Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 9
16.janúar1984-DAGUR-9 SAMBANDSINS IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS IÐNAÐARDEILD SAMBANDSINS Skinna- iðnaðurinn Skinnaiönaði Sambandsins má skipta í tvo meginþætti. Annars vegar er sútunin og hins vegar fullvinnsla fatnaðar úr fullsútuð- um gærum. Sútunin er umfangsmest, en hún notar einvörðungu íslenskt hráefni. Meginstarfsemin er sút- un lambgæra, en árlega eru full- unnar á 4. hundrað þúsund lambagærur, sem seldar eru á vestræna markaði, auk heima- markaðarins. 80% fullvinnslu Skinnaiðnaður Sambandsins hef- ur þannig yfir 80% allrar full- vinnslu íslenskra skinna á sínum snærum. 70% hálfvinnslu Af útflutningi forsútaðra og hálf- sútaðra gæra á sl. ári nam hlutur Skinnaiðnaðar 70% alls útflutn- ings. 76% heUdarútflutnings Séu öll útflutt skinn talin, nemur hlutur Skinnaiðnaðar 76% heild- arinnar og þar með talinn útflutn- ingur loðsútaðra (langhærðra) gæra, auk hrossa- og trippahúða. Hin meginstarfsemi Skinnaiðn- aðar er rekstur skinnasauma- stofu, en sl. ár voru framleiddar um 6100 mokkaflíkur, auk smá- vöru ýmiss konar. 85% framleiðslunnar útflutt Af þeim 6100 flíkum sem fram- leiddar voru, fóru 85% á erlenda markaði, bróðurparturinn til Skandinavíu, en einnig til Japan og Sovétríkjanna. 100% hlutdeild í útflutningi Allur útflutningur mokkafatnað- ar frá íslandi er á vegum Skinna- iðnaðar. Er stefnt að stórauknum útflutningi á næsta ári og er þegar hafin markaðssetning í Bret- landi, V-Þýskalandi og athuganir eru í gangi á kanadíska markað- inum. Þróun Skinnaiðnaðar hefur verið mjög ör undanfarið. Auk bættrar sútunar og betri þjónustu við neytendur, eru ýmsar fram- leiðslunýjungar nú að líta dagsins ljós. Má þar einkum nefna fram- leiðslu á svonefndum „nappa- pels" og ennfremur er nú hafinn rekstur afullunarstöðvar á Akur- eyri. „Nappapels". Svo nefndum við mokkaskinn, sem hefur verið vatnsvarið sérstaklega og síðan meðhöndlað þannig, að á leður- hlið skinnsins er ekki mokkaá- ferð, heldur leðuráferð. Skinnið heldur eftir sem áður öllum eig- inleikum hins hefðbundna mokkaskinns. „At'ullun". Fyrsta stig leður- vinnslu eða leðursútunar er afull- un, og nefnum við þá afurð, „pæklaðan bjór". Er vinnslan í því fólgin, að öll ull er fjarlægð af gærunum en síðan eru settar ýmiss konar efnivörur í skinnið, einkum til að halda því óskemmdu við geymslu og í flutningi. Með þessari vinnslu hefur Skinnaiðnaður stigið tvö mikilvæg skref. Annað er að haf- in er þróun í þá átt til leðursútun- ar lambsgæra, og hitt, að takast má að minnka verulega útflutn- ing saltaðra gæra og auka þannig verðmæti útflutningsins og jafn- framt halda ullinni í landinu. Markaðir og vöruþróun Þróttmikil vöruþróun og hönnun eru merki um fyrirtæki í framför og vexti og svo er um Skinnaiðn- að Sambandsins. Fjölmargir möguleikar eru samt enn ónýttir í skinnaiðnaði landsmanna og vaxtamöguleikar miklir. Eru einkum tvö atriði þar ofarlega í huga, en þau eru aukin full- vinnsla allra íslenskra skinna og vinnsla neytendavöru úr sútuðum skinnum, m.ö.o. stóraukin fata- framleiðsla úr íslenskum skinnum. Angi þess er „nappapels", en með nýjum vörutegundum og hönnuðum opnast nýir möguleik- ar fyrir fjölbreyttari notkun á ís- lensku gærunni. Með aukinni þekkingu á markaðnum má stór- auka fjölbreytni í notkun mokka og leðurs með öðrum fataefnum, svo dæmi sé tekið. 10.000 kápu-samningur Skinnaiðnaðar við Sovétríkin færir okkur heim sanninn um áhuga erlendis, og verður fram- hald þar á. Af þeirri orsök einni mun fullvinnsla okkar enn aukast verulega í fatnaði á þessu ári. Þessi jakki vakti ntikla athygli, en hann er úr svokölluðu nappaskinni og með leðuráferð. Tvöföldun framleiðslu Á fimm árum hefur framleiðsla fullvinnslu sútunarinnar tvöfald- ast. Er hér um mikilvæga þróun að ræða, þar sem verðmæta- aukning í erlendri mynt er meira en tvöfölduð_. Á skinnasauma- stofu er um rúmlega tvöföldun að ræða á fimm árum. Þennan ár- angur má rekja til tvenns. Hönn- un hefur verið gerð alþjóðleg og notaðir hafa verið réttir