Dagur - 16.01.1984, Page 3

Dagur - 16.01.1984, Page 3
16. janúar 1984 - DAGUR - 3 Stofnfundur áhugamanna um kvennaathvarf á Norðurlandi: „SKORUM Á NORDLENDINGA AD LEGGJA ÞESSU MÁLEFNI LIГ Samtök áhugafólks um kvennaathvarf á Norðurlandi voru stofnuð á Akureyri í gær. Var stofnfundurinn haldinn í Húsi aldraðra en meðal frum- mælenda voru fulltrúar frá samtökum um kvennaathvarf í Reykjavík og Inger Linda Jónsdóttir, lögfræðingur frá Eskifirði. Stofnun þessara samtaka hér hefur átt sér nokkuð langan að- draganda. Málið var fyrst rætt á fundi sem Jafnréttishreyfingin gekkst fyrir á Hótel KEA fyrri hluta ársins ’83 en í framhaldi af þeim fundi var haldinn annar fundur áhugafólks í Alþýðuhús- inu í maí þar sem ákveðið var að kanna möguleikana á að stofna kvennaathvarf á Norðurlandi. Að þessu undirbúningsstarfi hef- ur hópur kvenna svo unnið undanfarna mánuði. Ofbeldi á heimilum Það var ekki fyrr en 1980 að fólk fór að gefa því mikla vandamáli sem ofbeldi á heimilunum er, sér- stakan gaum. í könnun sem Sig- rún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi, Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrota- fræðingur og Þorgerður Bene- diktsdóttir, lögfræðingur, gerðu þetta ár kom ýmislegt athygl- isvert fram. Könnunin tók til „of- beldis í íslenskum fjölskyldum“ og var úrtak könnunarinnar, sjúklingar sem leitað höfðu til slysadeildar Borgarspítalans árið 1979. Könnunin náði til 1147 sjúkraskýrslna og alls reyndist 101 einstaklingur hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Þar af voru 79 konur eða um 78% en ofbeldis- mennirnir voru í 93% tilvika karlmenn. 52 þessara tilfella höfðu átt sér stað á heimilum. Fyrrgreind könnun leiddi m.a. til þess að boðað var til fundar „Áhugafólks um kvennaathvarf í Reykjavík“ en fundur þessi var haldinn í júníbyrjun 1982. Fund- urinn var fjölsóttur og á honum voru Samtök um kvennaathvarf í Reykjavík stofnuð. í framhaldi af þessu var opnuð skrifstofa með símaþjónustu í ágúst ’82. Markmið samtakanna Markmið samtakanna eru: Aö koma á fót og reka athvarf, annars vegar fyrir konur og börn þeirra, þegar dvöl í heimahúsum er óbærileg vegna andlegs og lík- amlegs ofbeldis eiginmanns, sam- býlismanns eða annarra heimilis- manna og hins vegar fyrir konur sem orðið hafa fyrir nauðgun. Að vinna gegn ofbeldi með því að stuðla að opinni umræðu og viðurkenningu samfélagsins á að því beri skylda til að veita konum þeim sem ofbeldi eru beittar, raunhæfa aðstoð og vernd. Að aðstoða konur við að rjúfa þann múr einangrunar og þagnar sem reistur hefur verið um of- beldi á heimilum. Samtökin í Reykjavík opnuðu kvennaathvarf 6. desember 1982. Á því tímabili sem athvarfið héf- ur verið opið eða til áramóta 1933, höfðu 152 konur og álíka íjöldi barna alls staðar að af land- inu, dvalið í athvarfinu og mikill fjöldi kvenna hafði notfært sér símaþjónustu samtakanna. Að sögn þeirra Sveinborgar Sveinsdóttur, Arnheiðar Eyþórs- dóttur og Áslaugar Kristjánsdótt- ur sem tekið hafa þátt í undir- búningsstarfi samtakanna hér á Norðurlandi, þá er fyrirhugað að starfa á sama grunni og samtökin í Reykjavík. Lítils háttar athug- un hefur farið fram á því hvort hægt sé að fá heppilegt húsnæði fyrir kvennaathvarf hér á Akur- eyri en nú eftir að samtökin hafa verið formlega stofnuð má búast við því að fullur skriður komist á það mál. Fyrsta verkefni hinna nýstofnuðu samtaka verður hins vegar það að opna skrifstofu með símaþjónustu. - Við skorum á alla Norðlend- inga að leggja þessu brýna mál- efni lið. Það eru allir sammála um það sem til þessara mála þekkja að þörfin sé mjög brýn, sögðu þær Sveinborg, Árnheiður Og Áslaug. ese Anna Magnea Hreinsdóttir í ræðustól á stofnfundinum. Inger Linda Jónsdóttir, lögfræðingur, Kristín Blöndal fóstra og Anna Magnea Hreinsdóttir, starfsmaður kvennaathvarfs voru frummælendur á fundinum. Fjölmenni var á stofnfundi áhugafólks um kvennaathvarf. Yfir 70 manns gerðust stofnfélagar samtakanna fram að aðalfundi sem haldinn verður í mars. Myndir: KGA. Stórkostlegt TILBOÐ á skóm framleiddum á Akureyri. Skóverksmiðjan Iðunn og Vöruhús KEA stuðla að atvinnuuppbyggingu á Akureyri. •éVdossar Te9- 5271 ,r Obkkbrunú kuldas'f; Nt. ^O-46 Leyftverö i okkar ver ■lirtanna 20. janúar- Katknanna' Hr. A 683,- LeyttVrler&v330’ Okkar Mer° SértUb°& -r«n 234 Svart'f ^fverð 860,- Okkar vero TeQ- 50^ KU\daskór GuVbrun' ku Nr.S^löAO,- Leyftfver&625’- Okkar ver Nr- 42 1 840,- Leynfver&565’- Okkar vero Teg- 56°1nW geerU' &&r"*** karimanne Nr. 40'45 ? 160- LeyftVeuer&A.7°°’- okkar vero Sendum i póstkröfu , 7e0 rt ve&urku'da- , vsfer'1 Nr. 36-41 . 653,- LeyftVoer&A.275’- Okkar verð S1MI (96) 21400

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.