Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR -16. janúar 1984 16.janúar1984-DAGUR-7 Þorsteinn Bjarnason var óstöðvandi hjá IBK - ÍBK sigraði Þór 68:57 í bikarnum. Landsliðsmaðurinn Þorstéinn Bjarnason hjá ÍBK reyndist Þórsurum erfiður er Þór og ÍBK mættust í bikarkeppni KKÍ á Akureyri um helgina. Þorsteinn hitti úr öllum mögu- legum og ómögulegum færum, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks og frábær leikur hans skóp öðru fremur öruggan sig- ur IBK í leiknum, 68:57. - Sóknarleikurinn var mjög lélegur hjá okkur í þessum leik. Boltinn var ekki látinn ganga og liðið vann ekki saman eins og heild. Og þegar Þorsteinn er í þessum ham, þá er ekki von á góðu, sagði Gylfi Kristjánsson, þjálfari Þórs eftir leikinn. í upphafi benti þó margt til þess að Þórsarar gætu velgt úr- valsdeildarliðinu undir uggum. Þór komst í 10:2 strax í byrjun en Keflvíkingar náðu að saxa á for- skotið og jöfnuðu 14:14. Eftir það var leikurinn í járnum út fyrri hálfleik. Jafnt 22:22 en svo sigu Keflvíkingar fram úr og staðan í leikhlé var 27:24 ÍBK í hag. í upphafi seinni hálfleiks tók Þorsteinn Bjarnason svo góðan sprett og raðaði körfunum. Hitti úr ótrúlegustu færum og ÍBK jók muninn. Þórsarar tóku þá það til bragðs að setja mann á Þorstein en spiluðu eftir sem áður svæð- isvörn. Þetta gaf góða raun og nú tóku Þórsarar að saxa á for- skot Keflvíkinganna. Þegar átta mínútur voru til leiksloka höfðu Keflvíkingar náð sínu mesta for- skoti í leiknum en þá skildu 21 stig liðin en þegar upp var staðið var munurinn 11 stig. Það var því of seint í rassinn gripið að taka Þorstein úr umferð og ör- uggur sigur ÍBK var í höfn. Besti maður vallarins var Þor- steinn Bjarnason sem skoraði 26 stig fyrir ÍBK. Jón Kr. Gíslason átti einnig góðan leik fyrir Suður- nesjamenn en aðrir sýndu ekkert sérstakt. Hjá Þór stóð enginn upp úr meðalmennskunni. Sig- urður Ingimundarson skoraði 14 stig fyrir ÍBK í leiknum og Jón Kr. 12 en hjá Þór var Björn Skúlason stigahæstur með 16 stig. Eiríkur Sig. skoraði 13, Jón Héð- insson 12, Stefán Friðleifsson, Guðmundur Björnsson og Kon- ráð Óskarsson fjögur stig hver og Jóhann Sigurðsson skoraði tvö stig. Björn skorar fyrir Þór. Mynd: KGA. Þorsmot í svigi: Guðrún kom mest á óvart - Skaut mörgum körlunum ref fyrir rass Guðrún H. Kristjánsdóttir, hin kornunga skíðakona úr KA kom mest á óvart á fyrsta skíðamól i vetrarins sem haldið var í Hlíðarfjalli um helgina. Guðrún sem keppti í flokki 15- 16 ára stúlkna fékk tímann 87.66 sek. en þessi tími hefði nægt henni til þriðja sætis í karlaflokki á sama móti. Tinna Traustadóttir. Onnur úrslit voru þessi: Kvennaflokkur: 1. Tinna Traustadóttir KA 89,92 2. Anna M. Malmquist KA 92,71 3. Ásta Ásmundsdóttir KA 92,91 Karlaflokkur: 1. Erling Ingvason KA 87,01 2. Ingólfur Gíslason Pór 87,26 3. Valþór Porgeirsson KA 88,31 15-16 ára