Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 18.01.1984, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 67.árgangur Akureyri, miðvikudagur 18. janúar 1984 8. tölublað Utburðarmálið óútkljáð þrátt fyrir réttarsátt Eftir að lögreglan á Akureyri hafði neyðst til að þröngva sér inn í íbúðina í Þingvallastræti 22, með því að taka rúðu úr glugga, til að bera út þau Dani- eUe Somers og Ólaf Rafn Jónsson, samkvæmt úrskurði hæstaréttar, náðist Ioks réttar- sátt sem undirrituð var af aðil- um málsins. Samþykktu gerð- arþolar að hlíta úrskurði hæstaréttar og flytja úr íbúð- inni fyrir 17. febrúar og gerð- arbeiðendur að fresta útburð- argerð þann tíina. Synir Grímu Guðmundsdóttur, Guðmund- ur og Örn Smári Arnaldssynir, voru mættir fyrir hennar hönd. Töluverðan mannfjölda dreif að til að fylgjast með málinu. Um kl. 10 í gærmorgun mættu fulltrúar Grímu hjá Sigurði Ei- ríkssyni, fulltrúa bæjarfógeta, en Ólafur Rafn sem boðaður hafði verið mætti ekki. Ekki var því grundvöllur til sátta og fóru gerð- arbeiðendur því ásamt fulltrúa fógeta og lögreglumönnum til að framfylgja dómi hæstaréttar um útburð. Þegar lögreglan kom á vett- vang var ekki opnað og þegar Ólafur Rafn kom frá kennslu í Menntaskólanum sagði hann, er hann var beðinn að hleypa mönn- um inn í íbúðina: „Þið eruð ekki fulltrúar réttlætisins og ég hef ekkert við ykkur að tala." Var þá brugðið á það ráð að taka rúðu úr glugga næst útidyrunum og farið þar inn og íbúðin opnuð. Eftir alllangan tíma og funda- höld með fulltrúa fógeta og aðil- um málsins inni í íbúðinni var undirrituð réttarsátt svohljóð- andi: „Gerðarþolar, Danielle Somers Jónsson og Ólafur Rafn Jónsson, skuldbinda sig til að, og samþykkja, að hlíta Hæstarétt- ardóminum og flytjast úr íbúð sinni, Þingvallastræti 22 Akur- eyri, og vera flutt út í síðasta lagi 17. febrúar 1984 og samþykkja gerðarbeiðendur að fresta út- burðargerð þann tíma." Ólafur Rafn sagði í viðtali við Dag að þau myndu flytja í annað húsnæði til bráðabirgða, en láta síðan reyná á dóminn með því að flytja inn aftur. „Þetta er bara áfangi í málinu. Við munum sigra," sagði Ólafur Rafn að lokum. „Það hefur oft verið reynt að leita sátta í þessu máli en án árangurs. Petta er í fyrsta skipti sem þau hafa fengist til að skrifa undir eitthvað og ég trúi ekki öðru en það sem réttilega hefur verið dæmt nái fram að ganga, enda er það alveg ljóst að móðir mín er ekki sá brotlegi í þessu sambýli," sagði Örn Smári Arn- aldsson, þegar Dagur innti hann álits á þessum yfirlýsingum Ólafs Rafns. hs. Lögreglumenn búa sig undir að fara inn í íbúðina að Þingvallastræti 22. Mynd: KGA. Skuli Ágústsson bauðst til að höggva á hnútinn í „útburðarmálinu": Bauöst til að kaupa íbúðina af Grímu! - Ég talaði við Guðmund Arnaldsson, son Grímu Guðmundsdóttur á mánudags- kvöldið og bauðst til þess að ganga inn í málið og kaupa íbúðina af henni ef það gæti orðið til þess að leysa þetta mál. Hann tók þessu tilboði mínu ekki ólíklega og ég varð því mjög undrandi þegar ekki var haft samband við mig. Þetta sagði Skúli Ágústsson í samtali við Dag en Skúli gerði á mánudagskvöld tilraun til að höggva á þann hnút sem myndast hefur í „útburðarmálinu". - Ég sagði Guðmundi að Gríma gæti fengið sér lögfræðing til þess að ganga frá þessu máli. Hann og lögfræðingur minn gætu komist að samkomulagi um sann- gjarnt verð fyrir eignina og eina skilyrðið sem ég setti var að að- gerðum yrði frestað á meðan samningaviðræður stæðu yfir. Að ekki yrði hróflað við neinum. Mér fannst Guðmundur taka vel í þessa hugmynd og ég sagði hon- um að ég yrði allan þriðjudags- morguninn á skrifstofu minni og hann gæti haft samband við mig þar. Það kom mér mjög á óvart í ljósi þess sem hafði farið á milli okkar, að ekki var haft samband við mig. Ég hlýt nú að líta svo á málin að Gríma Guðmundsdóttir hafi ekki haft áhuga á þessari lausn. - Nú hefur útburði verið frest- að til 17. febrúar og hjónunum gefinn kostur á að rýma íbúðina fyrir þann tíma. Stendur tilboð þitt um að kaupa íbúðina á efri hæðinni enn? - Ég er ekki tilbúinn til að svara því nú. Ég hef enn ekki sett mig inn í þá atburði sem áttu sér stað í morgun. Ég hef ekki hitt Ólaf Rafn og ég gerði þetta til- boð mitt án þess að hann vissi af því. Ég veit ekki hvort það er í hans þökk að ég blandi mér í málið, sagði Skúli Ágústsson. - ESE. Sjá nánar í opnu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.