dreifi- aðilar auk vandaðri vöru að sjálf- sögðu. Meginmarkaðir fyrir fullunnin skinn og skinnavörur eru Norður-Evrópa, einkum Skandi- navía og Sovétríkin. í þessum löndum vinnur Skinnaiðnaður Sambandsins með öllum bestu framleiðendum og söluaðilum. ÖU markaðssetning miðast við að vinna með bestu fáanlegu aðil- um, en mjög náin samvinna milli umboðsaðila okkar og kaupenda er forsenda góðrar þjónustu af okkar hendi. Hjá Skinnaiðnaði vinna nú um 200 manns, sem standa undir 85% verðmætaútflutnings skinna og skinnavöru. Þær vörur sem Skinnaiðnaður sýnir hér fyrir 1984 er þannig afrakstur vinnu fjölda manna um allt land og er- lendis allt frá bónda til erlendra sölumanna. Ullariðnaður Peysumar fara á markað í V.-Evrópu og mikil áhersla er lögð á að fylgjast með sveifium í tískuheiminum. Saga útflutnings hjá Ullariðnaði nær aftur til 7. áratugarins. Grundvöllur útflutningsins var í byrjun viðskipti við Sovétríkin. Helstu afurðir voru á þeim tíma værðarvoðir og peysur. Á 8. áratugnum þótti einsýnt að frekari aukning á útflutningi hlaut að byggjast á virkara mark- aðsátaki í fleiri löndum og um leið fjölbreyttari framleiðslu. Hafist var handa um hönnun og framleiðslu handprjónabands og áklæða í ríkara mæli, auk þess sem hönnun fatnaðar og værð- arvoða var aðlöguð breyttum þörfum vestræns markaðar. Enn þann dag í dag eru við- skipti Ullariðnaðar við Sovétrík- in afar mikilvæg, en gildi sölu til V.-Evrópu, Norður-Ameríku og Japans hefur aukist markvisst. Helstu afurðir og söluverðmæti Mikilvægustu afurðir Ullariðnað- ar í útflutningi eru fatnaður,, handprjónaband, værðarvoðir og áklæði. Árið 1981 nam verðmæti út- flutnings 70.4 millj. kr., en árið 1982 122,8 millj. kr. Hlutfallsleg aukning milli þessara ára er því um74,3%. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir 1983, verður útflutningur Úllariðnaðar 216,3 millj. kr., og er þá aukning milli áranna 1982 og 1983 76,1%. Á þessu tímabili frá 1981 til 1983 hefur verðmæti útflutnings þrefaldast, en á sama tíma hefur arðsemi reksturs fjórfaldast. Skipting veltunnar þessi ár eftir afurðum er í höfuðdráttum: Fatnaður u.þ.b. 60%, handprjón u.þ.b. 19%, værðarvoðir u.þ.b. 13%, áklæðiu.þ.b. 7%. Samkvæmt áætluðum tölum fyrir 1984, verður verðmæti út- flutnings u.þ.b. 314,5 millj. króna, eða 45,4% hækkun milli ára. Á sama tíma er gert ráð fyrir að dollar hækki að meðaltali um 20% Helstu markaðir Árið 1983 skiptist verðmæti út- flutnings í grófum dráttum eftir- farandi í einstaka markaði: Sovétríkin V-Evrópa N-Ameríka Aðrir markaðir 38% 45% 14% 3% Markaðs- og sölustarfsemi Sala til Sovétríkjanna hefur í gegnum tíðina grundvallast á heildarsamningum fyrir eitt ár í senn sem aftur hafa átt að nokkru leyti stoð í þeim viljayfirlýsingum um viðskipti sem gerðar hafa ver- ið milli íslands og Sovétríkjanna. Viðskipti við hinn vestræna heim hafa lotið öðrum lögmál- um. Þannig hefur verið lögð áhersla á að afla heppilegra dreifileiða í einstökum löndum. í dag hefur Ullariðnaður um- boðsmenn í flestum löndum. Hönnunarstarfsemi hefur verið aukin til muna. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð prjónaupp- skrifta. Tvær prjónabækur hafa verið gefnar út og eru þær prent- aðar á 5 tungumálum. Þessi aukna starfsemi hefur kallað á fjölgun starfsfólks sem sérhæfir sig í hönnun og sölumálum. Auk þess sem starfsfólki við fram- leiðslu hefur fjölgað vegna nýrra verkefna. Þegar sala á ullarvörum hófst á vestrænan markað var megin áhersla lögð á sauðaliti og hélst svo um mörg ár. Nú á s.l. tveimur til þremur árum hefur eftirspurn breyst þannig að meiri kröfur eru gerðar um aukið litaval. Við getum ekki með jafn auðveldu móti höfðað til séreinkenna hinnar íslensku vöru. Þó að þau séu og verði allt- af mjög mikilvæg. Þetta gerir það að verkum að við verðum í auknu mæli að fylgj- ast mun betur með öllum sveifl- um í tísku og vera vakandi fyrir nýjungum en um leið gæta þess að halda hefðbundnum sérein- kennum þannig að ísienskar ullarvörur skeri sig frá öðrum ullarvörum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.