stúlkui: 1. GuðrúnH. Kristjánsd. KA 87,66 2. Arna ívarsdóttir Þór 95,49 3. Helga Sigurjónsd. Þór 97,80 15-16 ára drengir: 1. Björn B. Gíslason KA 83,23 2. Gunnár Reynisson Þór 91,61 3. Brynjar Bragason KA 104,97 13-14 ára stúlkur: 1. Kristín Jóhannsd. Þór 95,98 2. Hulda Svanbergsd. KA 97,14 3. Jórunn Jóhannesd. Þór 97,53 13-14 ára drengir: 1. Valdemar Valdemarss. KA 82,02 2. Kristinn Svanbergss. KA 85,88 3. Kári Ellertsson Þór 91,62 Næsta mót í Hlíðarfjalli næst- komandi laugardag þá fer fram KA-mót í stórsvigi. ;';*»/:'; „Verð trúlega áfram" -segir Guðjón Guömundsson - Ég á ekki von á öðru en ég verði áfram hjá Þór, sagði Guð- jón Guðmundsson, miðvallar- leikmaðurinn sterki sem var markahæsti leikmaður Þórsliðs- ins á síðasta ári með átta mörk, er blaðamaður Dags ræddi við hann í morgun. Ástæða spurningarinnar var sú að Guðjón gengur eins og svo margir aðrir með uppsagnarbréf frá Slippstöðinni upp á vasann og gæti því orðið atvinnulaus 1. mars nk. - Það er auðvitað forsendan fyrir því að ég verði áfram að ég fái einhverja vinnu, sagði Guð- jön Guðmundsson. ese „Ekkert komið á hreint" - segir Guðjón Guðjónsson - Það er ekkert komið á hreint ennþá, sagði Guðjón Guðjóns- son, bakvörðurinn knái hjá KA í samtali við Dag er hann var spurður að því hvort hann væri genginn í ÍBK að nýju. Sem kunnugt er þá hefur farið nokkur umræða fram um hugsan- leg félagsskipti Guðjóns og t.a.m. hefur DV munstrað hann yfir í ÍBK, af meira kappi en forsjá, annan hvern dag. - Þetta skýrist allt nú í vik- unni, sagði Guðjón og það er því ýmislegt sem bendir til þess að KA haldi honum áfram. ese TRIMM- LÆDSKEPPNI 15. JANUAR - 30. APRÍL 1984 MWr á m SKÍDW A SKIÐUM REGLUR MERKIÐ M (ALLAR TEO. SKÍOA GILDA) ALLT SEM GFiRA ÞARF ER; 1. AO FARA 6 SINWUM Á SKÍDf, 1 K.IST. i 2 AO F-YI.LA ÍÍT SKRANINQARSPJALDíÖ. 3. AO 5ENOA SPJALOHÍ 81SAX OO SKJLYRDUNUM HOJR VERtO FULLNÆGT TIL SÖLU AMNAST SJKiOAFÍLÖOtN SKlOAFÉLAGStNS A STAÐNUM EDA ÍIL TfllMMNEFNOAft S.K.Í PÖSTHOlf WO. 60Í AKUREYRl. KAUPID MERK! KEPPNINNAR. F>AÐ EK 11L IJR MALMI EOA TAUI OG KOSTAR KR. 80,- Ijgg] SKÍÐASAMBAND &2>'; ÍSLANDS TRIMMNEFNO PÓSTHÓLF 546 602 AKUBEYR! SIMI 96-227Í2 KEPPNJH Efl A MILL! OÆJA OG HERAÐA Á ISLANDIOÖ VEJ4BA URSLFT MIOUO VID iBÚATÖLU. AJ.I.IR GETA VERtD MEÐ. ÁntOANll! fc-R AO SKRANINGAR5PJ0LOUNUM SÉ SKILAO JAFNBKjOTT 00 SKILYBflUNUM (iCFUB V6RIO FULLNÆGT {5 SINNUM. I KLST. i S8NN). SVO AD HÆGT SÉ AO FYLGJAST Mfcf) PATTTOKUNNI. £F SK-flANlNOAHSRJftUJ EKU EKKI VIO HENOINA. HÆGW AD SKBIFA NAFN ÞÁ VT TAXANDA, HElMILt OG HÉRAD OG 5ENOA FflAMKVÆMOAAOILUM. DAGHR 96-24222 ,HS-VÓmmDARSF ALLIR A Nú ættu landsmenn, allir sem geta komið |»ví við, að fara að spenna á sig skíðin og halda af stað. 1 'riituiilandskeuptiiii á skíðum 1984 hófst nefnilega í gær, og stendur yfir tU 30. apríl. Það er Trbnm-nefnd Skíðasambands íslands sem stendur