Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR -16. janúar 1984 IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS IÐNAÐARDEILD Forsvarsmenn iðnaðardeildar Sambandsins héldu fund með blaðamönnum þar sem útflutningsvörur skinnadeildar og ullardeildar voru kynntar. Myndir: hs. Áætlar að auka útf lutn- ing um 40 af hundraði — á ullar- og skinnavörum á þessu ári Á fimmtudag í síðustu viku lieli iðnaðardeild Sambandsins veglega kynningu á fram- leiðsluvörum sínum í Átthaga- sal Hótel Sögu. Einkum voru kynntar vörur sem fara til út- flutnings og að loknum blaða- mannafundi var tískusýning, þar sem hver glæsiflíkin á fæt- ur annarri var sýnd. Fjöldi gesta kom í hófið sem haldið var og fylgdist með sýning- iiniii. Þeirra á meðal var land- búnaðarráðherra, Jón Helga- son. Hjörtur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri iðnaöardeildar hélt erindi við þetta tækifæri og sagði þá m.a.: „Það er okkur hjá iðnaðardeild Sambandsins mikið ánægjuefni að fá að bjóða ykkur öll velkom- in hingað í dag. Tilefnið er að við viljum kynna ykkur sýnishorn af ullar- og skinnavörum, sem boðnar verða á erlendum mörk- uðum á þessu ári í nafni iðnaðar- deildar Sambandsins. Það er mikilvægt fyrir okkur að vel takist til í sölunni og það er ennfremur mikilvægt á landsvísu, þar sem iðnaðardeildin hefur um árabil átt 43-45% alls útflutnings landsmanna í ullar- og skinnavör- um. Á einum stað segir: „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðr- um er hann meira en hann sjálfur". Þetta er okkur kannski Ijósara í samvinnuhreyfingunni en ýmsum öðrum, því það er samstillta átakið sem veltir bjarg- inu. En því nefni ég þetta, að all- ir sem hér eru gestir í dag stuðla á einn eða annan hátt með störf- um sínum að því að efla íslensk- an iðnað og útflutning. Við erum þakklátir fyrir skilning, velvilja og samstarf við svo marga, að ekki verður reynt upp að telja, en sem engu að síður verður seint fullþakkað. Við ákváðum að vera hér ein- göngu með sýnishorn af útflutn- ingsvörum úr ull og skinnum. Ekki vegna þess að við höfum ekki áhuga á framleiðslunni fyrir heimamarkað. Sú framleiðsla er bæði mikil og vegur þungt hjá iðnaðardeildinni. Það er fram- leiðsla sem er gjaldeyrissparandi og veitir mörg atvinnutækifæri. Hins vegar var það mat okkar að það yrði of viðamikið að taka fyrir allar okkar framleiðsluvörur og svo hitt, að útflutning okkar milljónum. Gamalt máltæki segir: „Þeir fiska sem róa". Þetta máltæki á ekki við í dag í hefð- bundnum skilningi. Þeir eru ekki margir fiskarnir sem sjómenn við Eyjafjörð hafa aflað, þrátt fyrir marga róðra nú í vetur. Sömu sögu er að segja víðast hvar ann- ars staðar um landið. Það þarf að gera út í stærri stíl á önnur mið. Útflutningur ullar- og skinna- vara hefur verið verulegur undanfarin ár og enn eru vaxt- armöguleikar fyrir hendi. Þá þurfum við að nýta okkur eins og frekast er kostur. Sérstaklega eru Hjörtur Eiríksson flutti erindi í hófi sem haldið var að loknum blaðamanna- fundinum. landsmanna þarf sérstaklega að efla, ekki síst eins og nú er ástatt í okkar efnahagsmálum. Heildarsala iðnaðardeildar var að upphæð 1130 milljónir króna árið 1983 og eru þá sameignarfyr- irtæki okkar meðtalin, útflutn- íngur nam samtals 386 milfjónum króna og þar af nam ullar- og skinnavöruútflutningurinn 358 vaxtarmöguleikar í skinnaiðnaði miklir, miðað við að auka fullnýt- ingu hráefnis sem til fellur hér innanlands. Til gamans má geta þess að hálfunnið