsunarháttur er hættulegur þjóðfélaginu í heild.“ - Hvað á að gera? „Við verðum að snúa vörn í sókn. Menn verða að átta sig á því, að nú um stund verðum við að leggja ýmsa félagsmálapakka á hilluna í bili og leggja áherslu á atvinnulífið, styrkja það og efla. Það verður að treysta grunninn. Það er ljóst, að ekki er að búast við verulegri atvinnuaukningu í hinum hefðbundnu atvinnugrein- um. Þess vegna verður að fara nýjar leiðir, sem geta reynst erf- iðar og seinsóttar. En það verður að hafa það, við verðum að þreyja þorrann, og alla mögu- leika þarf að skoða grannt. Engu má hafna að óathuguðu máli. Það er engin „patentlausn", það dugir ekki að segja að tækifærin séu í fullvinnslu sjávarafurða eða þá landbúnaðarafurða. Það þarf líka að vera hægt að selja fram- leiðsluna á eðlilegu verði. Það vill stundum gleymast að hugsa fyrir þeim hlutum. Það þarf að framleiða vöru, sem einhver hef- ur áhuga á að kaupa.“ - Hvað með stóriðju? „Það er sjálfsagt að skoða þann möguleika. Raforkan er ein af þeim auðlindum sem við eig- um eftir í landinu, en höfum lítið sjnnt. En ef til vill er raforkan engin auðlind. Ef til vill er hún svo dýr í framleiðslu, að hún stenst ekki samkeppni við þá raf- orku sem í boði er í öðrum löndum. En jafnvel þó við fáum eitt stórt fyrirtæki í fjörðinn, þá megum við ekki gleyma því, að við verðum jafnframt að byggja upp mörg smærri. En því er ekki að leyna, að eitt stórt fyrirtæki hefði margfeldiáhrif á allt at- hafnalíf." Álagsprósentan lækkuð - Að undanförnu hefur verið rætt um lækkun álagningar- prósenta fasteignagjalda og út- svara, í kjölfar minnkandi verð- bólgu. - Mega Akureyringar búast við lækkun? „Það hafa verið nokkuð skipt- ar skoðanir um þetta. Vinstri flokkarnir í Reykjavík vilja lækka álögur enn frekar en meiri- hluti Sjálfstæðisflokksins þar vill hlusta á. Hér voru sjálfstæðis- menn hins vegar með undirboð varðandi fasteignagjöldin, en þótt vinstri meirihlutinn vildi ekki samþykkja þær tillögur var ákeð- ið að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda. Útsvarsprósent- an hefur enn ekki verið ákveðin, en ég reikna fastlega með því að hún verði lækkuð. Hins vegar er það líka ljóst, að skattbyrðin verður meiri en verið hefur, enda hefur hún verið miklu léttari en ætlað var, vegna óðaverðbólg- unnar. En það er ekki hægt að ætlast til þess að við förum niður í þau mörk.“ - Nú ert þú búinn að vera bæjarstjóri í rúm sjö ár; ertu far- inn að hugsa þér til hreyfings og horfa eftir nýju starfi? „Nei, ég er ekki farinn að horfa eftir nýju starfi. Hins vegar geri ég mér fulla grein fyrir því að ég er ekki æviráðinn bæjarstjóri. Hvort ég verð út þetta kjörtíma- bil get ég ekki sagt um, ég reikna þó allt eins með því. En þegar ég skipti um starf vil ég helst búa áfram á Akureyri,“ sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, í lok sam- talsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.