að keppninní, en aðset* ur nefhdarinnar er á Akureyri. Keppnin er ekki keppni á ntiili landa eins og var í keppninni í fyrra, heldur er ætlunin nrt landsmenn berjist innbyrðis um verðlaun þau er veitt verða í keppninni. Keppnm er stigakeppni milli héraða. Einnig má stofna til keppni milli bandalaga, héraðssambanda, félaga, sveitarfélaga, skóla og hópa svo eitthvað sé nefnd. Til þess að vera fullgildur þátttakandi í keppninni þarf vlðkomandi að fara a.m.k. 5 skíða- ferðir eða æfingar er taki minnst eina klukkustund hyer. Á skíðastoðunum (á Akureyri, í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi) liggja frammi skrán- ingarspjöld fyrir þátttakendur. Þeir skrá nöl'n sin á spjöldin og annað sem þar er sagt fyrr um og skila inn að því loknu. í keppninni verða veitt þrenn aðalverðlaun, bikar fyrir bestu þátttóku í kaupstað sem hefur 10 þúsund íbúa eða fleiri, bikar fyrir bestu þátttöku i kaupstað sem hefur 2-10 þúsund íbúa og bikar fyrir bestu þátttöku hjá héraðssambandi. Full ástæða er tii þess að hvetja almenning til þess að taka þátt í þessari keppni, og er upplagt fyrir ýmis fyrirtæki að koina á keppni við önnur og fleira í þeim dúr. Eins mætti hugsa sér keppni á miili skóla. í hverjum kaupstað og hjá hverju héraðs- sambandi ættu menn að leggjast á eitt um að gera þessa keppni sem veglegasta. Hér fer á eftir fréttatilkynning sem Trimm-nefnd Skíðasambands íslands hefur sent fjölmiðlum í tilefni keppninnar. Á haustþingi Skíðasantbands íslands á Húsavik hinn 29. okt. sl. var ákveðið að koma á Trimm-landskeppni á skíðum 1984, eins kónar framhaldi af Norrænu fjöl- skyldulandskeppninni, sem háð var sl. vetur. f stað þess að þá var keppni miUi Norðurlandanna, verður nú miðað við keppni milli héraða og bæja hér innanlands. Trimmlandskeppnin fer fram 15. janúar - 30. apríl 1984. Keppni þessi er liður í þeirri viðleitni íþróttasamtakanna að efía almenningsíþrótt- ir í landinu og koma til ntóts við ]>ú mörgu sem óska eftir að keppa að einhverju ákveðnn imirki, þótt þeir séu ekki í keppnisfþróttum. Jafhframt er höfð í huga holl- usta þess að hver og einn stundi einhverja íþrótt við sitt hæfi og er þessi keppni m.a. framlag Skíðasambandsins í þá átt. Framkvæmd þessarar keppni er í stórum dráttum sú að yfirstjórn er í höndum Trimm-nefndar SKÍ, en innan hvers íþrottahéraðs er framkvæmdin falin héraðs- samböndum, íþróttabandalögum og skíðaráðum. Þessir aðUar munu svo skipuleggja keppnina með aðstoð stjórnar íþrótta- og ungmennafélaga hinna einstöku byggðar laga. Þær leita síðan samstarfs við skóla, vinnustaði, áhugahópa o.fl. á félagssvæði þeirra. Þá er gert ráð f^rir að einstök bæjar- eða sveitarfélög keppi innbyrðis sín í miili auk aðalkeppninnar sbr. Uð 9 í keppnisreglum sem fylgja hér með. Þar sem hin Norðurlðndin hafa svipaða keppni hvert um sig á þessu ári, þá er ákveðið