Iambsskinn, eins og lambsskinn hafa verið flutt út að langmestu leyti undan- farin ár, gefur af sér í dag um 6 dollara. Hins vegar, ef það skinn er fullsútað hér heima og notað í mokkaflík, þá fimmfaldast það í verði og þessi mikla verðmæta- aukning skilar sér svo til öll til þjóðarbúsins. Erlendur kostn- aður er sáralítill. Hér er því til mikils að vinna. Þegar á sl. ári var byrjað á stórá- taki á þessu sviði og ætlun okkar er að auka fullnýtingu skinnanna verulega meira á þessu ári. Við áætlum að að auka okkar útflutn- ing á ullar- og skinnavörum á þessu ári um 40 af hundraði. Er þá reiknað með að erlendur gjaldeyrir hækki um 18-20% milli ára. Þar með er útflutningur á þessum vöruflokkum okkar kominn yfir hálfan milljarð króna, sem skila sér að 95 hundraðshlutum beint til samfé- lagsins, þar sem erlendur kostn- aður er jafn lítill og raun ber vitni. Að vísu er þá fjármagns- kostnaður reiknaður sem inn- lendur kostnaður, sem kannski er ekki rétt í öllum tilfellum. Forsendur þess að okkur takist að standa við það átak sem unnið er að á erlendum mörkuðum, eru að ríkisstjórninni takisf að halda sínu markmiði og koma verð- bólgunni niður í eðlilegt horf, svipað og er hjá okkar nágranna- þjóðum. Fari verðbólgan aftur af stað með öllum þeim fjármagns- vandræðum og vaxtafargani og annarri óáran sem verðbólgunni fylgir, þá missum við það tæki- færi sem nú er framundan og það má ekki ske. Þetta vita allir sem standa í eða þekkja til reksturs. Mistök í stjórn efnahagsmála okkar myndu nú hafa geigvæn- legar afleiðingar fyrir þjóðarbú- ið. Þá vil ég einnig benda á það, að þrátt fyrir batnandi rekstrar- grundvöll iðnaðarins í landinu er ekki þar með sagt að hann geti tekið á sig og greitt strax upp syndir verðbólguáranna. Þessari hugmynd hefur okkur fundist vilja bregða fyrir. Það þarf nú að snúa vörn í öfluga sókn, nýta þá möguleika sem vitað er um og kanna með tilliti til breytts rekstrargrund- vallar nýjar framleiðslugreinar. Athuga hvar við getum aukið okkar útflutning og fylgja þeim athugunum eftir. En þetta verður ekki gert án fjármagns. Útflutn- ingur héðan frá íslandi á sér ekki stað að sjálfu sér. Við erum langt frá erlendum mörkuðum og verð- um að fylgjast vel með hvað þar gerist. Sölustarfsemi er dýr og þjálfaðir markaðsmenn eru fáir. Það þarf að gera átak í að efla upp lið vaskra manna til að taka að sér sölustarfsemi á erlendri grund. það þarf að auglýsa og kynna okkar vörur með öllum til- tækum ráðum. Þessu verða yfir- völd að gera sér grein fyrir og að þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu þjóðarbúsins þarf að auka fjár- veitingu, auka fjármagnið til iðn- aðarins, þannig að hann verður í stakk búinn til að taka að sér stóraukin verkefni. Þjóðin þarf á því að halda og það fjármagn á að skila arði, sem er að sjálf- sögðu meginforsendan. Ég vil að lokum segja þetta. Það er ósk og von allra lands- manna að sjávarútvegurinn kom- ist sem allra fyrst úr þeirri lægð sem hann er nú í, verði ein aðal- uppsprettan að atvinnuöryggi og velmegun í landinu. Hins vegar má það aldrei ske í framtíðinni, eins og of oft hefur átt sér stað í fortíðinni, að á velgengistímum sjávarútvegs vérði rekstrargrund- velli annarra atvinnuvega kippt burtu. Það verður að stýra þjóð- arskútunni þannig að litið sé til allra átta og allir atvinnuvegir hafi sömu rekstrarskilyrði og geti þar með skapað sem best viður- væri fyrir fólkið í landinu."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.