Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 16.01.1984, Blaðsíða 11
16. janúar 1984 - DAGUR -11 Jörð til sölu Óskaö er eftir tilboðum í jörðina Ytri-Holt, Dalvík. Tilboð berist til stjórnar Dalbæjar heimilis aldr- aðra 620 Dalvík fyrir 25. febrúar 1984. Áskilin réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplysingar veitir Rafn Arnbjörnsson í síma 96-61358. Dalvík 13. janúar 1984. Stjórn Dalbæjar. Gömlu skíðin tekin upp í ný „Þessari nýjung okkar hefur verið tekið mjög vel,“ sagði Þorsteinn Ingólfsson verslun- armaður í Hlíðasporti í verslun- armiðstöðinni Sunnuhlíð er við ræddum við hann um nýjung er verslunin hefur tekið upp. Hér er um að ræða að verslun- in tekur notaðan skíðaútbúnað upp í verð ef keyptur er nýr, og er sama hvort um er að ræða skíðaskó, stafi, bindingar og skíði og gildir þetta bæði fyrir svig- og gönguskíðaútbúnað. Við erum því einnig með not- aðan skíðaútbúnað til sölu í versluninni hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. „Þessi þjónusta hefur verið veitt á einum stað í bænum til þessa og nú er komin æskileg samkeppni hvað þetta varðar. Við hugsum þetta þó fyrst og fremst sem aukna þjónustu við viðskiptavini okkar og ef undir- tektir verða áfram jafn góðar og hingað til er ekki ósennilegt að við munum gera breytingar á versluninni yfir vetrarmánuðina í framtíðinni til þess að geta sinnt þessu enn betur. En þetta þýðir alls ekki að við munum draga úr þjónustunni á öðrum sviðum.“ Nýhand- bók Sjávarafurðadeild Sambands- ins hefur gefið út litprentaðan bækling, 16 bls. að stærð, sem ber nafnið: Handbók fyrir starfsfólk í frystihúsum. Skiptist ritið í eftirfarandi kafla: Inngangur, Gæði, Nokkur heilræði, Hreinlæti, Umgengni og brif, Bónus. A þessu ári hefur fiskeftirlit Sjávarafurðadeildar gengist fyrir fjölmörgum fræðslufundum með starfsfólki frystihúsa víðs vegar um landið, þar sem rætt hefur verið um vöruvöndun og vöru- gæði; hafa þessir fundir m.a. leitt í ljós nauðsyn þess, að til séu í einu aðgengilegu riti ýmis grund- vallaratriði, er varða hreinlæti og góða umgengnishætti. Er nú ver- ið að dreifa riti þessu í öll frysti- hús, er selja afurðir sínar gegnum sjávarafurðadeild. Þetta er þriðja upplýsingaritið, sem Sjávarafurðadeild gefur út á þessu ári; hin tvö eru á ensku og fjalla um þær afurðir, sem fram- leiddar eru af framleiðendum deildarinnar. AKUREYRARBÆR npT Gjalddagi fasteigna- gjalda á Akureyri 1984 Bæjarstjórn Akureyrar hefur ákveðið að fast- eignagjöld til Bæjársjóðs Akureyrar á árinu 1984 skuli gjaldfalla með fimm jöfnum greiðslum á gjalddögum 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl og 15. maí. Gjaldseðlar verða bornir út til gjaldenda næstu daga. Athygli er vakin á, að séu fasteignagjöldin ekki greidd innan mánaðar frá gjalddaga reiknast á þau dráttarvextir frá gjalddaga að telja. Dráttarvextir eru nú 3,25% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði. Bæjarskrifstofan er opin frá kl. 9.30-15.00 daglega frá mánudegi til föstudags. Akureyri, 13. janúar 1984 Bæjarritari. Rekstrarráðgjafi Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. óskar eftir að ráða rekstrarráðgjafa til starfa frá og með 1. apríl nk. eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að umsækj- andi hafi menntun á sviði hagfræði eða viðskipta- fræði eða hliðstæða menntun og reynslu úr við- skiptalífinu, geti unnið sjálfstætt og sýnt frum- kvæði í starfi. Markmið Iðnþróunarfélagsins er að efla iðnað og stuðla að iðnþróun í byggðum Eyja- fjarðar m.a.: - Með því að veita starfandi og nýjum fyrir- tækjum ráðgjöf á sviði tæknimála, fjármála og markaðsmála. - Með skipuiegri leit og mati á hagkvæmni nýrra möguleika til fjárfestinga í iðnaði. - Með þátttöku í stofnun fyrirtækja með hlutafjárkaupum og hvers konar aðstoð við uppbyggingu þeirra á fyrstu rekstrarárun- um. Starf rekstrarráðgjafa felst í að vinna að ofan- greindum verkefnum í samráði við framkvæmda- stjóra og stjórn félagsins. Nánari upplýsingar veita Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdarstjóri, í síma 96-26200 eða 96-25937 eða Helgi Bergs, stjórnarformaður, í síma 96- 21000. Umsóknir skulu sendar Iðnþróunarfélagi Eyjafj- arðar hf., Glerárgötu 36, 600 Akureyri fyrir 28. janúar nk. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. kemur út þrisvar í viku, manudaga, miðvikudaga og föstudaga AKUREYRARBÆR Fóstrur - Fóstrur Fóstru vantar í Pálmholt 1. mars ’84 og 1/2 fóstru- staða er laus í Lundarseli 1. apríl '84. Skriflegar umsóknir berist Félagsmálastofnun Akureyrar f. 15. febr. nk. Allar nánari upplýsingar veittar á Fé lagsmálastofnun Akureyrar alla virka daga frá 10-12 sími 25880. Dagvistarfulltrúi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 100. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Sólvöllum 19, 3. hæð t.v., Akureyri, þingl. eign Sveins I. Eðvaldssonar, fer fram eftir kröfu Björn J. Arn- viðarsonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 20. janúar 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 5., 9. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Furulundi 13f, Akureyri, þingl. eign Júníusar Björgvinssonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 20. janúar 1984 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 81., 83. og 87. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á fasteigninni Ásabyggð 4, Akureyri, þingl. eign Árna Vals Viggóssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 20. janú- ar 1984 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 100. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Sunnuhlíð 12, H-hluta, Akureyri, þingl. eign Smára hf., fer fram eftir kröfu Verslunarbanka Islands hf. á eigninni sjálfri föstudaginn 20. janúar 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 104., 107. og 109. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hríseyjargötu 6, Akureyri, þingl. eign Jón- asar Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Benedikts Ólafssonar hdl., Jóns Kr. Sólnes hdl. og Hafsteins Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 20. janúar 1984 kl. 15.30. Bæjarfógetinn á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.