Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 13.01.1984, Blaðsíða 10
- DAGUR - 13. janúar 1984 Nína Björk Árnadóttir. „Ég skrifaði þetta leik- rit á árunum 1980 og 1981 fyrir Alþýðuleik- húsið. Síðan drost á langinn að tekin væri ákvörðun um að sýna það þar og þá fór ég með það til Þjóðleik- hússins,“ segir Nína Björk Arnadóttir höf- undur leikritsins „Súkkulaði handa Silju“ sem verður næsta verkefni Leikfélags Ak- ureyrar. „Sveinn Einarsson þáverandi þjóðleikhússtjóri sýndi leikritinu strax mikinn áhuga og það var ákveðið að taka verkið til sýninga þar. María Kristjánsdóttir hafði Guðlaug María Bjarnadóttir. komið inn í myndina sem leik- stjóri ef leikritið hefði verið sýnt hjá Alþýðuleikhúsinu og hún færði upp sýninguna í Þjóðleik- húsinu. Leikritið beið nokkuð þar og á þeim tíma breytti ég því nokkuð. Við Sveinn Einarsson ræddum þetta fram og aftur, hann benti mér á ýmislegt og mér finnst gott að vinna þannig, hafa fólk með mér sem ég get spjallað við og þess háttar. Það er því óhætt að segja að þetta hafi verið ákaflega löng fæðing, og yfirleitt er ég nokkuð lengi að skrifa, velti hlutunum fyrir mér og geri breyt- ingar.“ - Sýningar á „Súkkulaði handa Silju“ í Þjóðleikhusinu á síðasta ári urðu 42 talsins. Leik- ritinu var mjög vel tekið og ávallt var fullt hús á sýningum þar til þeim var hætt er komið var fram á vor. Ragnheiður Tryggvadóttir. Myndir: KGA Leikendur ■ „Súkkulaði handa Siiju' „Er a/veg himinsæi með þeffa“ - segir höfundurinn Nína Björk Árnadóttir - Hvenær var ákeðið að taka verkið til sýningar hjá Leikfélagi Akureyrar? „Það var snemma í vor. Ég kom svo norður þegar æfingar hófust, var á samlestri og æfing- um og fannst geysilega góð stemmning. Ég get alveg sagt að ég hef aldrei verið á skemmtilegri samlestri. Það voru allir svo já- kvæðir og lásu svo vel. Þá er ég mjög ánægð með að Haukur Gunnarsson verður leikstjóri, hann er ákaflega næmur og gott að vinna með honum. Mig langar mjög mikið að koma aftur norður nokkru fyrir frumsýninguna og fylgjast með lokasprettinum. Haukur vildi strax gera nokkr- ar breytingar. Hann sá handritið sem hafði fyrst farið til Þjóðleik- hússins og mun styðjast við það, sem þýðir að verkið breytist Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. nokkuð frá því sem var er það var sýnt á litla sviði Þjóðleikhúss- ins. Það eru möguleikar á þessu vegna aðstæðna sem eru aðrar í Sjallanum en á litla sviðinu hér fyrir sunnan.“ - Vilt þú upplýsa lesendur í stuttu máli um hvað leikritið fjallar? „Það fjallar um mæðgur. Móðirin Anna er verkakona og dóttir hennar Silja er 15 ára ung- lingur. Hún fer að leita frá móður sinni sem reynist móðurinni sárt og stelpunni einnig líka. Dóttur- inni finnst móðirin niðurlægð, bæði vegna þess hvað hún starfar og jafnvel hvernig hún skemmtir sér um helgar. Anna fer gjarnan út um helgar með vinkonu sinni Dollý sem er mjög hress og skemmtileg, sættir sig við lífið eins og það er, og er kát og ánægð með sitt viðhald. Edda Guðmundsdóttir. Anna er hins vegar leitandi, hún á sér draum um fallegra líf og sættir sig ekki við sitt hlutskipti. Stelpan sér hennar óhamingju og segir t.d. einu sinni við hana: „Hvers vegna getur þú ekki bara selt þig eins og Dollý og verið glöð og ánægð?“ Við sögu koma einnig ungling- arnir, vinir Silju sem eru krakkar í uppreisnarhug, vinir Dollý og Önnu, þeir „kavalerar" sem þær hitta á barnum og í sýningunni eru söngvar sem undirstrika að- stæður.“ - Og þér líst vel á uppfærsluna hjá Leikfélagi Akureyrar? „Mjög vel, og er alveg himin- sæl með þetta. Eg er mjög ánægð með að það skuii vera sett upp eftir mig leikrit norðan heiða því ég er norðanstúlka, Húnvetning- ur,“ sagði Nína Björk Árnadótt- ir. gk Gunnar Rafn Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.