Dagur - 16.01.1984, Side 12

Dagur - 16.01.1984, Side 12
RAFGEYMAR Heitdsala í BÍLINN. BÁTINN, VINNUVÉLINA Slllásala HAGI HF. HEFUR GODA REKSTRAR MÖGULEIKA - segir Jón Sigurðarson, formaður atvinnumálanefndar Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur fylgst mjög náið með þróun mála varðandi Haga, í kjölfar þess að forráðamenn fyrirtækisins tilkynntu að þeir myndu selja það og hætta rekstrinum. Atvinnumála- nefnd telur að gera þurfi úttekt á fyrirtækinu þ.á m. að meta þau rekstraráform sem eigend- ur Haga hafa og hvernig hugs- anlega mætti reka fyrirtækið í framtíðinni. Jón Sigurðarson, formaður nefndarinnar, sagði að þegar þessar upplýsingar lægju fyrir, myndi atvinnumálanefndin að líkindum gera tillögur um það hvort og hvernig bæjarstjórn Ak- ureyrar komi inn í þetta mál, eða öllu heldur framkvæmdasjóður. Jón sagði að um yrði áð ræða svipaða úttekt og gerð hafi verið á K. Jónssyni og Co á sínum tíma, sem leiddi til þess að bær- inn annaðist lánafyrirgreiðslu til fyrirtækisins. Jón sagði að fullur hugur væri á því meðal bæjarfulltrúa allra flokka að koma þessu fyrirtæki til hjálpar ef nokkur möguleiki væri á. Jón sagði hins vegar að menn vonuðu í lengstu lög að kaupend- ur fengjust að fyrirtækinu eða núverandi eigendur þess héldu áfram rekstrinum, því það væri ekki hlutverk bæjarins að reka svona fyrirtæki. Hann sagðist trúa því að þetta fyrirtæki ætti talsverða möguleika. hs Verður Haga hf. komið til hjálpar? mmmm Mynd: KGA. Átök innan Menningarsamtaka Norðlendinga: KRISTINN SAGÐI AF SÉR FORMENNSKU SAMTAKANNA álykti um álver Jón Siguröarson, formaður atvinnumálancfndar Akureyr- arbæjar, hefur lagt fram tillögu í nefndinni varðandi álver við Eyjafjörð. Lagt er til að þar sem nú séu hafnar viðræður við erlenda aðila um slíkt iðju- ver eigi bæjarstjórn að álykta um málið og láta í Ijós jákvæð- an vilja til að fá slíkt atvinnu- fyrirtæki í bæinn. í tillögu Jóns Sigurðarsonar er gert ráð fyrir að bæjarstjórn álykti á þá leið að eðlilegt sé talið að næsta stóriðjuver sem reist verði á íslandi verði staðsett v'.ð Eyjafjörð, enda sé tryggt að lít- ríki fjarðarins sé ekki stefnt í hættu með rekstri þess. Jón sagði í viötali við Dag að þar sem nú væru hafnar viðræður um þetta mál við erlenda aðila og kynning á því væri ófært annað en Akureyringar létu í ljós hug sinn til málsins. hs 24 megavött frá Kröflu Raforkuframleiðsla hefur gengiö vel í Kröfluvirkjun að undanförnu og hefur afkasta- getan verið í kringum 24 mega- vött. Að sögn vélstjóra við virkjun- ina sem blaðamaður Dags ræddi við þá munar um minna og oft mun Kröflurafmagnið hafa forðað raforkuskorti á Norður- og Austurlandi, ekki síst í des- embermánuði sl. Um 17 manns starfa nú við virkjunina, þar af 12 vélstjórar og að sögn viðmælanda Dags hefur mannlíf verið ágætt þar efra. Færð hefur verið góð og menn því yfirleitt komist allra sinna ferða það sem af er árinu. ese Veður Áfram er reiknað með all- miklu frosti norðanlands með hægri norð-austanátt í dag en norð-vestanátt á morgun. Ekki er reiknað með snjókomu, nema ef til vill við ströndina. Á mið- vikudaginn er spáð suð- vestanátt og þá verður frostið eitthvað minna, en þó 6-8 gráður. í vikulokin verður hitastigið að líkind- um komið um frostmark og þá má einnig búast við ein- hverri snjókomu. „Nú er það?