Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR j SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUHEYRI 67. árgangur Akuieyri, mánudagur 16. janúar 1984 7. tölublað Utburðarmálið í Þingvallastræti: Ráðuneytið getur líklega ekkert gert í málinu _ _ _ _ __ ___- ^*~-^_^ ..-_—- _. . _ _• • tc _r . _ _ ____._• í_____i' _____ __ í______ fr_^ctoA iitKii-rAín „Ég bað um það að málið yrði kannað strax á föstudaginn af embættismönnum hér í ráðu- neytinu og ég vona að þeir gefi mér svar við þessu í dag," sagði Jón Helgason, dómsmálaráðherra í viðtali við Dag í morgun, en hann var spurður að því hvaða meðferð frestbeiðnin í útburðarmálinu svonefnda fengi í ráðuneytinu. Sem kunnugt er voru afhentar 560 undirskriftir fólks á Akur- eyri sem fór fram á það við ráðuneytið að útburðinum yrði frestað þar til Mannréttinda- dómstóll Evrópu væri búinn að fjalla um málið. „Mér sýnist að stjórnskipunin geri ekki ráð fyrir miklum mögu- leikum fyrir ráðuneytið að grípa fram fyrir hendurnar á dómstól- unum. Ég held að ráðuneytið hafi ekki heimild til þess að grípa fram fyrir hendurnar á hæsta- rétti, en við verðum bara að sjá hvað kemur í ljós í dag," sagði Jón Helgason, dómsmálaráð- herra. Ef niðurstaðan verður sú að framkvæmdavaldið geti ekki frestað útburðinum, sem hæsti- réttur hefur ákveðið, verður fjöl- skyldan í Þingvallastræti 22 á Ak- ureyri borin út úr húsi sínu kl. 10 í fyrramálið, að öllu óbreyttu. Félagsmálastofnun Akureyrar hefur íbúð til reiðu handa henni að fara í. hs „Kvennaflótti" en: Karlarnir þurfa ekki að örvænta Svo virðist sem konum fækki meira í „kvennabænum" Akureyri en körlum. Sam- kvæmt nýjustu mannfjöldatöl- iiiii Hagstofunnar fyrir 1983, þá fækkaði körlunum aðeins um einn en 15 færri konur bjuggu í bænum um síðustu áramót miðað við árslok 1982. Akureyringar voru alls 13.742 um síðustu áramót samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar en voru 13.758 í árslok 1982. Fækkunin nemur því alls 16 manns og þar af eru 15 konur. í árslok '82 voru 6.741 karl og 7.017 konur á skýrslum Hagstofunnar yfir Akureyringa en sambærileg- ar tölur fyrir síðustu áramót eru 6.740 karlar og 7.002 konur. Það ætti því að vera óþarfi fyrir karla að örvænta, a.m.k. ekki enn sem komið er. ese Iðnaðardeild Sambandsins kynnti útflutningsframleiðslu sína á fundi í Reykjavík fyrir helgina. Fyrirhugað er að auka framleiðsluna um 40% á þessu ári. Nánar er sagt frá kynningu iðnaðardeildar á bls. 8-9. Snjómokstur á Akureyri 1983: Moksturinn kostaði 3,2 milljónir króna - sjá lesenda- horn - bls. 2 Kostnaður við snjómokstur á vegum Akureyrabæjar á síð- asta ári nam tæpum 3.2 millj- óiiiini króna. Er þetta um 1.1 milljón kr. hærri upphæð en gert var ráð fyrir við gerð fjár- hagsáætlunar. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Guðlaugssonar, verkfræðings hjá Akureyarbæ þá eru þó ekki öll kurl komin til grafar varðandi snjómoksturinn, því í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að söluskattur af vélavinnu fengist endurgreiddur en hann nam á árinu um 400 þúsund krónum. Þessi upphæð hefur ekki fengist endurgreidd frá rík- inu en ef svo verður þá nemur kostnaður við snjómoksturinn tæpum 2.8 milljónum kr. Að sögn Guðmundar varð mestur kostnaður við snjómokst- ur á fyrri hluta ársins og í maí hafði Akureyrarbær varið um tveim milljónum kr. í þessu skyni. Dýrasti mánuðurinn var apríl en þá kostaði moksturinn um 750 þúsund krónur. Þau tæki sem Akureyrarbær á og notar við snjómokstur eru, þrír vegheflar, þrjár jarðýtur, tvær hjólaskóflur, dráttarvél með skóflu og dráttarvél með snjótönn. Séu öll þessi tæki í notk- uri í einu er kostnaður bæjarins á hverja vinnustund um 11 þúsund krónur eða um 100 þúsund krón- ur á venjulegum vinnudegi. Af þessari upphæð nemur söluskatt- ur tæpum 19 þúsund kr. Guð- mundur Guðlaugsson sagði að svo virtist sem nýja árið byrjaði mjög svipað og árið 1983, a.m.k. væri ekki mikill munur á snjó- mokstri á milli þessara fyrstu daga enn sem komið er. Hlákan á dögunum og hálkan sem fylgdi í kjölfarið hefði þó reynst bænum talsvert dýr sökum hins mikla sands sem þurft hefði að dreifa á götur og gangstéttir. ese Haraldur lyftinga- maður ársins -sja íþrótlir í opnu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.