að nota sama merki áfram og notað var í Fjölskyldulandskeppninni sl. vetur. Merkin verða til sölu hjá framkvæmdaa&ilum á hverjum stað og kosta kr. 60 pr. stk. Pað er von Tritnmnefndar SKÍ að keppni þessari verði vei tekið meðal landsmanna og í því sambandi væntir nefndín góðs samstarfs við starfsmenn blaða, hijóðvarps og sjónvarps um að koma upplýsingum um þetta mál á framfæri. Nefndin niuii leitast við að fá upplýsingur úr héruðum með jöl'nu millibili og gefa upp tölur um þátttöku liverju sinni tU fréttamanna. Hjálagt fylgja reglur keppninnar í Trimm-nefnd SKÍ Hermann Sigtryggsson, formaður : Sigurður Aðalsteinsson, ritari Haligrímur Indriðason, gjaidkeri. Ömggt hjá Þórsstúlkum: Unnu helstu keppi- nautana - Þessi úrslit komu okkur ekki á óvart. Við vorum stað- ráðnar í að sigra og hefna ófar- anna í fyrri leiknum og það tókst svo um munaði, sagði Sólveig Birgisdóttir, Ieikmaður með 2. deildarliði Þórs í hand- knattleik eflir að Þórsstúlkurn- ar höfðu unnið sætan sigur gegn helstu keppinautum sín- ii iii í IBV í Vestmannaeyjum. Þórsstúlkurnar unnu svo sann- arlega afrek í þessum leik. ÍBV- liðið er erfitt heim að sækja og það segir svo sannarlega sína sögu um getu Þórs-liðsins að stúlkurnar unnu þennan leik með tíu marka mun, 24:14. Þór komst í 4:0 og í fyrri hálf- leik munaði þetta tveim til fjór- um mörum á liðunum. ÍBV náði að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik en þá tóku Þórs- stúlkur af skarið og settu allt í botn og unnu öruggan sigur. Ekki er hægt að gera upp á milli einstakra leikmanna í þessum leik. Liðið barðist allt sem ein heild en drýgst við markaskorun var Inga Huld Pálsdóttir. Lið Þórs og ÍBV eru nú efst og jöfn í deildinni. - ESE Kristinn Hreinsson, Þórsari, þrumar knettinum í netið. Mynd; KGA. JAFNTEFLI I HÖRKULEIK Þær voru æsispennandi loka- niímí<in nai í leik Þórs og topp- liðsins Týs frá Vestmannaeyj- um í þriðju deildar keppninni í handknattleik. Þór hafið haft yfir lengst af leiknum og undir íokin fengu Þórsarar enn frek- ari tækifæri til að gera út um leikinn. Staðan 18:17 þeim í vil en þá skorar Sigurlás Þorleifs- son jöfnunarmarkið fyrir Týr- ara. Þórsarar hófu þennan leik af miklum krafti. Komust í 2:0 og síðan 5:3 og í leikhléi er staðan 9:8 Þór í hag. í upphafi seinni hálfleiks komast Þórsarar svo í 14:11 en Týrarar jafna 14:14. Aftur nær Þór góðu forskoti 18:16 en Týrarar skora tvö síð- ustu mörkin. Það var klaufalegt fyrir Þórs- ara að tapa stigi í þessum leik. Þeir áttu fullt af tækifærum undir lokin en auk þess klúðruðu þeir einum fimm vítaköstum í leikn- um. Þá hafði það sitt að segja að Sigurður Pálsson aðalmarkaskor- ari liðsins var meiddur en hann leikur væntanlega með gegn Aftureldingu í næsta leik. Markahæstur Þórsara í leikn- um var Oddur Sigurðsson með fjögur mörk en mörkin dreifðust að þessu sinni mjög jafnt milli