“ sagði Kristinn G. Jóhannsson er við slógum á þráðinn til hans og spurðum hann hvort hann væri fyrrver- andi formaður Menningarsam- taka Norðlendinga, en sögu- sagnir hafa verið á kreiki um það að hann hafi sagt af sér sem formaður þar. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem um mig er sagt og held að þetta hljóti að vera vitleysa,“ sagði Kristinn. „Ég er núverandi formaður Menningarsamtaka Norðlendinga og þar við situr." „Kristinn lagði fram afsagnar- beiðni sem formaður á síðasta fundi,“ segir hins vegar Valgarð- ur Stefánsson sem á sæti í stjórn samtakanna. „Á þann fund vant- aði bæði Þóreyju Aðalsteinsdótt- ur varaformann og Atla Guð- laugsson gjaldkera og við sem vorum á fundinum skoruðum á Kristin að endurskoða afstöðu sína og segja þá af sér þegar allir væru viðstaddir þannig að hægt væri að ræða málið. Kristinn tók það ekki til greina og fór af fund- inum,“ sagði Valgarður. - Þess má geta að stjórnar- fundur í Menningarsamtökunum er fyrirhugaður á morgun og er áformað að ræða þetta mál þar og fá í það niðurstöðu. gk # KR-ingar læra KR-ingar eru, eins og Akur- eyringar vita, mjög duglegir við að kaupa leikmenn frá öðrum félögum, sérstaklega í handknattleik og knatt- spyrnu. Það kom því ekki á óvart þegar KR sendi þrjá menn til enska liðsins Liver- pool fyrir helgina að fram- kvæmdastjóri Knattspyrnu- deildarinnar skyldi vera einn þremenninganna. Hann er auðvitað að fara til Liverpool til þess að læra af stjóranum þar hvernig á að bera sig að þegar leitað er eftir nýjum leikmönnum, hvað mikla pen- inga á að bjóða o.s.frv. Önnur félög íslensk sem senda menn til félaga erlendis í námsferðir hafa hingað til lát- ið nægja að senda leikmenn og þá aðallega þjálfara. • Ingvar ritstjóri Hinn kunni heiðursmaður, Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri Tímans, lætur af störf- um á þessu ári og hafa marg- ir mætir menn verið nefndir sem arftakar hans. Meðal þeirra sem taldir eru koma sterklega til greina eru Magn- ús Bjarnfreðsson og þeir Helgi H. Jónsson og Helgi Pétursson á fréttastofu Útvarps. Enn einn sterkur kandidat í baráttunni um rit- stjórastólinn er sagður Ingv- ar Gíslason, alþingismaður og fyrrverandi menntamála- ráðherra. Lítið mun vera hæft í þeirri „frétt“ Alþýðublaðsins að Magnús Ólafsson, hagfræð- ingur og tengdasonur Þórar- ins muni senn taka við rit- stjórastóli af Elíasi Snæland Jónssyni, ritstjóra Tímans. Magnús á eftir eitt ár í fram- haldsnámí ( Þýskalandi og hvað þá tekur við er óvíst. Forráðamenn hins nýja út- gáfufélags Tímans, Nútím- ans, munu hins vegar hafa mikinn áhuga á að fá Elías í framkvæmdastjórastólinn. # En Erlingur heyrir ekki Dropar Tfmans voru snjallir á dögunum þegar þeir lögðu til að Erlingur Sigurðarson, umsjónarmaður þáttarins Daglegs máls í útvarpinu, tæki málfar manna á Rás 2 til sér- stakrar athugunar. Þetta er auðvitað góð hugmynd en því míður er aðeins einn stór galli á gjöf Njarðar. Erlíngur heyrir ekkert frekar í Rás 2 en aðrir Norðlendingar. Eina ráðið væri því að Dropar beittu sér fyrir því að Norð- lendingar og aðrir þeir sem ekki heyra í Rás 2, fengju hana sem fyrst.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.