Dagur - 16.01.1984, Page 2

Dagur - 16.01.1984, Page 2
2-DAGUR-16. janúar 1984 Saknarðu „Rauða hússins“ og þeirrar menningarstarf- semi sem þar fór fram? Magnús Már Magnússon: Nei alls ekki, ég Ieit þar inn einu sinni og sór þess eið að gera það aldrei aftur. Þorgrímur Daníelsson: Já, ég leit þar nokkrum sinnum inn í fyrravetur og lík- aði vel. Bæinn hefur sett ofan við að missa húsið. Vala Valdemarsdóttir: Ég veit það ekki, ég fylgdist ekki náið með því sem þar fór fram. mmÆ Pétur Sigursveinsson: Nei, ég hafði litla hugmynd um það sem þar var um að vera. K/: Kolbeinn Gíslason: Nei. „Bankastöriín eru í flestum til- fellum skemmtileg . Það er að vísu ekki skemmtilegt að sitja á móti manni sem biður um lán og ekki er hægt að veita fyrir- greiðslu en yfirleitt getur maður bjargað fólki, það hefur verið reynslan þrátt fyrir verð- bólgu og aðrar hrellingar,“ segir Gunnar Hjartarson sem veitir forstöðu Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík, en hann er í „Viðtali Dags-ins“ að þessu sinni. Ef við rennum stuttlega yfir „feril“ Gunnars þá er hann fædd- ur í Grindavík en fluttist ungur til Akureyrar þar sem hann bjó lengi. Þaðan lá leiðin suður til Hellu á Rangárvöllum en að því búnu norður aftur og var stefnan tekin á Dalvík. „Það er ekki síður skemmtilegt við bankastörfin að sitja á móti manni sem kemur með peninga og leitar ráða varðandi það hvernig best sé að ávaxta þá, en það kemur sem betur fer oft fyrir. Það er hægt að segja það með betri samvisku en áður að fólk geti ávaxtað peninga sína í banka.“ - Á fólk yfirleitt einhverja peninga til að ávaxta í banka? „Já, enda væri lítið hægt að gera ef ekkert kæmi af peningum inn í sparisjóðinn. Innlánin hér hjá okkur jukust um 80% á síðsta ári.“ - Og þú kannt vel við þig í bankanum? „Já, mjög vel og ég kann ekk- ert annað.“ - Og þú lætur til þín taka í fé- lagsmálum og situr í bæjarstjórn? „Já ég fór að hafa afskipti af pólitík þegar ég fluttist hingað, en ég hef alltaf verið afskaplega lítið pólitískur." - Én þú hefur verið búinn að fá „uppeldið“ bæði á Samvinnu- skólanum á Bifröst, síðan hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og hjá Búnaðarbankanum? „Já ég var t' skóla hjá Jónasi frá Hriflu, síðan vann ég hjá Sam- vinnuhreyfingunni og svona hef- ur þetta þróast. En það var ekki pólitík sem varð þess valdandi að ég fór út í þetta heldur áhugi á því að láta eitthvað gott af sér leiða." - Og hvað getur þú upplýst mig um ástandið almennt í mál- efnum Dalvíkinga? segir Gunnar Hjartarson, sparisjóðsstjóri og bæjarstjórnarmaður á Dalvík „Það má segja að það sé ekkert sérstaklega bjart yfir, en við höf- um ágæt spil á hendinni að mínu mati og ef okkur tekst að spila þeim rétt út þá er ég ekki svartsýnn. Við höfðum áhyggjur í haust út af byggingariðnaðinum og vissulega voru þær áhyggjur ekki ástæðulausar. Það hefur ver- ið nokkuð atvinnuleysi hjá bygg- ingariðnaðarmönnum fram að þessum tíma en ég vona að það fari að rætast úr. Við sjáum teikn á lofti um að svo verði. Kaupfélagið er að byggja hér stórbyggingu, það var tekinn grunnur að 8 íbúða fjöl- býlishúsi á vegum stjórnar Verkamannabústaða á síðasta ári og byrjað á uppsteypu og við vonum að haldið verði áfram með þá framkvæmd með vorinu. Þessar tvær stórframkvæmdir ásamt öðru sem til fellur ættu að geta komið í veg fyrir áframhald- andi atvinnuleysi í byggingariðn- aði.“ - En það er dekkra útlitið varðandi útgerðina? „Það er vissulega svo en það þýðir ekkert að vera að væla yfir því. Við eigum atvinnutækin og ef okkur tekst að vinna saman í þessum efnum þá er ég ekkert hræddur um atvinnuleysi þar. Söltunarfélagið er búið að fá leyfi fyrir rækjuvinnslu og ég reikna með að togarar Söltunarfélagsins muni fara á rækjuveiðar. Ef okk- ur tekst að skipuleggja veiði tog- aranna allra þá komumst við yfir þetta erfiðleikatímabil. Þetta veltur á því hvernig mönnum tekst að vinna saman og ég er bara bjartsýnn.“ - Hvað gerir Gunnar Hjartar- son þegar hann hvílir sig frá því að telja peninga og vinna að mál- efnum bæjarfélagsins? „Ég fer á skíði, aðallega á gönguskíði en hér við Dalvík er mjög góð aðstaða til skíðaiðk- ana, og t.d. upplýstar brekkur á kvöldin og lyfta. Það er gaman að skreppa í veiði hérna í kring á sumrin, bæði í lax og silung en aðalmálið hjá mér er að ég á trilluhorn og stunda sjóinn grimmt á sumrin. Mér leiðist því alls ekki, hvorki í vinnunni eða í þeim tíma sem ég hef fyrir mig,“ segir Gunnar Hjartarson. gk Afreksverk hjá sjúkrabílsmönnum Bóndi úr Fnjóskadal hringdi: Mig langar til að koma á framfæri þökkum til þeirra manna sem fóru í sjúkrabílnum á dögunum til að ná í þá sem slösuðust þegar rútan fauk út af veginum í Fnjóskadal. Eg var sjálfur á leið austur á Land-Rovernum þennan dag, með keðjur á öllum hjólum en þegar ég kom í Víkurskarðið þá leist mér ekki meira en svo á blik- una að ég sneri við. Ég hef búið í Fnjóskadalnum í 52 ár og mitt mat var það að það væri gjörsam- lega ófært. Ég sneri því við og á leiðinni mætti ég sjúkrabílnum. Ég hef rætt um þetta eftir á við menn sem eru gjörkunnugir stað- háttum og það er samdóma álit þeirra að þessir menn hafi lagt sig í mikla hættu'í þessum björgun- arleiðangri. Það hafi ekki verið nema á færi ósérhlífinna ofur- menna að takast þessa ferð á hendur og mér þykir gott til þess að vita að menn þessir séu til enn þann dag í dag. Þeir eiga þakkir skildar fyrir afrekið. Það eru slökkviliðsmenn sem sjá um akstur sjúkrabílanna. Myndin er frá hópakstri slökkviliðsmanna í fyrra. Bílastæði fyr- ir fatlaða? Kona hringdi: Ég vil beina þeim tilmælum til bæjaryfirvalda og fyrirtækja að það verði gerð gangskör í því að merkja bílastæði fyrir fatlaða. Ég á sjálf erfitt með að komast leiðar minnar fótgangandi sér- staklega á veturna og það er nærri útilokað að fá t.d. bílastæði nálægt Ráðhústorgi, nema eftir langa bið með tilheyrandi hring- akstri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.