manna. Týrarar standa nú best að vígi í deildinni. Hafa aðeins tapað tveim stigum. Ármann og Aftur- elding hafa tapað fjórum stigum hvort félag og Þór fimm stigum. Víst er að það verða þessi lið sem fara í úrslitakeppnina. ese Haraldur Olafsson kjörinn „Lyftingamaður Akureyrar" Haraldur Ólafsson, hinn snjalli Iyftingamaður úr Þór var út- nefndur „Lyftingamaður ársins" á aðalfundi Lyftinga- ráðs Akureyrar um helgina. Haraldur er vel að þessum titli kominn en helstu keppinautar hans á stigamótum ársins voru kraftlyfingamaðurinn Kári Elíson og lyftingamaðurinn Garðar Gíslason. Það er óþarfi að kynna Harald Ólafsson fyrir Akureyringum. Hann hefur verið í fararbroddi íslenskra lyftingamanna um margra ára skeið og þrátt fyrir að hann sé aðeins 21 árs að aldri, hefur hann staðið í eldlínunni í ein sjö ár. Haraldur hefur lagt geysihart að sér á æfingum að undanförnu og það er leitun að íslenskum íþróttamanni sem æfir jafn mikið og hann. Flesta daga vikunnar æfir hann tvisvar á dag og Haraldur hefur fyrir löngu sett stefnuna á Olympíuleikana í Los Angeles og var reyndar einn fyrsti íslendingurinn sem náði þeim lágmörkum sem Olympíunefndin hefur sett. í lok febrúar mun Haraldur taka þátt í „Sweden Open" - opna sænska mótinu, ásamt fimm öðrum íslenskum lyftingamönn- um, tvíburabræðrunum Gylfa og Garðari Gíslasonum frá Akur- eyri, bræðrunum Baldri og Birgi Borgþórssonum úr KR og Ingv- ari Ingvarssyni einnig úr KR. Á þessu móti verður barist um ol- ympíusætin fjögur en telja má næsta víst að Haraldur Ólafsson verði einn þeirra fjögurra sem verja munu heiður Islands í Los Angeles. Þó Haraldur keppi í ol- ympískum lyftingum þá hefur hann sýnt og sannað að hann er liðtækur kraftlyftingamaður og stóð sig m.a. frábærlega vel á Grétarsmótinu í desember sl. Á aðalfundi LRA var kjörin ný stjórn og gáfu allir fyrri stjórn- armeðlimir kost á sér að nýju. Eina breytingin er sú að fjölgað var í stjórninni um tvo og koma þeir Flosi Jónsson og Konráð Jó- hannsson inn í stjórnina sem að öðru leyti er skipuð þeim Frey Aðalsteinssyni sem verður formaður, Kári Elíson ritari, Halldóra Kristjánsdóttir gjald- keri, Jóhannes Hjálmarsson og Haraldur Ólafsson. - Það má segja að reksturinn hafi gengið nokkuð vel á árinu og við lítum björtum augum til framtíðarinnar, sagði Freyr Aðalsteinsson, formaður LRA í samtali við Dag. Freyr sagði að á árinu væri fyrirhuguð sýninga- og keppnis- ferð til vinabæjar Akureyrar í Grænlandi en svipuð ferð var far- in til Færeyja fyrir nokkrum Haraldur Ólafsson er fjölhæfur lyftingamaður. Hér er hann í keppni í kraft- lyftingum á Grétarsmótinu. árum og tókst hún mjög vel. Næsta stórmót er Akureyrarmót- ið í kraftlyftingum sem haldið Mynd: ESE. verður í mars en auk þess verður vafalaust mikið um minniháttar mót á árinu. - ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.